Tíminn - 12.12.1978, Page 7
Þriðjudagur 12. desember 1978
7
Samvinnuhreyf
ing á villigötum
Ég er einn af þeim mönnum
sem haf talið samvinnuhreyf-
inguna vera það afl sem einna
best er falliö til þess að búa
þegnum þessa lands betra llf og
bættan hag sé rétt á málum
haldið. Þetta eru fjöldasamtök
sem allir eiga aö vera jafnir i.
Þau eiga að útvega vörur á sem
hagstæðustum kjörum, sem
dreift er um landið gegnum
kaupfélögin. í þeim á að vera
hægt að sameina fjöldann til
stórátaka á sviði verslunar og
iönaðar og annars atvinnu-
rekstrar eftir þvi sem hentar á
hverjum stað og þörfin kallar,
svo sem reyndar dæmin sanna.
Mér hefur fundist nú slöustu
árin heldur vera að halla undan
fæti f þessum efnum. I einstök-
um bæjum og þorpum er að visu
veruleg starfsemi á vegum
sambandsins og nokkur
myndarleg kaupfélög með um-
fangsmikla starfsemi, en þar
ber að sjálfsögðu Akureyri
hæst.
Selfoss hefur verið kallaöur
sam vinnubær, og rétt er að utan
um tvö samvinnufyrirtæki
byggðisthann lengi vel, en nú er
þróunin orðin sú aö ekki þykir
sérstaklega eftirsóknarvert að
starfa við þessi fyrirtæki. Þau
virðast ekki geta keppt I launum
og aðbúnaði handa starfsfólki
sinu viðaöra, svo sem rikiö og
verktaka, og nú er svo komið
hér á Selfossi, að sá hópur mun
fjölmennastur vera, sem fær
laun sln greidd úr hinum sitóma
rikiskassa, og er Utaf fyrir sig
allt gott um það að segja, þó sú
þróun sé ekki æskileg. Það
vantar meiri framleiöshi sem
skapar verömæti.
Kóngar og hirð
Hér tel ég að Sambandið hafi
brugðist að þvi leyti aö sameina
sunnlenska krafta á Selfossi
eftir aö fólki fór að fjölga veru-
lega hér, — eða forustumenn
okkar eru ekki nógu vakandi að
knýja á þá stóru fyrir sunnan.
Það fjármagn sém hér hefur
myndast hefur allt of mikið
sogast til Reykjavikur i
verslunarhallir sem I eru hinar
fjölbreytilegustu vistarverur og
ekki fátæklega búnar.
Þarna eru hinir og þessir
stjórar og fulltrúar, sem ég
kalla einu nafni kónga. Þessi
kóngahirð stjórnar og rekur
þetta volduga fyrirtæki S.I.S.,
sem sumir eru farnir aö kalla
auöhring og Albert vill láta
rannsaka.
En hvert skyldi nú vera aðal-
vandinn við að fást I daglegri
stjórn Sambandsins? Ég hugsa
það sé flesta daga að útvega
fjármagn, og þá kem ég aö
kjarna málsins: Er ekki hægt aö
nýta þaö fjármagn betur, sem
samvinnumenn hafa yfir að
ráöa? Er kóngaráðuneytiö nógu
vel vakandi i störfum sinum?
Eru þeir ekki oft á tiðum að
hugsa um eitthvað annað en að
gera sitt besta til að greiða fyrir
fólki og bæta reksturinn, gera
hann sem ódýrastan? Þvl miður
óttast ég það.
Þetta eru allt vænstu menn,
snyrtilega klæddir, flestir vel I
holdum og viðræöugóöir þegar
til þeirra næst, en ég skil ekki að
þarna eigi að vera einhver yfir-
stétt sem virðist vera búin að
hreiöra um sig 1 skjóli samtak-
anna. Starfsfólk Sambandsins
og dótturfyrirtækja þess 1
Reykjavik hefur yfirleitt tölu-
verthærrilaun, heldur en fólkið
sem er að vinna sömu störf vitt
ogbreitt um landið. Hvers á þaö
fólk að gjalda?
En það er ekki nóg að launin
séu hærri, heldur er búib að
koma málum svo fyrir, ab þetta
fólk nýtur sérstakra vildarkjara
I viöskiptum, þaö er aö segja
fær mun ódýrari vörur heldur
en almenningi gefst kostur á að
njóta.
Sambandið, sem samkvæmt
minum skilningi á að stuðla að
þvlaöallir séu sem jafnastir, er
búið að opna sérstaka starfs-
mannaverslun i stóra húsinu
sinu við Holtagaröa. Þarna
mega að sjálfsögðu ekki aörir
gera kaup en hirðin kringum
kóngana. Ég hef skoðað þessa
verslun og er hún að öllu leyti
hin snyrtilegasta, og þarna er
mikil verslun og þvi er mér er
Gunnar
Kristmundsson
tjáð. En hún er rekin meö veru-
legum halla, en það gerir ekkert
til. Fólkið þarf ekki að hafa
neinar áhyggjur af þvi: Sam-
bandið og deildir þess borga
brúsann, og auðvitað þá um leiö
samvinnumenn um land aUt.
Ég spyr: Finnst ykkur þetta
hægt? Er þetta i anda vef-
aranna bresku? og hvað ætli
stjórnendur Kaupfélags
Reykjavlkur og nágrennis hafi
um þetta að segja?
Er nú undarlegt þó að manni
læðist sá grunur, að þeir menn
sem þannig starfa ab verslunar-
málum samvinnumanna séu nú
ekki brennandi I andanum við
aö leysa sin verkefni.
Þarna á sér staö svo herfilegt
ranglæti aö varla verður við
unað að minu mati til lengdar.
Sambandið þarf að vera upp-
runa sinum trútt, og fólkiö þarf
að finna að þab hefur hag af þvi
að gera viöskipti sin viö fyrir-
tækisamvinnumanna, það er að
segja það fólk sem á annab borð
telur þetta rekstrarform heRii-
legt. Mér er fullljóst að höfuö-
stöðvar Sambandsins þurfa að
vera i Reykjavik og yfirstjórn,
inn- og útflutningsverslunar-
innar. Þeir menn sem hafa
hlotið trúnað til að gæta hags-
muna fólksins i samvinnufélög-
unum og stjórna þeim hafa oft
lyft grettistökum með stuðningi
fjöldans, en þeir mega aldrei
sofna á verðinum, og verða aö
vera i stöðugu sambandi viö
kaupfélögin úti um landib.
Mér finnst t.d. aö forstjóri
Sambandsins þyrfti að mæta á
sem flestum aðalfundum kaup-
félaganna, ekki til að halda
langa ræðu um ágæti Sam-
bandsins og kaupfélagsins
heldur til að hlusta á hin ýmsu
sjónarmiö sem þar koma fram,
og þannig kynnast viðhorfum
fólksins sem hann á ab vinna
fyrir. —
Þessar hugleiðingar minar
eiga ekki að vitna um það að ég
sé búinn að missa trúna á mátt
samvinnuhreyfingarinnar og
það 'félagsform, sem hún er
byggö upp með, heldur þvert á
móti — og kannski er þaö þjóö-
inni aldrei nauðsynlegra að
hugsa um þetta en á timum rót-
leysis og hvers konar spillingar.
En fo rystumennirnir þurfa að
njóta trausts, vera til fyrir-
myndar með daglegri breytni
sinni. Og það má ekki gleymast
að samvinnufyrirtækin urðu
ekki til handa fáeinum kóngum i
Reykjavik og hirð þeirra, sem I
skjóU valds og áhrifa hafa
skapað sér sérstök forréttindi á
kostnaö erfiðis vinnufólksins i
landinu. Það vakti ekki fyrir
stofnendum sambandsins fýrir
sjötiu og fimm árum.
Friðjón Guðmundsson, Sandi, Aðaldal
Það þarf
að alfriða
rjúpuna
1 dagblaðinu Timanum þann
26. sept. s.l. er stutt viötal við
prófessor Arnþór Garöarsson
fuglafræðing um veiöitima
gæsa, anda og rjúpna, þar sem
fram koma þessar skoðanir:
1. Að samræma beri veibitima
anda, gæsa og rjúpna, sem verði
frá 1. sept. — 23. des. ár hvert. 1
fyrsta lagi vegna þess að
náttúrleg afföll séu veruleg af
rjúpnastofninum að haustinu, á
tlmabilinu 1. sept. — 15. okt., og
i öröu lagi af þvi að gæsaveiði-
menn freistist til ólöglegra
rjúpnaveiða á þvi timabili, eins
og nú háttar, i tengslum við
gæsaveiðar. Það er að segja á
þeim tima, sem má skjóta gæsir
en ekki rjúpur. Þvi sé rétt að
lengja veiðitima rjúpna og hefja
hann fyrr ti þess aö „nýta stofn-
inn betur” og koma i veg fyrir
ólöglegar rjúpnaveiðar.
2. Að við núverandi aðstæður
hafi veiðar engin áhrif á rjúpna-
stofninn og ekkert mæli með
friðun rjúpunnar.
Mér finnst ástæða til að gera
dálitlar athugasemdir við þess-
ar skoðanir prófessorsins,
vegna þess, að það er að jafnaði
tekið mark á umsögnum sér-
fróðra manna, jafnvel þegar
auðsætt viröist að þær séu tóm
vitleysa:
1. Það mun næsta sjaldgæft
að umtaisverð afföll verði á
rjúpuungum i mánuðunum sept.
— okt., frekar munu ungarnir
drepast fyrr á uppvaxtar-
skeiðinu, t.d. ijúlimánuði, ef illa
viðrar þá og hret gerir. Auk
þess eru rjúpuungar ekki búnir
að ná gagnsömum þroska fyrr
en I fyrsta lagi um það bil, sem
núgildandi veiðitimi hefst, enda
mun upphaf hans viö það mið-
aður. Veiði ungviöanna hlýtur
að vera óhagkvæm. Lenging
veiðitimans aftur á bak myndi
þvi siöur en svo stuöla aö „betri
nýtingu stofnsins”, jafnvel þó
hann þyldi aukna sókn.
Gæsaveiðar og rjúpnaveiðar
munu vart eöa ekki samræki-
legar. Gæsir halda sig um
hausttimann mjög svo á rækt-
unarlöndum bænda, en rjúpur
upp til heiða. Það eru þvi liflar
forsendur fyrir þvi að gæsa-
veiðimenn freistist til ólöglegra
rjúpnaveiða á fyrr greindu
timabili vegna tengsla þar á
milli, enda hef ég ekki heyrt
þess getiö.
2. Sú skoðun náttúrufræðinga að
rjúpnaveiðar „við núverandi
aðstæður hafi engin áhrif á
rjúpnastofninn” og alfriöun
rjúpunnar myndi ekkert gagn
gera, og jafnvel sé óhætt aö
lengja veiðitimann er gersam-
lega órökstudd og fráleit kenn-
ing sem ekki fær staöist og
striöir gegn heilbrigðri skyn-
semi.Samkvæmthenniværi t.d.
gagnslaust að beita friöunarað-
gerðum eða draga úr mikilli
sókn I þverrandi fiskstofna
hafsins.
Theódór Gunnlaugsson frá
Bjarmalandi i Oxarfirði og
Björn Haraldsson, Austur-
göröum i Kelduhverfi, skrifuöu I
haust athyglisverðar greinar I
Morgunblaöið, Theódór þann 7.
sept. og Björn þann 26. sept.
Hvort tveggja þarfar hugvekjur
um rjúpnaveiðar og ástand
rjúpnastofnsins og nauösyn á
friðunaraðgerðum. Ég visa til
þessara greina, máli minu til
stuðnings. Báöir gerþekkja þeir
þessi mál af langri reynslu og
geta þvi trútt um talað. Þeir eru
sammála um að alfriðun rjúp-
unnar sé eina leiðin henni til
bjargar. Þetta eru sannarlega
orð I tima töluð og eiga erindi til
margra. Rjúpan hefur ekki
veriö alfriðuð um fjölda ára og
allt bendir til þess að stofninn
þoli ekki þessa látlausu árlegu
sókn, sem sifellt hefur fariö
vaxandi undanfarin ár. Rjúp-
unni heldur áfram að fækka og
ekki er annað sýnt en að svo
muni verða framvegis að
óbreyttu. Sannleikurinn er þvi
sá, aö alfriðun rjúpunnar hefur
dregist of lengi og er orðin
aðkallandi nauösyn. En sem
betur fer held ég aö möpnum sé
smám sáman að veröa þetta
ljóst.
Meö alfriðun er hér aöeins átt
við timabundnar friðunaraö-
gerðir, þ.e. friðun allt áriö á
meðan stofninn er að ná sér, þó
ég sé hinsvegar þeirrar
skoðunar að langtimafriðun
væri ennþá æskilegri, ef hún
yrði framkvæmanleg.
Sá timi $r liðinn, sem betur
fer, að menn þurfi að stunda
rjúpnaveiðar sér til lifsbjargar
eöa til að drýgja tekjur. Þaö var
sök sér I fátæktinni áður fyrr.
En nú hafa allir allt til-alls og
ekki vist kjötskorti til aö dreifa.
Menn hljóta þvi núorðiö að
ástunda rjúpnaveiðar fyrst og
fremst til að þjóna veiöilöngun
sinni, en ekki sér til hagsbóta.
En hversu er sú veiöigleði rétt-
há?
Aöaltilgangur með alfriðun
rjúpunnar yrði að sjálfsögöu sá
að skapa tegundinni skilyrði til
eölilegs vaxtar og viögangs,
fuglaunnendum til ánægjuauka.
En hún myndi hafa fleiri kosti i
för með sér: ótlmabærum og oft
hættulegum feröum veiöimanna
upp um fjöll og heiðar þegar
allra veöra er von myndi linna.
Og landeigendur, sem vilja nota
aðstöbu sina til að halda hlifi-
skildi yfir rjúpunni, þyrftu ekki
ab eiga i útistöðum við ólög-
hlýöna veiðimenn, sem sækja á
að fara með skotvopn i lönd
þeirra án tilskilinna leyfa. Þvi
þó landeigendur auglýsi bann
við fuglaveiðum i löndum
sinum, sem raunar er aðeins
itrekun á landslögum, reynist
oft mjög erfitt að framfylgja þvi
banni.
Hvaöa skoöun sem menn ann-
ars kunna að hafa á þessum
málum, fæ ég ekki með nokkru
móti annab séð, en ab tlma-
bundin friöun uns stofninn hefur
náð sér ætti að koma öllum
aðilum til góba, miðað við
núverandi ástand, veiðimönn-
unum lika. Meö þvi væri siður
en svo gengið á þeirra rétt,
þegar lengra er litið, ef veiði er
leyfð á ný þegar stofninn stækk-
ar, það kæmi þeim til góða sibar
i meiri veiðivon.
Astæður fyrir tregöu Alþingis
til að alfriöa rjúpuna munu að
likindum vera tvær: Andstaða
náttúrufræöinga, sem telja
mönnum trú um að friðun sé
gagnslaus, þvi veiðar hafi engin
áhrif á rjúpnastofninn, og
andstaða veiðimanna, sem
munu telja að með friðun sé
gengið á þeirra rétt.
Ég tel mig nú hafa fært fram
nokkur rök gegn þessum
skoðunum. Og ég held að þessir
aöilar ættu að endurskoða sina
afstöðu á raunhæafan hátt.
Ég tel að lágmarkskröfur til
úrbóta varöandi rjúpnaveiðar
verði að vera þessar:
1. Aö stjórnvöld sjái fyrir þvi
með friöunaraögeröum aö
rjúpnastofninum veröi ekki
misboöiö meö ofveiöi.
2. Aö veiðimennirnir afli sér
tilskilinna leyfa hjá réttum
aöilum til veiöanna og virði
þannig landslög og þar meö
ótviræöan umráöarétt eigenda
yfir löndum sinum, hvort sem
þeir vilja halda hlifiskildi yfir
rjúpunni eöa ekki. Meðferð
skotvopna og hvers konar
veiðar I annarra manna
löndum, aörar en meindýra-
veiöar, eru óheimilar án sér-
staks leyfis. Að brjóta það bann
er engum til sóma og spillir
sambúö.
3. Og siöast en ekki sist verða
vciöimenn aö kunna sitt verk og
framkvæma þaö á eins öruggan
og mannúðlegan hátt og frekast
er kostur.Sé þessum lágmarks-
kröfum fullnægt er stefnt I rétta
átt.
Þaö er svo von min og trú aö
alþingismenn okkar sýni máli
þessu skilning og alfriöi rjúpuna
þegar á þessu þingi. Sú friðun
þyrfti að gilda a.m.k. uns stofn-
inn hefur náð sér eftir þá illu
meðferð er hann hefur sætt
undanfarin ár.