Tíminn - 12.12.1978, Page 14
14
Þriftjudagur 12. desember 1978
Valsmenn máttu
sín lítils gegn
rúmensku risunum
— Dynamo Bukarest vann
auðveldan 25:19 sigur á Val
Valsmenn höfðu ekki
erindi sem erfiði er þeir
mættu rtímensku snill-
ingunum Dynamo Buka-
rest á iaugardaginn i
Evrópukeppni
meistaraliða. Þrátt fyrir
skemmtileg tilþrif Vals-
manna oft á tiðum
Bjarni Guðmundsson reyndist
Rúmenunum skeinuliættur I
leiknum.
vantaði mikið upp á að
þeir gætu staðist hinum
stóru og skotförstu
Rúmenúm snúning og
Valsmenn máttu þola
tap —19:25 eftir að stað-
an hafði verið 11:8 fyrir
Dynamo.
Leikurinn byrjaöi frekar ró-
lega, voru bæöi liöin aö þreifa
fyrir sér og virtust RUmenarnir
frekarhikandi i aögeröum sinum.
Þeir misstu boltann i fyrstu sókn
sinni og i sinni fyrstu sókn fengu
Valsmenn vltakast. Þorbirni
Guömundssyni var faliö aö koma
þvi rétta boöleiö, en ekki fór
mikiö fyrir þvl þar sem Penu
Comel I markinu varöi fyrir-
hafnarlitiö.
Fljótlega komþó aöþvi aö leik-
menn Dynamo sýndu klærnar og
var þá ekkert veriö aö spara til-
þrifin. Eftir 5 min. leik höföu leik-
menn Dynamo náö 2:0 forystu og
hún var ekki látin af hendi þaö
sem eftir liföi leiktimans. Stein-
dór Gunnarsson skoraöi fyrsta
mark Valsmanna og Dynamo
svaraöi jafnharöan fyrir sig, en
dómurunum, sem voru danskir og
dæmdu aö ööru leyti mjög vel,
uröu dálitiö undarleg mistök á
þegar Dynamo skoraöi 4. mark
sitt. Einn leikmanna stökk inn i
teiginn en Óli Ben. varöi skot
hans meö tilþrifum. Boltinn barst
af höndum ólafs til leikmannsins,
sem lá endilangur inni i teignum
og af fæti hans hrökk boltinn i
markiö. Bæöi var þetta ilna svo
og fótur ef Ut i þaö er fariö en
dómurunum fannst ekki ástæöa
til aö dæma á þetta og hlutu þeir
óspart bauláhorfendaaö launum.
Valsmönnum tókst aö minnka
muninn í4:5, I næstu sókn RUmen-
annaskoruöu þeir mikiö heppnis-
mark — skutu i stöng og boltinn
í hrökk iölaBén. og I markiö. Ekki
ber þó s_vo_aö skilja aö einhver
heppnisblær hafi veriö yfir sigri
Dynamo..fjarri því. Leikmenn
lyftu sér gjarnan upp langt fyrir
utan punktah'nu og sendu siöan
boltann méö ógurlegum þrumu-
skotum f markiö — venjulega upp
undir slá eöa 1 markvinklana, og
áttumarkveröir Vals, þeir Ólafur
Benediktsson og Brynjar Kvara,
takmörkuö svör viö þessum skot-
um.
Rúmenarnir sigu svo framúr aö
nýju og komust f 8:4. A þessum
tima fundu Valsmenn enga glufu I
vörn Dynamo og var dæmd á þá
leiktöf. Valsmenn gáfust þó ekki
upp og tókst aö minnka muninn
8:9 en Dynamo skoraöi tvö siö-
ustu mörkin i hálfleiknum og
leiddu, 11:8 i leikhléi. Allan fyrri
hálfleikinn haföi veriö litil ógnun i
leik Valsmanna og þau skot sem
komu á markiö utan af velli voru
sárafá — flest markanna komuaf
hnu eöa eftir gegnumbrot.
Sami munurinn hélst fyrst i
seinni hálfleik og haföi Dynamo
yfir, 14:11, og haföi þá Cornel
variö annaö viti frá Þorbirni.
Valsmenn reyndu nú aö keyra
upp hraöann, og um leiö og
geröu þaö, tókst þeim aö opna
vörnina, en greinilegt var aö
Valsmenn virtust hreinlega ekki
hafa kraft i aö spila á fullu gegn
þessum tröllum enda þarf ekkert
smáræöi til. Ógnunin hvarf þvi
fljótt aftur úr leik þeirra og allt
fór 1 sama fariö og áöur.
Dynamo náöi 19:13 forystu um
miöjan seinni hálfleikinn, og
þfessi sex marka munur hélst
átakalitiö út leiktimann. Tvisvar
á tiltölulega skömmum tíma i
seinni hálfleiknum var dæmd
leiktöf á Valsmenn og undir-
strikaöi þaö enn frekar hversu
sterk vörn Rúmenanna var.
Þegar 10 min. voru til leiksloka
var staöan oröin 21:14 fyrir
Dynamo, en lokakaflann losnaöi
um leikmenn og hvort hö skoraöi
fimm mörk á slöustu 10 minút-
unum. Undir lokin virtist gæta
vonleysis hjá Valsmönnum og var
e.t.v. ekki aö undra. Þaö sem
fyrst og fremst geröi Vals-
mönnum kleift aö skora I lokin
var þaö aö Cornel hvildi sig i
markinu siöustu 10 min. leiksins
og varamakvöröurinn var mun
meira i likingu viö þaö sem viö
m■> .
,
Steindór Gunnarsson átti stórleik gegn Dynamo.
eigum aö venjast. Cornel varöi
ahs 18skotátæpum50 min.enóli
Ben varöi aöeins 2 skot þann
tlma, sem hann var inni á.
Brynjar varöi 6 skot og stóö sig
mun betur, enda virtist Oli ekki
vera upplagöur. Þaö viröist þvi
aöeins ætla aö veröa dýrt forms-
atriöi fyrir Valsmenn aö fara til
Rúmeniu og leika þar á fimmtu-
dag.Fastlega má búast viö þvi aö
Valsmenn fái stóran skell tí eitt-
hvaö er aö marka frammistööu
Dynamo á laugardag.
Langbestur Valsmanna var
Steindór Gunnarsson og var hann
mjög virkur á linunni, auk þess
sem hann geröi fjögur gullfalleg
mörk I leiknum. Þá voru þeir
Bjarni Guömundsson og Þorbjörn
Guömundsson einnig mjög góöir
og skoraöi Þorbjörn 7 mörk i
leiknum. Þessir þrir skáru sig
nokkuö úr og virtist svo sem aö
aörir leikmenn næöu sér ekki á
strik. Jón Pétur var hreint og
beint slakur og Jón Karlsson
getur miklu betur. Gish Arnar
stóö sig ágætlega þann tima sem
hann var inni á, en Stefán
Gunnarsson olli vonbrigöum.
Markvarslan geröi e.t.v. útslagiö
I leiknum en hvernig eiga mark-
veröir aö verja þegar vörnin
hreyfir sig ekki á móti slikum
stórskyttum, sem leikmenn
Dynamo eru? Meö góöum leik
heföu Valsmenn getaö haldiö
leiknum i járnum og jafnvel náö
jafntefli, en þetta var einfaldlega
ekki þeirra dagur.
Mörk Vals: Þorbjörn G 7 (2 viti),
Steindór 4, Bjarni og Jón P. 3
hvor, Jón Karlsson 2.
—SSv—
Mynd: Stefán Jónsson vann leikinn fyrir Hauka meö snilldartilþrifum f
seinni hálfleiknum.
Stefán „tættí” Fylki
ciirtrlnr — °S Haukarnir
öUUUUI unnu 23:19
— Ég er mjög ánægöur meö aö
viö skyldum sigra i þessum leik,
sagöi Þorgeir Haraldsson þjálfari
Hauka eftir ieikinn gegn Fylki. —
Viö höfurn átt viö þetta sama
vandamál aö glima, þ.e. leik-
menn veröa kærulausir eftir aö
hafa náö góöri forystu og viö
missum ieikinn niöur í vitleysu. —
Nú var liins vegar munurinn, aö
þrátt fyrir aö Fylkir næöi forystu
gáfust strákarnir ekki upp og viö
sigum framúr og sigruöum
nokkuö örugglega. —Þetta er
mjög mikilvægt fyrir okkur þvi
þaö liefur gerst, aö viö liöfum
misst forystuna og þá hafa leik-
menn hreinlega brotnaö niöur, en
nú viröist þetta sem betur fer
vera á batavegi og nú tökum viö
bara sefnuna upp á viö.
Viöureign Fylkis og Hauka var
svo sannarlega stófuröuleg en
bráöskemmtileg engu aö siöur.
Oft hafa sést hressilegar sveiflur I
leikjum en á sunnudag keyröi um
þverbak. Fylkir náöi forystu, 1:0,
á 4. minútu en siöan datt allur
botn úr leik þeirra og Haukar
gengu á lagiö og sölluöu mörkum
á Fylkismenn sem vissu hrein-
lega ekki hvaöan á þá stóö veöriö.
Aöur envaröivar staöan orðin 7:1
fyrir Hauka og voru þá 16 min.
liðnar af leiktimanum.
Meö slikt forskot ætti gott liö aö
hafa unninn leik i höndum, en
Haukunum tókst aö missa þetta
aht úr höndum sér á næstu 12
min. Þeir héldu enn sama mun —
10:3 þegar sex min. liföu af fyrri
hálfleik, en þá hrundi leikur
þeirra, rétt eins og hjá Fylki í
upphafi leiksins. A þessum sex
minútum skoraöi Fylkir 6 mörk
gegn 2 og staöan var 12:9 fyrir
Hauka I leikhléi.
Fylkismenn komu til leiks
grimmir sem ljón eftir hléiö og á
fyrstu sex minútum hálfleiksins
skoruðu þeir 5 mörk án þess aö
Haukunum tækist aö svara fyrir
sig, og staöan breyttist úr 9:12 i
14:12. A aöeins 12min. kafla höföu
leikmenn Fylkis skoraö 11 mörk
gegn tveimur frá Haukunum.
Þegar 15 min. voru til leiksloka
leiddi Fylkir enn — 16:14 og bros
færöist yfir varir Péturs Bjarna-
sonar þjálfara I fyrsta sinn i
leiknum, en þaö átti ekki eftir aö
veröa langlift.
Stefán nokkur „tætari” Jónsson
tók sig nú tii og skoraöi þrjú
mörk á tveimur minútum og kom
Haukum yfir 17:16, og viö þaö
losnaði um spennuna, sem haföi
greinilega hrjáö Haukana. Þeir
komust I 21:17 meö tveimur
mörkum frá Arna Sverrissyni og
tveimur frá Stefáni og haföi Ste-
fán þá gert 5 mörk á 10 min. kafla
og i raun unniö leikinn fyrir
Hauka. A meöan á þessu stóö
brenndu Fylkismenn af hverju
skotinu á fætur ööru og auöveld-
uöu Haukunum erfiöi mikiö.Loka-
tölur uröu 23:19 fyrir Haukana.
Þessi tvö liö eru hreint stór-
furöuleg, á köflum. Eina stundina
gengur allt upp — þá næstu ekk-
ert. Þaö hlýtur aö vera höfuö-
verkefnifyrirPétur Bjarnasonaö
ráöa bót á þessum herfilegu upp-
hafeköflum Fylkis i leikjum.
Haukarnir eru ekki ósvipaðir
Fylki með þaö aö eiga góöa
spretti og detta siöan alveg niöur
á lægsta plan — munurinn liggur I
mannskapnum. Haukarnir hafa
sennilega besta liö landsins á
pappirnum, en þaö er ekki nóg. 1
leiknum ásunnudag var þaö leik-
reynslan I gervi Stefáns Jónsson-
ar sem vann leikinn fyrir Hauka.
Meö örlitiö meiri yfirvegun og ef
leikmenn láta ekki kæruleysiö
grlpa sig er nokkuö öruggt, aö
Haukarnir eiga eftir aö fljúga hátt
i vetur.
Framhald á bls. 23.