Tíminn - 12.10.1978, Page 7

Tíminn - 12.10.1978, Page 7
Fimmtudagur 12. október 1978 7 Matthías Eggertsson, Sigtryggur Björnsson og Stefán K. Snæbjörnsson: A siðastliðnu vori birtist i dagblöðum grein eftir Harald Árnason, skólastjóra Bænda- skólans á Hólum og formann nefndar þeirrar, sem gera á áætlun um eflingu Bænda- skólans i tiefni af aldarafmæli hans árið 1982, svokallaðrar Hólanefndar. Grein þessi ber yfirskriftina: „Hugmyndir Hólanefndar um eflingu Bænda- skólans á Hóluin”. í greininni er m.a. gerð grein fyrir, hvernig súhugmynd er til orðin, að hefja uppbyggingu Hólastaðar með byggingu hest- húss. 1 stuttu máli lýsir Haraldur Arnason þvi á þá leiö, að hann hafi fyrir fáum árum hitt Halldór Pálsson, búnaðar- málastjóra, og aðspurður tjáð honum, að vonandi yrði brátt unnt að hefjast handa um bygg- ingu nýs fullkomins fjárhúss á Hólum. Siöan segir Haraldur orðrétt: „Svar búnaðarmálastjóra við þessum upplýsingum minum kom mér nokkuð á óvart, ekki sist, þegar haft er i huga, að hann var lengi sauðfjárræktar- ráðunautur Búnaðarfélags Islands og raunar mikill áhuga- maður um sauðfé og sauðfjár- rækt. Hann sagði eitthvað á þessa leið: Þú átt ekki að byggja fjárhús strax. Þú átt að byrja á hesthúsi, enda væri það ekki vansalaust fyrir Hrossa- kynbótabú rikisins, sem rekið er á Hólum að eiga engin hesthús. Það eru orð að sönnu, að ekki er mikil reisn yfir eina hrossakyn- bótabúi rikisins að þurfa að not- ast við lágreist loftvond 150 kinda fjárhús, sem byggð voru árið 1927.” Búfjárræktarlögin. I núgildandi búfjárræktar- lögum, sem eru frá árinu 1973, segir svoil. gr: „Landbúnaðar- ráðuneytið (landbúnaðar- ráðherra) hefur á hendi æðstu stjórn búf járræktarmála. Búnaðarfélag Islands hefur umsjón með búfjárrækt i landinu og fer með framkvæmd laga þessara fyrir hönd land- búnaðarráðuneytisins.” 1 36. gr. laganna segir siöan: ,Heimilt er aö reka á kostnaö rikissjóös tvö hrossaræktarbú, sitt á hverjum landsfjóröungi, þar sem fara fram stofnræktun, afkvæmaprófanir, tamning, fóðurtilraunir, vaxtarhraða- rannsóknir og þ.u.l. Búnaöar- félag Islands hefur umsjón meö búunum og skulu þau starfa samkvæmt reglum, er ráðherra setur, að fengnum tillögum þess.” Annað þessara hrossaræktar- búa er á Hólum i Hjaltadal i tengslum við Bændaskólann, en þó með sérstakar f járveitingar, sérstaka stjórn og það starfar eftir sérstakri reglugerð. Samkvæmt búf járræktar- lögum fer Búnaðarfélag Islands með framkvæmd laganna. Þar með virðist ekki þurfa djúpa lögspeki til að sjá, að útvegun húsaskjóls yfir hross á Hrossa- kynbótabúi rikisins á Hólum i HÓLAR í HJALTADAL Hjaltadal er i verkahring Búnaðarfélags Islands, sem Halldór Pálsson, búnaðarmála- stjóri, veitir forstöðu. Ætla verður, að búnaöarmálastjóra séog hafi verið kunnugt um efni þeirra laga sem hann á að fram- fýlgja- Halldór Pálsson, búnaðar- málastjóri.er kunnur að því að stjórna málum Búnaðarfélags Islands af skörungsskap oghag- sýni. óhætt er að segja , að það beri hæfileikum hans gott vitni, þegar honum dettur i hug su snilldarhugmynd að beita fyrir sig annarri stofnun, Bænda- skólanum á Hólum, og láta hana framkvæma verk, sem lögum samkvæmt er i verkahring Búnaðarfélags Islands. Hér er þó aðeins hálfsögð sagan. Hitt afrekið er sýnu glæsilegra, það er aö takast að sannfæra alla nefndarmenn i Hólanefnd urri, að þetta verkefni sé brýnasta framkvæmdin til eflingar Bændaskólans á Hólum, þegar hann er að verða 100 ára. 1 ofanálag verður ekki annað séð en að landbúnaðar- ráðuneytið hafi fram að þessu litið meö velþóknun á þessa þróun mála. Nú er fjarri okkur að amast við þvi, að „glæsilegasta hesthú. landsins”, svo aö vitnaö sé til orða Haraldar Arnasonar i áðurnefndri grein hans, risi á Hólum, ef aðbúnaður sjálfs afmælisbarnsins, Bændaskólans á Hólum, væri viðunandi. Hins vegar er marg- yfirlýst og öllum kunnugt, sem vilja vita, að svo er ekki. Yfirlýst er af Hólanefnd, að öll útihús bændaskólans, heima- vist og mötuneyti nemenda, þurfi að reisa frá grunni. Ef þessar byggingar væru risnar, væri það að sjálfsögðu heiður fyrir Bændaskólann á Hólum aö taka að sér aö byggja fyrir Búnaöarfélag Islands hesthús fyrir hrossaræktarbúið, einkum ef rök bentu til þess, að betur gengi að afla fjár úr hendi fjár- veitingavaldsins út á nafn Bændaskólans á Hólum en Búnaðarfélags Islands. Tillögur Hólanefndar. Tillögur Hólanefndar um að lokið verði bygginu úthúsa, heimavistar og mötuney tis fyrir bændaskólann fyrir afmælið árið 1982, auk fiskeldisstöðvar og lagningar hitaveitu, geta vart talist raunsæjar og er þá ekki sterklega til orða kveðið. Óhætt er að segja, að Hóla- nefnd er sýnd mest tillitssemi með þvi að leyfa þessum til- lögum hennar að grafast i gleymsku og þögn i von um hún komi með aðrar raunsæjari i staðinn. Þeirri hugmynd hefur verið haldið á lofti, að besta leiðin til að styrkja Bændaskólann á Hólum sé að styðja enn frekar að hestamennsku á staðnum. Þá muni bændaskólinn eflast sjálfkrafa á eftir. Engin til- viljun mun vera, að þessar hugmyndir koma einkum úr röðum hestamanna, sem vilja að sjálfsögðu veg áhugamála sinna sem mestan. Þeir virðast hins vegar litiö skeyta um það, þótt bláþræðir geti orðið á rekstri bændaskólans að öðru leyti með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þar höfum við það m.a. i huga að á siðastliðnum vetri og á komandi vetri er skólinn um það bil hálfsetinn. Efling hestamennsku á Hólum gæti styrkt Bænda- skólann, en hún gæti lika riðið honum að fullu sem bænda- skóla. Enginn getur sagt fyrir á þessu stigi, hver yrði þróun þeirramála. Aðóreyndu veröur því hins vegar ekki trúað, aö bændur á Norðurlandi og sam- tök þeirra láti það afskiptalaust, að hagsmunum almennrar búfræðslu i landsfjórðungnum verði stefnt i hættu fyrir reið- skóla eða tamningastöð. Hvaða breyting hefur oröið á launum og verðlagi sl. 30 ár, er spurning sem kjararannsóknar- nefnd ein gæti svarað til hlitar. Þó má taka til athugunar og umhugsunar nokkur atriði og bera saman, en þá skal haft I huga að meðfylgjandi tölur sýna þróunina á kaupmætti launa, aðeins gagnvart þeim vöruteg- undum sem teknar eru sem dæmi, en ekki þróun kaupmátt- ar i heild þann tima sem tekinn er i dæmi þessu. Upplýsingar um laun eru fengnar hjá viökomandi verka- lýðsfélögum, en um verðlag hjá Hagstofunni. Iðjulaunin er hæsti taxti fé- lagsins hverju sinni. Dagsbrúnarlaunin er 1. taxti eftir eitt ár og miðaður við 1. júni ár hvert nema 1. des. 1958. Laun F.I.R., Félags islenskra rafvirkja, eru lægstu laun hverju sinni. Frá 1. sept. 1978 hefur dæmiö breytst nokkuð. Laun hafa hækkað, mjólk lækkað i 143 kr. litri, bensin hækkaö i 167 kr. litri og sigaretturnar hækkaö i 565 kr. pakkinn, og brennivins- flaska i 6200 kr. Launin Launin eru miðuð yið eina stund dagvinnu og allt verö i töfl- unni miðað viö 1. sept. 1978. Iðja Dagsbrún F.l.R. Verð vörunnar: Ýsa slægö og hausuö, kg.: Strásykur kg.: Kaffikg.: Mjólk 1 : Bensin 1: Sigeretturpk.: Brennivinfl.: Kaupmáttur: Taflan sýnir hve mikið af Ýsa kg: 1948 1958 1968 1978 Strásykur kg: 1948 1958 1968 1978 Kaffi kg: 1948 1958 1968 1978 1948 1958 1968 1978 KR.: 8.64 25.00 60.67 880.70 KR.: 8.40 23.86 49.23 810.00 KR.: 11.40 25.88 57.19 902.00 1948 1958 1968 1978 1.30 4.00 18.00 305.00 2.00 4.64 8.70 143.00 8.35 43.60 105.00 2340.00 2.06 3.68 9.15 155.00 0.69 2.89 9.30 145.00 4.90 14.10 36.00 470.00 75.00 125.00 345.00 5100.00 hverri vörutegund fæst fyrir eina stund dagvinnu hverju sinni. Iöja Dagsbrún F.l.R 6.65 6.46 8.77 6.25 5.97 6.47 3.37 2.70 3.18 2.90 2.66 2.96 4.32 4.20 5.70 5.39 5.14 5.58 6.97 5.66 6.57 6.29 5.79 6.31 1.03 1.01 1.36 0.57 0.55 0.59 0.58 0.47 0.54 0.38 0.35 0.39 Mjólk !. 1948 1958 1968 1978 Bensin 1. 1948 1958 1968 1978 Sigarettur pk. 1948 1958 1968 1978 Brennivin fl. 1948 1958 1968 1978 KRISTINN SNÆLAND 4.19 4.08 5.53 6.79 6.48 7.03 6.63 5.38 6.25 5.68 5.23 5.82 12.52 12.17 16.52 8.65 8.26 8.96 6.52 5.29 6.15 6.07 5.59 6.22 1.76 1.71 2.33 1.77 1.69 1.84 1.69 1.37 1.59 1.87 1.72 1.92 0.12 0.11 0.15 0.20 0.19 0.21 0.18 0.14 0.17 0.17 0.16 0.18 Eitthvað annað en verðið er ástæða bruggsins Eins og sjá má eru sigarett- urnar hin eina þessara vöruteg- unda sem haldið hefur jafnvægi aö miklu leyti þessi ár en at- hyglisverð er þróun ýsuverðsins sem er innlend framleiðsla. Taka má fram varöandi bensinveröið að talan frá 1948 er verð bensins i Reykjavik sem þá var með lægst verö, en úti á landi bættist þá viö flutnings- kostnaður. Jöfnunarverði á bensini var komiö á 1958. Loks má benda á að laun Iðju 1968 virðast ekki i samræmi viö laun hinna félaganna. Þá má lika benda á að réttara væri að reikna hve margar stundir þurfti til að vinna fyrir brennivinsflöskunni, en sýnilegt er þó að þaö er nú ódýrara en oftast áður. Heimabruggun ætti þvi ekki að koma til skjalanna þess vegna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.