Tíminn - 12.10.1978, Síða 8

Tíminn - 12.10.1978, Síða 8
8 Fimmtudagur 12. október 1978 á víðavangi Lítíð gert úr línusmíðum Þjóðviljans HEI — Mikiö hefur verið rök- rætt og rifist um þaö sem sumir nefna vaxtapólitík nú um nokk- urt skeið. Stórt atriöi i þessu er það hvort háir vcxtir eru orsök verðbólgu eða afleiðing hennar. Sumir tala um það i sömu and- ránni að vextir séu allt of háir og jafnframt að ilia sé fariö með þá sem spariféð eiga i bönkun- um hvernig svo sem það getur nú fariö saman. Alþýðubandalagið er á þeirri linu að vextir séu allt of háir, þótt það megi furðulegt heita þegar þess er gætt að sennilega er nokkuð stór hluti innlánsfjár- ins i'bönkum, i eigu þeirra sem eiga of litið til að braska með það. Féð er siðan lánað til þeirra sem meira mega sin, annað hvort vegna tekna eða eigna og teljast þvi verðugir þess að fá lánsfé til aö velta á undan sér meðan verðbólgan brennir það nánast upp til agna. A þennan hátt hafa margir hagnast á Islandi, en að óreyndu hefði maður nú ekki haldið að það væri sá þjóðfélagshópurinn sem Alþýðubandalagið bæri ‘' helst fyrir brjósti. Þjóðviljinn túlkar vitaskuld sjónarmið Alþýðubandalagsins i leiðurum sinum. En ekki eru samt allir Alþýðubandalags- menn honum sammala, sem glöggt kemur fram i langri grein Magnúsar Kjartanssonar fyrrv. alþingismanns i Þjóövilj- anum s.l. þriðjudag. Má segja að Magnús fari þar háðulegum orðum um leiðarahöfundinn, og ekki erörgranntumaðþað læðist aðmanni ságrunuraö orðunum sé einnig beint til þeirra sem meira mega sin i Alþýðubanda- laginu, þótt ekki séu þeir nafn- greindir, en grein Magnúsar hefst á þennan hátt: Að lesa Þjóðviljann til að fá ,,linuna” „Þjóðviljinn birtir i dag for- ustugrein undir fyrirsögninni „Hávaxtastefnan er ekki hjálp- ræði”, en i þeirri setningu felst alhæfingaf dularfullu tagi, enda orðavalið sótt tU trúarbragða: ég vissi ekki fyrr að Alþýðu- bandalagið væri orðið hjálp- ræðisher. (Forustugreinin er ekki merkt neinum höfundi eins og tíðkast hefur i Þjóðviljanum til skamms tima: á ef til vill að lita á þær ritsmiðar sem einhverja yfirskilvitlega stefnu- mörkun, likt og bannbuUur frá páfanum i Róm?) Sjálf forustu- greinin er af sama tagi og fyrir- sögnin, þó ólik bannbullum að þvi leyti að sifellt er slegið úr og i, þannig að þeir sem lásu for- ustugreinina af trúfræðilegum áhuga til þess að fá „rétta linu” hljóta að hafa orðið eins og spurningarmerki i framan i greinarlok.” Það var nú dálitið skemmti- legt að fá það staðfest hjá Magnúsi að hann geri ráð fyrir að Alþýðubandalagsmenn lesi leiðara Þjóðviljans daglega tU aðfá sina réttu linu. Að aðalatr- iðið viröist þá vera að trúa og meðtaka. En áfram rneð grein Magnúsar: Að neikvæðar vísitölu- bætur á lág laun leiði til hálauna „Þaö er þó megineinkenni forustugreinarinnar að þar er verið að velta vöngum yfir af- leiðingum án þess að minnast á orsakir, og á hún að þvi leyti samleiö með annarri „stefnu- mörkun” Alþýðubandalagsins i efnahagsmálum um þessar mundir. (Ég geri mér ljóst að afleiðingar breytast oft i orsak- ir, en eigi að uppræta mein verður að grafast fyrir um ræt- ur þess.) Megintilgangur greinarinnar er þó sá að halda þvi fram að neikvæðir vextir séu „hávext- ir”,oghlýtur þá greinarhöfund- ur einnig að vera þeirrar skoð- unar að neikvæöar visitölubæt- ur á lágmarkslaun leiði til „hálauna”: væri ekki ráð að þvilikur öfugmælasm iður kynnti sér frumhugsunina i af- stæðiskenningu Einsteins? Ég hef margsinnis og lengi lýst skoðunum minum á megin- einkennum islensku verðbólg- unnar og mestmegnis talað fyrir daufum eyrum: þó skal enn haldið áfram þeim þjóðlega sið að kveða góða visu.” Byltingar verða aðeins með þróun Vitaskuld verður mörgu að sleppa úr þessari ágætu grein, en lokaorð Magnúsar voru þessi: í baráttunni við verðbólguna er það grundvallaratriði að menn átti sig á þeirri staðreynd að hún er gróðamyndunarað- ferðin á Islandi. Ef teknir væru upp raunvextir i stað neikvæöra vaxta, hyrfi þetta megineinkenni verðbólgunnar, hún myndi hjaðna á skömmum tima og ofurháir vextir sam- kvæmt prósentureikningi breyt- ast ilágavexti, þviað vextir eru afleiðing verðbólgu, ekki orsök. Hins vegar hefur mér aldrei dottið i hug að hægt sé að fram- kvæma þessa breytingu i hend- ingskasti :ég er ekki alræðis- sinni eins og sá leiðtogi Sjálf- stæðisflokksins sem taldi að hægt væri að stöðva verðbólgú „meö einu pennastriki”. Megin- þorri þjóðarinnar þekkir ekki annað ástand en verðbólgu: við- brögð við verðbólgu er orðin sjálfvirkur þáttur i athöfnum fólks. Breyting á þeim við- brögðum mun taka alllangan tima: byltingar er aðeins hægt að framkvæma meðþróun. Hitt skiptir meginmáli að menn átti sig á markmiðinu, stefni að þvi vitandi vits, en haldi ekki i þver- öfuga átt eins og mér viröist gert með sumum athöfnum núverandi rikisstjórnar og hjálpræðisherssöngvum i for- ustugreinum Þjóðviljans. Borgarstjóm kýs fram kvæmdaráð til að stjóma verklegum framkvæmdum JG — Á fundi i borgarstjórn Reykjavikur síðastliðinn fimmtu- dag, var samþykkt tillaga frá borgarfulltrúum Framsóknar- flokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks um sérstakt sjö manna framkvæmdaráð, en tillaga þessi er liöur í breyttu stjórnkerfi borgarinnar, sem meirihlutaflokkarnir vinna nú að. Tillaga um fram- kvæmdaráð Tillagan er svohljóöandi: „Borgarstjórn Reykjavikur samþykkir aö kjósa sjö manna framkvæmdaráð. Undir framkvæmdaráð heyri eftirtaldar deildir og stofnanir: Gatna- og holræsadeild, byggingardeild, hreinsunardeild, garðyrkjudeild, vélamiðstöö, áhaldahús, grjótnám, malbiks- stöö og pipugerð, svo og önnur framkvæmdaverkefni, sem nú heyra undir embætti borgarverk- fræöings og ekki eru sérstaklega falin öðrum stjórnarnefndum. Borgarverkfræöingur eöa fulltrúi hans skal eiga sæti i ráð- inu með málfrelsi og tillögurétti og með sama hætti skal borgar- stjóri eiga þar seturétt. Kjörtimabil framkvæmdaráðs skal vera það sama og borgarráðs. Borgarstjórn kýs formann úr hópi kjörinna nefndarmanna og skal hann vera borgarfulltrúi eöa varaborgarfulltrúi. Framkvæmdaráð skal semja nánari reglugerð um starfssviö sitt og skal hún staöfestast af borgarstjórn.” Óþarfa silkihúfa? Tillagan var samþykkt meö 8 atkvæðum gegn 7. Sjálfstæðis- menn voru á móti, en kosningu i framkvæmdaráðið var frestaö, og verður þaö liklega kosiö á næsta fundi borgarstjórnar Revkjavikur. Hérna er um mikla breytingu á stjórnkerfi borgarinnar að ræða. Astæðan fyrir þvi að fram- kvæmdaráðið er sett á laggirnar, er fyrst og fremst sú, að meö hinu nýja stjórnkerfi hyggst borgar- stjórnarmeirihlutinn ná betri tök- um á stjórn verklegra fram- kvæmda, en eins og málum er nú háttað eru völd á þvi sviði aö mestu i höndum embættismanna eða yfirmanna þeirra stofnana, sem undir ráðið heyra. Væntir meirihlutinn'að mikill árangur verði af framkvæmdaráðinu, þegar það hefur tekiö til starfa. Stjórnkerfi það, sem nú hefur verið sett á laggirnar, er þó ekki óþekkt i borgarkerfinu. T.d. er hafnarstjórn Reykjavikur byggö Framhald á bls. 19. í DAG OG Á MORGUN KL. 14-18 Ókeypis uppskriftir. Nýr bæklingur nr. 27 Hanna Guttormsdóttir, húsmæðrakennari kynnir ostarétti með Hvitlauksosti og fleiri gerðum af smurostum. Gefum að bragða á 45% osti sterkum. Osta- og smjörbúðin - Snorrabraut 54 ---------> ....>- ' ■■■<......-... < ATA — Nú er vetur genginn i garð á is- landi, þó svo almanak- ið sé þvi ekki alveg sammála. Þessvega er allra veðra von og timi til kominn að búa bfl- ana undir veturinn. Þar er margs að gæta og við fengum þess vegna framkvæmda- stjóra Félags islenskra bifreiðaeiganda, Svein Oddgeirsson, til að leiðbeina okkur og gefa okkur holl ráð. Hjólbarðar Það fyrsta sem mönnum dett- ur i hug, er minnst er á vetrar- akstur, eru hjólbaröarnir. Menn velta þvi fyrir sér frá septem- berbyrjun og alveg þar til þeir sitja fastir i fyrstu hálkunni hvort þeir eigi nú ekki að fara að setja vetrardekk undir bilinn strax i stað þess að biða fram á siðustu stundu. En þeir eru fáir sem Táta verða af þvi fyrr en fyrsta hálkudaginn og þá eru næstum allir bilar landsins á hjólbarða- verkstæðum. En þetta er ekki allt slóðaskap og kæruleysi að kenna, þvi það er bannað með lögum að nota neglda hjólbarða fyrren 15. október nema sérstök akstursskilyrði gefi tilefni til þess. Þegar þú tekur fram gömlu snjódekkin, skaltu fyrst athuga hvort myndstrið sé nægilega djúpt. Mynstrin þurfa að vera a.m.k. 3 millimetra djúp til að geta náð spyrnu i snjó. Ef um nagladekk er að ræða

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.