Tíminn - 30.09.1978, Qupperneq 3

Tíminn - 30.09.1978, Qupperneq 3
Laugardagur 30. september 1978 3 Meinatæknar leggja niður störf á miðnætti: ,Veröum að láta reyna á þetta’ AM — A fjölmennum fundi meinatækna i BSRB-salnum I gær, þar sem mættu 90-100 manns, var einróma samþykkt aö halda fast viö fyrri kröfur og yfirlýsingar um aö félagsmenn muniganga dt af vinnustööum á miönætti i nótt, veröi ekki gengiö aö kröfum þeirra um aö meinatæknar hækki úr 12. flokki i 14-flokk, en þar telja þeir sig eiga heima, samkvæmt starfs- lýsingu. 1 viötali sem blaðiö átti viö formann félagsins, Guörúnu Arnadóttur i gærkvöldi, sagöi hún að einhugur hefði veriö — segir formaður félagsins mikill á þessum fundi, eins og á fundinum á föstudag og i dag yröi enn haldinn fundur i félag- inu kl. 15. Þannig munu meinatæknar ganga út af öllum sjúkrahúsum á Reykjavikursvæöinu á mið- nætti og einnig t.d. á Akureyri og i Vestmannaeyjum. Sagöi Guðrún aö á Landspitala væri nú ,,neyðarvakta”-vika og má nærri geta hvilikt ástand þetta skapar þar. t gærmorgun gekk Hjarta- vernd, sem er sjálfseignarstofn- un, aö kröfum meinatæknanna, en áður hafa önnur sjúkrahús gert það sama, svo sem sjúkra- húsin á tsafirði og á Akranesi. Félagsstjórnin ræddi I gær við heilbirgöisráöherra, sem ekki treysti sér til aö leysa úr mál- inu, án úrskurðar kjaranefndar, en formaður hennar er nú staddur erlendis. Virðist fátt geta afstýrt verkfallinu i kvöld, sem sjá má. ,,Við okkur hefur ekki verið rætt i hálft ár”, sagöi Guðrún ,,og nú eigum við ekki annarra kosta völ, en láta reyna á hvort 7m þetta hrifur. Við erum nú laus úr öllum starfsmanna félögum og hyggjumst taka öll mál meinatækna i hendur félags okkar sjálfra. Llkur eru þvi á að við opnum eigin skrifstofu á mánudag.” Alþýöublaöiö stækkar Þingmenn og flokkstjóm mættu sýna blaðinu meiri áhuga — segir blaðamaður Alþýðublaðsins ATA — Mér finnst að stór hluti þingmanna Alþýðuflokksins, flokkstjórn og framkvæmda- stjórn flokksins mættu sýna Alþýðublaðinu meiri áhuga. Ef einhver von á að vera til þess aö rifa biaðið upp, þarf meira að koma til en orðin cin, sagði Guðni Björn Kjærbo, biaða- maður á Aiþýðubiaðinu i viðti við Timann I gær. — Blaðið er tvöfalt stærra i dag en verið hefur undanfarna mánuði, eða 8siður sagði Guðni. Guðni Björn Kjærbo, útlits- teiknari, ljósmyndari og blaða- maður á Alþýðublaðinu. Fyrst um sinn er ætlunin aö reyna að hafa blaðið 8 siður um ■helgar og stefnt verður að þv’í þegar fram liða stundir að hafa það einnig 8 siður virka daga. — Eins og stendur er erfitt að framkvæma það, við erum ekki nema þrir blaðamennirnir og flokksmenn eru mjög latir við að senda inn greinar. — Ýmsar útlitsbreytingar hafa verið ræddar á ritstjórn blaðsins og meðal þeirra sem hafa áhuga á að gefa blaðið út. Til dæmis að gefa það út i A-4 formi og hafa blaðið þá 8—12 siður daglega. — Eins og er stendur blaðið undir sér fjárhagslega en við erum búnir að slita öll tengsl við Reykjaprent. Nú er verið að vinna að þvi að koma dreif- ingarkerfinu i lag, og kemst blaðið þvi til lesenda fyrir hádegi. Einnig kæmi til mála aö láta stofna styrktarfélög I kringum Alþýðublaðið, en þessi félög ættu að verða upphafið að útbreiðsluherferð, sem fyrir- huguð er á næstunni, sagði Guðni Björn Kjærbo. Benedikt E. Guðbjartsson formaður Starfsmannaféiags Landsbankans afhendir Sveini Þóröarsyni heiðursviðurkenningu slna. Fjær standa þeir Vilhelm Steinssen og Jóhann Jóhannesson og fyrir aftan þá gefur að lita silfurskjöldinn sem afhjúpaöur var i gær. Timamynd G.E. Starfsmannafélag Landsbankans 50 ára ESE — i gær var afhjúpaður I Kaupþingssalnum i húsi Eim- skipafélags isiands, minningar- skjöidur úr silfri, f tilefni af þvi að á þessu ári eru liöin 50 ár siðan Starfsmannafélag Landsbanka islands var stofnað. Það var 7. mars árið 1928 sem 27 starfsmenn Landsbanka Is- lands komu saman i Kaupþings- salnum og stofnuðu starfsmanna- félagið. Við athöfnina i gær voru þrir af sex stofnfélögum, sem enn eru á lifi viðstaddir. Timinn ræddi I gær við Bene- dikt E. Guðbjartsson formann Starfsmannafélags Landsbank- ans og var hann fyrst spurður aö þvi hvert hefði verið markmiðið með stofnun starfsmannafélags- ips. Benedikt sagöi að markmið félagsins kæmi best fram i fyrstu lögum félagsins, en þar segði m.a. að markmiðið með stofnun félagsins væri það að efla þekk- ingu starfsrnanna bankans á bankamálum, starfa að sam- vinnu þeirra i milli og milli yfir- og undirmanna, jafna alla mis- klíð sem upp kynni að koma milli þeirra innan bankans og yfirleitt gæta hagsmuna félagsmanna i hvivetna. Benedikt sagði að Starfs- mannafélagið hefði unnið mjög mikið og gott starf allt frá þvi' að það var stofnað fyrir 50 árum. Fljótlega eftir stofnun félagsins hefði það beitt sér fyrir stofnun bókasafns innan bankans, sumar- búðir hefðu verið stofnaðar áriö 1932 og félagið hefði unnið á sin- um tima að stofnun bankamála- skólans. Námssjóður hefði verið stofnaður árið 1936. A siðariárum hefði félagið unn- ið mjög mikið að alls kyns launa og kjaramálum, auk þess sem aö það hefði látiö jafnréttismál mik- ið til sin taka. Þá hefði félagið einnig starfað mikið innan Sam- bands islenskra bankamanna að málefnum bankamannastéttar- innar. I hófi sem haldiö var á Hótel Sögu I gærkvöldi afhenti stjórn Landsbankans starfs- mannafélaginu höfðinglega pen- ingagjöf og veröur þvi fé varið til fræðslustarfs innan starfsmanna- félagsins. Arsfundur Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins: Ástand og horfur I efna- hagsmálum - aðalmái fundarins að þessu sinni A ársfundi Alþjóöabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóöins, sem haldinn var í VVashington dagana 24. — 29. september s.l. var m.a. samþykkt að efla Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn til þess aöleysa greiðslujafnaðarvandamál þátt- tökurfkja. Var samþykkt að hækka kvóta allra rikja um 50%. Þá var samþykkt útgáfa sér- stakra dráttarréttinda i áföngum og munu þau nema 4. 300 milljörðum að þremur árum liðn- um. Hér erum að ræða eins konar alþjóðlega peningaútgáfu til notkunar i viðskiptumseðlabanka aöildarlanda gjaldeyrissjóðdins. I umræðum um efnahagsþróun á ársfundinum kom fram að þátt- takendur i fundinum höfðu á- hyggjuraðof mikilli verðbólgu og hægum hagvexti. Þá var sérstak- lega vikið að halla i greiðslujöfn- uði Bandarikjanna og hagstæðum jöfnuði V-Þýskalands og Japan. Horfur voru taldar á betra jafnvægi á árunum 1979 og 1980 og jafnvel likur á að staða dollarans styrktist. Þá kom fram á ársfundinum að umsvif Alþjóðabankans og Al- þjóðagaldeyrissjóösins voru mjög mikil á siðasta fjárhags ári sem lauk 30. júni s.l., en á þvi ári veitti Alþjóðabankinn og systur- stofnun hans, Alþjóðaframfara- stofnunin samtals lán að upphæö 8.500 milljónir dollara. Fulltrúar Islands á fundi Al- þjóðabankans voru þeir Tómas Arnason, fjármálaráðherra og Sigurgeir Jónsson aðstoðar- bankastjóri, en á fundi Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins þeir Jóhannes Nordál seðlabankastjóri og Gisli Blöndal hagsýslustjóri. Dagur SÍBS SÍBS verður 40 ára I október ATA — Sunnudagurinn 1. októ- ber er árlegur kynningar- og f járöflunardagur SIBS. Þá verður ársritið „Reykjalundur” og merki dagsins seld um land allt. Merkin eru númeruð og gilda sem happdrættismiðar, en vinningur er litsjónvarpstæki. Verð blaösins er 300 krónur og merkisins 200 krónur. SIBS var stofnað að Vifils- stööum dagana 23.-24. október 1938. Stofnendur voru 28 berkla- sjúklingar frá Vifilsstöðum, Reykjahæli i ölfusi, Kristnes- hæli, Landsspitalanum, Landa- koti og Kópavogshæli. v Framhald á bls. 19.y Bannað að reykja — I leigubifreiðum Nú er lögum samkvæmt ólög- lcgt-að reykja I leigubifreiðum. Ileilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra ákvað þann 28. þessa mánaöar að leggja bann við tóbaksreykingum i leigubif- reiðum i leiguakstri frá og með 1. október. Þetta er gert samkvæmt beiöni og að höfðu samráði viö Bandalag fslenskra bifreiðastjóra.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.