Tíminn - 29.10.1978, Blaðsíða 11
10
Sunnudagur 29. október 1978
Sunnudagur 29. október 1978
11
Í$P$
„Frá þvi ég steig upp á pall til
þess að syngja dægurlag? Það hef-
ur nú sjálfsagt verið árið 1944. Já,
það var eftirminnilegt. Þarna sat
maður i sófa eða „sessaión” I Iðnó
og söng, — mjög „nervös”. Svo
tóku stúkuböllin við. Þetta var nú
svona byrjunin á ævintýrinu og ég
sé ekki fyrir endann á þvi enn
nema síður sé.
Fólk er að spyrja mig af hverju
ég fari ekki að hætta en ég segi
bara, að ég muni syngja þar til ég
dett upp fyrir... Ég lit raunsætt á
málin. Röddin hefur heldur
skánað, áhuginn er meiri og
skilningur á ljóðrænni túlkun,
sem ég tel ákaflega mikilvægan
er ekkert sambærilegur við þaö
sem hann var fyrst. Nú ég þarfn-
ast áheyrenda minna og þeir
þarfnast min. Þvl ekki þaö? Nei,
það veröur ekki svo auövelt að
losna við mig (hann hlær).
„Breiðskífa á
leiðinnT
Viö erum stödd á heimili Hauks
Morthens söngvara og konu hans
Ragnheiðar aö Heiöargeröi 41.
Haukur leikur á als oddi og viö
finnum aö eitthvað liggur i loft-
inu. Okkur tókst að fiska það upp
— ný stór breiðskifa á leiöinni
með lögum, sem Haukur hefur
sungiö gegnum árin. „Vonandi
kemur platan út fyrir jól, segir
hann, annars yrði ég hryggur. Aö
gefa út plötu er eins og að standa
allt i einu nakinn fyrir framan
áheyrendur og það tekur á
taugarnar. Maöur vill auövitað
hitta I mark og siikt kostar mikla
vinnu. Svo er þaö nú auglýsinga-
starfsemin I kringum þetta. Hér
áður fyrr nægði ein tveggja dálka
auglýsing i blaði og platan seldist
upp, nú gilda allt önnur lögmál og
ég verö aö hlaupa eftir þeim,
enda þótt ég vilji fyrst og fremst
að gæðin standi fyrir slnu.
Lögin sem ég syng á þessari
plötu hafa flest ekki komiö út
áöur og tvö ný erlend lög — alveg
á toppnum núna — munu fýlgja
með og ólafur Gaukur er að gera
texta fyrir mig við ansi fallegt
lag, sem ég held aö eigi alveg er-
indi á hljómplötu. Þarna veröur
t.d. Þú ert mitt sólskin, gamalt
reviulag, Þú ert yndisleg, sem ég
hef nú sungið talsvert, La
Paloma, nú og svo væri kannski
ekki úr vegi fyrir mig aö rifja upp
Lóu litlu á Brú og fleiri lög, sem
ekki eru til I sama anda og ég gaf
þeim fyrir 20 árum. Þá á ég
einnig við draumlyndu meyna
DIsu og Ég er kominn heim I
heiðardalinn.
Ungt fólk hefur talsvert verið
að herma eftir þvi sem ég er og
hef veriö aö gera, og finnst mér
tlmi til kominn aö raula lögin mln
aftur. Það er ekkert á móti þvi aö
breyta rytmanum eilltiö, I sam-
ræmi viö þaö sem gerist I dag.
Slíkur rytmi passar fyrir þá yngri
og eldra fólkiö vill einnig gera
sinar kúnstir eftir þeim rytma.”
»
Ungt fólk
skemmtir sér
yndislega”
Þaö er dálltiö merkilegt, aö
Haukur hefur veriö stúkumaöur
alla sina tiö, gekk I Eininguna og
er þar félagsmaöur en Hótel
Borg, Rööull, Hótel Saga og fleiri
staðir, þar sem Haukur hefur
troöiö upp eru nú engir stúku-
staöir. „Eg er ekki fanatlker,
gæti ekki veriö þaö I minu starfi,
en aö sjálfsögöu sé ég þaö út und-
an mér aö sumir ættu aldrei aö
bragöa þennan vökva. Ungt fólk
skemmtir sér yndislega, áöur
fyrr voru til menn sem létu mjög
illa, gengu berserksgang á
skemmtistööum og voru kallaöir
slagsmálamenn fyrir vikiö. Ég
held aö menn sláist minna nú og
skemmti sér yfirleitt prýöilega.
„Þú ert
yndisleg”
verður á
nýju
plötunni”
Ragnheiöur:
„Líst vel á
sjúkraliðanámið”
Ragnheiöur kom nú inn.en hún
haföi veriö aö sinna öörum gest-
um. Viö spuröum hana hvort hún
tæki þátt I plötusmíö manns sins
og öllu sem þvl fylgir. „Nei, ég
hef nóg annaö aö gera og er
reyndar ein af þeim, sem skapa
„Lögin sem ég syng
á þessari plötu hafa
flest ekki komið út
áður.”
mér alltaf mjög mikiö aö gera
heima og annars staöar. Ég er nú
i sjúkraliöaskólanum, — og var
aö ljúka þar fyrsta áfanga og hef
veriö I verklegu undanfarna tvo
daga. Mér llst mjög vel á þaö.sem
kemur til meö aö veröa min at-
vinna, en ég hef þurft að leggja
feiknin öll á mig I náminu. Þetta
er bara eins árs nám og allt
veröur aö rúmast á þessu eina
ári.
Þaö er svo erfitt aö setjast aftur
á skólabekk eftir 30 ár, en vel þess
viröi. Stelpurnar á námskeiöinu
eru 60, og er þaö fjölmennasti
hópurinn til þessa. Þær eru á öll-
um aldri frá miöjum aldri og
niöur 118 ár, allar mjög skemmti-
legar. Ég er fegin nú aö ég dreif
mig I þetta. Ég heföi ekki getaö
hugsaö mér aö vera heima næstu
20 árin, þegar börnin væru alveg
farin I burtu, og ég haföi ekki
áhuga á þvl aö fara aö vinna I
sjoppu eöa I búö.”
Haukur skaut hér inn I, aö hann
væri algjör jafnréttismaður. „Já,
ég held ég sýni þaö I verki.”
„Ég hugsa aö ég teljist minna
fyrir jafnréttiö,sagöi Ragnheiður
hlæjandi og seint myndi ég
gleyma heimilisverkunum, þótt
ég ynni úti.” Hún segir þó aö þau
heföu gleymst meöan prófin stóöu
yfir I Sjúkraliöaskólanum.
Texti: F.I.
Myndir: Tryggvi
Eg er
algjör
jafn
réttíS'
maður”
,Eins og að
standa
nakinn
fyrir
framan
áheyrenduF
Rætt við
hjónin
Ragnheiði
og Hauk
Morthens
vil þó helst vera innan Reykja-
vlkursvæöisins. Þaö er alltof mik-
il áhætta aö fara út á land, — vont
aö veröa veöurtepptur, en I þvl
hef ég oft lent.
— Hefuröu sviösskrekk?
— Þetta er atvinna,sjáöu til. Ég
ber viröingu fyrir atvinnunni og
fólkinu, en áheyrendur ráöa
miklu um þaö hvernig manni
tekst til.
Ragnheiöur og Haukur ósamt yngsta syninum Hauk. Haukur yngri er 16ára og er I menntaskóla.
— Hvaö kokkar þú helst Hauk-
ur, þegar svo ber undir?
— Ég brasa helst eitthvaö eöa
laga góöar súpur. Aö baka finnst
mér of djarft.
Ragnheiður var tvo vetur I
Myndlistar- og handiöaskóla Is-
lands og læröi þar myndvefnaö og
jurtalitun, og um allt I stofunni
má sjá árangur þessa náms, lltil
laglega ofin teppi, sem Ragn-
heiöur hefur einnig teiknaö upp.
„Meö hjálp Hauks, þvi aö hann er
frábær teiknari”, segir hún.
Syngí
einkasamkvæmum”
— Hvar syngur þú nú Haukur?
— Þaö má segja aö ég sé I svo-
kölluöum Iausabisness, og er til-
búinn aö syngja I hvaöa einka-
samkvæmi sem er. Viö erum fjór-
ir sarnan I þessu og ætlum aö
halda hópinn I vetur. Mér finnst
gott aö hafa þennan hátt á, en ég
Nú er Gyða
á gulum kjól”
Hefuröu hugsaö um titil á nýju
plötuna?
— Já, ég hef mikiö hugsaö um
hann og vil hafa hann sterkan,svo
sem eins og „Nú er Gyöa á gulum
kjól”.
— Platan kemur út um jól,
þetta er mjög jólalegur titill.
— Já, en á ekkert skylt viö jólin.
Textinn er eins og menn muna
kannske eftir Þorstein Glslason
og lagið eftir tónskáld Hafn-
firöinga Friörik Bjarnason.
Haukur sagöi okkur aö lokum,
aö á hann sækti mikil þrá eftir þvl
aö fara aö starfa sem prentari á
ný. Og hann talaöi svo fjálglega
um prentiönina aö blm. óskaöi
þess^ö fyrr eöa slöar ætti Haukur
eftir aö sýna sig I Blaöaprenti, en
þar eru m.a. prentuö fjögur dag-
blaöanna.
F1
Ragnheiöur: „Já, ég teikna
munstrin sjálf”.
„Sumir
ættu
aldrei
að
bragða
þennan
vökva”
Beinttil
BaltámoreWashington
Með tilkomu áætlunarflugs
til Baltimoreflugvallar víkkar enn
leiðanet okkar.
BWI (Baltimore Washington
International Airport) er nýlegur
alþjóðlegur flugvöllur milli stór-
borganna Baltimore og Washington.
BWI flugvöllur þjónar báðum
borgunum í senn. Þaðan er aðeins
50 mínútna akstur til Washington og
20 mínútna akstur til Baltimore.
Stöðugar bílferðir eru til og frá
flugvellinum, svo biðin er engin.
Frá BWI eru framhaldsflug um öll
Bandaríkin og víða um heim.
Flogið verður til Baltimore/
Washington einu sinni í viku, á
föstudögum kl. 17.45 og til baka
á laugardögum kl. 21.00.
Fjölgun áætlunarstaða er liður í
víðtækari og betri þjónustu við lands-
menn.
Þessi nýja flugleið er enn einn
ávinningurinn af sameiningu okkar.
FLUGFÉLAG tOFTLElDlfí
ílSLAHDS