Tíminn - 14.02.1979, Page 17

Tíminn - 14.02.1979, Page 17
Miövikudagur 14. febrúar 1979 » « t * 17 Tónlistargagnrýni: Loksins kom lifandi jazzisti Trompetleikarinn Dizzy Gillespie kom hér vi6 á sunnu- dagskvöldi6 á vegum félagsins Jazzvakningar og hélt konsert I Háskólabiói viö geysilega hrifn- ingu. Voru sumir tónleikagestir ennþá grátandi af gleöi seinni partinn á mánudaginn, en a6rir, þ.ám. tónlistargagnrýnandi Timans, voru ennþá meö hellur fyrir eyrum. Dizzy Gillespie sameinar þaö aö vera frábær tónlistarmaöur og mikill sviösmaöur og skemmtikraftur — hann leggur sig allan fram um aö ,,ná upp stemmningu” meöal áheyr- enda. Enda sagöi hann sitthvaö eftirminnilegt þarna, t.d. þær fréttir, aö AlexHailey, höfundur Róta(Roots) hafi nýlega komist aö þvi aö hann er tökubarn, og aö ættleggur sá, sem hann rakti til Afriku meö svo miklu erfiöi, væri aö mestu hvitur. Eftir fá- ein inngangsorö sagöist Dizzy ætla aö kynna hljómsveitina, sem hann siöan geröi — hvern hljómsveitarmann fyrir öörum. Seinna kynnti hannhana aftur. Söngkonan af Watusi-kynþætt- inumi'Kenýa, gitarleikarinn frá Japan, bassinn frá Flórida, trommarinn frá Dublin á Ir- landi, en Dizzy sjálfur frá South Carolina, fæddist þar raunar 20. október 1917. Þessu laug hann aö sjálfsögöu öllu saman, nema þvi aö hann væri frá Suöur-- Karólinu, þvi Dizzy telur þaö mikilvægara aö vera skemmti- legur en nákvæmur. í striöinu varö mikil bylting i jazzi, sem Dizzy Gillespie átti sinn hlut i, hinir voru Charlie Christian, sem innleiddi raf- mangsgitar sem sólóhljóöfæri i jazzhljómsveitum, og dó rúm- lega tvitugur áriö 1942, Charlie Parker (sax), og Theolonius Monk (píanó), ásamt mörgum öörum. Þessir menn skildu gamla jazzinn eftir — drápu hann, segja gömlu mennirnir, sem uröu eftir meö honum i gröfinni — og tóku heljarstökk áfram, bæöi i tónlistarskvniun, hugsun og tækni. Þeir höföu kannski meiri áhuga á Bartók og Debussy en á gömlu jazzistun- um, kunnu hvort sem var allt sem hinir siöarneftidu höföu framaö færa. Hinn nýi jazz var kallaöur Bepop, og honum lýsir Hallgrimur Helgason þannig: ,,Nýr jazzstill, fram kominn sem umbótastefna negra um 1940 i New York. Helztu ein- kenni eru endurvakin snarstef j un, mikil áttungsnótuhreyfing (8/8-taktur), tónbreyttir hljóm- ar, fylling i hljóöfæraskipun, tviundarsett lagllna og frjáls hljóöfallsinnskot á trommu og planó. Kontrabassi afmarkar grunnslag, en málmgjöll undir- slag (piskaðar áttungsnótur). Tónsetningar eru stuttar, æöa áfram, sundrast og splundrast i fallhendingu (þar af nafniö bop), en taktur hefst oft á tveim stakkató-áttungsnótum meö áherzlu.” Dizzy Giilespie er sagöur mestur snillingur og eldglær- ingamaöur á trompet sem nú heyrist. Tækni hans er hreint meö ólikindum: hannhefur full- komiö vald á hljóöfærinu, getur látiö þaö gera hvaö sem er. Tungan er eins og vélbyssa, tón- myndun fullkomin hvar sem er, og fimin hreint ótrúleg. Samt brýtur hann meö eftirminnileg- um hætti fyrsta lögmál i munn- setningu: hann blæs út kinnarn- ar svoægilegter aösjá. Enofan á allt þetta hefur Gillespie mikiö til málanna aö leggja músikalskt ennþá: hann er ekki staönaöur i 40 ára gömlum klisj- um eins og ýmsir „kollegar” hans, sem hingaö hafa komiö á undanförnum árum. Enda er þaö llklega satt oftar en ekki, aö i jazzi eru menn búnir aö vera um þaö bil sem þeir eru orðnir frægir. Upp úr 1950 þróaöist jazzinn enn hrööum skrefum, og I ýms- ar áttir: sumir urpu „aka- demlskir”, aörir elektróniskir eöa nálguöust poppiö, og ennþá aörir geröust „klassiskir”. En Dizzy Gillespie þróaöist i átt til afriskrar og kúbanskrar tónlist- ar, svo sem mátti heyra á tón- leikunum, þar sem hann lék sjálfur á kúbanska bongó-trommu af mikilli innlif- un. Dizzy Gillespie hefur þvi aldrei skiliö viö þá hefö, sem sannanlega er jazz: aö spila af kraftiog hugkvæmni af fingrum fram rhytmiskar hugleiöingar um einföld stef — ef jazzinn er ekki lifandi músik, þá er hann ekkert. Fyrir mér heföu þetta verið fullkomnir tónleikar, heföi ég ekki lent fyrir framan 3 geysi- stóra hátalara, sem Jónas R. Jónsson lánaöi, ásamt meö viö- eigandi mögnurum og hljóö- nemum, fyrir tónleikana. öll hljóöfærin voru aö sjálfsögöu rafvædd, og Dizzy sjálfur blés beint inn I hljóönema, svo há- vaðinn var meö köflum ærandi. Og fyrir vikiö heyröi ég mjög litið i gitarnum (Cherry), en þeim mun meira i bassanum (Brown), þvi Jónas haföi lánaö aðra 3 hátalara, meö viöeigandi mögnurum og hljóönemum, til aö senda gltarleikinn upp norö- urhliö salarins. En, eins og Dizzy Gillespie raunar sagöi sjálfur, þá var hann aðalmaöur- inr. þarna, og sannarlega veröur eins dags hellu fyrir eyrum aö heyra og sjá. Gillespie og félagar voru á leiö vestur, þegar þau komu hér við.Lentu I Keflavik um 6-leytiö Jazzistinn Dizzv Giliespie vakti hrifningu margra er hann iék fyrir fslenska jazzáhugamenn enda er hér frábær hijóöfæraleikari á feröinni. um kvöldiö eftir aö hafa haldiö konsert i' Paris nóttina áöur og fengiö einnar klukkustundar svefn áöur en flogið var þaöan til Luxemborgar. Þau voru öll orðin kvefuö, aö þvl er sagt var, þreytt og slæpt eftir ferðina. En þetta var ekki aö sjá eöa heyra af leik þeirra eöa framkomu, eins og sannir listamenn lögöu þau sig öll fram viö aö gera þennan konsert meö hinum eft- irminnilegustu, sem hér hafa heyrzt. 12.2 Siguröur Steinþórsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.