Tíminn - 24.08.1978, Page 13
Fimmtudagur 24. ágúst 1978
13
Guðmundur H. Garðarsson um stjórnarmyndun:
Ólaíur Jóhannesson forsætts- og
dómsmálaráðherra
— ber af mannavali þessara þrlggja flokka
HEl— „Það er nú litið hægt að
segja um hvernig mér litist á
þessa stjórn ef af verður, fyrr en
ég veit i hverju stjórnarsátt-
málinn er fólginn. Ég legg ekki
dóm á menn fyrr en ég sé hvað
þeir ætla sér að gera og hvað
siðan verður úr framkvæmd-
um,” sagði Guðmundur H.
Garðarsson i gær, er Timinn
spurði hann álits á þeim tillög-
um sem til umræðu hafa verið
varðandi vinstri stjórn.
Guðmundur var spurður hvað
honum fyndist um það að Lúö-
vik Jósepsson yrði forsætis-
ráðherra. Hann svaraði að hann
hefði alltaf gert ráð fyrir þvi að
Guðmundur H. Garðarsson.
ef þessir flokkar mynduðu
stjórn, þá yrði Ólafur Jóhannes-
son bæði forsætis- og dóms-
málaráðherra. Þvi hann teldi að
Ólafur ætti að fá það traust
hvort sem væri i þessari rikis-
stjórn eða annarri að vera
áfram dómsmálaráðherra is-
lensku þjóðarinnar. Guðmundur
sagðist vitanlega best treysta
sinum flokksmönnum til að
skipa forsætisráðuneytið, en
stæði hann frammi fyrir vinstri
stjórn, þá væri sin skoðun að af
þvi mannvali sem i þessum
þrem flokkum væri hlyti Ólafur
að koma helst til greina sem
forsætisráðherra.
• -4
Landsliðið: Guðmundur Sveinn Hermannsson, Sævar Þorbjörnsson, Sverrir Armannsson, fyrirliði,
Sigurður Sverrisson, Skúli Einarsson.
Landslið ungra manna til
keppni i bridge í Skotlandi
Evrópumót i bridge fyrir spil-
ara 25 ára og yngri veröur haldið i
Skotlandi dagana 26. ágúst til 2.
september næstkomandi. Spilaö
verður i háskólabænum Stirling
sem er skammt frá Glasgow. Alls
munu 19 þjóðir taka þátt i keppn-
inni og verður lið frá íslandi þar á
meðal. Evrópumót yngri spilara
var fyrst haldið 1968 i Prag i
Tékkóslóvakiu og var þá aldurs-
takmarkið 30 ár. Mótið hefur
siöan verið haldið annað hvert ár
og hefur aldurstakmarkið verið
lækkað og þátttökuþjóðum
fjölgað jafnt og þétt sökum stór-
aukinnar ungmennastarfsemi
innan iþróttarinnar. ísland sendi
fyrst lið til keppni á þessi mót
1974. Núverandi Evrópumeist-
arar i yngri flokki eru Austur-
rikismenn.
Liðið sem Island sendir núer
skipað eftirtöldum mönnum:
Sverri Armannssyni fyrirliða,
Sigurði Sverrissyni, Skúla
Einarssyni, Guðmundi Sv. Her-
mannssyni og Sævari Þorbjörns-
syni.
Spilararnir hafa náð ágætum
árangri hér innanlands i vetur og
urðu meðal annars i öðru sæti á
íslandsmótinu i sveitakeppni.
Einnig eru Sigurður og Skúli nú-
verandi íslandsmeistarar i tvi-
menning.
Olympfuliðið I skák valið:
Allir okkar sterkustu
skákmenn munu tefla
— kvennasveit send I fyrsta skipti
MóL— Allir sterkustu skákmenn
íslands munu skipa karlasveit
þjóðarinnar á ólympiuskákmót-
inu sem fer fram I Buenos Aires i
Argentinu dagana 25. okt.-12. nóv.
n.k.
A fundi stjórnar Skáksambands
Islands s.l. þriðjudagskvöld voru
keppnissveitir Islands til þátttöku
i mótinu valdar. Þær skipa eftir-
taldir skákmenn:
Karlasveit:
1. borð Friörik Ólafsson, stór-
meistari
2. borö Guðmundur Sigurjónsson
stórmeistari.
3. borðHelgi Ólafsson alþjóðlegur
meistari.
4. borð Ingi R. Jóhannsson alþjóð-
legur meistari.
5. borð Margeir Pétursson (2/3
alþjóðl. meistari)
6. borð Jón L. Arnason (1/2 al-
þjóðl. meistari)
Kvennasveit
1. borð Guðlaug Þorsteinsdóttir,
Nor öurl anda m eista ri.
2. borð ólöf Þráinsdóttir, íslands-
meistari.
3. borö Birna Norðdahl.
4. borð Svana Samúelsdóttir.
í karlaflokki verða tefldar 14
umferðir eftir svissneska kerfinu
en f kvennaflokki verður um
riðlakeppni að ræða, með 7 um-
ferða forkeppni og 7 umferða
lokakeppni i hverjum flokki.
Islendingar hafa að jafnaöi sent
lið til keppni siðan 1952, en frá
1950 hefur slikt alheimsmót verið
haldið annað hvert ár. Alls hafa
íslendingar teflt á 18 Olympiu-
mótum en hingað til aöeins i
karlaflokki.
Olympiumót i kvennaflokki
hefur farið fram 7 sinnum og
verður þetta fyrsta mótið sem is-
lenskar skákkonur taka þátt i þvi.
Hafa konurnar undir forystu
Birnu Norðdahl sýnt lofsvert
framtak með þvi að safna að
miklu leyti sjálfar fyrir sinum
ferðakostnaði en segja má að enn
þá sé óbrúaöur kostnaður vegna
Olympiumótsins um 3 milljónir.
Mun stjórn Skáksambandsins þvi
nú á næstunni beita sér fyrir f jár-
öflun i þessu sambandi og heitir á
fyrirtæki og almenning málinu til
stuðnings. Giróreikningur SI er
nr. 625000.
Lendingaleyfl
fengið í
Baltimore
Hinn 17. ágúst s.l. var formlega
gengið frá breytingu á viðbæti við
loftflutningasamninginn milli Is-
lands og Bandarikjanna en Einar
Agústsson utanrikisráðherra hóf
viðræður um máliö I ferö sinni til
Washington i júli mánuði 1977.
Fóru fram erindaskipti milli
sendiráðs íslands i Washington og
utanrikisráðuneytis Bandarikj-
anna þess efnis að flugvöllurinn i
Baltimore bætist nú við þá
lendingarstaði i Bandarikjunum
sem Loftleiðum h/f er heimilað
að fljúga til.
Góð fjárjörð til sölu
Jörðin Hólar i öxnadal er til sölu.
Allar nánari upplýsingar veitir Einar
Helgason, Hólum i öxnadal simi um
Bægisá.
Heilsuverndarstöð s
m
iVf'.
\
>WJ
i.-'t
Síi
Reykjavíkur
auglýsir lausar til umsóknar
eftirtaldar stöður:
Hjúkrunarfræðinga við ungbarnaeftirlit,
heilsugæslu i skólum og heimahjúkrun.
Aðstoðarmanns við skólatannlækningar.
Umsóknum sé skilað fyrir 4. september
n.k. til hjúkrunarforstjóra sem jafnframt
gefur nánari upplýsingar.
Heilsuverndarstöð Reykjavikur
¥■
i
I
■ttí
i
.r.'L
y-'
V>J
V 4,
1» V,
'A
Skrifstofumaður
Óskast til starfa hjá rikisendurskoðun i
tolladeild.
Umsóknir með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf óskast sendar
rikisendurskoðuninni, Laugaveg 105.
Hjúkrunarfræðingar
Sjúkrahúsið i Húsavik óskar að ráða
hjúkrunarfræðinga nú þegar. Allar uppl.
veita hjúkrunarforstjóri i sima 96-4-13-33
og framkvæmdastjóri i sima 96-4-14-33
Sjúkrahúsið i Húsavik s.f.
Kennarar
Vegna forfalla vantar enskukennara að
gagnfræðaskóla Húsavikur.
Húsnæði fyrir hendi.
Nánari upplýsingar veita skólastjóri og
formaður skólanefndar i simum (96)4-11-
66 Og (96 ) 4-14-40.
Skólanefnd Húsavikur.