Tíminn - 27.05.1979, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.05.1979, Blaðsíða 12
12 Sunnudagur 27. mai 1979 FJÖLBRAUTASKÓLINN, BREIÐHOLTI INNRITUN Innritun i Fjölbrautaskólann i Breiðholti fer að þessu sinni fram á tveim stöðum: Þriðjudaginn 5. júni og miðvikudaginn 6. júni fer innritun fram i Miðbæjarskólan- um i Reykjavik ásamt innritun annarra framhaldsskóla höfuðborgarinnar, hvorn dag kl. 9.00-18.00. Fimmtudaginn 7. júni og föstudaginn 8. júni fer innritun fram I húsakynnum skólans við Austurberg kl. 9.00-18.00. Nýnemar geta valið milli sjö mismunandi námssviða og nokkurra námsbrauta á hverju sviði eins og hér segir: 1. Almennt bóknámssvið (menntaskóla- svið), þrjár huggreinabrautir (félags- fræðibraut, tónlistarbraut, tungumála- braut) og þrjár raungreinabrautir (eðlis- fræðibraut, náttúrufræðibraut og tækni- braut). Námið stefnir beint að stúdents- prófi. 2. Heilbrigðissvið, tveggja ára heilsu- gæslubraut til sjúkraliðanáms og fram- haldsbraut að stúdentsprófi. 3. Hússtjórnarsvið, matvælatæknibraut er skiptist i eins árs grunnnám til undir- búnings Hótel- og veitingaskóla íslands og tveggja ára grunnnám til undirbúnings störfum við mötuneyti sjúkrastofnana og stórra mötuneyta. Einnig framhaldsbraut að stúdentsprófi. 4. Listasvið, tveggja ára grunnnám myndlistar og handiða og framhaldsbraut að stúdentsprófi með sérhæfingu i auglýs- ingateiknun. 5. Tæknisvið (iðnfræðslusvið), eins árs grunnnámsbrautir (verknámsskólar) i málmiðnum, rafiðnum og tréiðnum, siðan tveggja ára framhaldsbrautir i fjórum iðngreinum, húsasmiði, rafvirkjun, renni- smiði og vélvirkjun er tryggir sveinspróf eftir verkþjálfun úti i atvinnulifinu. Námssviðið veitir einnig framhald að stúdentsprófi. 6. Uppeldissvið, þrjár brautir — tvær tveggja ára grunnnámsbrautir, fóstur og þroskaþjálfabraut og félags og iþrótta- braut og fjögurra ára menntabraut að stúdentsprófi. Af grunnnámsbrautunum er nemendum einnig tryggð framhaldsmenntun að stúdentsprófi. 7. Viðskiptasvið, þrjár tveggja ára braut- ir að almennu verslunarprófi, samskipta- og málabraut, skrifstofu- og stjórnunar- braut, verslunar- og sölufræðabraut. Þá eru á viðskiptasviði þrjár þriggja ára brautir að sérhæfðu verslunarprófi, tölvu- fræðabraut, stjórnunar- og skipulags- braut, markaðs- og sölufræðabraut. Þá verður nú i fyrsta sinn boðin fram fjög- urra ára læknaritarabraut er lýkur með stúdentsprófi ásamt sérhæfingu á við- skipta- og heilbrigðissviðum skólans. Aðr- ar brautir viðskiptasviðs stefna einnig að stúdentsprófi. Skrifstofa Fjölbrautaskólans i Breiðholti að Austurbergi veitir allar nánari upplýs- ingar og geta þeir sem þess óska fengið þar kynningarrit um skólann. Afgreiðslu- timi skrifstofunnar er frá kl. 9.00-12.00 og 13.00-15.00 frá mánudegi til föstudags. Simar skólans eru 75600 — 75740 — 75761. Skólameistari. Ég þakka börnum mínum, tengdabörnum, ættingjum og vinum fyrir heimsóknir, gjafir og skeyti á 80 ára afmæli minu. Elias Bjarnason, Drangsnesi. Ný bók um seinni heimstyrlöldina Heiferman, R. og Þorsteinn Thorarensen: Seinni heim- styrjöldin Fjölvi, Rvik. 1979. 256 bls. Þaö má teljast til tiöinda, aö út er komin ný og vönduö saga seinni heimstyrjaldarinnar. Skömmu eftir lok styrjaldarinn- ar komu út hér á landi tvö verk um sögu hennar. Annaö þeirra var eftir Ólaf Hansson prófess- or, hitteftirívar Guömundsson. Siöan hefur engin heildarsaga styrjaldarinnar veriö gefin út á islensku og má öllum ljóst vera að þörfin var oröin brýn. Rit ólafe Hanssonar hefur aö vísu staöiö vel fyrir sinu, en þaö var samiö um þaö bil erstyrjöldinni lauk og byggöist þvi nær ein- göngu á yfirlitsgreinum og fréttum, skjallegar heimildir voru höfundi ekki tiltækar. Nýjar rannsóknir. Allt frá styrjaldarlokum heiúr saga striösins veriö I stööugri rannsókn. Nýjar heimildir hafa einlægt veriö aö koma I ljós og viðhorf fræöimanna til ein- stakra þátta þessa mikla hildar- leiks hafa tekiö sífelldum breyt- ingum. Og enn mun nýrra rannsókna aö vænta, enn eru skjöl aö koma fram i dagsljósiö, sem vafalitið eiga eftir að breyta viðhorfum manna. Viðamikið yfirlitsverk. Hin nýja bók Fjölvaútgáfunn- ar er mikiðverk, 256 bls. i stóru broti og mjög myndskreytt. Aðalhöfundur er bandariski prófessorinn R. Heiferman, en ritstjóri verksins var L.S. Mayer, prófessor I sögu við Marylandháskóla. Þorsteinn Thorarensen hefur þýtt ritið, skrifað inngang og kafla um sjó — og lofthernað. Einstakir þættir. Hyggjum nú um stund að ein- stökum þáttum verksins. Eins og áöur sagöi ritar Þorsteinn Thorarensen inngangskafla. Hann er skýr og skilmerkilegur og allgóð grein gerö fyrir póli- tlskri stefnumörkun Hitlers, hvað hann hafði i hyggju, hvernig hann hugöist skipta heiminum og hvert hlutskipti hann ætlaði einstökum þjóöum. Gyöinga vildi Hitler t.d. flytja til Madagaskar, og Noröurlönd- in áttu að verða eitt allsherjar kynbótabú hins ariska kyn- stofns! 1 kaflanum, sem mér viröist byggjast aö allmiklu leyti á bókinni Mein Kampf, er einnig fjallaö nokkuð um afskipti Hitlers af þýsku her- stjórninni og samskipti hans viö herforingjana. Næsti kafli, og sá fyrsti sem bandariski prófesorinn skrifar, er um millistriösárin og valda- töku nasista i Þýskalandi. Margt kemur þar athyglisvert fram, en nokkrum veigamík'i- um atriðum eru hvergi nærri nógu góö skil gerð. Þar er þá fyrst að nefna, aö mérvirðist höfundur ekki leggja nógu mikla áherslu á áhrif heimskreppunnar á þróun mála á 4. áratugnum. Efnahagsöng- þveitið I Þýskalandi er frægt og vafasaml veröur aö telja hvort nasistar hefðu nokkurn tima orðið annað en áhrifalítill smá- flokkur hefði þess ekki notuð viö. Annað atriöi er, að vegna kreppunnar vorubæði Bretar og Frakkar vanbúnir að verjast yfirgangi Hitlers. Innanlands á- standið i Frakklandi var t.a.m. þannig, aö Frakkar gátu engan veginn haldiö Versalasamning- unum til streitu, og enn siöur samið við Þjóöverja. Og vegna kreppunnar voru rikin I Miö-Evrópu mun verr í stakk búin til þess að verjast ásókn Þjóöverja en ella. Þá þykir mér höfundur gera lltiö úr þýðingu Spánarstriösins. Wrvif- ccw»* -r* 9® mty CAQ<a.€SS TALK COSTS uves Oft er i holti heyrandi nær Borgarastyrjöldin á Spáni var uppgjör fasista og lýðræðisafl- anna. Hitler og Mussóli'ni studdu Franco til valda á meðan Vesturveldin höfðu á lýðræöis- flokkana biöa ósigur, án þess að hreyfa legg eða lið. Og allt haföi þetta mikil áhrif. I fyrsta lagi fengu Þjóðverjar ágætt tækifæri til þess aö þjálfa hermenn og reyna ný hertæki á Spáni, i öðru lagi uröu úrslit borgarastyrj- aldarinnar til þess aö styrkja stöðu fasistískra afla i Evrópu. Franco hélt sér að visu utan striðsins aö mestu þegar þar aö kom, en vígstaöa Þjóöverja — og þóeinkum Itala — heföi oröiö miklum mun erfiöari, ef vinstri- sinnuölýöræðisstjórn hefði setiö að völdum á Spáni. Borgarastyrjöldin á Spáni haföi mikla þýöingu fyrir fram- vindu mála i Evrópu og þvi veröur aö gera þeim málum góð skil i riti sem þessu. Gangur striðsins Meginefci bókarinnar er lýs- ing á gangi styrjaldarinnar. Honum er lýst nákvæmlega og kemur þar margt fram, sem ekki hefur verið fjallað um á is- lensku áöur. A þaö einkum viö um sögu styrjaldarinnar á austurvigstöövunum, og þó enn frekar um Kyrrahafs- og Asiu- styrjöldina. R. Heiferman er sagður í hópi fremstu sérfræðinga i sögu Kyrrahafsstriösins. Mikil þekk- ing hans á þeim málum kemur viöa glöggt fram, en stundum liggur nærri aö hann tiundi ein- stakar orrustur um of. Kaflinn um aödraganda styrjaldarinnar á milli Bandarikjamanna og Japana er mjög góður og aö minu mati besti hluti bókarinn- ar. Höfundur hafnar þar algjör- lega þeirri útbreiddu skoðun, að Japanir hafi einir átt sök á styrjöldinni og sýnir ljóslega fram á, aö með efnahagslegu kverkataki ýttu Bandarikja- menn þeim fram á brún hengi- flugsins. Gangur styrjaldarinnar I Evrópu og Afriku er einnig rækilega rakinn, en óneitanlega sakna ég ýmislegs. Andspyrnu- hreyfingum hernumdu land- anna eru t.d. litil skil gerð og var þátturþeirraþó mikill. 1 þvi viöfangi má geta þess, aö Titó er hvergi nefndur á nafn I bók- inni og reyndar er frásögnin af frelsun A-Evrópu og Balkan- skaga öll mjög brotakennd. Sama gildir um ósigur Þjóð- verja á Norðurlöndum. Fyrir Is- lenska lesendur skipta þeir þættir þó meira máli en bardag- ar um einstök virki eða brýr i Þýskalandi. Siðari hluti bókar- innar, einkum sá er fjallar um fall Þriöja rikisins, virðist mér allur lakari en fyrri hlutinn, frá- sögnin gloppóttari og of mikið rætt um einstök smáatriði. Ánægjulegar undantekningar eru þó frá þessu, t.d. kaflinn um Ardennasóknina. Gott myndefni Ekki er hægt að skiljast svo við bókina, að ekki sé getið þess mikla fjölda mynda, sem hana prýöa. I bókinni eru myndir af öllum mögulegum — og ómögu- legum — atburðum og þáttum styrjaldarinnar: hertækjum, orrustum, leiðtogum, rústum o.s.frv. Nokkuð er af teikning- um, t.d. af flugvéla- og skipa- tegundum. Þá eru og nokkur kort i' bókinni. Að öllu þessu er mikill fengur, einkum myndun- um, en hálfleiöinlegt er aö sjá kort, þar sem aðeins sum staö- arheiti og örnefni eru islenskuð. Niðurstaða: Hér hefur nú verið tint til eitt og annað, sem betur hefði mátt fara. Engu aö siður er mikill fengur að þessari bók. Hún er fróðleg og skemmtileg og bætir úr brýnni þörf á riti byggöu á nýjustu upplýsingum um heimsstyrjöldina 1939-45. Ein og áður sagði hefur Þor- steinn Thorarensen þýtt bókina. Þýðing hans er lipurleg og mál- far yfirleitt gott þótt ekki sé það með öllu hnökralaust. Allur frá- gangur bókarinnar er með á- gætum. Að lokum skal þess get- ið, að senn mun von á annarri bókfrá Fjölgaútgáfunni. Húner samstæð þessari og fjallar um heimsstyrjöldina 1914-18. Jón Þ. Þór. Þýski herinn og rússneski veturinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.