Tíminn - 12.12.1978, Qupperneq 6

Tíminn - 12.12.1978, Qupperneq 6
6 ÞriOjudagur 12. dc-sember 1978 Wmhm tJtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Eitstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Símí 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftlr kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 125.00. Askriftargjald kr. 2.500.00 á mánuöi. . Blaöaprent C-imitm ERLENT YFIRLIT Herrera er fylgjandi hækkun olíuverðsins A verzlunin i dreifbýlinu að leggjast niður? Þaö virðist nokkurn veginn augljóst að sam- vinnuverzlun mun.brátt leggjast niður i mörgum héruðum landsins, ef ekki verður sinnt kröfum hennar til opinberra aðila um bætta aðstöðu. Einkaverzlanir hafa þegar lagzt niður að mestu i þessum héruðum, þvi að eigendur þeirra hafa talið sig tapa á rekstrinum og vafalltið hefur það verið rétt. Samvinnumenn hafa ekki viljað gefast upp, þótt stöðugt hafi þrengt meira að verzlun þeirra. Þessum staðreyndum var lýst mjög greinilega i ályktun fundarins, sem forustumenn sam- vinnufélaganna héldu fyrir skemmstu hér I borg- inni. Þar var sýnt fram á, að samvinnufélögin væru rekin með vaxandi tapi og geta endálokin þvi ekki orðið nema á eina leið, að óbreyttum að- stæðum. Það er margt, sem veldur þvi, að þannig er komið hjá verzluninni i dreifbýlinu. Verðbólgan er sennilega stærsti þátturinn. Hún hefur gert alla sjóði þeirra verðlitla og eyðir jafnharðan þvi, sem kann að hafa safnazt i þá. Aðflutningar á vörum eru að sjálfsögðu miklu dýrari þar en i þéttbýlinu. Jafnframt þarf að hafa tiltölulega meiri vörubirgðir, og greiða af þvi fé, sem þar er bundið, sihækkandi vexti. Verzlunin nýtur engrar sérstakrar lánafyrirgreiðslu eins og aðrir at- vinnuvegir. Við þetta bætast svo ströng verðlags- höft, sem ekki taka til greina sérstöðu dreifbýlis- verzlunarinnar. Einhverjir kunna að segja, að ekki sé mikill skaði skeður, þótt verzlun leggist niður I dreif- býlinu. íbúarnir þar séu ekki of góðir að sækja verzlun til þéttbýlisstaðanna, þar sem samgöng- ur þangað séu minni erfiðleikum bundnar en áður fyrr. Fyrir 100-200 árum hafi menn komizt af með færri verzlunarstaði og þvi sé ekki hægt að gera það enn. Allar slikar vangaveltur lýsa úreltum hugsunarhætti. Ef menn ætla dreifbýlinu sæmi- lega framtið, er fátt mikilvægara en að þar geti þrifizt verzlun. Ef verzlun þar leggst niður, mun margt fylgja á eftir. Nauðsynlegir þéttbýlis- kjarnar hafa risið upp í kringum verzlun og geta ekki verið án hennar. En hvað er til ráða? Nægir að draga eitthvað úr verðlagshöftum, sem nú hvila á dreifbýlis- verzluninni? Vafalaust yrði það til bóta að ein- hverju leyti. Hins vegar yrði það varla full- nægjandi. Verðlag má ekki vera miklu hærra á þessum stöðum en annars staðar á landinu. Til viðbótar þarf að koma einhver bein aðstoð hins opinbera, eins og gert er i Noregi og viðar, þar sem svipað er ástatt. Sjálfsagt er t.d. að létta söluskatti af þeim flutningskostnaði, sem sér- staklega fylgir dreifbýlisverzluninni. Frekari lækkun söluskatts á dreifbýlisverzlun gæti einnig komið til greina. Sennilega væri það betra ráð en beinir styrkir. Þessar og aðrar leiðir verður að taka til athugunar. Framkvæmdir i þessum efnum þola ekki bið. Það yrði óbætanlegt áfall fyrir dreifbýlið, ef verzlun þar leggst að mestu niður, en viða er ekki annað sjáanlegt, að óbreyttum aðstæðum. Þ.Þ. Fyrrverandl útlagi verður forseti Venezúela HINN þriöja þessa mánaöar fór fram forsetakjör i Venezúela. Orslit þessuröu þau, aö forseta- efai Kristilega flokksins bar sig- ur úr býtum. Margir fréttaskýr- endur spá þvi, aö sigur hans geti oröiö til þess, aö Venezúela beiti sér fyrir þvi innan Samtaka oliuframleiöslurikja, OPEC, aö olluveröiö veröi hækkaö. Þá ályktun draga þeir af yfirlýsing- um hans f kosningabaráttunni. Þetta er hins vegar ekki dregiö af þvi, aö hinn nýi forseti þyki liklegur til aö veröa andstæöur Bandarikjunum eöa Vest- ur-Evrópu, sem kaupa mest af oliunni frá Venezúela. Þvert á móti er hann talinn liklegri til nánari samvinnu viö þessa heimshluta en fyrirrennari hans. En þetta nær ekki til oli- unnar. Hann vill, aö meöan hún endist, veröi hún nýtt sem bezt til aö efla atvinnuvegi og bæta lifskiör i Venezúela. Þess vegna veröi bæöi aö selja hana dýrt og spara hana. Ef þaö bætist svo viö, aö ný stjórn tekur viö af keisara- stjórninni I Iran innan skamms tima, er áreiöanlega vissara aö fara aö búa sig undir meiri veröhækkanir á olfu. VENEZtJELA er um þessar mundir mesta lýöræöisriki Suöur-Ameriku. Annaö var þar uppi á teningnum á árunum 1908-1945, en þá fór lengstum meö völd einn mesti einræöis- seggur og haröstjóri, Juan Vicente Gomez, sem sögur fara af i Suöur-Ameriku. Ariö 1945 var gerö bylting I Venezúela og komst frjálslyndur maöur, Romulo Betancourt, þá til valda. Stjórn hans efndi tÚ for- setakosninga 1947 og var fram- bjóöandi .Framfaraflokksins, sem Betancourt haföi stofnaö, kjörinn forseti. Sjálfur gaf Betancourt ekki kost á sér. Jafhhliöa Framfaraflokknum, sem svipar til sósiaídemókrata I Vestur-Evrópu, kom til sögunn- ar annar flokkur, Kristilegi flokkurinn, sem hefur aö ymsu leyti svipaöa stefnuskrá, og oft er lfkt viö frjálslynda miöflokka I Evrópu. Lýöræöiö stóö ekki lengi i Venezúela aö þessusinni, þvl aö 1948 geröu hershöföingjar bylt- ingu undir forustu Marcos Perez Jimenez hershöföingja, sem brátt tók sér einræöisvald. Honum var svo steypt af stóli 1958 og efnt til frjálsra forseta- kosninga. Betancourt bar þá sigur af hólmi. Aö ráöi hans var þaö ákvæöi sett i stjórnar- skrána, aö forseti er kosinn til fimm ára, en má ekki gefa kost á sér aftur. t næstu forsetakosn- ingum var flokksbroöir Betancourt, Ra’ul Leoni, kjör- inn forseti. 1 forsetakosningun- um 1968 snerist striösgæfan og náöi frambjóöandi Kristilega flokksins, Rafael Caldera, þá kjöri. Þet.ta breyttist aftur 1973, þegar frambjóöandi Framfara- Luis Herrera Campins flokksins, Carlos Andrés Perez, náöi kosningu. Perez forseti hefur á margan hátt veriö athafnasamur stjórn- andi. Hins vegar lofaöi hann býsna miklu fyrir kosningamar og tókst ekki aö standa viö þaö, nema aö takmörkuöu leyti. Veröbólgan, sem hlotizt hefur af oliuveröhækkuninni 1973, reyndist honum lika þung i skauti. Aö vlsu ukust oliutekj- urnar mikiö, en veröbólgan eyddi fljóttstórum hluta þeirra. Perez fékk þvi ekki þaö þakklæti fyrir stjórn sina, sem hann átti skiliö, og eru kosn- ingaúrslitin staöfesting á þvi. Nú, eins og áöur, stóö barátt- an fyrst og fremst milli fram- bjóöenda Framfaraflokksins og Kristilega flokksins, þótt fram- bjóöendur væru alls 10, flestir vinstrisinnaöir. Frambjóöandi Kristilega flokksins fékk 46% greiddra atkvæöa, en frambjóö- andi Framfaraflokksins 43%. Kosningabaráttan var hörö aö vanda og hvers konar auglýs- ingabrellum óspart beitt, enda ameriskir auglýsingamenn fengnir til aö stjórna þeim. Gizkaö hefur veriö á, aö kosn- ingabaráttan hafi kostaö flokk- ana um 100 milljónir dollara samanlagt. LUIS Herrera Campins, sem tekur viö forsetaembættinu I Venezúela 12. marz næstkom- andi, er fæddur 4. mai 1925, kominn af miöstéttarfólki. Hann stúndaöi laganám, þegar Perez Jimenez brauzt til valda og geröist strax eindreginn and- stæöingur hans. Hann haföi áöur tekiö þátt I stofnun Kristilega flokksins. Ariö 1952 gekkst hann fyrir mótmælum stúdenta og var tekinn fastur og haföur ihaldi i fjóra mánuöi. Þá var honum visaö úr landi og var hann I útlegö til 1958, þegar Perez Jimenez var steypt af stóli. Hann dvaldi I Vest- ur-Evrópu þennan tima og haföi náiö samstarf viö kristilegu flokkana þar. A þessum árum læröi hann aö tala reiprennandi itölsku, þýzku, frönsku og ensku. Strax eftir heimkomuna náöi hann kosningu til fulltrúa- deildar þingsins og sat þar til 1973, þegar hann náöi kjöri til öldungadeildarinnar. Ariö 1973 kom mjög til greina, aö hann yröi frambjóöandi Kristilega flokksins i forsetakosningunum, en Caldera forseti var andvigur honum og kom I veg fyrir þaö. ýmsir hvöttu Herrera þá til þess aö kljúfa flokkinn, en hann hafnaöi þvi. Hann var einróma kjörinn frambjóöandi flokksins nú og hlaut auk þess stuöning þriggja smáflokka. t kosningabaráttunni var Herrera frekar spar á loforö, og taldi sig frekar myndi draga úr framkvæmdahraöa en auka hann. Hins vegar myndi hann beita sér fyrir bættum kjörum þeirra, sem verst væru settir. Hann kvaöst vilja nánara samstarf viö Bandarikin og Vestur-Evrópu. Aöur er sagt frá afstööu hans til olíumálanna, en Venezúeia er eitt mesta oliú- framleiösluriki heims. Herrera er ekki mikill ræöumaöur, en naut þess, aö aöalkeppmautur hans var enn lakari. Hins vegar er hann þægilegur og glaövær i kynn- ingu og reyndist honum þaö mikill styrkur I kosningabarátt- unni. Hann er sagöur hafa fjöl- hæfar gáfur og hafa áhuga á bókmenntum oglistum og skrif- aöi áöur allmikiö af blaöagrein- um um þau mál. Hann kvæntist nokkru eftir aö hann kom heim úr útlegöinni og eiga þau hjón fimm börn. Herrera mun beita sér fyrir hækkun oliuverösins.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.