Tíminn - 23.02.1979, Qupperneq 5

Tíminn - 23.02.1979, Qupperneq 5
Föstudagur 23. febrúar 1979. 5 Dfl 656 umferðar- óhöpp í janúar um 100 fleiri en i fyrra GP — Alls urðu 656 umferðar- óhöpp þar sem einungis er um að ræða eignatjón í janúarmán- uði s.l., og er það um 100 fleiri en á sama tfma i fyrra. Tölur þess- ar gilda fyrir allt landið. Af þessum óhöppum er rúmiega helmingur sem varb á Stór- Reykjavikursvæðinu, en athygli vekur að mun færri hafa slasast i þessum umferðaóhöppum nú i ár, þrátt fyrir þessa mikiu aukningu. Samningur milli Orkustofnunar og Háskóla SÞ: Alþjóðlegur jarðhita- skóli á íslandi Mikil misnotkun dragnóta á undan- förnum árum... lágmarksmöskvastærð breytt af þeim sökum GP — Nýlega var undirritaður samningur milli Orkustofnunar og Háskóla Sameinuðu þjóðanna um að Orkustofnun tengist Há- skóla Sameinuðu þjóðanna og sjái um rekstur jarðhitaskóla, þar sem veitt veröi starfsþjálfun fyrir styrkþega Háskóla Sameinuðu þjóðanna á sviði rannsókna og nýtingar jarðhita. Jafnframt um að Orkustofnun verði ráðgjafar- aðili Háskóla Sameinuðu þjóð- anna um jaröhitamálefni. Forstöbumaður Jaröhitaskól- ans verður dr. Ingvar Birgir Friðleifsson, jarðfræðingur og sagði hann á blaöamannafundi i gær, að ráðgert væri að þjálfunin fengist að langmestu leyti I tengslum við þau margvislegu jarðhitaverkefni sem hér væru unnin, en auk þess er gert ráö fyrir vissri formlegri kennslu. Undirbúningur er hafinn aö komu fyrstu styrkþeganna i maí á þessu ári, en gert er ráð fyrir að hingað komi allt að fimm styrk- þegar á ári fyrstu þrjú árin og starfi i um fimm til sex mánuði hver. Á fjárlögum 1979 er gert ráð fyrir að verja 33.2 milljónum króna til þessarar starfsemi, en Háskóli Sameinuðu þjóðanna mun greiða feröa- og uppihalds- kostnað styrkþega og aö auki leggja fram 14.4 milljónir króna á þessu ári vegna stofnkostnaðar og reksturs jarðhitaskólans. ESE — Sjávarútvegsráðu- neytið hefur nú ákveðið, samkvæmt tillögu Haf- rannsóknastofnunarinnar og Fiskiféiags islands, að næsta sumar verði drag- nótaveiðar aðeins heimil- aðar með 170 millimetra lágmarksmöskvastærð. I fréttatilkynningu sem ráðu- neytið hefur sent frá sér vegna þessa máls segir m.a., að árið 1976 hafi lágmarksmöskvastærö dragnótar verið breytt þannig að I poka dragnótarinnar skyldi lág- marksmöskvastærðin vera 170 mm en heimilað var að nota áfram 135 mm I öðrum hlutum nótarinnar. Þessi stækkun á möskva I poka var ákveðin meö tilliti til kjörhæfni möskvans á dragnótaveiðum, en forsenda dragnótaveiða sé sllk veiöi. A þvl tlmabili sem veiðarnar hafa verið leyföar með þessum hætti hefur það oft sannast að dragnót af þessari gerö hefur verið misnotuö meö þeim hætti, að bundið hefur verið fyrir ofan pokann og er þá veiöarfæriö meö allt með 135 mm möskva. I tilkynningunni segir ennfrem- ur aö I framhaldi af þessari breytingu verði athugaðir mögu- leikar á þvl að leyfa dragnóta- veiöar á fleiri skarkolasvæðum en gert hefur veriö til þessa. Miðstjórn A.S.Í.: Míklar umræöur um efnahagsfrumvarpið Dr. Ingvar Birgir Friðleifsson jarðfræðingur, forstöðumaður jarðhitaskólans. (Timamynd G.E.) en engin ályktun gerð að sinni „Maðurinn og umhverfið...” — ráðstefna landssamtakanna Llf og land verður haldin á Kjarvalsstöðum um helgina ESE — Eins ogþegarhefur ver- ið greint frá I Timanum þá verð- ur um helgina haldin I Reykja- vik ráðstefna á vegum iands- samtakanna Lif og land ognefn- ist ráðstefnan Maðurinn og um- hverfið. Ráðstefnan verður haldin að Kjarvalsstöðum og hefst hún klukkan 9.00 árdegis báða dag- ana. Ráðstefnan er öllum opin og er þátttökugjald kr. 4000,-. Námsfólk fær 50% afslátt gegn framvfsun skólaskirteina. A ráðstefnunni verður fjallað um umhverfið I vlðasta skiln- ingi, þ.e. bæði Islenska nátturu, þéttbýlið og það þjóðfélag sem við lifum I. A ráðstefnunni veröa flutt um 30erindiogverðuriþeim fjallað um fortið íslendinga, nútlma og valkosti framtiðarinnar við mótun umhverfis. Til þess að standa straum af kostnaði við ráðstefnuna hefur m.a. verið brugðið á það ráö aö gefa öll erindi sem flutt veröa á ráðstefnunni út i einu hefti og verða þau til sölu á ráðstefn- unni. Þess má geta, aö þeir sem gerast félagar I samtökunum fyrir 1. mars næst komandi verða taldir stofnfélagar sam- takanna en ársgjald er kr. 2000-. HEI— Miðstjórn A.S.í. hélt fund í gær. Aðalmál fundarins voru umræður um efnahagsfrumvarp Ólafs Jóhannessonar, en eins og kemur fram hjá Lúðvik Jósepssyni hér i blaðinu i dag, biða stjórnmálaflokkarnir eftir umsögn hinna ýmsu launþegasamtaka um frumvarpið, áður en samningar hefjast á milli þeirra um ágrein- ingsefnin. Miklar umræöur urðu á mið- stjórnarfundinum, en eftir þvl sem blaðið hefur fregnaö, var ágreiningur ekki teljandi. Margir fundarmanna vöruðu þó við þvi að hætta gæti oröiö á atvinnuleysi i kjölfar einstakra greina frum- varpsins. Miðstjórnin gerði ekki neina ályktun að þessu sinni heldur samþykkti áð vlsa málinu til samráðsnefndar, og henni falið að vinna að þvi næstu daga, aö gera drög að áliti, sem siöan verður lagt fyrir næsta mið- stjórnarfund A.S.l. ervæntanlega veröur haldinn í næstu viku. I samráðsnefndinni eru: Snorri Jónsson, EðvarðSigurðsson, Karl Steinar Guönason, Jón Helgason, Jón Agnar Eggertsson og Björn Þórhallsson. Auk þeirra starfa Guðmundur J. Guömundsson og Óskar Vigfússon meö nefndinni aö þessu verkefni. Endurbótum við stúdentagarðana hætt Framkvæmdafé þrotið AM — Aö sögn Péturs Orra Jóns- sonar, mun verkstjóri endurbóta við Stúdentagarðana hafa til- kynnt það I gær, að hann hygöist fara fram á að framkvæmdunum yrði hætt, en fé tii verksins mun nú uppurið þótt — að sögn Péturs — enn sé ekki búið að ganga svo frá húsunum, að kröfum bruna- varna og heilbrigðiseftirlits sé fullnægt. „Búið er að kaupa innréttingar I eldhús og á baðherbergi, en nú viröist sem efnið fái að liggja og verði ekki sett upp, vegna nokk- urra milljóna, sem á vantar”, sagði Pétur Orri. Hann kvað Höskuld Jónsson ráðuneytisstjóra hafa gefið ádrátt um ab skuld vegna fram- kvæmda 1977, sem greiöast átti með fjárveitingu til garðanna nú, mætti biöa, en fjárveitingin nú notuö til endurbóta. Væri hún bara einnig uppurin og sagði Pét- ur að stjórn Stúdentaráðs hefði ákveöiö aö bragðast hart viö þessum ótibindum. Loðnuveiðarnar: Rótveiði i gær ESE — Mjög góð loðnuveiði var upp úr hádegi I gær og um klukk- an 20 I gærkvöldi höfðu 15 loðnu- skip tilkynnt loðnunefnd um afla, samtals um 7900 lestir. Að sögn starfsmanns lotklu- nefndar þá var búist við þvi að einhverju af þessari loðnu yrði landaö á Austfjarðahöfnum, en bróöurpartinum yrði þó trúlega- lega landað I Vestmannaeyjum. Finnar selja ferðamönnum hafísinn á Eystrasalti Yfirleitt hefur heldur dregið úr siglingum á Eystrasalti, þegar Isa leggur. Þar á meðal minnka flutningar meö ferjuskipum stór- lega, því siglingar um isilagt hafið vilja veröa tafsamar, a.m.k. smærri skipum. Nú verður kannski breyting á, þvl að finnskaferjuútgerðin,sem gerir út FINJET, eitt fullkomn- asta og nýtískulegasta ferjuskip sem nú siglir, hefur ákveðið að gefa feröamönnum færi á aö koma og skoða haflsinn á Eystra- salti. Feröirnar vera frá Trave- munde i Þýskalandi til Helsinki, ogeru þetta fjögurra daga ferðir og verða þær farnar I febrúar, sem nú er að llða. Ferðirnar kosta 420 mörk, og innifaliö er siglingin, hálft fæði og frl afnot af sauna-böðum og sund- laugum skipsins. Auk þess skoðunarferö um Helsinki. Þetta fræga skip er mjög vel búið fyrir farþega. Þaö er hrað- skreitt og þægifegt, og þar eru kvikmyndahús, spilavlti, barir og næturklúbbur. Mjög margir létu skrá sig I þessar feröir. Það er þvi af sem áður var, að isinn boðaði aðeins samdrátt og vandræði. Núna er lika hægt að selja hann. ICE—JOURNEYS er heitiö á þessum feröum. JG

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.