Tíminn - 18.11.1978, Page 6

Tíminn - 18.11.1978, Page 6
6 Laugardagur 18. nóvember 1978 'Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og .Jón Sigurðsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og- auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. , ' i Kvöldsfmar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö ilausasölu kr. 110.00. Áskriftargjald kr. 2.200 á' mánuði. ^ Blaðaprent h.f. Hættum að slá úr og í Á það hefur margsinnis verið bent að núverandi rikisstjórn var mynduð á elleftu stundu, vegna þess að vitað var að allt myndi fara úr böndum i byrjun septembermánaðar s.l. ef ekkert yrði að- hafst i efnahags- og kjaramálum. Þá var og á það lögð þung áhersla að rikisstjórnin myndi móta sér frambúðarstefnu fyrir lok nóvember, en þá sáu menn aftur fram á holskeflu vegna visitöluákvæða i almennum kjarasamningum. Nú er að þessu komið. Nú er það fyrirsjáanlegt að skrúfan heldur áfram óheillasnúningi sinum og herðir enn að kjörum þjóðarinnar við næstu mánaðamót ef ekki verður gripið i taumana. Það hlýtur að verða mönnum umhugsunar- og áhyggjuefni að við skulum nú aftur standa i svipuðum sporum og á s.l. hausti. Umræðurnar nú minna einnig að ýmsu leyti á þær umræður sem áttu sér stað i ágústmánuði. Vissulega ber að fagna þvi að áhrifamönnum i forystusveit verka- lýðsfélaganna hefur orðið það ljóst, a.m.k. sumum hver jum, að við svo búið má ekki lengur standa. Ef full visitala gengur út i kaupgjaldið um næstu mánaðamót, rúmlega 14% hvorki meira né minna, geta menn hæglega séð fyrir framvinduna fram að næslu eyktamörkum i öfugþróun islenskra efna- hagsmála, en þau verða i upphafi marsmánaðar. Hinir hrollvekjandi helgisiðir visitölukerfisins munu leiknir enn einu sinni, með hækkun búsafurða, nýju fiskverði, ógöngum i gengis- og gjaldeyrismálum, skriðu almennra verðhækkana, óróa á vinnumarkaði og mikilli óánægju og van- trausti almennings. Þetta er rétt að allur almenningur ihugi nú. Það er ekki seinna vænna. Ef skrúfan verður ekki stöðvuð, að einhverju leyti a.m.k., nú fyrir næstu mánaðamót, stöndum við i sömu sporunum sem fyrr. Okkur mun hafa rekið af leið ef eitthvað verður, vegna þess að þær vonir sem vaknað höfðu um róttækar umbætur vinstriflokkanna munu koma til litils. Hér skal engum hrakspám hreyft, en ef þetta verður nú munu fáir festa nokkurn trúnað á það að úr verði bætt fyrir upphaf marsmánaðar. Nú verða menn að hætta að slá úr og i. Það þýðir ekkert að fjölyrða, eins og sumir hyllast þvi miður til, um einhverjar langsóttar hugmyndir um fram- tiðarþjóðfélagið og óskalandið sitt. Hér er um það að ræða að leysa eitthvert mikilvægasta hags- munamál allrar þjóðarinnar, og einkum láglauna- fólksins, nú á næstu tveimur vikum. Það er ein- faldlega ekkert ráðrúm til þess að ástunda heim- spekilegar vangaveltur um veröldina, það sem máli skiptir er nú að breyta ástandinu. Á sama hátt er það ógæfulegt að fara nú að leggja áherslu á sérhagsmuni einstakra atvinnu- stétta eða hagsmunasamtaka. Nú verður að lita á heildarhag um fram allt annað. Nú verða vinstri- flokkarnir að standa saman um róttækar breyt- ingar. Það þarf að bylta þessu alvitlausa visitölu- skrúfukerfi sem liggur eins og herfjötur á þjóðinni. Það eru tæpar tvær vikur til stefnu. JS Erlent yfirlit Carey fékk störf sín Tiðurkennd að lokum Skoðanakannanir spáðu falli hans ÞAU úrslit, sem komu einna mest á óvart i kosningunum i Bandarlkjunum 7. þ.m. var mikill sigur Careys rikisstjóra i New York-rlki. Skoðana- kannanir höfðu gefið til kynna, aö hann myndi ekki ná endur- kosningu, þó að hagur hans hefði heldur batnaö eftir þvi, sem nær dró kosningunum. Niöurstaðan varö sú, aö hann vann öruggan sigur. Þegar Carey var fyrst kosinn rikisstjóri 1974, var meirihluti hans meiri en áöur var dæmi um I rikisstjórakjöri i New York-riki. Þá var fariö aö ræöa um hann sem hugsanlegt for- setaefni demókrata. Þetta breyttist hins vegar fljótlega. Hann þótti ekki sýna samstarfs- mönnum sinum nægilega tillits- semi og sniöganga þá úr hófi fram. Hann kom litiö fram á mannamótum og þótti óalþýö- legur I framgöngu. Þetta átti sinn þátt i þvi, aö vararikis- stjórinn, Mary Anne Krupsak, snerist á móti honum, þvi aö hún taldi hann hafa haldið sér utan viö stjórnkerfiö. Hún bauö sig þvi fram gegn honum i próf- kjörinuhjá demókrötum. Carey bar sigur úr býtum, en prófkjör- iö þótti samt veikja hann. Þaö gaf til kynna, aö hann heföi ekki flokkinn nægilega á bak viö sig og nyti ekki teljandi almanna- hylli. Eftir prófkjöriö breytti hannnokkuö um starfcaöferöir, og þótti þá standa sig betur en áöur. Þaö hjálpaöi einnig til, aö Perry B. Duryea, frambjóöandi repúblikana, tókst ekki aö vinna sér verulegt fylgi meðal kjós- enda. ÞAÐ mun þó sennilega hafa ráöiö mestu, aö menn komust aö raun um, þegar þeir fóru aö i- huga betur störf Careys sem rikisstjóra, aö hann heföi á margan hátt reynzt vel. Út- gjöldin höfbu hækkaö hlutfalls- lega minna hjá honum en fyrir- rennara hans, sem var Nelson Rockefeller. Carey haföi þvi getaö lækkab skatta i stjórnar- tib sinni. Fjármálastjórn hans var ótvirætt traust og heiöarleg. Hann haföi lika átt drjúgan þátt i þvi ab rétta vib fjárhag New York-borgar, sem mátti heita gjaldþrota um þab leyti, sem hann varö rikisstjóri. Hann haföi á þennan og annan hátt reynzt óaöfinnanlegur stjórn- andi, þótt hann heföi ekki aö ööru leyti veriö vib alþýöuskap. Þaö jókeinnig álit hans meöal óháöra kjósenda, aö hann haföi sýnt kjark til aö taka ákvarö- Carey og Anne Ford Uzlelli. anir, sem gátu aflaö honum óvinsælda. Þannig haföi hann tekiö ákveöna afstööu gegn dauöarefsingum og lýst yfir þvi, aö hann myndi neita aö undirrita lög, sem heimiluöu þær aö nýju. Meöal almennings viröist þaö eiga mikinn hljóm- grunn, aö dauöaref singar veröi aftur teknar ilög og geröi Duryea þaö þvi aö einu helzta kosninga- máli sinu. Þaö haföi ekki nein áhrif á Carey, sem kvaö þaö brjóta gegn samvizku sinni aö leyfa dauöarefsingu. Carey hefur einnig tekiö ákveöna afstööu meö fóstureyö- ingum, sem hafa veriö og eru enn mikiö deilumál. Hann hefur beitt sér fyrir þvi, aö efnalitlar konur fengju styrk til fóstureyö- inga. FERILL Careys rikisstjóra sýnir, ab i lifi stjórnmálamanns geta skipzt á skin og skúrir. Eftir kosningasigur hans nú er abstaba hans oröin önnur en áöur. Hann hefur staöiö af sér alla gagnrýni fyrir aö vera ósamvinnuþýður, óalþýölegur og einráöur. Þegar til kom, mat fólk þab meira aö hann haföi reynzt dugandi stjórnandi og látiö þab ganga fyrir öbru. Takist honum ab halda áfram á þeirri braut, getur hæglega komiö til mála ab fariö veröi aö ræöa um hann aö nýju sem for- setaefni eöa varaforsetaefni demókrata. Hugh Leo Carey er fæddur ll. april 1919 I Brooklyn, sonar- sonur irsks innflytjanda. Fabir hans starfaöi viö ollusölu, sem eldri bróöir hans, Edward M. Carey, hefir gert aö einu stærsta einkafyrirtæki i Bandarikj- unum. Talið er aö þaö hafi veitt Hugh Carey rifleg fjárframlög I kosningabaráttu hans. Þegar siöari heimsstyrjöldin hófst, haföi Carey hafiö laganám, en varö aö hætta þvi, þegar hann var kvaddur i herinn. Hann gat sér gott orö sem hermaöur og hlaut bæöi liðsforingjatign og heiöursmerki fyrir framgöngu sina. Eftir styrjöldina lauk Carey laganáminu og gegndi slöan ýmsum lögfræbistörfum, unz hann náöi kosningu til full- trúadeildar Bandarlkjaþings 1960. Hann var endurkosinn fimm sinnum eöa þangab til hann bauö sig fram I rlkis- stjórakosningunum 1974. Hann þótti starfsamur þingmaöur og I hópi frjálslyndari þingmanna. Carey varö fyrir þvi áfalli 1974, rétt eftir aö hann var kos- inn rikisstjóri, ab missa konu slna frá tólf börnum þeirra. Þetta mun hafa oröiö mikiö áfall fyrir Carey, þvi ab hjóna- bandib haföi veriö gott. 1 seinni tiö hefur Anne Ford Uzielli, dóttir Henrys Ford bilakóngs, veriö oft i fylgd meb Carey, en hún skildi vib mann sinn fyrir þremur árum. Þegar Carey þakkabi fulgismönnum stuön- inginn eftir kosningasigur hans nú, stób hún viö hliö hans og gaf Careym.a. tilkynna.aö sá timi gæti veriöbrátt áenda, aö hann væri einsamall. Þ.Þ. Carey kemur á kjörstað með hluta af barnahópnum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.