Tíminn - 20.09.1978, Síða 15

Tíminn - 20.09.1978, Síða 15
Miðvikudagur 20. september 1978 15 Kjarnorka í leikhúsi í Dramaten í Stokk- hólmi • Meginþátturinn i allsherjarleikhúsi Dramaten er leikritið „Sjöunda spurningin” sem er e.k. „heim- ildarverk”. Hér er leikarinn Mathias Henrikson I hlutverki Olofs Palme iyfirheyrslu. Ef reyna ætti að lýsa því sem fram fer í Dramaten leikhúsinu í Stokkhólmi um þessar mundir með einu orði, yrði það allsherjarleik- hús. „Stormurinn" er leikverkið kallað og stormasamt er nú og verður í leikhúsinu út þennan mánuð. Frum- sýningin var næst síðasta föstudag. Allt leikhúsið hefur verið tekið undir og þvi breytt. Allir 350 starfsmennirnir taka virkan þátt i sýningunni, en Stormur- inn er árangur gifurlega mikils hópstarfs þeirra undanfarið ár. Húsinu hefur veriö breytt — að utan sem innan. Framhliöin hefur verið gerð að stórum sól- spegli. Leiksvið , áhorfenda- svæði og aðrar vistarverur eru gjörnýttar á nýjan hátt. Viðfangsefnið er kjarnorka. Leikhússtjórin-leggur áherslu á, að hér sé ekki um að ræða um- ræöu i þágu ákveðinna skoðana, en þó er hvergi að finna minnstu visbendingu um að notkun kjarnorku sé verjandi. t staðinn er fjallað um samfélag i vist- fræðilegu jafnvægi. Einn þeirra, sem ber ábyrgð á sýningunni, Jan öquist segir: „Meginatriði verksins er þetta: Hvaða möguleika hefur einstaklingurinn á að hafa áhrif á þróun málefnis, sem kemur honum við? Þetta atriði setjum við á oddinn þegar við fjöllum um það mikilvæga viðfangsefni kjarnorkuna.” Leikhússtjórinn Jan Olof Strandberg bætir við: „Þessi tilraun er tiltölulega litill hluti sýningarinnar og við ger- um okkur ekki vonir um að geta veitt svar. Við viljum spyrja, vekja umræður. Við getum litið á þetta sem framlag hóps skelfds en virks fólks, sem vill fá aðrar skelfdar mannverur til að fara að ihuga betur mikilvæg mál eins og umhverfi, lif, dauða. Það er ástæða til að taka skelfda mannveru, sem spyr, alvarlega. Sýningartími lengdur um tvær vikur Griðarmikill áhugi var á sýn- ingunni meðan hún var i undir- búningi. Allir miðar á fyrstu tiu sýningarnar — 7.400 talsins á 1.750 kr. hver — seldust upp á fimm klukkutimum. Þess vegna var ákveðið að lengja sýninga- timann á þessu verki, sem er það umfangsmesta sem unnið hefur verið i Dramaten, um tvær vikur. Til þess þurfti mikla samningagerð þvi allt starfsfólk leikhússins er með i spilinu og sumt i allt öðru en sin- um venjulegu störfum. Danska, norska, finnska, þýska óg sænska sjónvarpið tilkynntu fyrirfram áform um að sjón- varpa frá fyrirtæki þessu, og fræðslufulltrúi leikhússins, Ber- it Gullberg, fór i hringferð til Osló, Helsinki og Kaupmanna- hafnar til að kynna verkið. Atta leikrit eru flutt i einu i leikhúsinu, ásamt ýmsum smærri atriðum og upplestrum. Ahorfendum er skipt i hópa, sem eru leiddir um leikhúsið eftir átta mismunandi leiðum. Allir sjá sem sagt ekki allt, en allir sjá kjarnasýninguna, „Sjö- undu spurninguna” eftir Carl Johan Seth. Það leikrit er flutt á aðalsviðinu og þar er öll starf- semin dregin saman, en sýning- in er rofin með flutningi styttri verka, t.d. „Frankenstein” þeirra Jans öquist og Lars Forssell. Líka i sjónvarpi „Sjöunda spurningin” er samtimis á sviði Folkteatret i Gautaborg i annarri útgáfu og i þriðju útgáfu kemur leikritið I sænska sjónvarpinu, undir stjórn höfundarins sjálfs, Carls Johans Seth, i sérstakri sjón- varpsgerð hans. Hún er áhrifa- mikil og hefst á beinni útsend- ingu úr þinghúsinu, en siðan vikur sögunni til leikhússins. í litla Klaraleikhúsinu, sem er i þinghúsinu við Sergelstorg, er jafnframt verið að sýna um- ræðuverk um kjarnorku. Og einmitt á þessum vikum mun sænska rikisstjórnin taka ákvörðun i kjarnorkumálum. Margir spá þvi að þeirri ákvöröun fylgi stjórnarkreppa. Margir ráðherranna sænsku sáu sýninguna. Vitleysisleg og kitlandi Þessi fjögurra tima sýning hefst úti fyrir leikhúsinu. Þar hefur verið reist markaðstorg með tónlist, vindmyllum, ljósa- spili og tjöldum.þar sem selt er náttúrulega ræktað grænmeti. Vinnupallar og stigar hafa verið reistir fyrir framan húsið, eins og hjá menningarhöllinni i Paris, og eftir þeim er hægt að komast upp á aðra hæð. Blaða- maður sem fór að sjá sýninguna lenti.i hóp E, og það er mikil- vægt að muna i hvaða hópi mað- ur er. Leiðsögumenn með labb- rabbtæki og stór skilti leiða hóp- ana frá einni sýningu til annarr- ar og ferðinni lýkur á allt öðrum stað i leikhúsinu en hún hófst. A eftir er liðanin einna helst eins og maður hefði lent i þvotta- vindu. Maður er ruglaður i koll- inum og margt kitlandi er að meltast með manni, út kemur hreinþveginn, næstum heila- þveginn andstæðingur kjarn- orku a.m.k. um sinn. Það er ánægjulegt og hug- myndaauðgandi að ganga um þetta mikla hús leikaraskap- arins sem nú i fyrsta sinn keyrir allar vélar sinar á fullu. Þá hugmynd geta leik- hús notað sér við marg- vislegustu viðfangsefni. Heildin skal ekki metin fagurfræðilega, né heldur leikhúslega. Henni er ætlað að ná til siðferðiskenndar- innar — og þaö er nánast veik- leiki sýningarinnar, þvi fulltrú- ar yfirvalda, tækninnar, visinda og stjórnmála eru svo ýktir og fráleitir i satiru sinni, að menn geta naumast trúað þvi að slik- ar persónur gæti náð kjöri sem endurskoðendur iþróttafélags fivað þá heldur meira. Engla- vængir andstæðinga þeirra stækka hinsvegar i sifellu jafn- framt þvi sem skarpar gáfur þeirra og ósviknar mannlegar tilfinningar verða meiri. ,, Heimildarverk" Við byrjum á þvi að sjá helm- inginn af „Sjöundu spurning- unni”, velleikið heimildarverk um kjarnorku, sem er rofið af markvissum köllum og innleggi úr sal og hart er vegið að sænsk- um sósialdemókrötum, einkum þó Olof Palme. Ljóðræn og lit- auðug innlegg með Harlekin, Columbine og Pjerrot, sem syngja og túlka vantraust á vis- indum og sérfræðingum, fýlgja með. Ahrifamikiðer atriði, þar sem þau þrjú túlka leikrit Brechts um Galileo Galilei á nýjan hátt. Hann viðurkennir að hafa selt uppfinningu sina valdhöfum og þvi verðskuldi hann ekki lengur að heita visindamaður. Samtimis er lesið upp bréf frá ameriskum kjarnorkusér- fræðingi sem sagði upp stöðu sinni vegna ótta um öryggis- mál. Skyndilega opnast stóra sviðið bókstaflega út á götu. Við sjáum stórhýsið á móti yfir þetta mikla svið. Nú er komið að hinu sterka verki þeirra Lars Forssell og Jan öquist, „Frankenstein”. Sviðið verður hvitara og hvitara, kalt og dautt. Öfreskjan Frankenstein eyðir öllu lifi og verður siðast ein með visindamanninum, sem skóp hann úr dauða og eyðingu, Siðan er komið að gönguferð. Farið er framhjá veggspjaldasýningum, bókasöfnum, búðum þar sem selt er jurtate. t einu horni les leikkona útdrátt úr ritum ölvu Myrdal. t stiga stöðvar leikari hópinn, og reynir í gervi prófessors að mæla á móti rök- semdafærslunni. Alls staðar eru undarlegar eftirlikingar af rannsóknastofum og vaxmyridir af kjarnafjölskyldu með ótrú- lega orkunotkun. Sýnd er hálf- tima löng revia — hermenn, visindamenn, pólitikusar á geð- veikrahúsi, sem er fullt af leik- föngum, gera áætlanir um mannkynið og þriðju heims- styrjöldina. Siðan koma þrjár smástúlkur, sem eru að rifast um hvort þær eigi að ýta á kjarn'orkuhnappinn. Þeim kemur saman um að gera það ekki, en siðan koma þær af stað ragnarökum fyrir mistök. Siðan kemur Guð og nánustu sam- starfsmenn hans og halda minn- ingarræðu um horfið mannkyn við mikla skemmtun. Ruglingslegt Svo endar maður aftur á stóra sviðinu og sér „Sjöundu spurn- inguna”. Leikritið leysist upp i óspektir. „Ahorfendur” sjöundu spurningarinnar taka völdin og spurt er, en ekki svrrað: Getur kjarnorkuveldi jaf’.framt verið lýðveldi? Þessi frásögn kann að virðast ruglingsleg. Það er lika rugl- andi, að visu öðruvisi, að snúast i risaþvottavél. En það er lika spennandi. Frásögnin er lika einhliða, og verkefnið er ein- hliða, en það vekur samt svo margar spurningar og vanda- mál, að það orkar á hugmyndir áhorfandans um siðfræði. Blaðamaðurinn kom i leikhúsið meðmæltur notkun kjarnorku og kom út sem slikur, en var orðinn hræddur við kjarna- kljúfa. Verulega hræddur. Endursagt SJ Hvað ertu að segja? Hvað ertu að segja? Ég trúi þér nú bara varla, — gæti sá sem á veggnum situr verið að segja við þennan bros- leita kunningja sinn, þegar þeir hittust á Lækjartorgi á dögunum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.