Tíminn - 23.02.1979, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.02.1979, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 23. febriiar 1979. Selium í dag: Ch. Nova Concours 4d. ’77 5.200 Volvo 244 DL sjáifsk. ’76 4.400 Range Rover ’76 8Í000 Ch. Malibu Classic ’79 6.200 Volvo 343 DL '11 3.600 Ch. Malibu Classic ’78 5.600 Toyota Carina ’74 1.950 Opel Ascona '11 3.800 Ch. Nova sjálfsk. ’74 2.500 Lada Sport ’78 3.400 Peugcot 504 GL ’77 3.600 Mazda 616 ’74 1.800 Datsun 180 B '11 3.700 Datsun Disel 220 C ’73 2.000 Toýota Cresida sjálfsk. ’78 4.800 Citroen CX 2000 ’75 3.500 Ch. ChevyVan ’74 3.100 Citroen Dyane ’74 850 Opel Caravan ’73 1.950 Vauxhall Chevette ’77 3.000 Buick Skylark ’77 5.200 G.M.C. Jimmy ’79 8.800 Datsun disel 220 C ’76 3.500 Ford Escort 1300 XL ’73 1.250 Ch. Nova 2d ’74 2.700 Toyota Mark II '12 1.900 VW Golf ’76 2.700 Bedford Van '75 1.200 Ch. Impala .'78 6.000 Ch. Blazer Cheyenne ’76 6.600 Austin Mini '11 2.000 Ch.Malibu 2dV-8 '14 3.400 Ch. Caprice station '16 5.200 Mercury Comet 4d ’73 2.100 Opel Record 4d. ’76 3.100 Ch. Nova 4d. '11 4.400 Opel Caravan ’75 Peugeot 504 st 7M '11 5.300 Samband Véladeild ÁRMÚLA 3 - SÍt*Í 38900 Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, Pick-Up bifreið og sendibifreið, er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 27. febrúar kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð i bifreiðasal að Grensásvegi 9 kl. 5. SALA VARNARLIDSEIGNA Hið íslenska kennarafélag heldur félagsfund um kjaramál i Glæsibæ (niðri) mánudaginn 26. febrúar kl. 5. Frummælendur verða Ari Trausti Guðmundsson og Jón Hannesson. HÍK. Staða tryggingalæknis Hjá Tryggingastofnun rikisins er laus hálf staða tryggingalæknis. Laun samkvæmt samningi fjármálaráð- herra og læknafélags íslands. Umsóknir sendist Tryggingastofnun rikis- ins. Laugavegi 114, Reykjavik, eigi siðar en 20. mars 1979. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS i’líiÍHili Nýlistasafnið: .XISTAMENN ERD DRADMÚRAMENN Um þessar mundir stendur yfir sýning á starfsemi Nýlista- safnsins, svonefnda, en þaft er yngsta myndlistarstofnun þessa iands. Ég veit varla hvort menn hafa tekiö stofnun þessa safns mjög alvarlega, þegar hún var boöuð á sinum tfma. Listamenn eru draumóra- menn- og eiga að vera það, safn- vinna er nöldur, sem hvorki á sér upphaf eða endi. En Nýlistasafnið er orðið að staöreynd, það geta menn sann- færst um með þvi að skoða sýn- inguna i Asmundarsal, þá er nú stendur yfir. Sérstök sýningarskrá yfir myndverk liggur ekki frammi, en á hvitu blaöi er þetta um safniö: Nýlistasafnið „Nýlistasafniö er sjálfs- eignarstofnun rekin af Félagi Nýlistasafnsins og eru aðilar nú 26, sjá þeir um rekstur safnsins. Samkvæmt skipulagsskrá eru félagsmenn skuldbundnir til að láta af hendi rakna eitt listaverk árlega, og tryggir það eðlilega endurnýjun eigarinnar. Markmið Nýlistasafnsins og hvatinn aö stofnun þess var aö bjarga frá glötun og skrásetja listaverk og heimildir er siöar mætti t.d. nota við samningu listasögu siðustu áratuga. Þá er safninu ætlaö það hlutverk að vera miðstöð nýjustu strauma og tilrauna i islenskri list og stuðla að opinberri umræðu og kynningu á nýjustu liststilum og vanmetnum timabilum i listum. Framtfðarverkefni Nýlista- safnsins er að reksturinn geti oröiö sem fjölbreytilegastur hvaö varöar sýningarhald og fyrirlestra viða um land, bóka- safni veröi komið á • og fræði- mönnum, listamönnum, list- nemum og öðrum er áhuga hafa verið gefinn kostur á að not- færa sér heimildir þær er fyrir liggja. Brýnasta verkefni safns- ins er að koma sér upp fullkom- inni spjaldskrá með litskyggn- um af öllum listaverkum sem til safnsins berast, þá er nauðsyn- legt að innramma sem fyrst um 450 listaverk er nú liggja i möppum. Stofnun Nýlistasafnsíns hefur nú þegar vakiö mikla athygli erlendra listamanna og listmið- stöðva og hafa borizt óformleg- ar fyrirspurnir um möguleg sýningarskipti milli íslands og annarra landa. En til þess að safniö geti uppfyllt þær vonir sem við þaö eru bundnar þarf það á skilningi og velvild opin- berra aðila aö halda, — og myndarlega fyrirgreiðslu frá þeim er um menningarmál fjalla. Stjórn Nýlistasafnsins vill ekki láta hjá liöa að þakka þeim aðilum sem nú þegar hafa styrkt safnið, og þá.sérstaklega Ragnari Kjartanssyni mynd- höggvara, Galerie SÚM og Galleri Suöurgötu 7 fyrir rausn- arlegar listaverkagjafir”. Skráning viðburða Ég veit ekki hver er forstöðu- maður Nýlistasafnsins, en geri ráö fyrir að það sé Niels Hafstein, sem um tima ritaði djúpar greinar um myndlist I Þjóðviljann. Hann var a.m.k. á Framhald á bls. 19. Tónlist Schubert-tónleikar A þriðju Háskólatónleikum vetrarins fluttu Sieglinde Kahmann, sópran, ogfélagarúr Reykjavfkur-ensemble, þrjú verk eftir Franz Schubert: strengjatrló nr. 1 i B-dúr, Smal- ann á klettinum (Hirt auf dem Felsen) op. 128, og Salve Regina óp. 153. Um þessar mundir er einmitt 150. ártið Schuberts (1797— 1828),sem minnst hefur verið á margvlslegan hátt, ekki slzt meö eftirminnilegu erindi Arna Kristjánssonar I útvarp- inu, þreföldum flutningi Vetrar- ferðarinnar, (Souzay, Vaughan og Guömundur Jónsson), og nú þessum Háskólatónleikum. Fyrst fluttu þær Asdls Þor- steinsdóttir (fiöla), Helga Þór- arinsdóttir (lágfiöla) og Victoria Parr (knéfiðla) B-dúr trióöiö frá 1817, prýðilegt verk, sem þóféll algerlega i skuggann fyrir hinum, sem á eftir komu. Sieglinde Kahmann, Sigurður I. Snorrason og Guö- rún A. Kristinsdóttir fluttu nú hiö margrómaða söngverk Smalann á klettinum, fyrir sópran,klarinettuogpianó. Mér er þetta verk jafnan minnis- stætt, þvf þá sá ég Egil Jónsson, vin minn og meistara, i siðasta sinn I þessari jarðvist, er hann spilaði Smalann i Kammer- múslkklúbbnum, brotinn maöur og farinn að heilsu. Der Hirt auf dem Felsen, viö kvæðiö Der Berghirt eftir Wil- helm Muller, er annaö tveggja síðustu verkanna, sem Shubert lauk viö (1828), ákaflega fallegt verk. Flutningurinn hjá þeim Kahmann, Sigurði og Guðrúnu var mjög glæsilegur, enda tekið með fádæma fögnuði af áheyr- endum. Grunarmig,að Smalinn hafi átt mestan þátti hinni ó- venjulegu (I seinni tlö) aðsókn, Franz Schubert (1797 - 1828) því þeir eru margir, sem finnst Der Hirt auf dem Felsen falleg- asta söngverk I heimi. Og þeir hinir sömu uröu ekki fyrir von- brigðum á þessum tónleikum. Loks flutti Sieglinde Kahmann og strengjakvartett (Asdis, Helga Hauksdóttir, Helga Þ. og Victoria Parr) Salve Regina (ca.1819), afarfallegt verk við guðrækilegan latinutexta, nefnilega rómversk-kaþólska Márlubæn: Salve regina, mater misericordiae, vita, dulcedo, et spes nostra, salve. „Heil drottning, milda móöir: llf vort, von og yndi, heil , er upphafiö. Nú gerast þeir þvi miöur fáir hér á landi, sem lesa latinu, hvað þá tala hana, en þó eru ekki nema 100 ár slöan hún var lingua franca mennta- manna um heim allan: Jón á Bægisá talaðilatlnuvið Hender- son, og Dufferin lávarður talaöi latínu við Islenzka embættis- menn. Þórður á Kleppi talaði latinu við Gunnlaug Claessen, og kaþólskir prestar töluöu latinu við guð. 1 staðinn fyrir latinuna hafa komiö alls konar gervivisindi og kjaftafög, enda hefureinn málsmetandi áhuga- maöur um kennslu- og uppeldis- mál komiö með þá tillögu, að ekkert verði kennt I mennta- skólum annað en stærðfræöi og latína, ogmundi mönnum þá vel farnast. Þvi þaö er nefnilega miklu mikilvægara að læra að hugsa en að grauta i hvers kyns grillum og vaöli, og hljóta af varanlegar heilaskemmdir oft- ar en ekki. Annars voru ekki allir forn- menn sleipir i latlnu, þótt læröir væru, eins og Jón Arason bisk- up, enda fór sem fór. Jón orti: Látína er list mæt, lögsnar Böðvar. 1 henni ég kann ekki par, Böðvar. Þætti mér þó rétt þitt svar, Böövar, mlns ef væri móöurlands málfar, Böðvar. En Jón var nú kannski meiri stjórnmálamaöur en guðsmaö- ur. Þetta voru semsagt afar- skemmtilegir tónleikar hjá stúlkunum (og Sigurði I. Snorrasyni), og vonandi að Schubert eigi stórafmæli sem allra fyrst aftur. 19.2. Sigurður Steinþórsson Föstudagur 23. febrúar 1979. 11 Hjálmar vann öruggan sigur Úrslit I Unglingameistaramóti pilta i' fimleikum, sem haldið var laugardaginn 17. febr 1979, urðu sem hér segir: 12 ára og yngri: Hjálmar Hjálmarss. A 31.20st Eggert Guðmundss. A 29.00st Ingólfur Bragas. A 28.60st Jónas Tryggvas. A 44.65st Heimir Gunnarss. A 42.25st Davið Ingason A 33.30 st Davið Ingason A 33.30st Snorri Ingimars. A 33.30st 13—14 ára: Þór Thorarensen A Atli Thorarensen A Jón Victorss. A 15—16 ára: Óskar Ólafsson Ómar Henningss. A Kristján Olas. A 17 ára og eidri: 33.40st 32.40 st 32.00 St 32.10 St 31.20 st 27.15 st Maraþonknatt- spyma á Selfossi Meistaraflokkur UMF Selfoss ætiar sér að bæta tslandsmetið i maraþonknattspyrnu, sem er 30 klst. og 3 min. og hefja þeir leik sinn kl. 14 i dag I iþróttahúsinu á sBelfossi. Hörður Harðarson er ekki beint bliður á svip þegar hann sendir boltann hér f FH-markið með sannkölluöum þrumufleyg (Timamynd Tryggvi). „Þetta var dóm- arahneyksli” Hinn dyggi stuðningsmannahópur Liverpool „The Kop”. ER LIVERP00L MEÐ GJÖRUNNIÐ SPIL? — með þriggja stiga forystu og tveimur leikjum færra en næstu lið Menn velta þvl nú almennt fyrir sér I Englandi hvort Evrópu- meistarar Liverpool séu nú þegar með unnið tafl i 1. deildarkeppn- inni i Engiandi. Liverpool hóf 1. deildina með þvílíku offorsi i haust, að menn muna ekki eftir öðru eins i langan tlma. Hraðmót KKÍ Unglinganefnd KKt gengst fyrir hraðmóti i körfuknattleik um helgina á Seltjarnarnesi. Ein- göngu lið úr 3. flokki munu taka þátt i mótinu og munu 9 lið vera skráð þátttakendur. Leikið verður I 3 riölum og komast tvö lið upp úr hverjum riöli. Riðlakeppnin fer fram á morgun en á sunnudaginn verða undanúrslit og svo úrslit, og er gert ráð fyrir aö útslitaleikur mótsins fari fram um kl. 15.30 á sunnudaginn. Ulfarnir áfram Wolves vann Newcastle 1:0 I gærkvöldi i 4. umferð enska bikarsins. Úlfarnir ieika I 5. umferðinni gegn Crystal Palace á útivelli. PeterKitchen fór til Fulham i gær fyrir 100.000 pund. I kjölfariö fylgdu þó mjög óvæntir ósigrar, t.d. tap fyrir Sheffield United I deildabikarn- um og það sem sárast var af öllu — tap fyrirNottinghamForestl 1. umferö Evrópukeppni meistara- liöa. Liverpool átti ekki lengur möguleika á aö vinna Evrópu- keppnina þrisvar i röö eins og Bayern, Ajax og Real Madrid höföu afrekaö. Menn eru nú nokk- uð almennt sammála um að nán- ast sé formsatriði fyrir Forest að vinna meistarakeppnina. Eftir þessa ósigra var reyndar ekki að sjá á úrslitum leikja Liverpool, að þeir hefðu haft nokkur áhrif. En það gerðu þeir — áhrifin komu aöeins siðar i ljós og þá tapaöi Liverpool Super-Cup keppninni fyrir Anderlecht. Síðan hefur leiöin legið upp á við að nýju og 6:0 sigurinn yfir Norwich á miövikudagskvöldiö undirstrikáði enn frekar styrk- leikaliösins. Liverpool er ennþá I fullu fjöri I bikarkeppninni og áhangendur liösins gera sér nú vonir um að Liverpool vinni loks hinn langþráða tvöfalda sigur — „thedouble” — þ.e. bæöi bikar og deild. Enn er löng leið á Wembley, en með þeirri heppni I bikarnum, sem einkennt hefur drætti Liverpool fram að þessu og jafn- sterku liði og Liverpool hefur á aö skipa ætti draumurinn loks aö geta rætst. Til upprifjunar birtum við hér stöðuna I 1. deild eins og hún er eftir slðustu leiki. — Þessi leikur var algert dóm- arahneyksli, sagði sárreiður þjálfari Hauka, Þorgeir Haralds- son, eftir að Haukarnir höfðu tap- að fyrir FH-ingunum i bikarnum I gærkvöldi 21:28. — Strákarnir iétu dómarana fara i taugarnar á sér og ég verð að viðurkenna að þetta var með lélegasta sem ég hef séð i dómgæslunni. — Það af- sakar ekki leik okkar manna — okkur urðu á ótrúleg mistök oft og tiðum, sagði Þorgeir ennfremur. FH-ingar höfðu undirtökin allt frá byrjun og skoruöu ávallt á undan. Haukarnir náðu aldrei að jafna, utan einu sinni þegar staöan var 4:4. Svo öruggur var sigur FH. Staðan I leikhléi var 12:11 fyrir FH. Strax I upphafi seinni hálfleiks virtist stefna f spennandi leik þvl þegar 6 min. voru liönar af s.h. var staðan 14:12 fyrir FH. Þá kom ein hroðalegasti kafli, sem maður hefur séð I vetur (13 mörk Stjörnunnar I röö gegn Leikni þó undanskilin hér). Haukarnir bók- staflega hrundu og á næstu 12 minútum skoruðu FH-ingarnir 8 mörk gegn 1 og breyttu stöðunni I 22:13. Unnið spil. Gefum Þorgeiri oröið aftur: — FH-ingarnir voru manni færri og siðan var annar rekinn út af og átti þá hinn fyrri eftir um 10 sek. af sinum tlma. — Þegar hans timi var útrunninn fór hann inná eins og lög gera ráð fyrir og örfáum sekúndum sföar er hinn kominn inná lika án þess að dómararnir, þeir Björn Kristjánsson og Hannes Þ. Sigurösson, geröu nokkra athugasemd — hvað þá timaveröir. Það skal tekið hér fram að FH-ingur var á klukk- unni. — Hlutir, sem þessir eiga ekki að geta gerst. Upp úr þessu skoruðu FH-ingar sitt 25. mark og staðan var 25:18. 1 stað þess að dæma markiö af, vegna þess að FH-ingarnir voru manni fleiri en þeir áttu að vera, var markið dæmt löglegt. Þetta hafði, sem betur fer engin úrslita- áhrif, en ekki hefði veriö öfunds- vertað vera I sporum dómaranna heföi svo veriö. Undir lokin leyst- ist leikurinn upp I vitleysu en FH vann eins og áöur sagði 28:21. Mörk FH: Geir 8/1, Viöar 5/1, Valgarö 4, Guöm. A 4/1, Janus 3, Guðm. M 3/1, Sæmundur 1. Mörk Hauka: Hörður 8/1, Óli Jó. 5, Þórir 3, Júlíus 3/1, Ingimar 1 og Arni Sv. 1 Maður leiksins: Sverrir Kristinsson, FH. PARKES DYRASTI MARKMAÐURINN John Lyall, framkvæmdastjóri Lundúnaliðsins West Ham, snar- aði peningabuddunni á borðið I gærkvöldi — keypti Phil Parkes, Sextánda sérsambandið A undanförnum árum hefur þeim farið fjölgandi er iðka skotfimi á tslandi og samkvæmt kennslu- skýrslum ársins 1977 er skotfimi iðkuð innan 8 héraðssambanda og starfandi eru 4 iþróttafélög sem eingöngu iðka skotfimi, þ.e. i Reykjavik, Hafnarfirði, Hvera- gerði og Vestmannaeyjum. Meðhliðsjón af þessu svo og til- mælum er borist höfðu um stofii- un skotsambands, kallaöi fram- Maraþonkörfubolti Og þá er það maraþonkörfu- bolti. Iþróttafélagið Hörður á Patreksfirði ætlar að riöa á vaöiö með maraþonkörfubolta. Þriðji flokkur félagsins ætlar aö leika maraþonkörfubolta og hefja þeir leikinn I kvöld kl. 21 I iþrótta- húsinu á Patreksfiröi. Aheit hafa veriö I gangi á Pat- reksfiröi og er skoraö á menn aö heita 200 kr. á hvern klukkutima, sem leikinn er hjá strákunum. unglinga Bls 11 t kvæmdastjórn ISI saman til fund- ar formenn þriggja skotfélaga, til athugunar á stofnun sérsam- bands fyrir Iþróttina. Hinn 10. jan. sl. ákvað framkvæmda- stjórnin að stofnaö skyldi sér- samband um skotlþróttina og var stofnþing þess haldið föstudaginn 16. febrúar s.l. Þar voru mættir 12 fulltrúar frá 4 héraðssamböndum auk forseta, varaforseta og gjaldkera ISl svo og framkvæmdastjóra og skrif- stofustjóra ISl. Stofnþingiö setti og stjórnaöi Gisli Halldórsson forseti KI. Samþykkt voru lög fyrir sam- bandið. Er skammstöfun hins nýja sambands STI og kosin var sýórn sem er þessi. Axel Sölvason formaöur Björn Eiriksson gjaldkeri Guðmundur Guðmundsson ritari hinn frábæra markvörð Q.P.R. 500 þús. pund, sem er metupphæð fyrir markvörð. Nottingham For- est greiddi Stoke 250 þús. pund fyrir Peter Shilton, landsliðs- markvörö fyrir tveimur árum. Parkes, sem hefur veriö aðal- máttarstólpi Q.P.R. undanfarin ár, mun koma til með að styrkja West Ham-liöiö mikiö, en „Hammers” er nú að berjast viö að endurheimta sæti sitt i 1. deildarkeppninni — er nú i fjóröa sæti I 2. deild. PHIL PARKERS...hinn snjalli markvörður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.