Tíminn - 13.09.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.09.1978, Blaðsíða 10
10 Miövikudagur 13. september 1978 tónlist SÓNÖTUKVÖLDí NORRÆNAHÚSINU •iíM PHILIP JENKINS OG GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR. A mánudagskvöljliö i fyrri viku héldu Guöný Guömunds- dóttir og Philip Jenkins tónleika i Norræna hiisinu, þar sem þau fluttu fiölusónötur eftir Beet- hoven, Debussy, Brahms og Prókoffjeff. A sama tíma i fyrra héldu þau sónötukvöld á sama staö viö mikinn oröstir. þannig aö hér er tilraun til at koma á hefö i menningarlif i voru. Tónleikarnir voru afarvel sóttir, enda hafði verið frá þvi skýrt, að nú væri Guðný loksins komin með hina margrómuðu Guarneriusfiðlu islenzka rikis- ins (ég yrði ekki hissa, þótt hún yröi tekin og seld hæstbjóðanda, jafn dólgslega og rikið er farið aö láta i fjárheimtu sinni.) Vonandi á Guðný eftir að gera góða hluti með hinni frægu fiðlu, en ekki fannst mér hún skara neitt fram úr sjálfri sér á þess- um tónleikum. Fyrst á efnisskránni var Vor- sónata Beethovens, yndislegt verk sem allir þekkja. En það tókst jafnframt lakast —ég held það þurfi mikino tónlistar- þroska og rómantiskt hjarta, auk tæknigetu til að skila henni fullkomlega. Tæknikunnátta Guönýjar er aö sjálfsögðu óumdeild, þótt mér virtist gæta óvenjulegs óöryggis á köflum i þessufyrsta verki, en tónlistar- þroskinn og rómantlk hjartans vaxa með árunum að þvi er taliö er. Og kannski Guöný og Guarneriusfiölan þurfi að kynn- ast betur áöur en þær verða fyllilegá ásáttar. 1 essinu sinu var Guðný i són- ötu Prókoffjeffs — það tónskáld hentar hinum tæknibrynjuöu fiölurum vorra tima einkar vel. Enda voru þau Guöný og Jenkins klöppuð upp meö sam- stilltu átaki, og léku þá aftur hæga kaflann i Prókoffjeff. En þá höfðu áheyrendur lika fengiö nógan Prókoffjeff að sinni, og héldu heim glaðir og reifir. Philip Jenkins virtist mér skila sinu hlutverki af öryggi og smekkvisi, þannig aö fullt jafn- ræði var með hinum tveimur hljóöfærum eins og vera ber i kammermúsik af þessu tagi. Og ekki sakar aö geta þess i lokin, að Norræna húsiö er allra staöa bezt fallið hér i' bænum fyrir stofutónlist, en Laugardals- höllin verst. Sinfóníuhljómsveit islands... Búðardals.. Frumflytja íslenskt verk á Vestfjöröum 1. scpt. s.l. hófust æfingar að nýju hjá Sinfóniuhljómsvcit ts- lands.Starfsárið sem nú er að hcfjast er hið 29. i röðinni, og er hljómsveitin nú skipuð 59 hljóð- færaleikurum. Fyrsta verkefni hljómsveitarinnar á nýbyrjuðu starfsári er tónleikaferð um Vestfirði sem hefst 14. sept og verður komið við i Búðardal á leiðinni vestur. Hljómsveitin leikur i þessari ferö á sex stöðum, alls sjö sinn- um og staöir þeir sem hljóm- sveitin heimsækir eru sem hér segir: 14. sept. Búöardalur kl. 21.00 15. sept. Þingeyri kl. 21.00 16. sept. Isafjörður kl. 15.00 og 21.00 17. sept. Bolungarvik kl. 15.00 17. sept. Suðureyri kl. 21.00 18. sept. Patreksfjöröur kl. 21.00 Tónleikarnir á Isafirði þann 16., sem.hefjast kj. 15.00, eru hátiðartónleikar og haldnir í til- efni af 30 ára afmæli tónlistar- skólans þar. A þessum tónleik- um verður m.a. frumfluttur konsert fyrir violu og hljómsveit eftir Jónas Tómasson yngri en þetta er i fyrsta sinn sem Sin- fóniuhljómsveitin frumflytur is- lenskt verk utan Reykjavikur. Einleikari verður Ingvar Jónas- son, og kemur hann gagngert frá Malmö til að leika á þessum tónleikum. Þeir frændur Ingvar og Jónas eru báöir fæddir ts- firðingar og hafa báðir unnið þar aö tónlistarmálum. Hljóm- sveitarstjóri er Páll P. Pálsson en efnisskráin á þessum hátiöartónleikum á Isafirði þann 16. sept., sem hefjast kl. 15.00 eins og að framan greinir verður sem hér segir: Beethoven — Coriolan forleikur Mendelssohn: Nocturna og Scherzo Jónas Tómasson: Konsert fyrir violu og hljómsveit Hlé Hummel: Fantasia fyrir violu og hljómsveit Schubert: Sinfónia nr. 5 Tónleikarnir i Búðardal, Þingeyri, Bolungarvik, Suður- eyri, Patreksfirði svo og á tsa- firði sem einnig verða þann 16. kl. 21.00 verða með nokkuð öðru sniði og verður eingöngu leikin létt klassisk tónlist m.a. verk eftir Mozart, Tsjaikovsky, Sveinbjörn Sveinbjörnsson Strauss, Bernstein o.fl. Hljómsveitarstjóri i þessari ferð er Páll P. Pálsson og ein- söngvarar Sieglinde Kahmann og Kristinn Hallsson. ELJER BILLE — SEPTEM 78 Galst upp á kunstaka- demíunni eftír 14 daga Hér á landi er staddur einn frægasti málari Dana Ejler Bille, en hann er hér í boði Norræna hússins og tekur þátt i samsýningu með islenskum málur- um, i SEPTEM 78, sem einnig stendur að heimboðinu. Með honum i förinni er eiginkona hans, sem einnig er myndlistar- m a ð u r , A n i t a Therkildsen. Ejler Bille er kunnur mörgum á tslandi, sem fylgjast með mynd- listarstai’fi viðar en á íslandi þvi frægð þessa málara nær langt út fyrir strendur og landa- mæri Danmerkur. Við hittum Ejler Bille aö máli i gestafbúð Norræna hússins siöastliðinn sunnudag, rétt áður en að hann lagði af stað i skoð- unárferð til þess að „drekka i sig liti landsins” eins og hann orðaði það, ogfinna það i sér sjálfum, en það hlaut að vera auðveldara þennan sunnudagsmorgun en endranær, þvi sólin skein i heiði og það sást ekki skýhnoðri á himninum. Það var þvi dálitil ókyrrö yfir meistaranum, og viðtalið þvi styttra en ella hefði orðið, en að islenskum siö spurðum við fyrst um ætt og uppruna: Jóti af norskum ættum Ég er Jóti, fæddur i Odder á Austur-Jótlandi, skammt frá 1910 og fer þvi að nálgast sjötugt. Faðir minn var ritstjóri, en við erum af dansk- norskri ætt. Ég held að það hafi ekki verið mikið um myndlist i ættinni, en hálf- bróðir föður mins var þó mjög góður málari. Ég hafði ekki neinn sérstakan áhuga á málaralist á unglings- árunum, áttienga drauma um að verða atvinnumyndlistarmaður, og ég lauk stúdentsprófi frá menntaskólanum i Birkeröd árið 1930. — Þó held ég að snemma hafi boriö á einhvers konar mynd- listarlegum áhuga, og þá einkum á keramik og höggmyndalist, og á árunum 1930—’31 var ég nemandi á Kunsthandverkerskolen og ætl- aöi ég að verða keremiker. A þeim árum var öðruvisi hugsað en á vorum dögum, hið þarflega var sett ofar öllu öðru, og nám miðaðist fremur við þaö aö sjá sér farboða, en að þroska leynda en meðfæda hæfileika. Ég geri ráð fyrir að enn þann dag i dag gæti nokkurrar togstreitu hjá ungu fólki, hvort það eigi aö gefa sér lausan tauminn og sinna áhugamálum sinum, eða læra einvörðungu eitthvað þarflegt. Ég var þó ekki fyrir neinum sérstökum þrýstingi heiman að, ogégminnist þess ekki, að þegar ég var hættur við keramikina og hafði verið tekinn-inn i konung- legu listaakademiuna i Kaup- mannahöfn, þar sem ég hugðist læra höggmyndalist, að neitt hafi verið sagt, — og reyndar ekki heldur þegar ég hætti á akademi- unni eftir aðeins 14 daga! Þetta voru hræðilegir timar og vonbrigði min voru gifurleg, þegar mér varð þaö ljóst að ég gat ekkert lært þarna. Þetta var þó ekki tómt stærilæti. Listahá- skólar og listaskólar eru mjög þarfar stofnanir, en þær henta þó ekki öllum og ég var einn þeirra. — Ég hefði að visu getað dútlað þarna, eins og margir gerðu, þrátt fyrir haldlitla næringu, en ég ákvaö að hefja heldur sjálf- stætt listnám, og það gerði ég. Fór til Þýskalands til Berlinar. Ég lá á söfnum, lá i bókum og vann eins og hestur að gerð högg- mynda. Nýir straumar í mynd- listum 1930 Það voru miklar hræringar i myndlistinni i Danmörku á þessum árum (1930—1940). Ný tiöindi bárust, en þau komu reyndar ekki frá Paris, heldur frá Þýskalandi, þar sem abstrakt- listin var að ganga sin fyrstu skref og vakti bæöi reiði og skelfingu meðal borgarastéttar-, innar. Ég tók þátt i samsýningunni Línanárið 1934 og gerðist ritstjóri timarits meðsama nafni. Það var fyrsta abstraktsýningin i Dan- mörku og vakti hún almenna hneykslun meðal borgaranna og virt biöð eins og Berlingur réðust harkalega á okkur. iir, \1 •d:o «jr Málverk frá 1939 Miðvikudagur 13. september 1978 11 folk i listum Þessi mynd er máluö árið 1933, og sýnir hún glöggt hversu fljótur Bille hefur verið að tileinka sér abstraktlistina. Ejler Bille ásamt eiginkonu sinni Anitu Therkildsen — En hvenær byrjaðir þú að mála? — Það kom ekki fyrr en siðar. Að visu máiaði ég alltaf lika, en eins og fleiri góðir menn, átti ég dálitið örðugt með að gera upp á milli þessara listgreina. Ég valdi málaralistina. Ég hafði verið i Paris 1937 með Richard Mortensen, og ég hafði verið i slagtogi með abstraktmál- urum frá þvi i byrjun áratugsins. Ég hreifst mjög af verkum Miro og Picassos, og ef ég er neyddur til þess að ársetja einhver straumhvörf þá tel ég aö dvöl min i Paris á árunum 1938-1939 hafi valdið timamótum i lifi minu og list. Abstraktmálverk min eru þó miklu eldri, eða frá 1933 eða jafn- vel fyrr. Endurnýjast i nýju um- hverfi — Það er ekki unnt i stuttu við- tali, heldur Biile áfram, að úr- skýra öll þessi ár. En það var mikið að gerast i danskri mynd- list. Nýir menn komu fram, Cobra — grúppan með Asger Jörn og fleiri, þar á meðal Islendingn- um Svavari Guðnasyni. Ég sýndi með þessu fólki og vann méð þvi að alefli. Smám saman myndaðist afl, eða fjölefli og danska þjóðin meðtók hina nýju list, eins og reyndar flestar aörar menningarþjóðir Evrópu, og á striðsárunum voru góðir tim- ar, myndlistarlega séð, þótt ólýsanlegar hörmungar gengju yfirþjóðina sjálfa. Það hefði mátt ætla að kyrrstaða og listræn inni- lokun hefði verið sjáifsögð á meðan landið var sambandslaust við umheiminn, en svo varð ekki, það var gróska i myndlistinni og sambandið viðþjóðina varð mjög náið. — Hvernig hagar þú starfi þinu núna? — Ég mála og ég yrki ljóð. Enn- fremur rita ég myndlistargagn- rýni i viðlesið danskt blað, eða rita öllu heidur um myndlistina. Konan min Anita Therkildsen er einnig myndlistarmaður. Við eigum hús skammt utan við Kaupmannahöfn, en þar dvelj- umst við milli ferðalaga, en við reynum aö feröast mikið. — Ég lit ekki á mig sem túrista, en ég finn nýja næringu i nýju umhverfi, nýjan tón, nýjan lit. Við höfum dvalist i Egyptalandi, i Grikklandi og fjórum sinnum á Bali, en myndirnar sem ég sýni i Norræna-húsinu eru einmitt gerðar á Bali sem er yndisleg fjöllótt eyja. Þaðer „hitabelti” á þessum myndum, en annars er örðugtað útskýra þessi áhrif, sér- hvert land og sérhver þjóð deilist meðeinhverjum hættiupp i liti og form. — Málaröu mikið. Hvað um sýningar? — Ég máia litið. Aðeins örfáar myndir á hverju ári, ennfremur geri ég litografiur en nokkrar þeirra eru einnig á sýningu hér á tslandi. Ég sýni annað hvort ár i Kaup- mannahöfn með MARO-hópnum við erum 6 eöa 8, annars veit ég ekki nákvæmlega hvað við erum margir, þvi tveir eru nýlega dán- ir. Þetta er ekki framúrstefnusýn- ing, heldur eru þarna mynd- iistarmenn af öllum gerðum, meiraað segja landslagsmálarar og surrealistar. Það er liturinn sem heldur þéssu saman, við höf- um aðeins litinn sameiginlega, og þessar sýningar hafa oft heppnast vel og vekjá þær nokkra athygli. Nú siðasta yfirlitsýning, eða stórsýning, var á verkum minum 1970. — Og um dvölina á islandi? — Ég hefi haft gaman af þvi að fá tækifæri til þess að koma tii tslands og að fá tækifæri til þess að kynnast landinu og nema lit þess. Það er lika áhugavert að koma tíl Sögu-eyjunnar, þvi ég hefi mikinn áhuga á skáldskap og bókmenntum, sagði Ejler Bille að lokum og þvi má bæta við, að auk þess aðrita fjölda greina i blöð og timarit, þá hefur hann sent frá sér ljóðabókina Digte og vignetter (1975), en þar segir hann i ljóinu EGO á þessa leið og fer vel á að ljúka þessari grein með þeim oröum : Hvem er jeg selv? Ganske umuligt að vide det. Et spörgsmaal löst henkastet bör forblive ubesvaret. Jrinas Guðmundsson. Skulptur 1936 Fugl frá 1933 Verst að þessi mynd skuli ekki vera prentuö I litum, þarna minnir Bille ofurlltiö á Kjarval — eöa öfugt. En málverkiö er frá 1968. Jakobiia (^uröardóLUr DEGraíáA t%ga úr Ds)4gavíkurlífinu Dægur- vísa — komin út í skólaútgáfu Brikaútgáfan lðunn hefur sent frá sér skáldsögu Jakobinu Sig- urðardóttur, Dægurvisu, I skrilaútgáfu.. Dægurvisa kom fyrst út árið 1965. A bókarkápu var hún þá kölluö ..nútimasaga úr Reykjavikurlifinu,” og hún var lögð fram af islands hálfu I samkeppni um bókmcnntaverð- laun Norðurlandaráðs 1966. Jóhanna Sveinsdóttir B.A. hefur annast þessa útgáfu á Dægurvisu. Hún ritar formála, þar sem gerð er grein fyrir Jakobínu Sigurðardrittur og verkum hennar og tekin til um- fjiillunar nokkur einkenni frá- sagnarinnar. i sögunni eru orðaskýringar prentaðar neð- anmáls, og i lok hvers kafla er bent á atriði sem rétt er að taka til sérstakrar athugunar. Aftan við söguna eru siöan yfirlits- verkefni, þar sem aðaláherslan er lögð á tvennt: Annars vegar bókm enntalega athugun á skáldverkinu oghins vegar bók- menntaverkið Dægurvisu sem heimild um það samfélag sem það er sprottiö úr. i formálanum segir Jóhanna Sveinsdóttir meöal annars: „Dægurvisa gerist að lang- mestu leyti i einu liúsi við fá- farna götu i Reykjavik. í upp- hafi er lögð á þaö áhersla, aö þetta sé ekkert sérstakt hús. Lýster tilveruþessa húss innan um önnur, ibúum þess, athöfn- um þeirra, orðum og gerðum I einn dag, eins og heiti bókarinn- ar gefur til kynna....” „Höfund- urfellir söguna i ramma morg- ur.s og kvölds. Endirinn verður likur upphafinu." Dægurvisa er tólfta bókin i flokknum islensk úrvalsrit, sem eru sérstaklega ætluð til kennslu i fra m haldsskólum . Þessi útgáfa Dægurvisu er 212 bls. prentuð i Prentsmiðjunni Odda h.f. Fyrir stríð — eftir Erlend Jónssoj Almenna bókafélagið hefur sent frá sér bókina Fyrir striö eftir Erlend Jónsson. Þetta er þriðja ljóðabók höfundar. Efni hennar og umhverfi er sótt i bernskuár höfundar fyrir striö, þegar hann var að alast úpp i norölenskri byggð skammt frá þjóöveginum. Þegar: Bændur örkuöu um jaröirsinar með aldamótin og fyrra striðið i vitunum.... Höfundur skiptir bókinni i þrjá kafla, sem heita: Barnaskapur fyrir strið. Alvaran fyrir strið og Noröurrútan ’39. Bókin er 69 blaðsiöur. Hún er unnin i Prentsmiðjunni Odda og Sveinabókbandinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.