Tíminn - 27.05.1979, Blaðsíða 16
16
Sunnudagur 27. mal 1979
Sunnudagur 27. mal 1979
17
AM — Jón Aðalsteinn Jónsson er löngu kunnur maður fyrir störf sín sem rit-
stjóri við Orðabók Háskólans og hann hefur oftsinnis verið í útvarpi með þættina
um Daglegt piál og islenskt mál og það reyndar frá þvi fyrir daga orðabókar-
innar. Hann er einnig einn fremsti fræðimaður um frímerki á þessu landi og
sjálfur míkill frímerkjasafnari. Við höföum lengi haft augastað á að fá hann til
viðræðu viðokkur um þessi efni i sunnudagsblaði og í fyrri viku börðum við upp
á aö Geitastekk 9, þar sem Jón býr, — þótt við sjálft lægi að í okkur væri nokkur
beygur viö að missa út úr okkur einhverja málleysu eða ambögu sem slíkur
maður hlyti umsvifalaust að hanka okkur á.
En það kemur i Ijós að Jón er allsekki laus við að óttast okkur einnig, þvi hann
segist varla skilja í sér að hleypa inn á sig blaðamönnum sem Ijúga svo miklu,
eins og Friðfinnur ólafsson í Háskólabíói mun hafa orðað það. En báðir taka
áhættuna, biaðamaðurinn og Jón Aðalsteinn og i fyrstu lotu er orðabókin til um-
ræðu en viðspyrjum hvortáhugi séenn vakandi meðal almenningsásjaldheyrðu
tungutaki,en nú er algengt að heyra minnst á einhæft og litlftiðorðfæri fólks.
Rætt við Jón Aðalstein Jónsson um Orðabók
Háskólans, (rímerki, bækur og fleira
seðlunum. Seðlasafn okkar mun
ýmsum þykja nokkuð merkilegt
að þvi leyti að þar er alls ekki að
finna ýmis algengari orð. Við höf-
um einkum miöað viö þau sjald-
séöari og sem athugunar þurfa
við. Þetta starf á vegum háskól-
ans byrjaði 1944 og i 35 ár hafa
oftast starfaö aö þessu þrir menn
en nú eru fjögur fastráðin og svo
lausafólk sem vinnur að seðlaröö-
un, og seðlaskrift. Raunar má
segja að þetta sé eilifðarverk-
efni”.
„Ég gæti trúaö að kynni min af
Birni Guöfinnssyni sem hófust
þegar ég kom I Háskólann eftir
stúdentspróf 1942 hafi ráðið miklu
um þaö. Ég valdi mér þá sem
prófverkefni orð sem bundin voru
við Skaftafellssýslu og vann
þannig að verkefninu að ég fór
yfir bók Blöndals og tók upp á
spjöld orð sem merkt voru
Skaftafellssýslum og sveitum
innan þeirra. í þessu skyni fór ég
um vestursýsluna árið 1945 og til
ársins 1947 og kannaöi útbreiðslu
É6 VIL EKKI HALDA ÞVÍ FRAM AÐ
Alveg geysilegur áhugi
„Hér er alveg geysilegur áhugi
á orðasöfnuninni meðal fólks”,
svarar Jón. „Ég minnist þess að
fyrir nokkrum árum lét ég mér
detta i hug að fólk væri orðið
þreytt á okkur og þessum þáttum
og vildi gera hlé á þeim, en svo
varö aldrei úr þvi og áhuginn
viröist vaxandi frekar en hitt.
Framan af var þátturinn aðeins
15 mínútur en er nú 20 mlnútur og
hrekkur þó ekki til að gera skil
öllum ábendingum og fyrirspurn-
um sem viö fáum”.
Fer ekki heimildarmönnum um
gömul orð fækkandi?
„Eins og menn þekkja spyrjum
við margs sem varöar tlma, sem
nú eru löngu horfnir ekki sist um
atvinnuhætti og sem vænta má
fer svörum við slikum spurning-
um fækkandi, eftir þvi sem eldri
kynslóöin hverfur af sjónar-
sviöinu. Samt er mikið til af fólki
sem man hina eldri hafa tekið sér
i munn þessi orð sem við erum á
höttunum eftir og skrifar okkur.
Gjarna taka börn fyrriheimildar-
manna Við af foreldrunum, svo
segja má að stundum hafi heilar
fjölskyldur haldið tryggö viö okk-
ur”'.
Hvað um nýrra mál?
„Við verðum að nokkru leyti aö
gera upp á milli þess sem við
heyrum úr máli unglinga og ann-
arra, hvort við eigum að taka
mark á þvi en I sögulegri oröabók
verður allt að vera með ef það á
annað borð lifir góðu lifi i mæltu
máli. Mér dettur I hug aö Blöndal
sleppti ýmsu og setti spurningar-
merki viömargt, sem ekki er gott
að segja hvernig litið væri á nú.
Málfarið hlýtur llka að breytast
stöðugt og ég ætla ekki að verða
til þess aö halda þvi fram að mál-
far unga fólksins nú sé snauðara
en eldri kynslóðarinnar.
Við höfum hins vegar reynt aö
standa gegn þvi aö gott og gróðið
málfar sé afbakað til dæmis með
þvl að blaðamenn og aðrir sem
vilja skreyta mál sitt með notkun
ýmissa orðtaka noti þau rangt,
átölulaust. Einhverjir væru þá
vísir til að halda aö þannig eigi
þetta aö vera og hinn rangi
skilningur fær byr undir báða
vængi. Þvl hafa þættir okkar þró-
I heimsókn
Texi: Atli - Myndir: Róbert
ast I tvær áttir, Islenskt mál, þar
sem rætt er um dreifingu orða og
sögu og Daglegt mál, sem er
leiðbeiningarefni um notkun”.
Hafa orðtekið flestar bæk-
ur sem út hafa komið til
siðustu aldamóta
Nú ber frú Vilborg,kona Jóns
sem ættuð er úr Vestmannaeyj-
um,okkur kaffi og afbragðsmeð-
læti og okkur þykir tlmi til kom-
inn að varpa fram þeirri
spurningu sem oröabókarmenn
hafa fengið að svara oftar en
nokkurt vandræðaskáld: Hvenær
kemur bókin út?
„Já, það er nú það. Hér er slikt
starf að vinna að fæstir gera sér
það ljóst. Ég kom að Orðabókinni
1955 og á mtnum tima hefur ekki
auönast að sjá svo fyrir endann á
þessu að ég geti svarað þér en
endi á þessu kannske enginn til,
þótt einhvern tlma verði auðvitaö
hafist handa.
Oröabókin varð háskólastofnun
1965 með eigin reglugerð og stjórn
og var Halldór Halldórsson
stjórnarformaður. Þegar er búið
að orðtaka flestar bækur frá 1540,
þegar Nýja testamenti Odds
Gottskálkssonar kemur út og til
siðustu aldamóta. Enn fremur
verk merkustu höfunda á okkar
öld. En þótt eftir sé að velja oröin
I bókina þar sem elstu dæmi og
allar kunnar merkingar verða
greindar er á þaö að llta.að bókin
er vel aögengileg á slnum staö á
Hvenær hófst islensk orðasöfn-
un?
„Hún er ævagömul, Arni
Magnússon nótaði hjá sér
eftirtektarverð orð og ýmsir urðu
til að gera orðasöfn um sérstök
efni eins og Páll Vidalln um Forn-
yröi lögbókar. Svo er það sem
geymist I prentuðu máli frá
hverjum tima, þótt lengi framan
af væri lang mest um bækur guð-
rækilegs efnis. Það er ekki fyrr en
með upplýsingaöldinni sem efni
orðanna. A eftir flokkaöi ég þau
niður og kom margt i ljós við
þann samanburö. Nú sé ég eftir
að hafa ekki farið I austur sýsluna
lika þvi þeir áttu mikið af orðum
sem Vestur-Skaftfellingar þekktu
ekki. Rannsókn min náði vestur I
Þykkvabæ en þegar þangað var
komið tók mikið að draga úr
kunnugleika á einstökum orðum
og ég geri ráð fyrir að sú tilgáta
min sé rétt.að þar hafi vötnin átt
mestan hlut að máli. Um þessar
frimerkjum og held að ég hafi
byrjaö á frímerkjasöfnun þegar I
barnæsku. Að vísu hefur þetta
slitnað I sundur hjá mér en ég hef
þá tekiö upp þráðinn að nýju. Ég
hætti I nokkur ár eftir stríðið og sé
auðvitað talsvert eftir þvl nú.en
þá kom mikið út af góðum merkj-
um.
Ja, hvað ræöur þvl aö menn
taka upp á þessu? Það hlýtur að
vera safnaranáttúra I mér.eins og
ég hef lika nokkuð lagt mig eftir
bókasöfnun, með þá von í huga að
mér gæfist timi til að lesa eitt-
hvað en hann hefur nú verið
slitróttur, eins og gengur. En inn i
þennan heim hef ég leiðst og
auðvitað eru freistingar þar
margar, þegar fylla skal upp I
eyður sem smám saman fara
minnkandi en dýrt getur orðið aö
láta hverfa. Bindi menn sig til
dæmis við eitt sérstakt land leiðir
af sjálfu sér að innan um er
margt dýrt og fágætt. Þvl verða
menn að takmarka sig. Yfirleitt
hef ég safnað stimpluðum merkj-
um, en I minu ungdæmi var
auövitaö ekki mikið um söfnun
óstimplaöra merkja.
En ég vil llka koma að einum
þætti sem ekki er minnst verður I
minum augum og hann er sá að
Vilborg Guðjónsdóttir og Jón Aðalsteinn I stofunni að Geitastekk 9
MÁLFAR UN6U KYNSLÓÐARINNAR
bóka gerist fjölbreyttara og ver-
aldlegra. Við reynum að láta sem
minnst fram hjá okkur fara og ég
hef verið að fara yfir Alþingis-
tiðindin frá 1845 fyrir skemmstu
og bera þau saman við seðlasafn-
ið. Auðvitað er orðasafn Blöndals
mesta afrekið á þessu sviöi fyrir
okkar daga en hann hóf ritun
orðabókar 1903 og vann að henni
til 1920 þegar tekiö var að prenta
hana. Hann vann þetta verk
ásamt konu sinni og það er ótrú-
lega gott miöað viö allar að-
stæöur”.
Oröfæri Vestur-Skaftfeli-
inga
„En hvað um þig sjálfan Jón?
Hvers vegna snerir þú þér aö
þessu námi og siðar starfi?
athuganir ritaöi ég siðar „Litla
athugun á skaftfellskum mál-
lýskuatriðum”, I Afmæliskveðju
til Alexanders Jóhannessonar”.
Frímerkjasöfnun
En eins og Jón Aöalsteinn
sjálfur segir er orðabókarstarfiö
eilifðarverkefni og með það I
huga snúum við frá lengri orð-
ræöu um það.en vikjum að Öðru
áhugamáli Jóns, en hann er kunn-
ur frimerkjasafnari og hefur bæöi
ritað um frimerki i blöð og staðiö
að hinni veglegu bók, tslensk fri-
merki i 100 ár — 1873-1973 sem
Póstmálastofnunin gaf út i tilefni
hundraö ára afmælis Islenska fri-
merkisins
„Já,ég hef lengi veriö elskur aö
vegna frimerkjaskipta við er-
lenda safnara hef ég eignast
marga ágæta kunningja. Ég
minnist hér sem dæmi á danskan
póstmeistara sem lagöi sig eftir
islenskum merkjum. Við erum nú
báöir orönir það sterkir, hvor á
sinu sviði eftir 20 ára kynni, að
bréfaskipti okkar eru meir milli
vina en safnara. Og ég hef heim-
sótt hann á ferðalögum erlendis
og það með alla fjölskylduna
Gaman væri að hevra af starfi
þinu að „tslenskum frimerkjum I
100 ár”.
„Ég tók þetta verkefni að mér
fyrir Póstmálastofnunina og
byrjaði aö starfa við þetta árið
1970. Verkið fór fremur rólega af
stað og svo varð að vera, þar sem
bæði önnur störf og umfang verk-
efnisins hlutu að hafa sitt að
segja. Þannig gat ekki af útkomu
bókarinnar oröið 1973 á sjálfu af-
mælisárinu, þótt ég raunar fengi
nokkurt fri frá oröabókinni til
þessa. Bókin kom út 1977 I mars
ogá ensku var húngefin út I októ-
ber sama ár.
Þetta var þvi. að mestu frí-
stundastarf, en það var gaman
að vinna að þessu. Ekki fór hjá aö
ég fræddist mikiö um samtima-
sögu merkjanna við ritstörfin, en
ég hafði að vonum aögang aö
skjalasafni póstmálastofnunar-
innar og gögnum á Þjóðskjala-
safni meöan á þessu stóð. Þarna
mun getið um ein 6Ö0 merki en
bókin nær til ársins 1973, sem fyrr
segir”.
Þessi bók hefur hlotið mikið lof
fyrir bæði efnismeðferö og frá-
gang.
„Nú getur þaö ekki komiö i
minn hlut aö segja til um hið fyrr-
nefnda, en hitt er alveg rétt að
bókin er afar falleg og veglega út
gefin, litprentaðar myndir af öll-
um merkjunum og fleira mætti
upp telja. Póstmálastofnunin á
þvi mikinn heiöur skilinn fyrir
hvernig að útgáfunni var staöiö
og mér er ekki launung á aö mér
er það gleði aö geta sýnt þér hér
tvo verölaunapeninga sem bókin
hefur unnið til. Þann fyrri gull-
peninginn hérna, hlaut hún á al-
þjóðafrlmerkjasýningu Capex i
Toronto i Kanada 1978 en þennan
silfurpening á alþjóöasýningu i
Prag I september sl”.
Hvert er dýrast Islenskra fri-
merkja Jón?
„Ég held að eitt það dýrasta sé
fintakkað 10 aura frimerki frá
1902 yfirprentaö „i gildi 02-03”.
Verðgildi þess er samkvæmt nýj-
asta Facit lista 5-600 þúsund.
Gróftakkaöa afbrigðið er hins
vegar aöeins nokkurra tuga
króna virði. Þetta merki var
aldrei tii sölu I islensku pósthúsi
og kannski er ekki ástæöulaust að
gruna þrykkjarana eöa aðra hér I
Reykjavik á þessum tíma um
græsku. En þannig er heimur fri-
merkjanna. övenjulegir stimpl-
F'ramhald á bls. 31
SE SNAUÐARA EN HINNA ELDRI...”
. - ■ ■ . . ,v . .. --
reynsla Radíóbúðarinnar a öldum
ljósvakans tryggir yður
bestu vöruna og þjónustan er í sérflokki.
• •
«iiifií
Þessi reynsla skapar mikið öryggi fyrir vi
Radíóbúðarinnar, en öryggi er þa
s J ~ ~ ■
íslendingar þarfnast í hinni miklu
Leitið þess vegna ráða hjá okkur
Verslið í sérverslun með
UTASJÓNVÖRP og HLJÓMTÆKI