Tíminn - 30.09.1978, Qupperneq 12
12
Laugardagur 30. september 1978
Laugardagur 30. september 1978
* -
—
Lögregla og slökkvilið
______________________4
Reykjavik: Lögreglan
simi 11166, slökkviliðið og
sjúkrabifreið, simi 11100
Kópavogur: Lögreglan simi
41200, slökkviliðið og sjúkra-
bifreið simi 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan
simi 51166, slökkvilið sími
51100, sjúkrabifreið simi 51100.
----------------------,
Bilanatilkynningar
______!_______________
Vatnsveitubilanir sími 86577.'r
Símabilanir simi 05.
Bilanavakt borgarstofnana.
Simi: 27311 svarar alla virka
daga frá kl. 17 siðdegis til kl.j 8,
árdegis og á helgidögum er
svarað ailan sólarhringinr •
Rafmagn: i Reykjavik og
Kópavogi í sima 18230. t
Hafnarfirði i sima 51336.
IHtaveitubilanir: kvörtunúm
verður veitt móttaka i sim-
svaraþjónustu borgarstarfs-!
manna 27311. , _ _
------1---------------<
Heilsugæzla
v________________:----J
Kvöld-, nætur- og helgi-
dagavarsla apoteka i Reykja-
vik vikuna 29. september til 5.
október er í Reykjavikur
Apoteki og Borgar Apoteki.
Það apoteksem fyrr er nefnt,
annasteitt vörslu á sunnudög-
um, helgidögum og almennum
fridögum.
’ Síysavarðstofan: Simi 81200,’
eftir skiptiborðslokun 81212.
Sjúkrabifreið: Reykjavik og
Kópavogur, simi 11100,
Hafnarfjörður, simi 51100.
Hafnarfjöröur — Garðabær:
Nætur- og belgidagagæzla :
Upplýsingar á Slökkvistöð-
inni, simi 51100.
Læknar:
Reykjavik — Kópavogur.
Oagvakt: Kl. 08:00-17:00!
mánud.-föstudags, ef ekki
næst i heimilislækni, simi
11510.
Heimsóknartimar á Landa-
kotsspitala: Mánudaga til,.
föstud. kl. 18.30 til 19.30.
Laugardag og sunnudag kl. 15
til 16. Barnadeild alla daga frá
kl. 15 til 17.
Félagslíf
>_______________________/
MtR-salurinn, Laugavegi 178.
Kvikmyndin „Maxim snýr
aftur”, verður sýnd laugar-
daginn 30. sept. kl. 15.00.
Árbæjarsókn. Kvenfélagið
heldur fund mánudaginn 2.
október kl. 20.30 i Arbæjar-
skóla, meðal annars verður
sýnikennsla i blástursaðferð
og hjartahnoöi. Kaffiveiting-
ar, takið með ykkur gesti.
Stjórnin.
Skálholtsskólafélagið:
Aðalfundur félagsins veröur
haldinn i Skálholti sunnudag-
inn 1. október að aflokinni
guðsþjónustu og skólasetn-
ingu, sú athöfn hefst kl. 1 e.h.
Það er einlæg ósk að sem flest
félagsfólk mæti ogheiðri Skál-
holt með komu sinni.
Árnað heilla ]
Sjötiu og fimm ára er i dag,
sunnd. 1. okt. Þórdis Gunnars-
dóttir, Arnarhrauni 20,
Hafnarfirði áður húsfreyja i
Þingnesi i Borgarfirði. Hún
tekur ámóti gestum að heimili
dóttur sinnar, Hólabraut 10,
Hafnarfirði, milli kl. 15-17.
- Kjrkjanj —)
Frikirkjan i Reykjavik. Inn-
setningarmessa 1. okt. kl. 2.
Fráfarandi prestur, séra Þor-
steinn Björnsson, og formaður
safnaðarins, tsak Sigurgeirs-
son, setja nýkjörinn prest,
séra Kristján Róbertsson, I
embætti. Safnaöarstjórnin.
Hafnarfjarðarkirkja: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Guðsþjón-
usta kl. 2. Séra Gunnþór Inga-
son.
Arbæjarprestakall:
Barnasamkoma kl. 10:30 árd.
Guösþjónusta i safnaöarheim-
ili Arbæjarsóknar kl. 2 (ath.
breyttan messutima). Séra
Guðmundur Þorsteinsson.
Asprestakall:
Guðsþjónusta kl. 2 e.h. að
Noröurbrún 1. Minnst 15 ára
afmælis safnaðarins. Fundur i
safnaðarfélaginu að lokinni
messu. Kaffisala til ágóða
fyrir kirkjubygginguna, söng-
ur og fleira á dagskrá. Séra
Grimur Grimsson.
Breiðholtsprestakall:
Sunnudagaskóli kl. 11 árd.
Messa kl. 2 e.h. i Breiöholts-
skóla. Almenn samkoma mið-
vikudagskvöld kl. 8:30 aö
Seljabraut 54. Séra Lárus
Halldórsson.
Bústaðakirkja:
Barnasamkoma kl. 11. Guös-
þjónusta kl. 2. Organleikari
Guöni Þ. Guðmundsson. Vin-
samlegast athugið breyttan
messutima. Kirkjukaffi meö
kökum og hljómlist eftir
messu. Séra Ólafur Skúlason
dómprófastur.
krossgáta dagsins
2869.
Lárétt
1) Drykkur 6) Miði 8) Rit 9)
Auð 10) Bára 11) Vond 12)
Fljót 13) Tón 15) Deyða
Lóðrétt
2) Fljót 3) Lindi 4) Krómósóm
5) Andúð 7) Óvirða 14) Lindi
Digranesprestakall:
Barnasakoma i safnaðar-
heimilinu við Bjarnhólastig kl.
11 árd. Séra Þorbergur Krist-
jánsson.
Fella og Hólaprestakall:
Banrnasamkoma i Fellaskóla
kl. 11 árd. Guösþjónusta i safn-
aðarheimilinu að Keilufelli 1
kl. 2 siðd. Séra Hreinn
Hjartarson.
Grensáskirkja:
Barnasamkoma kl. 11. Guðs-
þjónusta kl. 14 — altaris-
ganga. Athugið breyttan
messutima. Organleikari Jón
G. Þórarinsson. Séra Halldór
• S. Gröndal.
Háteigskirkja:
Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Séra Tómas Sveinsson. Messa
kl. 2. Séra Arngrimur Jónsson.
Hallgrímskirkja:
Messa kl. 11. Lesmessa n.k.
þriðjudag kl. 10:30 árd. Beðið
fyrir sjúkum. Séra Karl Sigur-
björnsson.
Landspitalinn:
Messa kl. 10. Séra Karl Sigur-
björnsson.
Langholtsprestakall:
Barnasamkoma kl. 10:30.
Guðsþjónusta kl. 2. Aðal-
fundur Bindindisráðs krist-
inna safnaða kl. 20:30. Séra
Arelius Nielsson.
Laugarneskirkja:
Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Messa kl. 2. Ferming og alt-
arisganga. Fermd verða:
Auður Asgeirsdóttir, Staðar-
hól v/Dyngjuveg 9 og Friðrik
Friðriksson, Bugöulæk 3.
Sóknarprestur.
Neskirkja:
Barnasamkoma kl. 10:30.
Séra Guðmundur Óskar Ólafs-
son.
Kópavogskirkja:
Guðsþjónusta i Kópavogs-
kirkju kl. 11 árd. Altaris-
ganga. Fermd verður Asta
Maria Þórarinsdóttir, Skóla-
gerði 36. Séra Arni Pálsson.
Prestar halda hádegisfund i
Norræna húsinu mánudaginn
2. október.
Njarðvikurprestakall:
Fjölskylduguösþjónusta i
Stapa kl. 11 árd. Sunnudaga-
skóli i Ytri-Njarðvik kl. 13.30.
Séra ólafur Oddur Jónsson.
Keflavikurkirkja:
Sunnudagaskóli kl. 11 árd.
Guðsþjónusta kl. 2 s.d-
Sóknarprestur.
Seltjarnarnessókn:
Barnasamkoma kl. 11 árd. I
Félagsheimilinu. Séra Frank
M. Halldórsson.
Dómkirkjan:
Prestsvigsla 1. október 1978kí.
11.
Biskup íslands herra Sigur-
björn Einarsson vigir kandi-
datana Guömund örn
Ragnarsson til Raufarhafnar- *
prestakalls og Þórstein Ragn-
arsson til Miklabæjarpresta-
kalls.Vigsluvottar: Séra Gunn-
ar Gislason prófastur, séra
Ragnar Fjalar Lárusson, séra
Sigurður Guðmundsson og
séra Siguröur H. Guðmunds-
son. Séra Ragnar Fjalar
Lárusson lýsir vigslu. Altaris-
þjónustu annast sr. Hjalti
Guðmundsson. Organisti
Ólafur Finnsson.
Eyrarbakkakirkja:
Barnaguösþjónusta kl. 10.30
árd. Sóknarprestur.
Stokkseyrarkirkja:
Almenn guösþjónusta kl. 2 s.l.
Sóknarprestur.
1
Ráðning á gátu No. 2868
Lárétt
1) Kjaft 6) Ata 8) Tær 9) Sæl
10) Nót 11) Nem 12) Ask 13)
Eir 15) Ullin
Lóðrétt
2) Járnmél 3) At 4) Fastari 5)
Stund 7) Slaka 14) II
ffgullin" °9 G°eítir GUV B°°tbY
vegna þess aö ég hætti tvöhundruð þúsund sterlingspundum á svar það
er hann kann að gefa mér við spurningu er ég legg fyrir hann.
Hvað getur það verið sem kom Godfrey til þess að fara svo skyndi-
lega burt frá Buenos Ayres? Og hvers vegna hefir hann ekkert látið til
sin heyra siöan? Ég get ekki annað en tortryggt þennan ókunna mann.
Það er eitthvað undarlegt við hann, sem kom mér til að álfta að hann
væri ekki sá er hann þóttist vera.
Ég vona að þér fyrirgefið mér aö ég enn á ný ónáða yður meö áhyggj-
um minum. Ég bið meöóþreyju eftir að fá að heyra hvaö þér álitiö um
Godfrey og hvaðþér ráðið mér aðgera. Þaö er mjög vel gert af yöur að
vilja hjálpa mér og ég fæ aldrei fullþakkaö yöur það. Og ég vona að þér
trúið þvi að það komi frá hjartanu er ég nú kveð yður; með innilegu
þakklæti og virðingu.
Mildred Blake.
Ég sat fyrst góða stund meö bréfið i hendinni, eftir að ég haföi lesið
þaö og starði framundan mér. Þótt ég I raun og veru sé ekki næmur
fyrir utanaðkomandi áhrifum var samt eitthvaö það i þessu bréfi sem
hafði sérstök áhrif á mig. Skriftin bar vott um kjark og festu og var óllk
venjulegri kvennmannaskrift. Oröfærið var lika ólikt þvi sem ég hafði
búist við frá Mildred Blake.
Mulhausen hafði þá samt sem áður getað komist aö þvf hvar Mildred
Blake átti heima og var það laglega af sér vikiö þvi margir heita Blake
i Englandi. Ég las bréfið ennþá einu sinni og skrifaði niður nokkrar at-
hugasemdir. Það var margt athugavert I bréfinu en þó voru það eink-
um orð Mulhausens: — að hann ætlaöi aö gefa Godfrey Blake upp-
lýsingar sem væru afar þýðingarmiklar fyrir sálarfrið hans. — Þaö var
sannarlega einkennilegt en það gat lika verið gildra. Ég hugsaöi lengi
um þetta en gat enga ráðningu fengiö við þessari gátu. Ungfrú Blake
beið með óþreyu eftir að fá að heyra álit mitt. Var nú ekki best að ég
segði henni það munnlega? Mér haföi ekki fyr flogið þessi hugsun I
brjóst en ég stökk upp af stólnum og fór að búa mig undir ferðina.
Klukkustund siðar sat ég I járnbrautarvagni og eftir tilbreytingarlausa
ferð kom ég loks til BurweRfékk ég þar um siðir hest og vagn og bað
ekilinn að aka mér til Burwell Court.
III
Þegar vagninn staðnæmdist fyrir framan dyrnar á Burwell Court tók
á móti mér gamall og æruverðugur þjónn,Ieiddi hann mig I gegnum
mjög snyrtilegan forsal og inn I morgunverðarherbergiö en þar beiö
ungfrú Blake min. Ég var ekki laus viö óstyrk á taugum meöan viö vor-
um á leiöinni og hvort sem þaö var umhugsunin um ungu stúlkuna eða
ekki þá skalf ég ofurlitið I knjáliðunum þegar þjónninn opnaði dyrnar
herberginu sem ungfrúin beið min I. Hún sat við gluggann og var að
skrifa þegar ég kom inn en stóð strax á fætur, kom á móti mér og
heilsaöi mér meö þeim innileik að ég varð hrifinn af.
— En hvaö það var fallega geri af yöur að heimsækja mig herra
Brudenell, sagði hún. —Þér eruð sjálfsagt þreyttur eftir feröalagiö. Má
ég ekki bjóða yður eitthvað á undan morgunverði?
Ég afþakkaði boð hennar og setti mig niöur er hún bauð mér sæti f
hægindastól sem hún haföi flutt að arninum.
Að þessu hafði ég hugsaö um ungfrú Blake eins og maöur vanalega
hugsar um ungar laglegar stúlkur,er veröa á vegi manns. En þegar ég
nú sat þarna i herbergi hennar og sá hana ganga um I heimili sínu
klædda óbrotnum kjól með hvitum kraga og hvitum ermabryddingum
svo rólega og stilta þá breyttust hugsanir minar um hana allmikiö.
— Ég get ekki með orðum lýst hve glöð ég er yfir þvi að þér komuð
herra Brudenell, sagöi hún og tók sér sæti andspænis mér. — Þér mun-_
uð haía fengið bréf mitt um heimsókn Mulhausens?
—■ Já og þessvegna kom ég hingaö i dag. En áöur en ég segi nokkuö
meira vildi ég gjarnan fá að heyra álit yöar á Mulhausen.
— Ég hefi I raun og veru ekki myndað mér neitt sérstakt álit á honum
ennþá Hann er að minsta kosti mjög einkennilegur maður. Annað
veifið hefi ég alveg ósjálfráða óbeit á honum en svo finst mér aftur hina
stundina þægilegt að heyra hann tala og geðjast aö framkomu hans.
— Já.maðurinn er mjög einkennilegur á allan hátt og við veröum aö
gæta okkar gagnvart honum. Ég fyrir mitt leyti treysti honum ekki
lengur en meöan ég horfi á hann. Þaö ber ekki saman frásögn hans til
min og yöar og annaöhvort er hann svikahrappur eða þá hann er hinn
„Blessuð verið þiö ekki að eyða
miklum peningum I rúm handa
mér . .þegar allt kemur til alls þá
verð ég nú sofandi I þvi mest
allan timann’:
DENNI
DÆMALAUSI