Tíminn - 14.02.1979, Qupperneq 3

Tíminn - 14.02.1979, Qupperneq 3
Miðvikudagur 14. febrúar 1979 3 Jökull h.f. á Raufarhöfn: Vill kaupa Þórshafnar- togarann Font ESE — „Við rituðum ríkisstjórn- inni bréf um miðjan síðasta mán- uð þar sem við fórum fram á það að fá togarann Font á leigu til sex mánaða og forkaupsrétt á honum að þeim tima liðnum, en þessari málaleitan okkar hefur enn sem komið er ekki verið svarað,” sagði Karl Agústsson, fram- kvæmdastjóri útgerðarfyrirtæftis- ins Jökuls h.f. á Raufarhöfn i við- tali viö Tfmann i gær. Að sögn Karls er ástæðan fyrir því að þeir vilja fá annan togara sú að ekki hefur fengist nægilegt hráefni til vinnslu, hvorki i hrað- frystihúsinu á Raufarhöfn né á Þórshöfn það sem af er árinu, og hefur því vinna á þessum stööum verið mjög stopul. — Það var okkar hugmynd að ef 'við fengjum Font þá myndi það verða til þess að við gætum komið á fót fiskmiðlun á milli Raufar- hafnar og Þórshafnar og myndi Þórshöfn þá fá 25% af afla beggja togaranna, þ.e. Fonts og Rauða- núps, sem nú er i eigu Jökuls h.f Þessari sömu hugmynd vorum viö að reyna aö koma á framfæri I fyrra þegar við vorum að reyna að fá Dagnýju keypta hingað frá Siglufirði, en þvi máli var klúðrað fyrir okkur eins og kunnugt er. Hvað þurfið þið mikið hráefni til þess að rekstur hraðfrysti- hússins beri sig? — Ég gæti trúað þvi að þörfin hér á Raufarhöfn væri svona 4 þúsund tonn á ári, en það myndi rétt nægja til að halda i horfinu, og það sem af er þessu ári höfum við ekki fengið nema um 300 tonn til vinnslu. Astandið er þó enn alvarlegra á Þórshöfn þar sem þeir eru meö nýtt frystihús, og ég gæti trúað Sveinn Bene- diktsson látinn t fyrradag lést á Landakots- spitala hinn kunni athafna- maður Sveinn Benediktsson, framkvæmdastjóri 74 ára að aldri og var banamein hans hjartabilun Svéinn Benediktsson var fæddur 12. mai 1905, sonur hjónanna Guðrúnar Péturs- dóttur og Benedikts Sveins- sonar alþingismanns. Hann var i stjórn Sildarverksmiðja rikisins I hartnær 50 ár og stjórnarformaður I Bæjarút- gerð Reykjavikur auk þess sem hann rak eigin fyrirtæki I útgerð og sildarvinnslu um árabil. Sveinn Benediktsson tók virkan þátt i stjórnmálum um áratuga skeiö og gegndi hann á þeim tima ýmsum trúnaöar- störfum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Eftirlifandi kona hans er Helga Ingimundar- dóttir frá Kaldárholti i Holtum og eiga þau 4 uppkomin börn. þvi að þeir þyrftu allt að 5 þúsund tonn til þess að reksturinn stæði undir sér. Þanngað hafa nú þaö sem af er þessu ári borist um 50 tonn, þannig að það er ljóst að I ó- efni stefnir ef ekkert verður aö gert i þessum málum. Nú hafið þið ekkert heyrt frá rikisstjórninni, en hverjar heidur þú að undirtektirnar verði? — Þær verða ábyggilega ekki góöar ef marka má okkar fyrri reynslu, þvi að við höfum aldrei fengið góðar undirtektir þegar rætt er viö svona menn. Við höfum samt sem áður lagt þetta dæmi fyrir þessa preláta þarna fyrir sunnan, og eins hafa — sem fer undir bamarinn hjá sýslumannsem' bættinu á Húsavik I dag þingmenn kjördæmisins verið að athuga þessi mál, en þvi miður virðist sem svo að þeir komist lit- iö áfram. Þess má að lokum geta að tog- arinn Fontur liggur nú i Akureyr- arhöfn, en seinna uppboðiö á togaranum hjá sýslumannsem- bættinu á Húsavík verður I dag eins og áður hefur veriö greint frá. Til athugunar í ríkisstjórninni ESE — Tíminn haföi I gær samband við blaðafulltrúa rikisstjórnarinnar, Magnús Torfa Ólafsson, og spurðist fyrir um hvort beiöni Jökuls h.f. hefði veriö rædd I rikisstjórninni. Að sögn Magnúsar hefur mál- ið verið til athugunar að undan- förnu, en eftir þvi sem hann kæmist næst þá hefði enn engin ákvörðun veriö tekin I þessu máli. Frá Seðlabanka Islands Þróun peninga mála 1978 um margt ólík því — sem aö var stefnt I upphafi ársins 1 bráðabirgðayfirliti frá Seöla- banka Islands kemur fram að þróun peningamáia á árinu 1978 var um margt ólfk þvi sem að var stefnt I upphafi ársins. Reikn- ingarStsýna að framboð peninga hefúr verið mikið allt árið. A fyrri hiuta ársins stafaði það aðallega af árstiðabundinni lánanotkun rikissjóðs, en á siðarihlutanum af miklum gjaldeyriskaupum bank- Þingeyri Fréttir úr Dýrafirði: VS — ,,Ég vil helst byrja á því að tala um veðrið,” sagði Aslaug Jensdóttir á Núpi i Dýrafirði, þegar hringt var til hennar frá Timanum nýlega. — Hér er ákaflega fagurt veður, bjart og stillt, og hefur verið það að undan förnu, sagði Aslaug enn fremur. — Það er að visu snjór yfir allt, en hann er litill, miðað við það sem oft er á þessum tima árs. Geta má þess, tíl dæmis um það, hve I rauninni er snjólétt, að mjólkurflutningar, sem Djúpbát- urinn annast oft meirihluta vetrarins, — þeir hafa enn fariö Ágætt veður — og afli stóreykst á Þingeyri fram með bilum yfir Breiðadals- heiði. Þó að heiðin hafi teppst viö og við, hefur alltaf verið hægt að opna veginn aftur, — og þaö er mjög óvenjulegt, enda er Breiða- dalsheiði með snjóþyngri fjall- vegum hér um sióðir. — Frá Þingeyri er þær fréttir að segja, að janúar hófst með gæftaleysi og tregum afla. Skut- togarinn, sem gerður er út frá Þingeyri, fékk ekki nema þrjú hundruö í öllum janúarmánuði, en þá er að visu átt við slægðan fisk. En það sem af er febrúar, er aflinn oiðinn tvö hundruð og fjörutiu tonn. Sama er aö segja um linubátana, sem róa frá Þing- eyri. Annar þeirra fékk t.d. hundrað og fimmtán tonn I janú- Aðeins 23 árekstrar GP — „Aðeins” 23 árekstrar höfðu orðið I Reykjavik I gær þeg- ar Tlminn hafði samband við lög- regluna um kl. 19 i gærkvöldi. Er það ekki mikiö miðað við það að mest komust þeir I 43 á einum sólarhring fyrir skömmu. Að öðru leyti mun helgin, að sögn lögregl- unnar, hafa verið róleg og „ekk- ert nema þetta vanalega”, eins og einn lögrcgluþjónninn orðaði það. ar, en er búinn að fá sextiu og þrjú tonn núna, frá mánaðamót- um janúar/febrúar. — Enn fremur er mér kunnúgt um bát, sem fékk ekki nema nfutiu tonn I öllum janúarmánuði, en er búinn að fá sjötiu tönn núna i februar. — þvi má svo bæta við, að þetta sem aflast hefur núna, er vænn fiskur. Atvinna er mikil á Þingeyri. Þar vinna nú u.þ.b. átján útlendingar sem reynast hinir bestu starfs- menn. Kaupfélagið á Þingeyri hefur verið að láta byggja beinamjöls- verksmiðju, og það verk er nú á lokastigi. — Nýlega var hérna eitt fjöl- mennasta þorrablót, sem hér hef- ur veriö haldið. Þar komu margir sveitungar okkar, sem nú eru búsettir á Flateyri eða Þingeyri, — og Ingjaldssandsbúar eru alltaf sjálfsagðir gestir á þorrablóti hér, þvi að Ingjaldssandur er i Mýrahreppi, þótt sveitin sé reyndar I önundarfirði, en ekki Dýrafirði. — Þorrablótsgestum gekk ágætlega að komast leiðar sinnar, þvi aö hvort tveggja var gott, veðrið og færðin. anna I kjölfar greiðlegrar útflutn- ingsversiunar. 32 milljarðar Afurðalán St jukust tiltölulega hægt á fyrstu mánuöum ársins, vegna mikilia birgða sjávar- afurða I ársbyrjun. Veröhækkanir og mikil framleiösla land- búnaðarafuröa ollu hins vegar geysilegri aukningu endurkaup- anna á seinni hluta ársins. Þegar þessir þrir þættir peningamál- anna, þ.e. viöskipti rikissjóös, gjaldeyrisviðskipti og endurkaup, eru dregnir saman i eina heild, sést aö nettó útstreymi fjár úr St vegna þeirra nam rúmum 32 milljörðum kr. á árinu 1978, samanborið viö 16 milljarða árið áður. Innistæöuaukning sjóöa i opinberri vörslu nam 10 milliörð- um (.e. 5,6 hjá gengismunarsjóði) samanborið við 2 milljaröa árið áöur og vegur þetta nokkuð á móti ofangreindum þensluáhrif- um. Mikiö peningaframboð Seðlabankans kemur fram i aukningugrunnfjár, sem er sam- tala seðla og myntar i umferð og innistæða lánastofnana i bank- anum, en hún nam rúmum 50% san er svipaö hlutfall og áöur. Skuldir rikissjóðs og ríkisstofnana társloknámu skuldir rikissjóös og rikisstofnana viö Seðlabank- ann 27,9 milljöröum króna. Þær hækkuðu um 13 milljarða kr. á siðasta ári, en þar af stafa 8 milljarðar af bókhaldslegu endurmati gengisbundinna lána. Að gengisuppfærslum frátöldum nam skuldaaukning rikisins við bankann 5 milljörðum kr. saman- borið við 0.5 milljarða kr. árið 1977. 1 skuldasöfnun við út- lönd Svo sem kunnugt er hafa aukin endurkaup afurðalána siðustu ár, ásamt hlutfallslegum samdrætti bundinna innistæða i Seðlabank- Framhaid á bls. 19. Togari Selfyssinga, Eyrbekkinga og Stokkseyringa Gerir það gott ESE — 1 gær landaði skuttogar- inn Bjarni Herjóifsson AR 200, sem er i eigu Selfyssinga, Eyr- bekkinga og Stokkseyringa, 120 lestum af mjög góöum afla i heimahöfn sinni, Þorlákshöfn. Þetta er i annaO sinniö sem togarinn landar i Þorlákshöfn, en áöur landaöi hann I Hafnar- firOi og hefur hann fengiö mjög góöan afla I báöum veiöiferöum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.