Tíminn - 27.05.1979, Síða 19
Sunnudagur 27. mai 1979
19
Frímerkj asaf narinn
islandske Poststempler 1,
S.H. Thorsteinsson. útgefandi
Frost Forlag, 1. oplag i februar
1979,2.oplag i marts 1979. 28bls.
No. 10 i samstæöunni „Takkens
billighefter”. Dkr. 10.00. Den
danske periode.
íslandske poststempler 2.
S.H. Thorsteinsson. Útgefandi
Frost Forlag. Marts 1979. 16 bls.
No. 11 i samstæðunni „Takkens
billighefter” Dkr. 8.50.
Blæk ann ule ring er.
Með þessum heftum er hafin
útgáfa á sögu og skráningu is-
lenskra póststimpla frá önd-
verðu og er ætlað að þessi hefta-
röð verði i 7 heftum. Segir i for-
mála 1. heftis að: „Aætlunin er,
aö heftin séu þannig út gefin að
þau hefjist hér meö hinum
danska hluta siðan komi
blekógildingar sem númer 2.
Þriöja heftið verður um kórónu
og pósthornsstimpla, hið fjórða
um númerastimpla. Þá kemur
stærsta heftið, sem mun fjalla
um schweiserstimplana og
verður númer 5. Sjötta og sjö-
unda heftið fjalla svo um sér-
stimpla, fyrsta dags stimpla og
aðra stimpla, ásamt viðbótum.
Hversulangan tima þetta tek-
ur, er ekki unnt aö segja nú, en
frá minni hendi eru flest heftin
svo gott sem fullskrifuð. Ég hefi
skrifaðum þetta efnii mörg ár i
verðlista minn Islensk frimerki.
Þá getur höfundur þess, að
hann muni halda kerfi þvi á
skráningu stimplanna, sem
Max Nörgaard notaði á sinum
tima i greininni „Islandske
Poststempler” i Nordisk
Filateliskt Tidskrift. Sé þetta
gert til að valda ekki ruglingi
meðal safnaranna á þvi sem
fyrir var i' þessum efnum.
Fyrra heftið af þeim sem út
eru komin, er þegar komið i
ööru upplagi. Þá erþriöja heftið
að koma út um þessar mundir.
Margar myndir eru i heftun-
um til aö auðvelda mönnum
skilning á efni þeirra. Þó munu
hafa orðið þau mistök við út-
gáfu, að bréf til Siguröar
Guðmundssonar, þar sem sjá
má báðar eldri gerðir
Reykjavikurstimpla, er útskýrt,
sem forfrimerkjabréf, en þar
átti að vera mynd af öðru bréfi,
sem var án stimpla, aöeins með
áritaðri tölu um greitt burðar-
gjald. Þó er á þessu bréfi
Sigurðar áritaö greitt eða refsi
burðargjald, svo að með-
höndlunin er sú sama.
Um sjaldgæfustu stimplana I
fyrra heftinu er það að segja, að
þeir eru ekki verðlagðir, en hins
vegar talinn upp sá eintaka-
fjöldi sem þekktur er af þeim
og/eöa bréfum með þeim. Þá er
og I fyrra heftinu birt i heild
sinni, fæðingarvottorð Islenska
póstsins eða prentun frá
Hrappsey af „Anlæg til en Post-
væses Indretting udi Island”.
Frá 1782. Var þetta skjal gefið
út i Christiansborg 13. mai 1776
og er meðal annars undirritað
af Jóni Eirikssyni konferens-
ráði.
Um siðara heftið er það að
segja, að þar heföu gjarnan
mátt vera fleiri myndir af
blekógildingum. t heftingu eru
þessir kaflar: Af hverju
blekógildingar, Pósógildingar,
Aðrar ógildirtgar, Tollur,
Stimpilmerki, Greiðslumerki,
Orlof. Svo er loks skrá yfir allar
þekktar blekógildingar til þessa
dagsogheimildaskrá. Höfundur
segir 1 lokin. „Varðandi
blekógildingar verður aö segj-
ast, aö alltaf geta nýjar skotið
upp kollinum”. Þvi veröur þessi
kafi vist seint fullskráður.
Þarna eru skráöar 75
pósógildingar, en hinar eru ekki
skráöar.
Heftin erusnoturlega útgefin,
en umbrot og forsiðu hefir Leif
S. Christensen annast.
Frost forlag hefir heimilis-
fangið: Pósthólf 26, DK-2650
Hvido vre.
ó.S.
Komið, skoðið og kynnist þessum eftirsóttasta
bil austantjalds.
TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ
Vonarlandi \/Sogaveg - Sfmar 84510 84511
Byggður á grind með 65 ha. tvígengisvél (Gamla Saab-vélin)
Gormar á öllum hjólum
og billinn þvi dúnmjúkur
í holum og eiginleikar
bílsins i lausamöl
eru frábærir.
Dragið ekki að panta bíl
Til afgreiðslu strax
Hafið samband við sölumenn okkar
Station