Tíminn - 31.12.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.12.1978, Blaðsíða 13
12 Sunnudagur 31. desember 1978. Sunnudagur 31. desember 1978. 13 Enn eru komin áramót. Vegferð ársins 1978 er að Ijúka. Síðasti dagur þess er runninn upp og er brátt á enda. Þá er það kvatt: gengið úr hlaði: horfið á braut og kemur aldrei aftur. Dyrunum að baki þess er læst. Það er liðin tíð og heyrir sögunni til. Atburðarás þess verður eftir það í engu breytt. En minningin um það vakir. En um leiðog gamla áriðer kvatter nýju ári heilsað. Dyr standa opnar og inn um þær gengur gestur — árið 1979. Enginn veit hvaða boðskap sá gestur hefur að flytja. En allt um þaðer honum fagnað og hann boðinn velkom- inn. Og hann gerir sig brátt heimakominn. Nýja árið verður ekki lengi gestur. Áður en varir er það orðið árið sem er að líða. Tíminn stendur ekki eitt andartak í sömu sporum. Það stöðvar enginn tímans þunga straum. Það er staðreynd sem enginn ætti að gleyma. Við áramót staldra menn gjarna við og líta yfir farinn veg: reyna að átta sig á atburða - rásinni/orsökum og afleiðingum: hvers vegna þessi leið var valin en ekki einhver önnur: hvort eitthvað hefði mátt betur fara: hvort hér eða þar hafi ekki verið stigin víxlspor og þá hvers vegna. Þannig mætti lengi telja. En engu verður um þokað. Það sem gert hefur verið verður aldrei sem ógert. Jafnframt skyggnast menn fram á veginn: reyna að gera sér grein fyrir hinu ókomna: spá í það sem letrað verður á hið óskrifaða blað: átta sig á því hvernig við skuli bregðast, einsetja sér að gera eigi aftur sömu mistökin og áður, o.s.frv. o.s.frv. Já, áramótin eru tími góðra áforma og hollra heitstrenginga. Það er stundum sagt, að sagan endurtaki sig. Það er rangt. Sagan endurtekur sig aldrei nákvæmlega. Framvindan verður aldrei aftur nákvæmlega sú sama og áður. Samt má finna margar hliðstæður og af reynslunni geta menn lært og eiga að læra. Þess vegna er e.t.v. ekki alveg gagnslaust að stjórnmálamenn rif ji upp stjórnmálaviðburði liðins árs: reyni að brjóta þá til mergjar: draga af þeim ályktanir: reyna að vísa til vegar um ókunna stigu eftir því sem þeir hafa getu eða köllun til. Sé litiö yfir viöburöi liöins árs af pólitiskum sjónarhóli, einkennist áriö ööru fremur af miklum pólitiskum sviptingum. Þaö má trúlega kalla þaö ár hinna miklu póli- tisku umskipta. Sumir vildu kannski heldur nefna það ár hinna pólitfsku umskiptinga. Tvennar kosningar — sveitarstjórnarkosningar og Al- þingiskosningar — settu svip sinn á áriö. 1 báöum þessum kosningum lá strlöur straumur til fyrr- verandi stjórnarandstööuflokka, Alþýöubandalags og Al- þýöuflokks, og þó mun meir i Alþingiskosningunum. 1 sveitarstjórnarkosningunum voru stærstu tlöindin þau, aö Sjálfstæöismenn misstu meirihluta sinn I borgarstjórn Reykjavlkur, en borgin haföi veriö á þeirra valdi svo lengi, sem elstu menn muna. Sllkt gæti reynst örlagaat- buröur I Islenskum stjórnmálum, ef sigurvegararnir kunna fótum sinum forráö. Úr því sker reynslan. 1 Alþingiskosningunum uröu enn meiri straumhvörf. Stjórnarandstæöingar unnu stóran sigur. Stjórnar- flokkarnir töpuöu. Sigur Alþýöuflokksins varö sérstaklega mikill og athyglisveröur. Sá sigur .er mér og mörgum öörum óskiljanlegur. Meö hverjum hætti var hann unn- inn? Voru ekki starfsaöferöirnar byggöar á hinni gömlu reglu, aö tilgangurinn helgi meöulin? Ég ætla ekki aö þessu sinni aö fara nánar út I þá sálma. En þó vil ég segja þaö aö sigur er stundum keyptur of dýru veröi. Framsóknarflokkurinn galt mikið afhroö. Yfir þaö skal engin fjööur dregin. Úrslitin komu okkur á óvart. Viö töld- um okkur geta státaö af ýmsum góöum verkum, sem fyrr- verandi rlkisstjórn beitti sér fyrir eöa átti sinn þátt I, svo sem landhelgisútfærslu.byggöamálum, atvinnuöryggi og nokkrum bata i efnahagsmálum, þótt þar væri vissulega ekki náö settu marki. En þaö var ekki litiö á þessi verk. Þau voru gleymd eöa talin úr sögunni svo aö ekki þyrfti um þau lengur aö hugsa. En einu gildir, þó að viö sjálfir telj- um niöurstööuna ranga og óveröskuldaöa. Þaö tjóar ekki aö deila viö dómarann — I þessu falli kjósendur. Viö verðum aö horfast I augu viö staöreyndir — ósigurinn. Sjálfsagt má finna ýmsar skýringar á tapi flokksins ef aöstæöur allar eru brotnar til mergjar. En allt um þaö megum viö umfram allt ekki loka augunum fyrir sjálfra okkar sök — sjálfra okkar veikleika og andvaraleysi. Fyrir okkur er ekkert aö gera annaö en taka ósigrinum af þeim manndómi, sem aldrei gefst upp, sem aldrei flýr af hólmi og ekki biöst griöa. Aöeins eitt dugir og þaö er aö gera betur næst. Viö þurfum aö taka starfsháttu okkar, stefnu og skipulag til endurskoöunar. Þaö erum viö aö gera. Viö munum sækja fram af kappi, en meö forsjá. Þá veröur undanhaldi snúiö I sókn. Viö skulum láta verkin tala.en viö skulum llka tala sjálf- ir. Þaö eru þau nútímalegu vinnubrögö, sem tlmarnir krefjast, þótt ekki séu þau öllum aö skapi. Eftir kosningaúrslitin sagöi rlkisstjórnin af sér, svo sem reyndar haföi þegar fyrir kosningar verló lýst yfir, hver svo sem niðurstaöa kosninganna yröi. Slöan hófust stjórnarmyndunartilraunir. Stóöu þær lengi. Reyndu allir flokkar aö mynda stjórn. Loks var svo núverandi stjórn mynduö á elleftu stundu undir forystu Framsóknarflokks- ins. Er af þessu öllu mikil saga, en flestum I fersku minni og hiröi ég eigi um aö rekja hana hér. Núverandi rlkisstjórn hefur sett sér stefnuskrá. Sú stefna hefur verið birt og kynnt öllum landsmönnum. Ég geröi grein fyrir henni i stefnuræöu á Alþingi 19. október s.l. Þar sagöi ég m.a.: „Rikisstjórnin telur þaö höfuöverkefni sitt á næstunni aö ráöa fram úr þeim mikla vanda sem viö blasir I at- vinnu- og efnahagsmálum þjóöarinnar. Hún mun þvl ein- beita sér aö þvl aö koma efnahagsmálum á traustan grundvöll og tryggja efnahagslegt sjálfstæöi þjóöarinnar, rekstrargrundvöll atvinnuveganna, fulla atvinnu og treysta kaupmátt launa. Rikisstjórnin mun leggja áherslu á aö draga markvisst úr veröbólgunni meö þvl aö lækka verölag og tilkostnaö og draga úr vlxlhækkunum verðlags og launa og halda heildarumsvifum I þjóöarbúskapnum innan hæfilegra marka. Hún mun leitast viö aö koma I veg fyrir auösöfnun I skjóli veröbólgu. Rikisstjórnin mun jafnframt vinna aö hagræöingu I rikisrekstri og á sviöi atvinnuveganna, meö sparnaöi og hagkvæmri ráöstöfun fjármagns. Rlkisstjórnin mun vinna aö félagslegum umbótum. Hún mun leitast viö aö jafna lifskjör, auka félagslegt réttlæti og uppræta spillingu.misrétti og forréttindi. Hér eru meginatriöi stjórnarsamstarfsins dregin saman i hnotskurn. Siöan er svo gerö grein fyrir þvi.hvernig ætlunin er ab ná þessum markmiöum, og er þá fyrst vikið aö sjálfri forsendu stjórnarsamstarfsins, þ.e. samstarfinu viö aöila vinnumarkaðarins. Segir um þaö svo: Rlkisstjórnin leggur áherslu á aö komið veröi á traustu samstarfi fulltrúa launþega, atvinnurekenda og rikis- valdsins sem miöi m.a. aö þvi að treysta kaupmátt launa- tekna.jafna lífskjör og tryggja vinnufriö. Unniö veröi aö gerö þjóöhags- og framkvæmdaáætlun- ar, sem marki m.a. stefnu I atvinnuþróun, fjárfestingu, tekjuskiptingu og kjaramálum. Jafnframt veröi mörkuö stefna um hjöðnun verðbólgu I áföngum og ráöstafanir ákveönar sem nauðsynlegar eru I þvl skyni,m.a. endur- skoöun á vlsitölukerfinu, aðgeröir I skattamálum og ný stefna i fjárfestingar- og lánamálum.” Aö sjálfsögöu hafa rlkisstjórnir áöur haft þaö á stefnu- skrá sinni aö leita eftir samstarfi viö aöila vinnu- markaöarins og hafa við þá samráö. Samt held ég aö segja megi aö hér sé fariö inn á nýja braut. 1 fyrsta lagi er lagður meiri þungi á þetta atriði en nokkru sinni fyrr, þar sem þaö er beinlinis gert aö for- sendu stjórnarsamstarfsins. 1 annan staö hefur stjórnin eigi hér látiö sitja viö oröin tóm. Hún lét þaö veröa sitt fyrsta verk aö koma formlegri skipan á þetta samráö viö aöila vinnumarkaðarins, og það er fyrst eftir aö sllkt sam- ráö haföi átt sér staö, aö sett voru bráöabirgðalögin um kjaramál frá 8. september s.l. Reyndar má segja, aö til þessa samráös hafi verið stofnaö þegar áður en stjórnin var mynduö/Og þá alveg sérstaklega viö helstu launþega- samtökin. Var einmitt með þeim hætti lagður grundvöllur aö ýmsum efnisatriðum stjórnarsáttmálans. Reynslan ein fær úr þvl skoriö,hvernig til tekst um þetta samráö, og hvort þaö ber tilætlaðan árangur. Ég verö aö segja, aö mér finnst mörg launþegasamtök hafa tekiö ráöstöfunum rlkisstjórnarinnar meö velvilja og skilningi. Ég skal þó fúslega játa, aö samráðiö er enn ekki komiö I nægilega fastan farveg og hefur ekki náö til nægilega margra. Samráö af þessu tagi kostar mikla vinnu og þaö er sýnilegt aö þvi veröur á næstunni aö finna aö einhverju leyti nýtt form, ef unnt á aö vera aö framkvæma þaö svo sem ætlunin er. Vitnisburð til handa samstarfsflokkunum læt ég biöa betri tlma og þangað til viö meiri reynslu er að styöjast. Þau bráöabirgöaúrræði sem rlkisstjórnin hlaut aö gripa til og nefnd eru i samstarfsyfirlýsingu flokkanna.bráöa- birgöaaögeröir, hafa þegar öll komiö til framkvæmda. En markmiöiö var og er aö taka upp gerbreytta stefnu I efna- hagsmálum. Tilveruréttur rlkisstjórnarinnar I fram- tiöinni byggist beinlinis á þvi aö henni takist aö hrinda slikri stefnu I framkvæmd.Mig langar að vitna aftur til stefnuræöunnar, þar sem þessum framtiöarmarkmiöum voru gerð skil. Þar sagöi svo: „1 þvl skyni aö koma efnahagsllfi þjóðarinnar á traust- an grundvöll, leggur rlkisstjórnin áherslu á breytta stefnu I efnahagsmálum. Þvi mun hún beita sér fyrir eftirgreind- um aögerðum: I samráði viö aðila vinnumarkaöarins veröi gerö áætlun um hjöönun verðbólgunnar I ákveönum áföngum. Skipa skal nefnd fulltrúa launþega, atvinnurekenda og rikisvalds til endurskoöunar á viömiöun launa viö vlsitölu. Lögö verði rik áhersla á aö niðurstöður liggi sem fyrst fyrir. Stefnt veröi aö jöfnun tekju- og eignaskiptingar, m.a. meö því aö draga úr hækkun hærri launa og meö verö- bólguskatti. Stefnt veröi aö jöfnuöi I viöskiptum viö útlönd á árinu 1979 og dregið úr erlendum lántökum. Mörkuö veröi gjörbreytt fjárfestingarstefna. Meö sam- ræmdum aögeröum veröi fjárfestingu beint I tæknibúnaö. endurskipulagningu og hagræöingu I þjóöfélagslega arö- bærum atvinnurekstri. Fjárfesting I landinu veröi sett undir stjórn,sem marki heildarstefnu I fjárfestingu og setji samræmdar lánareglur fyrir fjárfestingasjóöina I samráöi viö rlkisstjórnina. Dregiö veröi úr fjárfestingu á árinu 1979 og heildarfjár- munamyndun veröi ákveðin takmörk sett. Aöhald I rlkisbúskap veröi stóraukiö og áhersla lögö á jafnvægi I rikisfjármálum. Rikisstjórnin mun leita samkomulags viö samtök launafólks um skipan launamála fram til 1. desember 1979 á þeim grundvelli.aö samningarnir frá 1977 veröi fram- lengdir til þess tlma, án breytinga á grunnkaupi. í þvl sambandi er rikisstjórnin reiöubúin til aö taka samnings- réttarmál opinberra starfsmanna til endurskoöunar, þannig aö felld veröi niöur ákvæöi um timalengd samn- inga og kjaranefnd. Dregiö veröi úr veröþenslu meö þvl aö takmarka útlán og peningamagn I umferö. Niöurgreiöslu og niöurfærslu verölags veröi áfram haldiö 1979 meö svipuöum hætti og áformað er I fyrstu aö- geröum 1978. Lögö veröi áhersla á aö halda ströngu verölagseftirliti Olafur Jóhannesson forsætisráðherra: Við áramót 1978-1979 og aö verölagsyfirvöld fylgist meö verölagi nauösynja I viöskiptalöndum til samanburöar. Leitaö veröi nýrra leiöa til þess aö lækka verðlag I landinu. Sérstaklega veröi stranglega hamlaö gegn veröhækkunum á opinberri þjón- utu og slikum aðilum gert aö endurskipuleggja rekstur sinn með tilliti til þess. Gildistöku 8. gr. nýrrar verölags- löggjafar veröi frestaö. Skipulag og rekstur innflutningsverslunarinnar veröi tekiö til rækilegrar rannsóknar. Stefnt veröi aö sem hag- kvæmustum innflutningi á mikilvægum vörutegundum, m.a. meö útboðum. Úttekt veröi gerö á rekstri skipa- félaga I þvl skyni aö lækka flutningskostnaö og þar meö almennt vöruverð i landinu. Fulltrúum neytendasamtaka og samtaka launafólks I veröi gert kleift aö hafa eftirlit meö framkvæmd verölags- mála og veita upplýsingar um lægsta. verö á helstu nauösynjavöru á hverjum tlma. Veröjöfnunarsjóður fiskiönaöarins veröi efldur til aö vinna gegn sveiflum I sjávarútvegi. Skattaeftirlit veröi hert og ströng viöurlög sett gegn skattsvikum. Eldri tekjuskattslögum veröi breytt meö hliösjón af álagningu skatta á næsta ári og nýafgreidd tekjuskattslög tekin til endurskoöunar. Sérstakar ráöstafanir veröi geröar til aö koma I veg fyrir aö einkaneysla sé færö á reikning fyrirtækja”. Nokkur meginatriöi þessarar framtíöar-efnahagsstefnu eru nánar útlistuö og undirstrikuð I athugasemdum þeim, er fylgdu frumvarpi til laga um timabundnar ráöstafanir til viönáms gegn veröbólgu en þau lög öðluðust gildi um siöustu mánaöamót. Þau meginatriöi sem þar er lögö áhersla á eru þessi: 1. Stefnt veröi aö þvi I samráöi viö aðila vinnumarkaðar- ins að verðlags- og peningalaunahækkanir 1. mars n.k. veröi ekki meiri en 5 af hundraði. 2. Leitast veröi viö aö ná svipuðum markmiöum fyrir önn- ur kaupgjaldsbreytingatlmabil á árinu 1979, þannig aö veröbólga náist niöur fyrir 30 af hundraöi I lok ársins. 3. Vfsitölu viömiöun launa veröi breytt fyrir 1. mars n.k. aö höföu samráöi viö fjölmennustu heildarsamtök launafólks. Meöal annars verði athuguö viömiöun viö viö- skiptakjör og fleira. 4. Heildarfjárfesting á árinu 1979 veröi ekki umfram 24-25 af hundraöi brúttóframleiöslunnar. Eftir áramótin veröur rikisstjórnin aö einbeita sér aö þvl aö hrinda þessum stefnuatriðum, og reyndar ýmsum öðrum, I framkvæmd, aö sjálfsögöu aö höföu samráöi viö aöila vinnumarkaöarins. Aö þvi þarf aö vinda bráöan bug. En þó verður um leiö aö sýna þolinmæöi. Vel má hafa I huga þaö, er hinir fornu Rómverjar sögöu: „sat cito, si sat bene”, þ.e. nógu fljótt sækist, ef nógu vel sækist. Verðbólgan I vlöasta skilningi er aöalviöfangsefni þess- arar stjórnar. Framtlö hennar ræöst af þvl, hvort henni tekst aö ná þeim tökum á vandamáli, sem aö er stefnt. Auövitaö þýöir ekki aö loka augunum fyrir þvl, aö utanaö- komandi atvik geta sett strik I reikninginn. I áramótahugleiöingum þykir trúlega viöeiga,aö minnst sé á annaö en efnahagsmál. Skal þaö gert. En sannleikur- inn er sá, aö flestir eru svo uppþembdir af veröbólgu, aö þeir geta hvorki um annaö rætt né ritaö. Verðbólgan er fordæmd af flestum eöa öllum, a.m.k. I oröi. Margar meinsemdir þjóöllfsins eru taldar eiga rætur aö rekja til hennar, svo sem brenglaö siöferöismat, fjármálalegt misferli, margskonar misrétti, ýmiss konar spákaup- mennska, ringulreiö i þjóöarbúskapnum, gengislækkanir æ ofan I æ, o.s.frv. o.s.frv. Allt er þetta satt og rétt, og sfst má úr þessu litiö gera. En hinu má heldur ekki gleyma, aö veröbólgan er ekki ný af nálinni. Veröbólgudraugur hefur oft og lengi fylgt þessari þjóö. Hann hefur þó verið mis- jafnlega umsvifamikill á ýirisum skeiöum sögunnar. Þaö er svo sem engin málsvörn fyrir veröbólguæöi nútlöar. En veröbólguflóöiö má ekki veröa til þess, aö viö gleym- um því, aö viö ýmis önnur vandamál er aö fást. Og þaö er sannarlega ástæöa til aö minnast á ýmis sllk þjóðfélagsleg vandamál, þótt e.t.v. veröi ekki talin til stjórnmála I venjulegum skilningi. Lifsþægindakapphlaupiö gengur úr hófi. Þaö skapar rangsnúiö gildismat, þrýstir á um hverskonar kröfugerö, veldur streitu og taugaveiklun og ýmsum öörum „menn- ingarsjúkdómum”. Þaöhefur Iför meö sér óhóf i lifnaöar- háttum. Þvl fylgir engin sæla, heldur sívaxandi áhyggjur. Alltaf þarf meira og meira til að fullnægja kröfunum og imynduöum þörfum. Þaö er I sjálfu sér rangnefni aö tala um „lifsþægindi” I þessu sambandi. Þaö er ekki um neina lifsfyllingu aö ræöa. Þaö er i raun réttri munaðargræögi. Oft er þaö svo, aö þetta kapphlaup á rætur aö rekja til samkeppni viö nágranna, vinnufélaga og kunningja. Menn vilja halda til jafns viö þá i lífsháttum og eyöslu, hvaö sem efni og geta leyfa. Auövitaö er þetta oft sýndarmennska af versta tagi. Þetta óseöjandi hungur I gæöi, sem mölur og ryö fá grandaö, viröist fylgikvilli gnægtaþjóöfélagsins. Það er ekki síöur orsök veröbólgu en afleiðing hennar. Þetta kapphlaup er, eins og prédikarinn oröar þaö: „hé- gómi og eftirsókn eftir vindi”. Um þennan þjóöllfsvanda gnægtaþjóöfélagsins mætti skrifa langan pistil, en ég nefni hann aðeins I framhjáhlaupi. En hann getur oröiö mönnum veröugt umhugsunarefni á komandi ári. Ég held aö gnægtaþjóöfélagiö sé i þessu efni komiö á villigötur. Þar er kompássskekkja, sem þarf aö leiörétta. Ég vil nefna hér annað vandamál, sem mér stendur stuggur af. Þaö er óhóflegur drykkjuskapur þjóöarinnar. Þar þarf meira hóf aö komast á. Annars erum viö á leiö I hreina villimennsku. Ég held, aö um þaö hljóti flestir hugsandi menn aö vera sammála, hvort sem þeir eru bindindismenn eöa ekki. Hvort skyldu nú fleiri svokölluö auögunarbrot eiga ræt- ur aö rekja til veröbólgu eöa drykkjuskapar? Ég er ekki I vafa um svariö. Og hvaö er um öll slysin og voöaverkin, sem stafa af ofdrykkju, og tjóniö, sem af þeim hlýst, bæöi á heilbrigöi og fjármunum? Og ekki má gleyma öllum drykkjusjúklingunum. Eftirfarandi hjálpar- og lækninga- ráöstafanir eru góöra gjalda veröar, en fyrirfa’randi aö- geröir eru betri. Ég veit, aö þaö eru mörg samtök, sem berjast gegn þessu böli, t.d. allsherjarsamtök eins og Landssambandiö gegn áfengisbölinu, að ógleymdri sjálfri góötemplara- reglunni. Þaö eru farnar herferöir gegn ýmsum ósóma. Mér finnst full þörf á aö hefja herferö gegn ofdrykkju og tiskudrykkju. Nauösyn þeirrar herferöar er brýnni en margra annarra. Menn þurfa aö sjá hluti og stærðir I réttu ljósi. Ég ætla ekki aö hafa um þetta alvörumál fleiri orö, en hér þarf aö stinga viö fótum. Eitt er þaö umhugsunarefni, sem oft sækir á hugann, ekki hvaö slst þegar staldraö er viö um áramót. Þaö er sú spurning, hvort velferöarþjóöfélag okkar ali upp mann- dómsmenn, sem vilja bjarga sér sjálfir, sem gera fyrst kröfur til sjálfra sin en ekki annarra. Eða elur vélferöarþjóöfélag okkar fyrst og fremst upp dekurbörn, sem sl og æ gera kröfur til samfélagsins? Elur þaö upp einstaklinga, sem ætlast til þess, aö samfélagiö veiti þeim fóstur frá vöggu til grafar? Þessar spurningar eru áleitnar og ekki aö tilefnislausu. En ekki er vert aö vera meö neinar fullyröingar aö órannsökuöu máli. En á komandi ári þyrfti aö gera úttekt á ýmiskonar opinberri þjónustu, og þá ekki hvaö slst á skóla- og kennslumálum. Til þeirra mála og ýmissa annarra málaflokka ermiklu kostaö af opinberu fé. Þaö er þvi eölilegt, aö rækilega sé kannaö, hvernig þessu fé samfélagsins sé variö, og hver sé árangur starfseminnar, bæöi fyrir einstaklinginn og þjóöfélagiö. En auövitaö er uppeldi og kennsla ekki ein- göngu I höndum skóla. Hér fara heimilin enn meö mikiö hlutverk, sem betur fer. Hvernig rækja þau sitt hlutverk I velferðarþjóöfélaginu? Þaö er sannarlega spurning, sem ástæöa er til aö rannsaka. Og I þessu sambandi má einnig spyrja um þátt kirkjunnar. Er hún þaö lifandi afl 1 þjóöllf- inu, sem þörf er á? Allstaðar takast á jákvæö og neikvæö öfl. Þaö eru jákvæöu öflin, sem þurfa að sigra. Þvf mega menn hvergi liggja á liöi slnu þeim til stuönings. Ég minni hér aö lokum á tvö mál eöa málaflokka, sem framtlö þjóöarinnar veltur mjög á, aö farsællega sé til lykta ráðiö. Þaö eru annars vegar landverndar- og land- nýtingarmál, og hins vegar vernd fiskimiöanna og hag- nýting þeirra. A hvorugu sviöinu má stunda rányrkju. A báöum sviöum þarf aö koma viö skynsamlegri hagnýtingu og hagræðingu, þannig aö sem bestur afrakstur fáist meö sem minnstum tilkostnaöi. Ég læt nægja aö leggja áherslu á þessi málefni, sem flestum öörum eru mikilvægari fyrir hagsæld þjóöarinnar. Þaö þýöir ekki þaö, aö ég gleymi iðnaöi, verslun og samgöngum. En hér yröi of langt mál aö gera grein fyrir hugleiöingum minum um þær atvinnu- greinar. Orölengi ekki frekar um þann þátt. Liöiö ár hefur minnt á, hve hagur okkar íslendinga, sem þurfum mikiö aö flytja út og margt nauösynja til annarra aö sækja, er háöur viöskiptaaöstæöum á heimsmarkaöi, sem viö fáum. ekki ráðiö. Framundan er veruleg hækkun á verði ollu, sem siöan færistyfir á allan varning, sem hefur tekiö á sig ollukostn- aö. Vert er aö gefa þvl gaum, af hveriu hækkun olluverös um hartnær sjöunda hluta einkum stafar. Þar kemur bæöi til framleiöslutap vegna uppnáms I einu oliulandi og verö- bólga I iönrlkjum, þar sem olluframleiöendur kaupa varning fyrir mestan hluta tekna sinna. Svo dreifast áhrif- in af þessum atvikum um heimsbyggöina, og þar fer Is- land ekki varhluta. Aöur en ákvörðun olíurikja um verö- hækkun kom til, höföu viöskiptakjör gagnvart umheimin- um raskast okkur I óhag vegna gengisbreytinga banda- riska dollarans og helstu evrópskra gjaldmiöla innbyröis Báöar aöalbreytingarnar, sem áriö lætur eftir sig á meg- inþáttum heimsviöskipta, oliuveröhækkunin og gengissig dollarans, rýra viðskiptakjör lslands og auka á vanda, sem þykja má nógur fyrir. 1 alþjóöamálum geröust þau stórtiöindi á slöustu vikum ársins, aö Bandarlkin og Klna uröu ásátt um aö koma sambúö sinni I eölilegt horf, hartnær þrem áratugum eftir aö samband rofnaöi milli þessara helstu velda viö Kyrra- haf. Fyrr á árinu höföu Klna og Japan gert meö sér friöar- samning. Báöir stuöla þessir atburöir aö fastari skipan mála á Kyrrahafssvæöinu en áöur rlkti. Slikt skiptir máli, þegar ekki veröur annaö séö en aö til enn eins ófriöar dragi I Suöaustur-Asiu. A Noröur-Atlantshafssvæöinu er leitast viö aö finna slökunarstefnu I afstööu Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins hvors til annars, en meö litlum sýni- legum árangri til þessa, nema helst I viöræöum Banda- rikjanna og Sovétrlkjanna um hömlur á framleiöslu á og nýjungum I smiöi gereyöingarvopna. Þótt þar sé frekar um aö ræöa viöleitni stórveldanna til aö létta af sér byröi hernaöarútgjalda en grundvallarbreytingu á viöhorfi þeirra hvors til annars, er þaö vissulega vlsir I þá áttina ef árangur veröur af viðræöum, sem nú eru á úrslitastigi. Vel sést af reynslunni I friöarviöræöum Egyptalands og tsraels, hve torvelt er aö yfirstlga á skömmum tlma rót- gróna tortryggniog fornan fjandskap I skiptum rlkja, þótt bæöi ásetningur og rlkir hagsmunir reki á eftir sáttum. Þar hefur á slðustu stundu komiö afturkippur I friöargerö, sem vel virtist á veg komin. Fagnaöarefni er þaö öllum, sem lýðræöi unna, aö Spánn hefur fengiö lýöræöislega stjórnarskrá og skipar sér i hóp Evrópuþjóða, sem búa viö lýöfrelsi. Standa öll efni til, aö þar með sé fasismi úr sögunni I evrópskum stjórnarhátt- um. Skipan fiskveiöa á miöum nágrannaríkja Islands hefur áhrif á markaösskilyrði fyrir islenska framleiöslu. Er þvl ástæöa til aö vel sé af okkar hálfu fylgst meö þvl, sem þar vindur fram. En viö bætist, aö eftir þaö, sem á undan er gengiö, mun mörgum Islendingi finnast kaldhæöni örlag- anna vera aö verki, þegar Bretar eru komnir i þá stööu aö baka sér ámæli meginlandsþjóöa I Efnahagsbandalaginu fyrir að vilja tryggja fiskimönnum frá Bretlandi ótvlræö- an forgangsrétt til aö veiöa á miöunum umhverfis eyju sina. Viöræöur Norömanna viö Efnahagsbandalagiö annars vegar og Sovétrikin hins vegar um veiðisvæöi og aflamörk eru enn óútkljáöar og ekkiauövelt fyrir þá, sem álengdar standa, aö eygja þar samkomulagsgrundvöll. Norsk stjórnvöld hafa vlsaö á bug kröfum hagsmunaaöila um aö taka fiskveiöilögsögu umhverfis Jan Mayen á dagskrá, en aö þvi kemur fyrr eða siöar, aö þar þarf aö gæta Islenskra hagsmuna. Tvö eru þau orö, sem oft hafa heyrst á liðnu ári. Það eru orðin kröfur og mótmæli. Hver kannast ekki við setningar eins og þessar: fé- lagið gerir kröfur um, fundurinn krefst, stjórnin mótmælir o.s.frv. Aftur á móti hafa orð eins og t.d. þakkir og fögnuður verið fátíð- ari. Það heyrir fremur til undantekninga að heyra eða sjá setningar eins og t.d. fundurinn fagnar, stjórnin þakkar o.s.frv. Þó höfum við, ef að er gáð, sitthvað að þakka og sitthvað til að lýsa ánægju yfir. Það er of algengt, að litið sé á mál frá þrengsta hagsmunasjónarmiði einstaklings, félags eða stéttar. Það er minna horft á almannahagsmuni — á hagsmuni heildarinn- ar, samfélagsins alls. Þó eru hagsmunir sam- félagsins alls hagsmunir okkar allra. Á þessu sviði þyrfti að verða breyting á komandi ári. Það væri mikil framför, ef breyting yrði á þessum viðhorfum, og menn gætu staðið saman um mál, er horfa til heilla fyrir heild- ina„ í stað þess að láta stjórnast af sundur- lyndi, þrætugirni og óbilgjarnri flokkshyggju. Ég held að stefna núverandi ríkisstjórnar horfi til réttrar áttar, ef stjórnarflokkarnir bera gæfu til að standa saman, ef unnt reynist að hrinda stefnuskránni í framkvæmd að höfðu samráði við samtök launþega og vinnu- veitendur. Að sjálfsögðu er óhjákvæmilegt, að árekstrar eigi sér af og til stað á milli ríkis- stjórnarflokkanna, sem hafa ólík sjónarmið á ýmsum málum. Miklu varðar, að þessum samstarfsflokkum takist að jafna ágreining og samræma sjónarmið sín. Þeir þurfa að setja þjóðarheill ofar flokkshyggju og lltil- mótlegri viðleitni til að afla sér einhverra atkvæða á kostnað samstarfsflokkanna. Áuðnist þeim að sameina kraftana og vinna í einingu að settum markmiðum, má vænta góðs af samstarfinu. Reynslan ein fær úr því skorið, hver framvindan verður á komandi ári. Vonandi getum við að því liðnu svarað ját- andi hinni gamalkunnu spurningu: „Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg". Ég lýk svo þessu spjalli með því að þakka Framsóknarmönnum fyrir samstarfið á liðnu ári. Landsmönnum öllum óska ég árs og friðar á komandi ári. ö£i/vii

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.