Tíminn - 12.10.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.10.1978, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 12. október 1978 3 Björgunaræfing á Reykjavíkur- flugvelli ATA — 1 fyrradag hélt þjálf- unardeild Flugleiöa Björg- unaræfingu fyrir áhafnir Fokker Friendship, flug- vélanna. Æflngin hófst meö upprifjun á meöferö björg- unartækja, viöbrögöum á hættustund, meö æfingu I flug- vél, þar sem hættuástand skapaöist á flugi og lauk eftir lendingu meö tæmingu far- þega úr vélinni. Æfingin þótti takast vel og má sem dæmi um það nefna, að eftir „nauölendinguna” var slökkvilið Reykjavlkurflug- vallar mætt á „slysstaö” innan 3 minútna frá lendingu og slökkvilið Reykjavikur, lögregla og sjúkrabifreiö mættu 5 mínutum eftir lend- ingu. Allir farþegarnir yfir- gáfu vélina á 30 sekúndum. Auk flugmannanna voru að- eins tveir menn undurbúnir. Mynd: Tryggvi. Verslunarmenn verða ekki við beiðni A.S.Í. — um að afturkalla uppsögn samninga HEI — Stjórn og trúnaöar- mannaráö Verslunarmanna- féla gs Reykjavikursamþykkti á fundi s.l. mánudag aö þaö gæti ekki oröiö viö þeim tilmælum A.S.l. frá 22. sept s.l., aö aftur- kalla uppsögn kaupgjalds- ákvæða kjarasamninga félags- ins, frá 28. febr. s.l. segir I fréttatilkynningu frá V.R. sem biaðinu barst i gær. Timinn spurði þvi Magnús L. Sveinsson skrifstofustjóra Verslunarmannafélagsins hvort þessi uppsögn heföi ekki komið til vegna laganna um skerðingu visitölu og hvort þeir sem ynnu eftir gjaldskrá félagsins hefðu ekki allir fengiö aftur fullar visitölubætur, svo ástæður uppsagnarinnar væru úr gildi falinar. Magnús sagði það rétt vera. Astæður þessa væru i raun þær aðfélagiðhefðistraxum miöjan desember farið fram á viðræður við sina viðsemjendur, vegna breyttra viðhorfa, vegna þess sem komiö heföi fram við gerð kjarasamninga opinberra starfsmanna, um upplýsingar sem Hagstofan hefði aflað um raunverulegar launagreiöslur hjá félögum Verslunarmanna- félagsins. Þá heföu samningar verið bundnir. Þessvegna hefði auövitað fyrsta tækifærið sem gafst verið notað til þess aö segja upp samningunum og það hefði gefist við setningu efna- hagslaganna i vetur. En við teljum, sagði Magnús, aðmeð tiliiti til þess sem samið hefur verið um viö aöra sam- bærilega starfshópa þá verðum við og eigum fullan rétt á að fá viðurkennd sambærileg kjör fyrir okkar fólk i okkar samn- ingum, sem vinnur sambæri- lega vinnu. Enkomið heföi fram i úttekt sem Verslunarmanna- félagið gerði, að gjaldskrár opinberra starfsmanna væru frá þvi um 10-60% hærri en fyrir sambærileg störf hjá þeirra fólki. Um það hvortmargt það fólk, eða jafnvel flest sem flokkað yrði undir hærri gjaldskrárnar væri ekki yfirborgað stórlega, sagði hann það alveg rétt, rannsókn Hagstofunnar heföi leitt það i ljós. En þvi væri held- ur ekki að neita að fjöldi af þeirra fólki tæki laun nákvæm- lega samkvæmt gjaldskrá, þá sérstaklega afgreiöslufólk. I mikum meirihluta verslana væri borgað nákvæmlega eftir töxtum. Magnús sagði að Verslunarmannafélagið væri að fara fram á þaö, sem i mörgum tilfellum væri borgaö i raun á hinum frjálsa vinnumarkaöi og um leið tryggja þeim sem hafa orðið að sætta sig við að taka laun samkvæmt töxtum að þeir fái það sem búið er að viður- kenna hjá öörum fyrir sambæri- lega vinnu. Um hver rök atvinnurekenda værufyrirþvi að vilja ekki sam- þykkjaþá taxta, sem þeir borg- uðu samt i raun, sagði Magnús aö fyrst og fremst vera það, að þeir vildu og hefðu alltaf viljaö ráðgast einhliöa með laun fólks. Að lokum var Magnús spurö- ur hvort þessi barátta fyrir að fá fram rétta taxta gæti ekki jafnframt talist jafnlaunabar- átta kvenna og karla, vegna þess að karlar væru frekar yfir- borgaðir. Hann sagöi það rétt, enda áberandi hve konur væru i meirihluta við afgreiöslustörf, þar sem töxtum væri einmitt fylgt hvað mest, þvi karlar gæfu sig ekki i að vinna eftir þessum töxtum. Leikfélag Akureyrar frumsýnir verk eftir Guðmund Kamban á föstudagskvöld Kás — A föstudagskvöld, 13. októ-. ber, frumsýnir Leikfélag Akur- eyrar „Þess vegna skiijum við” eftirGuðmund Kamban. Leikritið gerist i Kaupmannahöfn, og var fyrst frumsýnt þar á árinu 1939. Leikritið er til i tveimur útgáfum, og er hér um upphaflegu útgáfuna aö ræða, þá sömu og sýnd var i Þjóöleikhúsinu árið 1952. „Þess vegna skiljum við” er i léttari dúr en flest önnur verk sem Guðmundur skrifaði, og óvenju fjörlega skrifað, að sögn Gestur E. Jónasson og Nanna I. Jónsdóttir I hlutverkum sinum I „Þess vegna skiljum við” (Karl og Gerður). Odds Björnssonar leikhússtjóra á Akureyri. I þvi er fjallaö um sambönd og sambandsleysi á milli hjóna, og einnig kynslóða- bilið. Taldi Oddur að leikritið ætti ekki siður við nú, en þegar það var frumsýnt i Kaupmannahöfn fyrir tæpum fjörutiu árum. Leikstjóri að verkinu er Haukur J. Gunnarsson, og teiknar hann einnig búninga. Jón Þórisson ger- ir leikmynd. Tólf leikarar koma fram i stykkinu. Eru það: Marinó Þor- steinsson, Þórhalla Þorsteins- dóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Þrá- inn Karlsson, Gestur E. Jónsson, Theódór Júliusson, Björg Bald- vinsdóttir, Aðalsteinn Bergdal, Svanhildur Jóhannesdóttir, Þór- ey Aðalsteinsdóttir, Nanna I. Jónsdóttir, og Kristjana Jóns- dóttir. Milli þátta i leikritinu verður leikin létt-klassisk tónlist. Við frumsýninguna veröur að venju opnuð málverkasýning i anddyri leikhússins. Að þessu sinni mun Óli G. Jóhannsson sýna myndir sinar. Strax að frumsýningunni lok- inni verður hafist handa við æf- ingar að Skugga-Sveini, en þetta leikrit Matthiasar Jochumssonar verður jólaleikrit Leikfélags Akureyrar. Þorsteinn Eiriksson yfirkennari var jarösunginn frá Dómkirkjunni I gær. Séra ólafur Skúlason jarð- söng og var kirkjan þéttskipuð er athöfnin fór fram. A myndinni sést er kennarar úr Vogaskóla bera kistuna úr kirkju. Ekkja Þorsteins, frú Sólveig Hjörvar gengur næst á eftir kistunni. Tlmamynd: Tryggvi. Kjör formanna þingflokka Gengur treglega hjá íhaldinu SS — Þrír af fjórum þingflokk- um á Alþingi hafa nú kosið sér stjórnir. Eins og greint hefur verið frá I Timanum, var Hall- dór E. Sigurðsson kjörinn for- maöur þingflokks framsóknar- manna. Lúðvlk Jósepsson er formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins og Sighvatur Björgvinsson formaður þing- flokks Alþýðuflokksins. Tregar gengur hjá Sjálfstæöismönnum, þvi þeir hafa ekki enn gengiö frá kjöri stjórnar þingflokksins. Er ekki talið ósennilegt að ágrein- ingur standi i þeini vegna kjörs þingflokksformanns, og I þvi sambandi verið rætt um and- stööu ákveöinna þingmanna Sjálfstæðisflokksins við kjör Gunnars Thoroddsen I það embætti.______________________^ Gils Guðmundsson kjörinn forseti Sameinaös alþingis SS A fundi Sameinaðs alþingis I gær var Gils Guðmundsson (G) kjörinn forseti þingsins með 51 atkvæði, Vilmundur Gylfason (A) hlaut eitt atkvæði, en 4 seðlar voru auöir. Fyrri varaforseti Sameinaðs alþingis var kjörinn Friöjón Þórðarson (D) með 54 atkvæðum og Karl Steinar Guönason (A) annar varaforseti meö 48 atkvæðum- Skrifarar Sameinaös þings voru sjálfkjörnir Páll Pétursson (B) og Friörik Sophus- son (D). Þá fór fram kosning kjörbréfa- nefndar Sameinaös alþingis og hlutu þar eftirtaldir sæti: Finnur T. Stefánsson (A), Eðvarð Sigurðsson (G), Einar Agústsson (B), Gunnlaugur Stefánsson(A), Jónas Arnason (G), Friðjón Þóröarson (D) og Eyjólfur K. Jónsson (D). Tveir varamenn tóku sæti á Alþingi i gær, þeir Agúst Einarsson i stað Björns Jóns- sonar (A), sem er forfallaður vegna sjúkleika og Halldór Blöndal i staö Lárusar Jónssonar (D), sem er á förum erlendis i opinberum erindagjörðum. Þegar gengiö haföi veriö frá vali I efri og neöri deild voru haldnir fundir i þeim og kosnir embættismenn. Forseti efri deildar var kjörinn Gils Guömundsson. Bragi Sigurjónsson (A) meö 17 atkvæðum (af 19). Fyrri vara- forseti var kjörinn Þorvaldur G. Kristjánsson (D) með 17 atkvæöum og annar varaforseti Jón Helgason (B) meö 18 atkvæöum Skrifarar deildar- innar voru kjörnir Helgi F. Seljan (G) og Guömundur Karlsson (D). I neðri deild var kjörinn forseti Ingvar Gislason (B) með 36 atkvæðum (af 39). Sverrir Hermannsson (D) var kjörinn fyrri varaforseti með 36 atkv. og Eðvarö Sigurösson (G) annar varaforseti meö 35 atkv. Skrif- arar deiidarinnar voru kjörnir Arni Gunnarsson (A) og Jósep H. Þorgeirsson (D).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.