Tíminn - 14.02.1979, Síða 7

Tíminn - 14.02.1979, Síða 7
MiOvikudagur 14. febrúar 1979 7 Sagt til sveitar Sum mál eru litil mál i þeim skilningi að aetið fer fyrir þeim i almennri umræðu og eins það að litlu breytir fyrir fjöldann hvernig á er haldið eða úr er leyst. Ellilifeyrir, upphæð og greiðslur er þess háttar mál. Þar þykir trúlega mörgum að nóg sé, enda hafa ekki verið barðar bumbur i kröfugerð vegna gamla fólksins. Ellilffeyrir hjóna Það er tilefni þessarar grein- ar að ekki hefur verið hugað að þörfum hjóna á annan veg en svo sem hjón væru ávallt jafn- aldra. Sé þetta athugaö nánar kem- ur I ljós að þegar fyrirvinnan, sem reiknað skal með að sé karlmaðurinn i þessu tilviki, verður 67 ára, þá hefjast ellilif- eyrisgreiðslur og taka má fram að við þann aldur er þess vænst að margur sé orðinn svo lúinn að hvildar sé þörf. Þegar þarna er komið sögu fær lifeyrisþeginn greiðslu sem er þann 1/12.’78 kr. 50.887 og tekjutryggingu að upphæð kr. 46.714 eðða alls 97.628 kr. Enn sem komiö er mun svo um marga,að þetta er eina greiðslan sem viðkomandi fær sem ellilifeyri. KRISTINN SNÆLAND Yngri eiginkona Það sem ástæða er að gefa gaum er sú staðreynd, að oft er eiginkona yngri en maðurinn og getur gjarnan munað mörgum árum. Það sem við yngra fólkið þurfum að athuga er að einmitt þetta eldra fólk sem nú er að komast á ellilaunaaldur hefur i mjög rikum mæli búið við það að konurnar unnu einungis á heimilinu við uppeldi barnanna og eru þvi ekki reiðubúnar að fara út á vinnumarkaðinn. Auk þess er ekki leikur fyrir t.d. sex- tuga konu aö fá vinnu. Þetta gamla fólk getur þvi i stað þess að eiga þægilegt og hægt ævikvöld lent I fátækra- basli og sulti, þvi þung raun hlýtur það að verða þeim sem alla ævi hafa unnið af dugnaöi og trúmennsku að þurfa að segja sig til sveitar. Einmitt þær aðstæður geta komið upp hjá hjónum sem talsverður aldursmunur er á- Erum vlð rlk? Fæstum mun blandast hugur um svarið ef spurt er: erum við rik þjóð Islendingar? Þeim mun meiri ástæða er til þessaögeravelviö það fólk sem lagt hefur grunninn að góðum lifskjörum okkar. Á Alþingi mun þessu máli hafa verið hreyft fyrir nokkrum árum en af einhverjum ástæð- um, — þetta var ekki stórmál — þá varð ekki meira af. Er nú ekki kominn timi tfl að taka þetta aftur upp og finna lausn, sem sæmandi er ungri og þakklátri þjóð? Það hillir undir það að lif- eyrissjóður vérði fyrir alla landsmenn og með honum kom- ist ellilaunagreiðslur á það stig aö unnt veröi að lifa á þeim. En þangað til svo verður, þarf að brúa bilið þannig að gamla fólk- iö okkar, afarnir og ömmurnar, þurfi ekki að finnast sem það sé niðursetningar með þjóöinni. Það er ekki okkur samboðið og alls ekki það sem gamla fólk- ið hefur unnið til. Góðir menn ættu aö gefa þessu gaum og koma á breyt- ingu fljótt. Tlminn endurprentaði fyrir nokkru grein sem Friðrik Sóphusson alþingismaður skrif- aði um bjórmál i Dagblaðið. Af þvi tilefni langar mig að biðja hann fyrir nokkur orð. Hefur Dagblaðið stefnu? Það er kannski engin ástæða til að spyrja hvort Dagblaðið hafi stefnu. Fjálshyggja þess virðist stundum lýsa sér i þvi að það eigi að vera öllum opið og birta hvað sem er. Vist er það frjálslegt, og þó finnst mörgum að nokkur ábyrgð fylgi þvi að birta opinberlega órökstuddar svivirðingar og áróður fyrir eiturlyfjaneyslu. Dagblaðið hef- ur undanfarið birt hástemmt lof um hassneyslu, þar sem þvi er haldið fram að það kalli fram nýjar gáfur og geri menn vitrari en þeir voru fyrir. Þessi visindi segjast höfundar hafa „tint saraan gegnum tiðina” en fyrst og fremst byggja þeir þó á eigin reynslu og tilfinningu. Athyglis- vert er þó að þetta lof þeirra um hassið tekur á engan hátt fram þvi hrósi sem fyrri tfðarmenn hafa hlaðið á vinið. Það hefur verið lofsungið lengi. Margir trúðu þvi statt og stööugt að þeir yrðu skarpari andlega og lik- amlega vegna þess. Það fundu menn sjálfir. En þegar farið var að meta afrekin kom annað i ljós. Áfengið hefur þá náttúru að mönnum sem neyta þess finnst þeir verða hæfari þegar þeir verða óhæfari. Við trúum þvi varlega að hassið geri menn vitrari en eðli þeirra er þangað til að afrekin hafa verið mæld meö visinda- legr nákvæmni eins og áfengis- áhrifin. Ég hef ekki mikla trú á já- kvæðri þýðingu þess, aö varna mönnum máls þegar þeir vilja segja einhverja vitleysu eða ósóma. En leiðinlegt þætti mér að bera ábyrgö á blaði sem væri málpipa síikra. Hafi Dagblaðið stefnu i sam- bandi viö vimugjafa og eiturlyf er það vond stefna. Sennilega finnst þvi að hið sanna frjáls- lyndi eigi aö vera stefnulaust. Hér var hógvær maður. Friðrik Sóphusson skrifar grein sina af hógværð og hóf- semi. Hann viðurkennir aö þjóö- in búi við áfengisvandamál. Þrautavara- tillaga Halldór Kristjánsson: Hann segir ,,úr þvi áfengi er leyft á annað borð”. Ætla mætti að hann gæti verið til viðtals um að' breyta þvi og banna alla áfenga drykki. Hins vegar gerir hann ekki ráð fyrir að meiri hlutinn vilji það og þvi er ekki nauðsynlegt að taka afstöðu til slikra hugmynda. Fyrst í stað. Friðrik segir að rétt sé að fara gætilega „fyrst i stað” og „til aö byrja með”. Hann vill ekki láta selja bjórinn nema I áfengisút- sölum eöa jafnvel aðeins á vin- veitingastöðum. Hins vegar bendir orðalagið fyrst I stað og I byrjun til þess aö hann reikni með að rýmkunin náist fram ef hægt sé að byrja þó I smáu sé. Þaö er gamla sagan um litla fingurinn og hendina alla. Forsendur málsins. Allir geta bruggað bjór og raunar margs konar vin, segir Friðrik. Farmenn og flugliðar mega flytja inn áfengan bjór. Þetta eru forsendur þeirra ályktana sem hann dregur. Hver segir að þetta eigi og hljóti svo að vera? Er æskilegt að hafa heima- brugg i hverju húsi? Veit Friðrik ekki að Sviar hafa bannað þessi bruggefni i riki sinu? Veit hann ekki að fyrir finnska þinginu liggur nú stjórnarfrumvarp um að fara að dæmi Svia og banna þessi efni til heimabruggunar i Finn- landi? Veit hann ekki að I Noregi er nú mikið talað um að banna þessi bruggefni þar i landi? Hvers vegna getum við ís- lendingar þá ekki hugsað um þá leið i fullri alvöru? I sambandi viö innflutning á toflfrjálsu áfengi megum við lika muna að hann þykir alls ekki alls staöar sjálfsagður. Hefur Friðrik Sóphusson ekk- ert veður af þvi, að þau mál voru rædd á stórþinginu norska I haust? Þar töldu menn að ekki væru sjálfsagðar nú allar gaml- ar reglur frá þeim timum er menn fóru landa milli með skip- um sem voru dögum saman á reginhafi utan allrar landhelgi. Samkomulag varð um að láta biða að álykta um þetta toll- frjálsa áfengi þar til það haföi verið rætt I Norðurlandaráði. Máliö veröur væntanlega til meðferðar þar i næsta mánuði. Hvers vegna þurfum viö að álita að þessar gömlu reglur um áfengisréttindi þeirra sem fara landa milli séu og veröi hafnar yfir alla endurskoðun? Eigum viö ekki að ræða um gildi þeirra og galla fremur en að slá þvi föstu að þær séu óum- breytanlegar? Veila í málflutningi. Þrauta — vara — tillaga. Þetta er veila i málflutningi Friðriks Sóphussonar að hann ræðir ekki um áfengislöggjöf i heild, heldur slær þvi föstu að þar megi engu breyta öðru en þvi að bæta bjórnum við. Auð- vitað neitum viö að ræöa málið á þeim grundvelli. Afengislög- gjöfin er öll undir endurskoðun eins og önnur löggjöf. Er þetta ekki trúarraun? Friðrik vill að menn geti fund- ist og setiö saman yfir glasi án þess aö úr verði fylliri. Þetta hélt ég að væri hægt ef menn vildu. Það fást ýmis létt vin — auk óáfengra drykkja — og sterku vinin eru iðulega blönduö með ýmsu móti: Menn hafa þvi marga möguleika til að veita sér daufa drykki. Þvi þarf mikla trú til að treysta þvi að ein áfengistegund I viöbót myndi breyta drykkjuvenjunum. Þetta er enn meiri trúarraun vegna þess að slikt hefur verið reynt fyrr og siðar á ýmsum stöðum en aldrei með jákvæö- um árangri. Nú segja menn að ekki hafi verið von á góðu þar sem bjór- inn var seldur I matvöruversl- unum og kaffihúsum. En hverj- ar likur eru til aö hann megni aö breyta drykkjuvenjum heillar þjóðar með þvi að vera aðeins seldur i vinveitingahúsum úr þvi að hann gerði það ekki þar sem allir áttu greiðan aðgang? Til eru menn sem trúa þvi að bjórstofur opnar sem allra lengst myndu fegra og bæta menningarlif Reykjavikur. Aðr- ir hafa samt meiri trú á hass- stofum. Vopnabræðurnir Vilmundur Gylfason og Jón Sól- nes vilja hafa margar bjórstof- ur á höfuðborgarsvæðinu. Aðrir ganga skemur. Þeir halda að markið náist fremur i áföngum. Þá flytja menn stundum vara tillögur. Tillaga Friðriks Sóphussonar er þrautavaratillaga. Þjóðaratkvæði — en um hvað? Friðrik telur eðlilegt að efnt verði til þjóöaratkvæðis um bjórinn. Um hvað ætti þá aö spyrja? Ekki er nóg aö spyrja um bjór eða bjór ekki. Hvað á bjórinn að vera sterkur? Þar er um að ræða alla leið frá 3-12%. Hvernig á þjóðin að segja til um mörkin við allsherjar atkvæða- greiðslu? En fleira skiptir máli en styrkleikinn. Hvar á að selja vöruna? Það er um margar leiðir að velja. Þvi þyrfti þetta að verða nokkuð langur spurn- ingalisti ef fram ætti að koma hvað menn vildu. Og töluverðar likur eru til þess að háttvirtir alþingismenn þyrftu sjálfir að taka ákvaröanir eftir sem áður þó að þeir heföu fengið spurn- ingalista sina til að lesa úr þeim. Og hver er þá ávinningur- inn?

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.