Tíminn - 13.09.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.09.1978, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 13. september 1978 á víðavangi ........... 1111 Vitræn stefna ..Langflestir tslendingar höfðu gert sér grein fyrir þvi, að ekki yrði það almenningi sársaukalaust, ef reyntyrði að takast á við efnahagsvandann i alvöru. Það hefur hins vegar komið á daginn að i þjóðfélag- inu eru hópar manna, sem litlu eða engu vilja fórna. Lát- laus kröfugerð og inisrétti i launum hefur brenglað af- stöðu margra til grundvallar- þátta i rekstri þjóðarbúsins. Þegar svo er komið er brýn nauðsyn að stjórna af hörku. Um leið þarf að uppræta þær meinsemdir misréttis, sem eru gróðarstia kröfugerðar og andfélagslegrar afstöðu. Það kemur ekki til greina að fá- mennir hópar kippi grundvell- inum undan þeim tilraunum sem gerðar eru á hverjum tima, til að bæta hag heildar- innar. Slíkir hópar hafa þegar stjórnað of miklu.” Forystugrein Alþýðublaðs- ins i gær fjallar um efnahags- málin og þann vanda sem við er að glima á þvi sviði. t fyrra hluta forystugreinar- innar er vikið að þeim aðstæð- um sem þegar höfðu skapast fyrir kosningarnar á s.l. sumri óg þeim öfugsnúnu viðhorfum sem alltof lengi hefur gætt i þjóðlffinu að þvi er lýtur að lifsgæðum og sérhagsmunum. Gróðrarstía andfélags- legrar afstöðu 1 forystugreininni segir svo um þetta: 1 “ 1 T| bé 1 1 8 * P * WrMiíh , #|K Nánast glæpsamlegt t þessum orðum kemur fram alveg hárrétt afstaða og mat á þeim vandamálum sem við er að eiga hér á landi. Efnahagsvandinn er fyrst og fremst til kominn fyrir þá sök að einstakir hagsmuna- hópar hafa neitað að viður- kenna og virða ákvarðanir þær sem lögmæt stjórnvöld hafa tekið fyrir hönd þjóðar- heildarinnar og með hags- muni hennar að leiðarljósi. Leiðarahöfundur Alýðu- blaðsins heldur áfram: ,,Nú er góðæri til lands og sjávar á islandi og allar að- stæður fyrir hendi til að lag- færa það, sem úr böndum hefur farið. Það væri ekki bara hryggilegt, heldur nán- ast glæpsamlegt, ef tækifærið yrði ekki notað. En til að það megi takast verða stjórnvöld i fyrsta lagi að stjórna af festu og i öðru lagi að móta skyn- samlega efnahagsstefnu til langs tima. Þar er endurskoð- un vísitölunnar og sjálf pen- ingamálin langsamlega mikil- vægustu þættirnir. Afstaða þjóðarinnar til núverandi rikisstjórnar mun að verulegu leyti byggjast á þvihvernig til tekst i þessum efnum.” Þessum ummælum ber vissulega að fagna eftir allt það sem á undan er gengið i stjórnmálaskrifum foringja Alþyðuflokksins fram að sið- ustu kosningum. Ákveöin stjóm og raunsæi Lokaorð forystugreinarinn- ar eruekkisiður fagnaðarefni, en þar segir: „Verði fylgt vitrænni efna- hagsstefnu er ekki vafi á þvi, að unnt reynist að eyða kúfn- um af efnahagsvandanum. Verði það hins vegar ekki gert og stöðugar bráðabirgðaráð- stafanir látnar ráða ferðinni,- verður vandinn aðeins meiri og fórnirnar enn þyngri, sem siðar þarf að færa. Akveðin stjórn og raunsæi i efnahags- málum ræður úrslitum.” JS. ------ ■ Eins og sjá má á þessari mynd Páls Þorlákssonar eru báðir bílarnir talsvert skemmdir, sérstaklega þó fólksblllinn. Gleymdi stöðvunarskyldunni ATA — A sunnudaginn varð all- harður árekstur á Suðurlandsvegi við Þorlákshafnarafleggjarann. Rákust þar saman Lada fólksbill og Lada-sport jeppi. Að sögn Sigurðar Jónssonar, lögregluvarðstjóra á Selfossi, varð slysið klukkan 10:52 á sunnudagsmorgun. Fólksbilnum var ekið eftir Þorlákshafnar- veginum að Suðurlandsvegi. Þar er stöðvunarskylda en ökumaður bilsins sinnti þvi ekki og ók beint inn á veginn i veg fyrir Lada-jeppann. ökumaður fólksbilsins slasaðist nokkuð, svoog tvö börn, sem i bilnum voru. Þau voru flutt til Reykjavikur en meiðsli þeirra munu ekki hafa verið verið alvarleg. Báðir bilarnir skemmdust mikið. — sá fyrstí sem ísland gerir 1 gær skiptust þeir Henrik Sv. Björnsson, rá^uneytisstjóri, og Raimund Hergt, sendiherra, á fullgildingarskjölum af hálfu tslands og Sambandslýðvcldis- ins Þýskalands vegna samnings milli landanna um gagnkvæma Henrik Sv. Björnsson, ráöuneytisstjóri, og Raimund Hergt, sendiherra, skiptast á skjölum til undirskriftar. Tlmamynd G.E. aðstoðf tollamálum, sem undir- ritaður var i Bonn hinn 11. október 1977. Jafnframt undir- rituðu þeir I utanrikisráðu- neytinu bókun varðandi full- gildingu samningsins. Aðstoö sú sem i samningnum felst er tvenns konar, annars vegar aðstoð viö framkvæmd tollalaga almennt, þ.e. álagningu tolla og annarra inn- og útflutningsgjalda svo og það aðhaldnar séu regluruminn- og útflutning og hins vegar aðstoð tilaðkoma i veg fyrir, rannsaka og upplýsa brot á tollalög- gjöfinni. Samningurinn um gagn- kvæma aðstoð i tollamálum tekur formlega gildi hinn 11. október nk. og munu ákvæði hans hafa lagagildi hér á landi i samræmi við lög nr. 44 frá 10. mai sl.Samningur þessi er fyrsti tvíhliða samningurinn um tollamái sem Island gerir. Tvíhliöa samningur um tollamál • 15 vísinda- og tæknimenn þinga um hávaðamengun og starfsumhverfi Dagana 27.-31. ágúst s.l. voru staddir hér á landi 15 visinda og tæknimenn frá Norðurlöndun- um á vegum NORDFORSK, sem er samstarfsráð Norður- landa um hagnýtar rannsóknir. Einn höfuðtilgangur ferðar- innar var að kynna fyrir is- lenskum visindamönnum og embættismönnum nokkur af þeim rannsóknaverkefnum sem NORDFORSK vinnur að eða eru i undirbúningi hjá samtök- unum. Fimmtudaginn 31. ágúst var haldinn almennur kynningar- fundur á Hótel Esju i Reykja- vik. Þangað var boðið tæplega 40 stjórnendum stofnana, vis- indamönnum og tæknimönnum. 0 Vantar fólk Grindavikur fengust þær" upplýsingar, að litil vinna hefði verið undanfarið, þótt húsið hefði aldrei lokaö alveg siðasta mánuðinn, og væri þar fyrst og fremst hráefnisleysi um að kenna. t morgun hefði skutttog- arinn Jón Dan hins vegar komið með fullfermi til Grindavikur, þannig að hráefnisleysi stæði þar ekki nú fyrir þrifum. Nú væri það fólksleysi sem ylli mestum vanda. Skólarnir væru að byrja þessa dagana, og erfið- lega gengi að fá fólk i stað skólakrakkanna. Hjá H.G. vinna að staðaldri 70-80 manns, en i gær voru ekki nema um 40 manns þar i vinnu. Sömu vand- kvæði voru hjá Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða. Sandgerði virðist hafa einhverja sérstööu i þessu máli, en þar var „nógur mannskap- ur”, eins og einn starfsmaður hjá Jóni Erlingssyni orðaði það, jafnvel „yfirfljótandi”. Sami starfsmaður sagðist ekki hafa trú á þvi að þetta ætti eftir að verða vandamál þar á Suðurnesjunum, þ.e. mannekl- an. „Þetta er kannski svona rétt i bili, en þetta á eftir að breytast og fólkið kemur áreiðanlega aft- ur. Það fer ekki neitt, þvi það fær ekkert betra i staðinn.” A fundinum kynntu fulltrúar NORDFORSK rannsóknaverk- efni á sviði hávaðamengunar og starfsumhverfis. Fjallað var um rannsóknir á hávaða I iðn- fyrirtækjum og i ytra umhverfi fyrirtækja. Þá voru kynntar rannsóknir á hávaða i og frá farartækjum. Kynnt var rann- sóknaverkefni sem lýtur að öryggis og áhættumati i iðnaði og rannsóknaverkefni sem mið- ar að þvi að finna leiðir til að bæta loftræstingu i iðnfýrir- tækjum. A fundinum var einnig fjallað um undirbúning rann- sókna i vinnuumhverfi i stóreld- húsum. Nokkrir íslendingar flutu er- indi á kynninarfúndinum. Skúli Johnson borgarlæknir flutti er- indi um hávaðavandamál i is- lensku atvinnulifi. Sigurður Þórarinsson tæknifræðingur hjá öryggiseftirliti rikisins flutti er- indi um slysatiðni i atvinnulif- inu og vinnustaðaeftirlit á ís- landi. Þá flutti Ólafur Ólafsson landlæknir athyglisvert erindi um fjarvistir og vinnuálag i at- vinnulifi á Islandi og saman- burð við Norðurlöndin. VERDLAUNAGRIPIR gg OG FÉLAGSMERKI » Fyrir allar tegundir iþrótta, bikar- ar. styttur, verdlaunapeningar. - Framleiðum telagsmerki § fr /^Magnús E. BaldvinssonS fáy Laugavegt 8 - WeyWjavik - Simi 22804 NSb %///#« nmwww

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.