Tíminn - 30.09.1978, Side 9
Laugardagur 30. september 1978
9
Benedikt Gröndal, utanríkisráðherra:
Benedikt Gröndal utanrikisráðherra.
Óskum Sameinuöu
þjóðunum vaxandi
gengis og
öflugrar
forystu
Ræða utanríkis-
ráðherra á 33.
Alsherjarþingi
Sameinuðu
þjóðanna,
haldin sl. þriðju-
dag í aðal-
stöðvum
n r» mto Ironno
„Herra forseti,
Það er mér ánægja að taka
undir heillaóskir starfsbræðra
minna i tilefni af kosningu yðar
sem forseta 33. allsherjarþings
Sameinuðu þjóðanna Ég er
sannfærður um að reynsla yðar
og viska yðar muni stuðla að
virkri forustu yðar á þessu
þingi, sem er nauðsynleg ef til-
ætlaður árangur á að nást.
Fjöldi aðildarrikja Samein-
uðu þjóðanna er nú orðinn 150,
er við höfum boðiö
Solomonseyjar velkomnar i
samtökin. Þetta ermikil fjölgun
frá þvi að 51 þjóð lögðu horn-
stein að þessum samtökum fyrir
33árum á rústum hörmulegustu
styrjaldar i’ sögu mannkynsins.
Við endalok heimsvaldastefn-
unnar hafa næstum 100 ný,
frjáls og sjálfstæð riki verið
stofnuð og hafa þau sett sterkan
svip á samtiðarsögu okkar. Við
skulum ekki gleyma, að enn
fleiri eiga eftir að bætast i hóp-
inn.
Þeir eru ætið margir, sem
harma og gagnrýna að Samein-
uðu þjóðirnar, einkum allsherj-
arþingið, séu pólitiskt sjónar-
spil, sem alltof mikið sé gert úr,
þar sé mikið skrafað en lítið
verði úr framkvæmdum. Jafn-
vel þótt við gerum okkur grein
fyrir þvi, sem aflaga fer, verð-
um við ekki aðeins að svara
slikri gagnrýni með þvi að lýsa
öllu þvi, sem Sameinuðu þjóð-
irnar hafa fengið framgengt,
heldur einnig með þvi að benda
á, að 30 ár eru skammur timi i
æfiskeiði alþjóðastofnana. A
mörgum Vesturlandamálum er
til málshátturinn „Róm var
ekki byggöáeinum degi”. Hafa
hin stærri menningarsamfélög
eða höfuðtrúarbrögð nokkurn
tima skotið rótum og borið
ávöxt á skemmri tima en
mannsöldrum? Er þvi hægt aö
ætlast til, að stærsti draumur
mannkynssögunnar — Samein-
uðu þjóðirnar — rætist á fáum
árum?
Segja má, að Sameinuðu þjóö-
irnar hafi nú sBtið barnsskón-
um. Þá er komið að vaxtar-
verkjum unglingsáranna.
Framundan blasir við langt
timabil, þegar við munum tak-
ast á við vandamál tilverunnar
með vaxandi styrk og lyoska.
Þetta er aö minuáliti framtið
Sameinuðu þjóðanna. Leyfist
mér að vitna i Adlai Stevenson,
sem sagði: „Gerum ekki gys að
veikleika þeirra, þvi að þar meö
erum viðaö gera gys aös jálfum
okkur”. Við ættum frekar aö
einbeita okkur að þvi að ná
stefnumiðum stofnskrár sam-
takanna, og sýna fram á að við
séum sameinaðar þjóðir i
reynd.
Megináherslan á
Hafréttarráðstefnuna
tslendingar eru eyþjóð, sem
að miklu leyti byggir afkomu
sina á auðæfum hafsins. Þess
vegna geri ég ráð fyrir, að það
sé skiljanlegt hvers vegna við
leggjum meiri áherslu á haf-
réttarráðstefnuna en nokkra
aðra starfsemi Sameinuðu þjóð-
anna, að undanskilinni varð-
veislu heimsfriðar og öryggis.
Höfin þekja tvo þriðju hluta af
yfirborði jarðar. Þó að stór
svæði muni falla undir yfirráð
strandrikjanna eru eftir geysi-
stór svæði á úthafinu og á hafs
botni, sem við vonum að stað-
fest verði sem sameiginleg arf-
leifð alls mannkyns.eins og gert
er ráð fyrir i fyrstu ályktunum
allsherjarþingsins, sem skil-
greindu verkefni ráðstefnunnar.
Ég dreg ekki i efa að frumherj-
ar ráðstefnunnar hafiorðið fyrir
vonbrigðum, jafnvel þótt mikið
hafi miðað fram og enn séu
miklar likur á að samkomulag
náist brátt um hafréttarsátt-
mála.
Eigi að siður vekur hægur
gangur mála á ráðstefnunni og
hin flóknu deilumál þar, sem
hvað eftir annað hafa komið i
veg fyrir samkomulag, vissu-
lega áhyggjur. Vegna þess, sem
er I veði — alþjóðaréttur á
tveimur þriðju hlutum jarðar —
tel ég að nú beri að fjalla um
þessi mál á hæsta pólitiska vett-
vangi svo að raunverulegur
árangur náist af allri þeirri
vinnu, sem sendiherrar okkar
ogsérfræðingar hafa lagt fram,
svo mikilvæg sem hún er.
Stjórnleysi á höfunum myndi
leiðatilfjölmargra átaka ogstór-
tjóns, ekki sist fyrir fátækari
þjóðir. Bráðnauðsynlegt er, að
samkomulag náist á hafrétt-
-------------------
Ræða utanríkis-
ráðherra á 33.
Alsherjarþingi
Sameinuðu
þjóðanna,
haldin sl. þriðju-
dag í aðal-
stöðvum
samtakanna___________y
aráðstefnunni á næsta ári, og
ættum við að leggja höfuð-
áherslu á þaö markmið.
Jákvæður árangur hefur
náöst á ymsum sviðum hafrétt-
arráðstefnunnar. Almennt sam-
komulag hefurnáðst um mikils-
verðmálefniogleitt til aðgerða,
semhefð hefurómótmælanlega
skapast um, enda þótt sam-
þykktur og fullgiltur sáttmáli
um öll atriði réttarreglna á haf-
inu sé ekki fyrir hendi. 1 þessu
sambandi mætti nefna flest
atriði varðandi viðáttu land-
helgi, sem mörg riki hafa þeg-
ar sett eigin lög um.
Vegna hagsmuna Islands á
þessusviði hefur land mitt hlot-
iðað vera þar i fararbroddi sið-
ustu 30 árin. Næsta átakið i haf-
réttarmálum íslendinga verður
heildarlöggjöf, sem staðfestir
200 milna efnahagslögsögu, fær-
ir almenna lögsögu út frá 4 mil-
um i 12, ákveður aðgerðir um
umhverfisvernd á hafinu auk
þess aö fjalla um skyld efni.
Löggjöf þessi mun verða rædd i
rikisstjórn og á Alþingi innan
skamms.
Baráttan fyrir mann
réttindum hefur harðn-
að
Með yðar leyfi, hr. forseti,
vildi ég gjarnan vikja aftur aö
hinni tiltölulega stuttu sögu
Sameinuðu þjóðanna og vekja
athygli á 30 ára afmæli mann-
réttindayfirlýsingarinnar, sem
verður fyrir lok þessa þings.
Yfirlýsing þessi, sem gefin
var svo skömmu á eftir stofri-
skránni sjálfri, er einn af
stærstu áföngunum I starfsemi
Sameinuðu þjóðanna. A sama
hátt ogboðoröin 10 i kristinni trú
hefur hún verið og er enn leiðar-
ljós margra. Hún hefur veriö
hræðslu- og áhyggjuefni þeirra
sem hafa gerst brotlegir við
hana, en þvi' miður hafa allt of
margir virt hana að vettugi.
Baráttan fyrir mannréttind-
um hefur harðnað og jafnframt
hefur hún minnt okkur á allt
það, sem ógert er á þessu sviði.
Við vitum, að pyntingum er
beitt á ýmsa vegu i tugum
landa, sem aðilar eru að sam-
tökum okkar. Við megum ekki
láta baráttu linna fyrr en þessi
blettur á mannkyninu hefur
verið afmáður.
Við vitum, að þúsundum
manna hefur verið varpað i
fangelsi i fjölda landa af póli-
tiskum ástæðum, vegna þátt-
töku þeirra i verkalýðssamtök-
um eða vegna trúarbragða, og
þeim er haldið i fangelsi eða
fangabúöum, án þess að koma
fyrir dómstól. Þetta er óþolandi
ástand.
Við vitum, aö kynþáttastefna
og kynþáttamisrétti er ekki
aðeins viða i framkvæmd heldur
opinber stjórnarstefna i sumum
löndum. Mikið hefur verið um
ályktanir á allsherjar þinginu
um kynþáttamisrétti, en fram
að þessu hefur litill árangur
náðst.
Við vitum, að önnur mann-
réttindi, borgaraleg og pólitisk,
efnahagsleg, félagsleg og
menningarleg, eru viða vanvirt.
I tilefni af afmæli mannrétt-
indayfirlýsingarinnar skulum
við enn herða' sóknina á
þessu sviði. An grundvallar
mannréttinda er ekki um að
ræða raunverulegt einstaklings-
frelsi, og án einstaklingsfrelsis
verður höfuðmarkmiðum stofn-
skrár Sameinuðu þjóðanna ekki
náð.
Er viðtölum um mannréttindi
beinist athygli okkar aö suður-
hluta Afriku. Þar er kynþátta-
stefna, misrétti og óréttlæti
grundvöllur þjóðfélaga, þar
sem tiltölulega fámennir hvitir
minnihlutahópar kúga mikinn
meirihluta ibúanna. Sameinuðu
þjóðirnar ættu að efla aðgerðir
sinar i þessu máli og reyna aö
stuðla að lausn þess og frelsi
þjóöanna. Annars má búast við
að þarkomi til stórfelldra vopn-
aðra átaka.
Við verðumaöhalda áfram að
fordæma apartheitstefnu Suð-
ur-Afriku og alla kúgun og
óréttlæti, sem henni fylgja.
Auka verður alþjóðlegar að-
gerðir og þrýsting i þvi skyni að
afnema apartheit-kerfið og
beina landinu inn á braut jafn-
réttisþjóðfélags öllum kynþátt-
um til góða.
Við vonum, að þróun mála i
Namibiu haldi áfram á réttri
braut og verði til þess að landið
hljóti sjálfstæði undir meiri-
hlutastjórn I náinni framtiö. Við
vonum, að frjálsar kosningar á
vegum Sameinuðu þjóðanna
muni tryggja öllum aðilum, þar
á meðal SWAPO, jafna mögu-
leika. Að kosningum loknum
verður aö sjá fyrir verulegri
fjárhagsaðstoðtiluppbyggingar
efnahags og þróunar i landinu.
Hin mikilvæga hafnarborg
Walvis Bayhlýtur að sjálfsögðu
að veröa hluti af Namibiu.
Afburðarásin i Zimbabwe hef-
ur nú aftur snúist til verri vegar
og valdiö vonbrigðum meðal
allra þeirra, sem hafa bundiö
vonir við meirihlutastjórn i þvi
landi. Reyna verður aftur aö ná
samþykki allra aðila um að
afhenda meirihlutanum völdin á
friðsaman hátt, en þangað til af
þvi verður ber að halda fast við
samþykktir um núverandi refsi-
aðgerðir.
Þjóðirnar verða að
sýna hófsemd og sjálfs-
aga
Islenska þjóðin bjó lengi við
nýlendustjórn. Við vitum af eig-
in reynslu, aðfrelsi og sjálfstæði
valda ekki af sjálfu sér
skyndilegum breytingum á að-
stæðum og útrýma ekki þegar i
stað fátækt. En á hinn bóginn
vitum við, að sjálfstæði vekur
þjóðerniskennd og gefur þjóð-
unum nýjan og áöur dulinn
styrk til framfara. Ekki má
Tæra völdin frá einni herrastétt
til annarrar, né heldur mega
nýjar myndirmisréttis og órétt-
lætis koma I stað þess, sem áður
var. Þaðer einungis með sjálfs-
Framhald á bls. 13
Benedikt Gröndal og Kurt Waldheim aðalframkvæmdastjóri.