Tíminn - 28.12.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.12.1978, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 28. desember 1978. r Erlent yfirlit titgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þóararinsson og Jón Sigurósson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 125.00. Áskriftargjald kr. 2.500.00 á mánuöi. Biaöaprent V________________________________________> Meginstefna fjárlaganna 1 ræðu, sem Tómas Arnason fjármálaráðherra flutti við 3. umræðu um fjárlagafrumvarpið, rifjaði hann upp það ástand i efnahagsmálum, sem var hér, þegar rikisstjórnin kom til valda. Nauð- synlegt var að gripa til skjótra ráðstafana til að koma i veg fyrir stöðvun atvinnuveganna og fá jafnframt svigrúm til að undirbúa nýja efnahags- stefnu til lengri tima. Fyrstu aðgerðirnar fólust að verulegu leyti i þvi að auka niðurgreiðslur og að lækka óbeina skatta á nauðsynjum. Þannig var hluta af verðbólguvandanum breytt i fjármála- vanda hjá rikinu. Það er ekki sizt þessi vandi, sem hefur gert afgreiðslu fjárlaganna erfiða, þar sem stefnt hefur verið að þvi, að rikisreksturinn yrði hallalaus á næsta ári og jafnframt greidd sú skuld, sem varð til vegna framangreindra ráðstafana á siðastl. hausti. Fjármálaráðherra rakti siðan höfuðeinkenni þeirrar stefnu, sem var fylgt við afgreiðslu fjár- laganna: ,,í fyrsta lagi að tekjuafgangur fjárlaganna verður um 6.654,230 m. kr. eða 3,3% af rikisút- gjöldum. Auk þess hefir rikisstjórnin heimild til að skera rikisútgjöldin niður um 1 milljarð króna. í öðru lagi á þessi afgreiðsla að tryggja halla- lausan rekstur rikissjóðs á fyrstu 16 mánuðum stjórnartima rikisstjórnarinnar, sem var það markmið, sem sett var i upphafi stjórnartimabils- ins. Greiðsluafgangurinn á næsta ári gengur til þess að greiða upp þá skuld, sem stofnað var til með fyrstu efnahagsaðgerðum rikisstjórnarinnar i haust. 1 þriðja lagi er varið miklum fjárhæðum eða um 19 milljörðum króna til að greiða niður verðlag á landbúnaðarvörum. Sú ákvörðun að fella niður söluskatt af matvörum rýrir tekjur rikissjóðs um 5,0 milljarða króna. Það verður þvi varið samtals 24,4 milljörðum kr. á næsta ári til þess beinlinis að greiða niður verð á brýnustu nauðsynjavörum. Það eru takmörk fyrir þvi hve langt skal ganga i niðurgreiðslum, þar sem þær skapa gifurlegt tekjuöflunarvandamál. Þau mál þarf að skoða betur i samhengi við breytta og nýja stefnu i efna- hagsmálum. 1 fjórða lagi verður mikilla tekna aflað með beinum sköttum, einkum á tekjuháa aðila i þjóðfé- laginu. Þetta er öðrum þræði gert beinlinis vegna þess að beinu skattarnir ganga ekki inn i visitölu- grundvöllinn, eins og kerfið er, og skrúfa þvi ekki sjálfkrafa upp kaupgjald og verðlag. Með aukinni skattheimtu er og dregið úr eftirspurn og þenslu i efnahagslifinu. 1 fimmta lagi er dregið úr opinberum fram- kvæmdum samkvæmt fjárlögum, sem nemur um 12% að magni til á A-hluta, og dregið úr framlög- um rikisins til fjárfestingar i atvinnulifinu. Þetta er gert til að draga úr spennunni i efnahagsmálum og til að minnka verðbólguna. Þá verður um að ræða verulegan samdrátt i rekstrarútgjöldum rikisins. Hert verður aðhaid að þvi er varðar nýjar stöður i kerfinu og dregið úr kostnaði eins og framast er unnt”. Fjármálaráðherra sagði að lokum: ,,Það er ekki vandalaust verk að vinna að fjár- lagagerð við núverandi aðstæður i efnahagsmál- um. Það er alltof mikil hreyfing og óvissa um framtiðina. Eigi að siður hefur tekizt samvinna um afgreiðslu sem ég er eftir atvikum ánægður með”. Þ.Þ. Ecu getur gerbreytt fjármálum Evrópu Dollarinn verður áhrifaminni eftir en áður UM áramótiná að koma til sögu nýr Evrópugjaldeyrir sem hef- ur hlotið nafnið Ecu, en það er skammstöfun á orðunum European Currency Unit. Þessi gjaldeyrir verður ekki til sölu manna á meðal, heldur er hann eins konar meðaltalsgengi gjaldmiðla þeirra niu rikja, sem mynda Efnahagsbandalag Evrópu, og gengi þeirra veröur siðan miðað við. Þetta meöaltal er fundið dt þannig, að þýzka markið vegur 33%, franski frankinn 19,9%, brezka ster- lingspundið 13,1%, hollenzka gyllinið 10,5%, Italska liran 9,8%, belgiskifrankinn 9,2%, en afgangurinn skiptist milli gjald- miðla Danmerkur, Irlands og Luxemborgar. Fráþvlmeöal- gengi, sem þannig er reiknað ilt, má gjaldeyrir einstakra þátt- tökurikja ekki vlkja meira en 2,25% Þó hafa ítalir fengiö leyfi til þess fyrst um sinn aö vlkja frá þvi um 6%. Svipað leyfi munu Irar hafa fengið. Stofnað- ur hefur verið sérstakur gjald- eyrisvarasjóður, sem nemur 32 milljöröum dollara, og er það verkefni hans aö styrkja gjald- miðil þeirra rikja, sem eiga erf- itt meö að framfylgja framan- greindum reglum. Meö þessum nýja gjaldmiðli hyggst Efnahagsbandalagiö koma á samræmdum og stöðug- um gjaldmiðlum i þátttökurlkj- um sinum og gera þá sem óháð- asta bandaríska dollarnum. Upphaflega var rætt um aö koma á einum sameiginlegum gjaldmiðli fyrir öll rikin, sem leysti gjaldmiöla hinna einstöku rikja af hólmi. Þegar til kom, þótti ekki fært aö ganga svo langt að sinni. Með framan- greindu fyrirkomulagi er hins vegar stigið verulegt spor I þá átt. ÞAÐ MUN hafa veriö Helmut Schmidt, kanslari Vest- ur-Þýskalands, sem fyrst beitti sér fyrir þessari hugmynd að ráði I andstöðu við ýmsa áhrifa- mikla bankamenn. Hugmyndin fékk fljótt stuðning Giscard Frakklandsforseta, en hann varð að fara sér hægara en Schmidt, þvl að Chirac, leiötogi Gaullista, beitti sér gegn henni, þar sem hún samrýmdist ekki efnahagslegu sjálfstæði Frakka og gerði þá of háða Efnahags- bandalaginu. Callaghan, for- sætisráðherra Breta, var henni einnig hlynntur, enda þótt hann skærist úr leik, þegar lokaá- kvöröunin var tekin um stofnun umræddrar myntar I' byrjun þessa mánaöar. Astæðurnar til þess voru pólitiskir erfiðleikar heima fyrir og óánægja meö Cailaghan og Andreotti reglurnar um landbúnaðar- styrki þá, sem Efnahagsbanda- lagið veitir, en þær eru óhag- stæðar Bretum. Bretar vilja þvl fá þeim breytt. Þótt Bretar séu þannig ekki með frá upphafi, á- kvað Callaghan að halda öllum dyrum opnum. Sterlingspundiö verður inni I meðaltalsgenginu, eins og að framan getur og Bretar munu reyna að fylgja þvl þótt þeir gefi ekki skuldbindandi fyrirheit um það. Llklegt þykir að Bretar gerist fullgildur aðili fljótlega eftir þingkosningarnar sem eiga aö fara fram á næsta ári. A áðumefndum fundi, sem haldinn var I byrjun þessa mán- aöar, ákváðu ítalir og Irar að skerast einnig úr leik, þvl að þeir töldu sig ekki geta verið með, nema þeim yrði veitt til- tekin fyrirgreiðsla. Giscard neitaði fyrir Frakka hönd að fallast á hana og mun þar hafa ráðið ótti við Chirac. Schmidt mun þá hafa snúið sér aö þvl bak við tjöldin, að Itölum og Imm yrði gefiö fyrirheit um þær fyrirgreiðslur, sem þeir fóru fram á. Það réöi svo úrslitum hjá Itölum, að einn smáflokk- anna, sem styðja minnihluta- stjórn Andreottis, Lýðveldis- flokkurinn, sem er undir forustu Ugo La Malfa, neitaði að styðja stjórnina, nema Italla geröist aðili að Ecu. Annar smáflokkur sóslaldemókratar, fylgdi svo I kjöífarið. Jafnframt lýsti Sósíalistaflokkurinn yfir þvl að hann myndi sitja hjá við at- kvæðagreiðslu um mál þetta I þinginu. Eftir voruþá kommún- istar einir I harðri andstööu, en stjórnarflokkurinn, kristilegir demókratar, var yfirleitt fylgj- andi aðildinni. Andreotti ákvað eftir að þetta allt lá fyrir, að beita sér fyrir aðildinni að Ecu, og fékk það samþykkt I þinginu. Þrátt fyrir þetta munu kommúnistar halda áfram að veita stjórn hans óbeinan stuðn- ing. Eftir að Italir höfðu tekið þessa afstöðu, fylgdu Irar beint á eftir. Það eru þvi átta rfki Efnahagsbandalagsins eða öli, nema Bretland sem taka strax beinan þátt I þessu gjaldeyris- samstarfi, en Bretar eru með að nokkru leyti, eins og áður segir. TILKOMA þessa nýja gjaldmið- ils þykir likleg til aö treysta mjög samstarf á vegum Efna- hagsbandalags Evrópu og stuðla að þvl að þátttökuriki þess verði i vaxandi mæli ein efnahagsleg heild I framtlðinni. Enn stærra spor til að treysta þetta samstarf verður þó stigið á næsta ári, þegar kosið verður samtimis beinum kosningum til þings þess i öllum þátttöku- ríkjunum. Efnahagsbandalagið er þannig óðum að festast I sessi og getur sU þróun átt eftir að valda miklum breytingum I Evrópu, og eru ekki allir sam- mála um, hversu heppilegar all- ar afleiðingarnar kunna að vera. Hitt greinir menn þó vart um, að aukin samvinna þessara rlkja var nauðsyn. Þ.Þ. Giscard og Schmidt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.