Tíminn - 30.09.1978, Page 2

Tíminn - 30.09.1978, Page 2
2 Laugardagur 30. september 1978 Róttækur stúdent um nýlátinn páfa: ingu sina fyrir framkomu hans og góðvild i stuttum páfadómi. Titó forseti Jilgóslaviu sendi i gær skeyti til Vatikansins þar sem hann lýsti yfir hryggö sinni yfir þvi aö göfugu starfi páfa lyki meö svo skjótum hætti. Eftir Carter Bandarikjaforseta var haft aö allt mannkyniö væri fátækara með fráfalli þessa páfa sem á stuttum valdatima hefði náð að syna þaö besta sem i kaþólskri trú býr. A fundi Sameinuöu þjóðanna var páfa minnst og honum sýnd tilhlýöi- leg virðing meö einnar minútu þögn. Þá véku fjölmargir ræöu- menn út af skrifuðum texta ræöu sinnar til aö minnast hins nýlátna páfa. Viöbrögö annars staöar i heiminum vorui þessumdúrog páfa hvervetna getiö sem imynd kærleikans, hins helga og hjartahreina manns. Austur- riskur kardináli tók fram aö þetta þyrfti aö veröa þeim til viðvörunar, og fuli ástæða væri til að létta einhverjum störfum af páfa enda væru embættisverk hans allt of mörg, fjölþætt og lýjandi til þess að þau væru ætlandi einum manni. fulltrúi hinna fátæku Vatikanið/Róm — Þjóðarsorg rikir i ítaliu eftir andlát nýkjörins páfa i fyrrinótt, Jóhannesar Páls 1. Kardinálar koma i dag saman til að undirbúa útför hans. Lik hans var i gær sett á heiðursbörur og þúsundir kaþólskra komu til að votta honum sina hinstu virðingu. Jóhannes Páll páfi rikti aðeins i 33 daga. Hann lést af hjartaslagi i fyrrinótt og var andlát hans ekki uppgötvaö fyrr en eftir klukkan fimm i gær- morgun, er hann mætti ekki til bæna sem var siður hans. Dagblöö á Italiu gáfu flest út aukablöö i gærmorgun og var fréttin af fráfalli páfa nvar- vetna tekiö meö sorg og eftirsjá. Jóhannes Páll fyrsti var hæg- látur maöurogbarstekki mikið á. A.m.k. haföi italska þjóðin gert sér vel grein fyrir þessu á sl. mánuöi og lærtaöelska hann og virða. Honum var aö mörgu likt viö Jóhannes 23. sem enn i dag er minnst fyrir góömennsku hans, þó 15 ár séu liöin frá and- láti hans. Var i gær haft eftir róttækum stúdent sem kvaöst vera langt til vinstri viö rómversk-kaþólsku kirkjuna, aö hann væri hryggur vegna fráfalls páfa, þar sem hann heföi gert sér þaö ljóst aö Jóhannes Páll páfi heföi veriö þeirra maöur, fulltrúi hinna fátæku en ekki hinna riku. Eftirsjá rikti ekki aöeins á Italiu vegna fráfalls páfa. Fjöl- margir þjóöarleiötogar hafa I ræðu og skeytum lýst hryggö og vottað hinum látna páfa virö- Jóhannes Páil páfi Hann var einn al okkur — — á flokksþingi Blackpool/Reuter — James Callaghan forsætisráöherrá Bretlands getur átt von á harö- snúinni andspyrnu vinstri manna i flokki sfnum, Verka- mannaflokknum, á árlegum fundi hans i næstu viku. Vinstri mennirnir eru óánægöir meö kauphækkunartakmarkanir, brot á viöskiptabanni viö Rtfdeslu og fyrirhugaöar breyt- ingar á lögum flokksins um kosningu formanns. Af þessum sökum er búist viö sundrungu á flokksþinginu en þaö er þó ekk- ert nýtt á flokksþingum Verka- mannaflokksins i Bretlandi. James Callaghan. Callaghan á von á köldum kveðjum Bandaríkja- menn ætla að leysa Líbanon deiluna Washington/Reuter — Jody Powell, blaða- fulltrúi Hvita Hússins sagði i dag á fundi með fréttamönnum, að Bandaríkjamenn hefðu hafið viðræður við Arabariki um lausn Libanondeilunnar og í undirbúningi væru formlegar viðræður við þau Arabariki er tóku þátt i ráðstefnunni i Riyadh árið 1976, sem leiddi til endis borgara- striðsins i Libanon á þeim tima. Þessi ríki eru Egyptaland, Kuwait, Saudi-Arabía, Sýrland og Súdan. Þá sagöi Powell aöBandarfkja- stjórn heföi ennfremur haft sam- band viö ísrael, Elfas Sarkis forseta Libanon, forsvarsmenn kristinna i landinu og einnig frönsk stjórnvöld i tengslum við málið. Hann sagði ennfremur að utanrikisráöherrann, Cyrus Vance hefði, á þingi Sameinuöu þjóöanna, haft samband viö ýmsa aöila er málinu tengdust. Niður- staöa viöræönanna hefði oröiö sú aö nauösynlegt væri að hraöa aðgeröum til lausnar máls- ins og til aö stööva átökin sem nú eiga sér staö I Libanon. Markmið- ið, sagöi Powell, er sterkt og sam- einaö Libanon. Begin vill flytja fund- ina milli landa Jerúsalem/Reuter — Af hálfu israelsmanna var I gær lagt til aö endanlegar friðarviöræöur þeirra og Egypta yröu haldnar til skiptis i israel og Egyptalandi þannig aö þær flyttust milli landanna t.d. á viku fresti. Sagöi Begin, forsætis- ráöherra israels, aö tillagan væri fram komin til aö gæta jafnræöis milli landanna. I fréttum frá Kairó sagöi að Egyptar vildu halda friöarvið- ræöurnar i Ismalíu og Sadat, Egyptalandsforseti og Carter Bandarikjaforseti, væru sam- mála um að þær ættu aö hefjast 10. október með fundum utan- rikisráöherra rikjanna. Haft hefur veriö eftir Begin aö hann hafi ekkert á móti þvl aö hefja viðræöurnar i Ismalíu, en hann vildi að eftir vikufundi þar ætti að flytja þær til israelsku borgarinnar Beersheba. Israel- skir embættismenn eru þó ekki sagöir allt of hrifnir af hugmynd- inni um sifellda flutninga og telja ennfremur að Beersheba sé ekki nægilega góður fundarstaður. Ennfremur segja heimildir að Sadat sé mjög andvigur þvi að halda fundina i Israel þar sem fundur utanrikisráðherra rikj- anna i janúar i vetur fór út um þúfur. Þrátt fyrir ágreininginn um hversu lengi Israelsmenn lofúöu að stööva landnám á Vestur- bakkanum, sem orðið gæti Þránduri götu samninga um friö, eru margir Israelsmenn búnir aö bóka friö viö Egypta og þar i landi er þegar fariö aö selja hópferðir fyrir feröamenn til Egyptalands. Vorster kjðrinn forseti S-Afríku — hyggst auka völd og áhrif embættisins sem hingaö til hefur veriö viröingarstaða Höfðaborg/Reuter — John Vorster, fyrrverandi forsætis- ráöherra S-Afrlku, var i gær kjörinn forseti landsins. Em- bætti forseta i S-Afriku hefur hingaö til verið viröingarem- bætti fremur en valdaembætti, en haft er eftir áreiöanlegum heimildum aö Vorster, sem sagöi af sér forsætisráðherra- embætti af heilsufarsástæöum, heföi hug á aö taka meiri þátt 1 þjóðmálum en fyrirrennarar hans á forsetastóli. Reiknað er meö að Vorster sinni nokkuð utanrlkismálum og feröist um til aö afla málstaö S-Afriku fylgis, en kynþáttaað- skilnaöarstefna rikisins hefur hvarvetna mætt andúö og sam- úöin er takmörkuö meö S-Afrikumönnum. Eftir aö hafa verið kjörinn forseti af s-afriska þinginu lýsti Vorsler þó yfir þvi viö blaöa- menn aö hann hyggist ekki blanda sér i innanlandsstjórn- mál. Hlutverk sitt væri aö gera imynd landsins út á viö sem mesta og besta. Um heilsu sina sagöi hann ekki annaö en þaö þegar hann var spuröur, aö læknar væruánægöir meö hvaö honum hefði farið fram. Hann er einnig sagöur vera aö reyna aö hætta reykingum en hefur keöjureykt i fjöldamörg ár. Afsögn Vorster f forsætisráö- herraembætti kom á óvart og leiddi af henni einhvern hinn mesta striðsanda i flokk hans sem um getur. Þrir böröust um embættiö og hlaut það Pieter Botha. Stuðningsmenn Connie Mulders, elsta umsækjandans og þess manns sem löngum hefur veriö talinn sjálfsagöur arftaki Vorsters, kenna nú Pik Botha, hinum unga utanríkis- ráöherra sem einnig bauö sig fram, um ófarir Mulders og segja aö ef ekki væri vegna Pik Botha heföi Mulder örugglega hlotiö forsætisráöherrastólinn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.