Tíminn - 23.05.1979, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.05.1979, Blaðsíða 9
Miövikudagur 23. mai 1979 9 „Viöreisnarkveöja” til bænda: Þingmenn Alþýöu- og Sjálf- stæðisflokks gengu úr þingsal mötmæla aðstoð við bændur vegna tekjuskerðingar aí völdum söluerfiðleika lslenskir bændur fara ekki var- hluta af „sumarkvejyum” þing- manna Alþýðu- og Sjálfstæðis- flokksins þessa dagana. Á fundi Neðri deildar þingsins I gær var frumvarp um beina samninga bænda og rikisvalds um verð á landbúnaðarafurðum tekiö til at- kvæðagreiðslu. Fyrst var breytingartillaga frá Sighvati Björgvinssyni viö ákvæði til bráðabirgða samþykkt með 18atkv. gegn lS.Ihenni felst, aö sexmannanefd skuli gera til- lögu til rikisstjórnarinnar um hvernig bregöast megi við vanda þeim, sem skapast hefur vegna umframframleiðslu, svo tíman- lega „að færi gefist á að taka af- stöðu til hugsanlegrar fjárhags- legrar fyrirgreiöslu I þessu skyni við afgreiðslu fjárlaga og láns- fjáráætlunar á næsta reglulegu Alþingi,” eins og segir orðrétt. Þá kom til atkvæða breytingar- tillaga frá Stefáni Valgeirssyni Lúðvik Jósepssyni, Þörarni Frh. á bls. 19. Ný bók: Skipstjóra og stynmanna- tal tJt er komið Skip- stjóra- og stýri- mannatal. Þetta er mikið rit i þrem bind- um, samtals rösklega niu hundruð blaðsíð- ur. í fyrsta bindi eru fyrst „nokkur inn- gangsorð”, formáli, skrifaður af Guð- mundi Jakobssyni. Þá kemur ritgerð sem heitir Sjómanna- fræðsla á íslandi og er eftir Gils Guðmunds- son, en siðan eru ævi- skrár frá A til G. Annað bindi hefst á „Fisk- veiöaannál”, sem er ágrip af fiskveiðasögu. Höfundur er Asgeir Jakobsson. Þar næst koma æviskrár frá H til P. Þriðja bindið hefst á rit- geröinni Siglingar lslendinga eftir Bárð Jakobsson. Þar næst eru æviskrár frá R til ö, og loks er birt nemendatal Stýrimannaskólans frá 1891- 1976. Skipstjóra- og stýrimanna- tal er mjög vandað rit að öll- um frágangi. Útgefandi er Ægisútgáfan, og Guðmundur Jakobsson sá um útgáfuna. GP — Verslunin Gráfeldur h.f. hefur nýlega hafiö innflutning á innréttingum sem bera nafnið Lundia. Fyrir þær sakir hefur veriö opnuð ný deild i versluninni viö Þingholtsstræti. Myndin sýnir hluta af innréttingunum sem eru úr furu og hafa þann eiginleika að þeim er hægt að raða saman á óteljandi vegu. > (Timamynd: Róbert) HLH - flokkurinn í landreisu hefst með rokkhátíð i Reykjavik GP — HLH-flokkurinn vinsæli hyggur á landreisu mikla núna i sumar. Hefst hún með rokkhátið i Laugardalshöliinni á fóstudagskvöldiö. Þar munu koma fram allir helstu rokkarar landsins og fregnir herma, aö þar veröi „allt með klistrað brilljantin I hárið, eins og þeir gerðu hér um árið”. Þá erþess einnig að vænta, að gestir rokkhátlöar- innar verði klæddir i anda þess timabils er rokkið var ungt og saklaust. HLH-flokkurinn min koma fram á eftirtöldum stöðum: 25. mai Laugardalshöll, 26. mai Flúðir, 31. mai Dynheim- ar, Akureyri, 1. júni Húsavik, 2. júni Akureyri — fjölskyldu- skemmtun, 4. júni.Miðgaröur i Skagafiröi, 8. júni Stapi, Keflavik, 9. júniHvoll, 15. júni Stykkishólmur, 16. júnl Ara- tunga, 17. júni Reykjavik, 22. júm Freyvangur, Eyjafirði og 23. júni ólafsfjöröur. Útideildin lffguð við að hluta Kás — Borgarraö samþykkti á fundi sinum i gær tillögur sam- starfsnefndar um máiefni ung- linga, um að skera niöur starfsemi Útideildar allverulega, frá þvi sem áður var. Samkvæmt tillögunum verður Útideildin algjörlega undir Félagsmálaráð sett, og einungis ráðinn maöur i hálfu starfi til þeirrar starfsemi, sem heyrir beint undir unglingafulltrúa Félagsmálastofnunar. Vöktum verður stórfækkað frá þvi sem áður var og þær settar i ákveðnar skorður. Forsvarsmaður deildar- innar metur hverju sinni, miðaö við ástand á hverjum tima, hve margar vaktir verða staðnar. Útideildin fær aöstööu i vestur- enda kjallara Tónabæjar. Til samanburöar má geta þess, að áður voru 11 starfsmenn á launaskrá hjá útideild. Aætlaöur aukinn kostnaður vegna þessara nýtilhögunar Úti- deildar, frá þvi sem ráðgert er i fjárhagsáætlun borgarinnar, þar sem gert var ráð fyriraðhún yröi lögð niður, en starfsemi hennar flutt að hluta i athvarfið að Haga- mel 19 er um 11 milljónir kr. Á ársgrundvelli mun kostnaöur við. Útideildina samkv. framansögöu verða um 18 millj. kr. 84 milljónum úthlutað úr þjóðhátíðarsjóði ESE — Nýlega var styrkjum úr Þjóðhátiðarsjóði úthlutað, en til- gangur sjóðsins er sá aö veita styrld til stofnana og annarra að- ila, er hafa þaö verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta iands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tek- ið i arf. Ráöstöfunarfé sjóðsins i ár var 48 milljónir króna og þar af rann helmingur beint til Friölýsingar- sjóðs og Þjóðminjasafns, eöa 21 milljón til hvors aöila um sig. Afagangnum, 42 milljónum kr. var varið til styrkja samkvæmt umsóknum, en alls bárust sjóðn- um 75 umsóknir um styrki, aö upphæð samtals um 240 millj. kr. Auk Þjóðminjasafns og Friö lýsingarsjóðs hlutu 27 aðilar aðrir styrki og var styrkupphæö i þeim tilfellum fráhálfrimilljónkr. upp i fjórar milljónir kr. Reynis- málinu ekki áfrýjað Kás — A fundi borgarráös i gær var rætt um svokallaö „Reynismál”, bæjarþings- máiið nr. 133 frá 1976. Það er einnig þekkt undir nafninu „áhaldahúss-málið”, og var höfðað gegn borginni af starfsmanni áhaldahúss borgarinnar, vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar. Bæjarþingsdómurinn, er ný- lega hefur verið upp kveöinn, staðfesti að um ólögmæta upp- sögn hefði veriö að ræða, en skylt er aö taka fram aö máliö er að ætt og uppruna frá stjórnartfð ihaldsins. Borgarráö ákvað á fundi sinum i gær að áfrýja ekki dómi Bæjarþingsins til Hæsta- réttar. Allsherjar- fundinum frestað ESE — Vinnuveitendasam- band Islands hefur ákveðið að fresta boöuöum alisherjar- fundi sambandsins, sem vera átti I dag, um eina viku og er það gert með hiiðsjón af þeim nýju aðstæöum, sem upp eru komnar i yfirstandandi kjara- deilii. I yfirlýsingu, sem blaöinu barst i gær frá Vinnuveitenda- sambandinu, segir að VSI hafi átt frumkvæði að þvi aö óska eftir þrlhliða viðræðum VSI, ASl og FFSl I þvi skyni að finna heildariausn á þeim vanda sem við er að etja i kjaramálum. VSl telur að reyna eigi þessa leiö til þrautar og leggur áherslu á að allir aðilar sem hlut eiga aö máli, bregðist viö i samræmi viö þá ábyrgð, sem á aöilum vinnumarkaðarins hvilir, enda eru yfirstandandi verk- föll i órjúfanlegu samhengi við önnur augljós vandamál á vinnumarkaðnum. VSl litur svo á að þrihliöa viðræður af þessu tagi séu mjög mikii- vægar og vill fyrir sitt leyti skapa þaö andrúmsloft, er stuölað geti aö raunhæfum viðræðum. ræktar- fulltrúa frestað Kás — Borgarráð samþykkti I gær, meö atkvæðum Ihalds- manna I borgarráði og Björg- vins Guðmundsonar, að fram- lengja uppsagnarfrest fiski- rætarfulltrúa borgarinnar, þannig að uppsögnin taki ekki gildi fyrr en um næstu áramót. Eins og kunnugt er var ákveðið við afgreiöslu fjár- hagsáætlunar borgarinnar aö segja fiskræktarfulltrúa upp störfum. Veiöi- og fiskiræktar- ráð hefur mótmælt uppsögn- inni og hótaöi aö segja af sér ef uppsögnin yröi ekki endur- skoðuö. Ljóst er, hvaö sem þessu liður, að samþykkt borgarráös I gær er i hróplegu ósamræmi viö ákvörðun borgarstjórnar fyrr I vetur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.