Tíminn - 20.09.1978, Page 2

Tíminn - 20.09.1978, Page 2
2 Miövikudagur 20. september 1978 Camp David samkomulagið: Einn stórkostleg- asti sigurinn i sögu Egyptalands Skipta Norðmenn á olíu og tæknikunnáttu Svía? Forsætisráöherra Noregs, Odvar Nordli kom til Stokkhólms i gær i tveggja daga opinbera heimsókn. Ilann mun ræöa viö sænska ráöamcnn um olfusöiu Norömanna til Svla og um norsk-sænska samkomulagiö um Volvo-verksmiöjurnar. samningum. Samkvæmt samningunum, sem stjórnin i Osló og stjórn Volvo-verksmiöjanna munu taka til athugunar I haust, er gert ráö fyrir, aö Svi’ar fái leyfi til oliubor- unar á oliuborunarsvasöi Norö- manna I Noröursjó. Aralat um samkomulagið: Sadat Egypsk stjórnvöld lýstu í gær yfir fullum stuön- ingi við Anwar Sadat for- seta, vegna Camp David samkomulagsins og lýstu þvi yf ir að samkomulagið við israelska stjórnvöld væri stórkostlegasti sigurinn i seinni tíma sögu Egyptalands. Camp David samkomulagið er rammi að allsherjarsam- komulagi hinna striðandi aðila i Mið-Austurlöndum, sögðu egypsk stjórnvöld i gær. Mamdouh Salem forsætis- ráðherra sagði að útkoma við- ræðna Sadats, Begins og Carters bæri með sér að Arabar og Gyöingargætu i framtiðinni unniö saman og lifað saman. Sviar eru mjög áfjáðir i að kaupa oliu af Norðmönnum i skiptum fyrir tækniaöstoö. 70% af þeirri orku, sem Sviar nota, er framleidd með innfluttri oliu. Tilboö Svia til Norömanna i sumar um aö kaupa 40% af Volvo-verksmiðjunum, olli mik- illi óánægju iNoregi. Verkamenn, iðnaðarmenn og forystumenn stjórnarandstöðuflokka sáu nefnilega ekki fram á, að Norð- menn högnuöust neitt á þeim 40 manns á sjúkrahús vegna eitrunar — a.m.k. tveir létust i Genoa á Italíu létust i slysinu i Genóa en margir lágu þungt haldnir á sjúkrahúsi er siðast fréttist. Samsæri gegn Aröbum Arafat Það eru ekki allir leið- togar Araba jafn ánægðir með samkomulagið í Camp David. Yassir Arafat leiðtogi PLO, sagði: Arabar munu aldrei sætta sig við þetta svokallaða samkomulag, sem er ekkert nema samsæri gegn Aröbum. betta sagði Arafat er hann hafði frétt, að israelskar orrustuþotur hefðu flogið yfir Libanon stuttu eftir að sam- komulagið var undirritað i Camp David. Arafat sagði ennfremur: Berið Carter þau skilaboö aö hann muni fá að kenna á þessu. Hagsmunir hans og Bandarikj- anna á þessu svæði fá að kenna á þessu. begar hann slær okkur, sláum við frá okkur, ekki einu sinni heldur tvisvar. Meira en 40 manns voru fluttir á sjúkrahús vegna eitrunar, í leðurverksmiðju í Genóa i gær. Eiturgufur fylltu verksmiðjuna, er vöru- bilstjóri affermdi mikið magn af króm-súlfati i tank, fullan af natrium-súlfiði. Þe g a r þe s s i r tiltölulega meinlausa efni blandast saman myndast hættulegar eiturgufur. Þær fylltu verksmiðjuna á örfáum sekúndum. Litið magn af þessu eiturgasi lyktar ekki óliklegt skemmdu eggi, en sé magnið mikið geta menn misst meðvitund áður en nokkur lykt finnst. Slys þetta er mjög likt slysi sem varð i leður- verksmiðju i Chicago i febrúar. Þá létust 7 manns. A.m.k. 2 tveir menn Nú er mikið um aökomubáta á Höfn, eins og sést á meðfylgjandi mynd sem Aöalsteinn Aöalsteinsson tók fyrir okkur. Sildveiðarnar glæðast — rúmar 1600 tunnur til Hafnar i gær Kás — í gær komu á land um 1600 tunnur af sild til Hafnar i Hornafirði og virðist sildveiðarnar nú heldur vera farnar að glæðast, að sögn Aðalsteins Aðalsteins- son fréttaritara Timans á Höfn. 1100 tunnur fóru til söltunarstöðvar kaupfélagsins, en um 460 tunnur til söltunar- stöövarinnar Stemmu. Nú eru um 20-30 bátar á reknetaveiöum frá Höfn, og fjölgar þeim frá segi til dags. 1 gær var Lingey meö mesta afla, um 210 tunnur, en aörir bátar voru meö á milli 1-200 tunnur, allt niöur í ekki neitt. Nú eru rúmir tuttugu dagar liönir siöan fyrsti báturinn fór á reknetaveiöar á þessari vertiö, þótt fariö heföi veriö á leita fyrr. Nú er heimilaö aö veiöa 35 þús. lestir á vertiöinni. Að sögn Aöalsteins hefur veriö indælt veður á Höfn siðustu dagana glampandi sól og logn. Sagöi hann að sjómennirnir væru vongóðir með veiöarnar þær væri greinilega aö glæðast og finna þeir miklar lóðningar, og lofar það góöu. Klerkur brenndi sig til bana við morgunmessu Austur-þýskur mótmælanda- prestur brenndi sig til bana fyrir framan altarið i kirkju sinni viö morgunmessu i gær. Hinn 41 árs Rolf Guenther hellti yfir sig miklu magni af bensini fyrir framan altarið i Kirkju hins heilaga kross i Falkenstein. Presturinn teygði aöra höndina að kerti og varö á skömmum tima alelda, 300 kirkjugéstum til mik- illar hrellingar.Ekki tókstkirkju- gestum aö slökkva i presti sinum og brann hann til bana. Kirkjuvöld sögðu, að búið hefði veriöaö kjósa nýjan klerk i þessa kirkjusókn, en þar haföi Rolf Guenther þjónaö i meira en tiu ár. Haföi þaöfengiö mjög á klerkinn, er annar maöurvar valinn i emb- ættiö. Jafnteflisleg biðstaða Lesendur eru beðnir velvirðingar á þvi að stöðumyndir birtast ekki með skák- skýringunum í dag. Stafar þetta af óviðráðanlegum or- sökum en stendur til bóta. Karpovhóf 24. einvigisskák- ina meðkóngspeði og mun þaö hafa komið fáum á óvart. Ollu fleiri uröu hissa þegar Korts- noj svaraði með e7-e5og beitti siðan opna afbrigðinu af spánska leiknum. Framan af haföi Karpov heldur þægilegri stöðu en þegar kom fram á 5 timann og timi Kortsnoj var tekinn að skerðast fann heimsmeistarinn ekkert væn- legt áframhald. begar skákin fór i bið var staöa Kortsnojs eilitið betri en ekki virðast vinningsmöguleikarnir mikl- ir. Hvitt: A. Karpov Svart: V. Kortsnoj Spánski leikurinn 1. e4-e5 2. Rf3-Rc6 3. Bb5-a6 4. Ba4-Rf6 5. 0-0-Rxe4 i (Opna afbrigðiö sem Korts- noj beitti mikið i fyrri hluta einvigisins en hefur látiö liggja siöan i 14. skákinni). 6. d4-b5 7. Bb3-d5 8. dxe5-Be6 9. c3-Be7 10. Bc2-Rc5 11. h3 (Karpov hefur sennilega óttast einhverjar endurbætur af hendi Kortsnojs og vill þvi verða fyrri til að bregða út af troönum slóðum.) 11. - 0-0 12. Hel-Dd7 13. Rd4-Rxd4 14. cxd4-Rb7 (begar hér var komið skák- inni hafði hvor keppandi notað um það bil hálfa klukkustund af umhugsunartima sinum). 15. Rd2-c5 (bótt undarlegt kunni að virðast notaði Kortsnoj 25 minútum á þennan eölilega leik). 16. dxc5-Rxc5 17. Rf3-Bf5 18. Be3 (Ekki 18. Bxf5-Dxf5 19. Dxd5-Hfd8 20. Bc6-Hdc8 og hvitur verður aö þráleika þar sem 21. Db6 strandar á 21. - Bd8!) 18. -Hac8 19. Hacl-Bxc2 20. Hxc2-Re6 21. Hd2-Hfd8 22. Db3 (Hvi'tur beinir öllum spjót- um að veikleikanum á d5). 22. - Hc4 23. Hedl-Db7 24. a3-g6 (Kortsnoj hefur tekist að þrælvalda peðiö á d5, en nú átti hann aöeins 35 minútur eftir en Karpov 70). 25. Da2-a5 26. b3-Hc3 27. a4-bxa4 28. bxa4-Hc4 (28.- Ha3 litur vel út en eftir 29. Dc2 stæði hrókurinn illa á a3) 29. Hd3-Kg7 30. Dd2-Hxa4 31. Bh6 + -Kg8 32. Hxd5-Hxd5 33. Dxd5-Dxd5 34. Hxd5-Bf8 (Endatafliö er sennilega jafntefli en fripeöiö gefur svörtum eilitla von um meira). 35. Bxf8-Kxf8 36. g3-Ke7 37. Hb5-Rc7 38. Hc5-Re6 39. Hb5-Rd8 40. Kg2-h6 41. Rd2-Hal og hér fór skákin i bið. Karpov lék biðleik. Skákin veröur tefld áfram i dag. Jón b. bór

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.