Tíminn - 23.05.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.05.1979, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 23. mai 1979 Erlent yfirlit mmrnm Útgcfandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Augiýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Sími 86300. — Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 150.00. Askriftargjald kl. 3.000.00 —á mánuöi. Blaöaprent Samstaða getur náðst Astand kjaramála er með þeim hætti að afskipti rikisvaldsins i einni eða annarri mynd eru óhjákvæmileg. Menn geta verið sammála um það út af fyrir sig að samningar eigi að vera frjálsir, en i þeirri stöðu sem nú er upp komin er ekkert, bókstaf- lega ekkert ráðrúm til sliks. Aður en um frjálsa og ábyrga kjarasamninga getur orðið að ræða verður að ná jafnvægi i efnahagslifinu. Vegna aðstæðnanna nú og að undanförnu hefur það verið afstaða Framsóknarflokksins að brýnt sé að endurskoða hið sjálfvirka visitölukerfi. Það hef- ur verið afstaða framsóknarmanna, að meðan rikjandi ástand helst sé það eðlilegt að skerða visi- tölubætur þeirra, sem meira bera úr býtum, með visitöluaki. Fyrir þessu vísitöluþaki hafa framsóknarmenn barist á undan förnum árum og mánuðum, vegna þess að það er sjálfsögð varnaraðgerð i ófremdarástandi, en ekki vegna þess að opinber inngrip i kjarasamninga séu sjálfsagt mál við eðli- legar aðstæður. Nú eru þessi mál enn i brennidepli fyrir 1. júni næstkomandi. Að visu er það mikilsvert að við- skiptakjörin hafa nú i fyrsta skipti áhrif á visi- tölubætur þeirra sem mest bera úr býtum, en vafa- laust þarf meira til. í samræmi við þetta eru tillög- ur framsóknarmanna i rikisstjórninni um sérstakt visitöluþak á hæstu laun. Ef treysta mætti orðum og athöfnum alþýðu- flokksmanna verður að álykta að þeir séu á svipaðri skoðun um þetta efni,þráttfyrir skyndilegar tillögur þeirra um að rikisstjórnin kippi að sér hendinni nú þegar mest á riður. Það sem einkum bendir þó til þess að árangur eigi að geta náðst eru hin algeru sinnaskipti Alþýðu- bandalagsins að þvi er lýtur að kjarasamningum og visitölukerfinu. Alþýðubandalagið hefur nú tekið upp margyfirlýsta stefnu Framsóknarflokksins um það að visitöluþak sé óhjákvæmileg varnarað- gerð miðað við rikjandi aðstæður. Þegar er ráðherrar framsóknarmanna lögðu fram hugmyndir um nýtt visitöluþak tóku ýmsir alþýðubandalagsmenn undir þær og hafa meir að segja hert róðurinn um slikar ákvarðanir nú á undan förnum dögum. Þessum forystumönum Alþýðubandalagsins hef- ur nú skilist, að það er einfaldlega ekki framkvæmanlegt að knýja fram alla kjarasamn- inga i gildi við þær aðstæður sem ráðið hafa og rikja enn i efnahagsmálum. Þetta hafa þessir alþýðu- bandalagsforkólfar lært af eigin reynslu á undan förnum mánuðum. Þaklyfting Alþýðubandalagsins i Reykjavik var fyrsta skrefið i þá átt að brjóta nið- ur varnamúra fyrri rikisstjórnar. í kjölfarið komu opinberir starfsmenn með kjaradómi og loks flug- menn eftir harða byltu við vinnuveitendur sina. Það sem nú veldur helst áhyggjum er það að sam- starfsflokkar framsóknarmanna i rikisstjórninni hafa ekki viljað taka höndum saman um heildarað- gerðir sem skapi nægilegt svigrúm til að leggja grunninn að framtiðarþróun þessara mála. Um mótun slikrar stefnu er nú rætt og deilt i stjórnarlið- inu, eða hvort menn láti við það sitja að bregðast við nýjum og nýjum kjaradeilum eftir þvi sem þær koma upp. En hvað sem þvi liður sýna sinnaskipti Alþýðubandalagsins vilja forráðamanna þess til að snúast gegn vandanum. Sú samstaða sem virðist hafa tekið um visi- töluþakið sem varnaraðgerð bendir til þess að sam- staða geti náðst um heildaraðgerðir. js. Brésnjeí býður Tito velkominn Flutti Tító boð frá Hua til Brésnjefs? Verður gerður nýr vináttusamningur? Sendi Hua skilaboö? TITO forseti Júgóslaviu verður 87 ára á föstudaginn kemur. Hann lætur þó ekki mik- ið á sjá. t siöustu viku skaut honum næstum óvænt upp i Moskvu og átti tveggja daga viöræöur viö Brésnjef. Heilsu Brésnjefs mun þannig háttaö aö hann mun ekki geta átt viöræö- ur nema i stuttan tima i einu. Þeir Titó munu þó hafa átt fleiri viöræöufundi þessa dagana. Fjölmiölar utan Sovétrikjanna hafa rætt talsvert um viöræöur þeirra og hver tilgangur þeirra hafi veriö. Af yfirlýsingu,sem þeir birtu eftir þær er ráöiö.aö þeir hafi fjallaö mest um sam- skipti Sovétrikjanna og Júgóslaviu.en einnig hafi veriö rætt um önnur mál. Yfirlýsingin er talin veru- legur ávinningur fyrir Titó, þvi aö samkvæmt henni lýsa þeir báöir yfir þvi.aö kommúnista- riki eigi aö geta átt góöa sam- búö, þótt þau framfylgi kenningunum á mismunandi hátt vegna ólikra aöstæöna. Meginreglan eigi aö vera sú, aö þau hlutist ekki til um innan- rikismál hvers annars. Þetta er sú afstaöa,sem Titó hefur jafnan haldið fram, en leiötogar Sovét- rikjanna hafa ekki alltaf veriö henni samþykkir. Má I þvi sam- bandi minna á ihlutun þeirra I Ungverjalandi og Tékkóslóvakiu. Eins og staðan i alþjóöamál- um er nú, getur það einnig veriö ávinningur fyrir Brésnjef aö birta meö Tito sameiginlega yfirlýsingu um þetta efni. Hún getur veriö viss áminning til Kinverja um hvernig þeim beri aö haga sambúöinni viö Viet- nam. Samvinna leiötoga Sovét- rikjanna og Júgóslaviu sem eru og hafa veriö ósammála um margt, geti veriöþar til fyrir- myndar. Hún getur lika veriö ábending um hvernig Rússar og Kinverjar eigi aö haga sambúö sinni. EINS OG AÐUR segir,greindi yfirlýsingin frá þvi, aö rætt hafi verib um fleira en sambúð Sov- étrikjanna og Júgóslaviu. Vafa- litiö hefur sambúö Sovétrikj- anna og Kina einnig borið á góma. Titó hefur jafnan reynt aö bera sáttarorð milli þessara risavelda kommúnismans. Ýmsir fréttaskýrendur giska á, aö hin óvænta heimsókn hans í Moskvu hafi aö verulegu leyti rakiö rætur til þessarar sátta- starfsemi hans. Hún geti verið nýr vottur um breytingu sem viröist geta veriö i vændum i sambúö Sovétrikjanna og Kina og yröi fólgin I þvi, aö deilur þeirra yröu hófsamari en áöur og viss samskipti hæfust milli þeirra aö nýju. I þessu sambandi er vert aö geta þess, að um þaö leyti sem Tito var I Sovétrlkjunum skýröi fréttaritari Christian Science Monitor i Moskvu frá þvi, aö hinn 5. mai hefði stjórnendum Sovétrikjanna borizt bréf frá stjórn Kina, þar sem kveöið hafi viö annan og vinsamlegri tón en áöur. Bréf þetta var svar viö bréfi, sem stjórn Sovétrikjanna haföi sent Kinastjórn 17. april, en þaö haföi verið skrifaö i til- efni af þvi að stjórn Kina haföi gefiö til kynna, aö hún myndi ekki endurnýja vináttusáttmála Kina viö Sovétrikin,en hann fell- ur bráölega úr gildi, ef hann veröur ekki endurnýjaður. Bréf Sovétstjórnarinnar fjallaði um, aö hún væri fús til viöræðna um nýjan samning. Svar Kina- stjórnar frá 5. mai er talið hafa verið jákvætt og þó sérstaklega vegna þess aö ekki var sett þaö skilyröi fyrir viöræöum, aö Rússar flyttu allt herlið af 34 þús. fermilna tilgreindu land- svæöi.en það hefur áöur verið ófrávikjanlegt skilyrði Kina- stjórnar fyrir viöræðum. Ýmsir fréttaskýrendur varpa nú fram þeirri spurningu, hvort Tito hafi i framhaldi af þessu, flutt Brésnjef einhver skilaboö frá Hua og þvi geti innan tiöar veriö i vændum viöræöur milli Sovétmanna og Kinverja. FAIR fréttaskýrendur telja þó liklegt, að slikar viðræður geti leitt til verulegs árangurs I náinni framtiö. Þess er þó aö geta, að stefnan hjá Peking- mönnum getur tekið skjótum breytingum, ef þeim býður svo viö aö horfa. Þeir kunna lika aö telja það geta haft heppileg áhrif á Bandarikjamenn aö brosa örlitið I áttina til Rússa. Bandarikjamenn muni þá láta meira af hendi rakna til þess aö tryggja sér vinfengi Kinverja. A sama hátt kann Brésnjef aö álita aö það geti styrkt stööu hans i viðræðunum viö Carter. aö Bandarikjamenn geri sér grein fyrir,aö ekki sé öruggt, aö Rússar og Kinverjar verði varanlegir andstæöingar. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.