Tíminn - 27.05.1979, Qupperneq 23

Tíminn - 27.05.1979, Qupperneq 23
Sunnudagur 27. mai 1979 23 I—PL O TUDOMAR— IISLENSKAR PLÖTUR: Frábær: A Ágæt: B Sæmileg: C Léleg: D Tycoon - Tycoon Arista/Fálkinn Af og til koma fram efnilegar rokk hljómsveitir sem spáð er miklum frama og hafa margt gott til brunns aðbera, en fæstar þeirra lifa það að sjá spá- dómana rætast. Hljómsveit eins og Toto er gott dæmi um nýtt nafn sem spáðhefur verið vinsældum, en framtiðin verð- ur siðan að skera úr um hvert framhaldið verður. Nýjasta nafnið i rokkinu vestan hafs þessa dag- ana er rokkhljómsveitin Tycoon. Fyrsta plata henn- ar er nýkomin á markað og eftir fyrstu kynni gæti ég trúað að það sem yrði uppi á teningnum með þessa hljómsveit og Toto. Þó að tónlist þessara tveggja hljómsveita sé e.t.v. ekki sambærileg að mörgu leyti, þá eru vissir punktar sem eru svo að segja nákvæmlega eins. Toto er að visu fágaðri, enda vanir session menn, en Tycoon hefur kraftinn og gömlu góðu rokk taktana i góðu lagi. Lagið „Such a woman” sem er á plötunni á örugglega eftir að ná langt og mörg önnur standa þvi ekki iangt að baki. — Tycoon er 6 manna hljóm- sveit eins og Toto og þvi er breiddin i tónlistinni ★ ★ ★ ★ svipuð og trúað gæti ég þvi að hljómsveitin ætti eftir að spjara sig I náinni framtið. — ESE 20 of a another kind - Ýmsir Polydor/Fálkinn „Punk” og „New Wave,” ásamt „Diskó” eru óumdeilanlega þær tónlistarstefnur, sem rétt eiga á þvi að kallast tónlist dagsins I dag. „Diskó” tónlistin hefur þegar komið ár sinni vel fyrir borð innan diskótekanna og útvarpsins, en þegar litið er tii „punk” og „new wave” kemur I ljós að aðþessi almenningstóniist á siður en svo greiðan aðgang að almenningi. Það er vist kunnara en frá þurfi að segja að piötu- verð hérlendis er orðið geipihátt, og þvi hugsa neytendur sig venjulega a.m.k. tvisvar um áður en þeir kaupa plötur og þá gjarnan sömu gb'mlu nöfnin aftur og aftur. Fólk veigrar sér einfaldlega við þvi aö kynna sér „framandi” tónlist og þegar fjöimiðlarnir koma ekki nema að litlu leyti til móts við þessar tóniistarstefnur, þá er ekki von á góðu. Á þessum vandamáium hefur þó verið ráöin nokkur bót með útkomu samansafnsplötunnar „20 of a another kind”, sem hefur að geyma 20 nýleg „punk” og „new wave” lög 16 þekktra hljómsveita. Nægir þar að nefna nöfn eins og The Jam, Sham 69, The Adverts, Generation X, The Stranglers, Plastic Bertrand og Stiff little fingers. Að minu viti gefur þessi plata.nokkuð góða innsýn inn i fyrrgreindar tónlistarstefnur, þó að nokkuð vanti upp á að harðiinu „pönki” séu gerð þar skii. Þess má og geta að plata þessi er ágætis party plata, eða a.m.k. ekki verri en hver önnur, og trú- íega gæti hún orðið til þess að auðvelda mönnum valið i framtiðinni. — ESE Pattí Smith-Wave Patti Smith Group Wave Arista/Fálkinn „Það er mjög erfitt að negla mig niður, enda er persónuleiki minn mjög margbrotinn. Það sama heidur mér gangandi og Leonardo Da Vinci á sinum tima, þ.e.a.s. hiðgóða og hiðilla og hiö rólega og hið ofsafengna. — Ég þarf ekki að biöjast afsökunar, né gefa skýringu á gerðum minum, þvi að ég er enn byggingarfræöingur hugans, sem er að smiða mér musteri reynslunnar. — Það er langt frá þvi að ég sé dauð, búin að vera, eða nærri búin að vera — ég er enn að viða að mér þekkingu fyrir framtiðina.” (Patti Smith árið 1978) Það hefur margt verið sagt um Patti Smith i gegnum árin, flest af þvi Ijótt, en þó eru þeir til sem fundið hafa eitthvað fallegt við hana og I verkum hennar. — Fyrsta plata Patti „Horses” hlaut ekki veruiegar vinsældir, en frá þvi að hún kom út hefur Patti Smith verið umdeildasti kvenmaðurinn I sögu rokksins. Henni hafa verið valdar nafngiftir eins og „drottning pönkaranna” og „byltingardrottning rokksins” og fyrrnefnd plata, „Horses” er nú al- mennt talin kveikjan að því sem nefnist „nýbylja” i dag. önnur piata Patti Smith nefndist „Radio Ethiopia” og með henni tryggði hún sér sess i fremstu röð Skömmu eftir útkomu plötunnar lenti hún f þvi að hálsbrotna á hljómleikum og var af þeim sökum frá störfum I rúmt ár. Þriðja plata hennar, „Easter” og jafnframt sú besta að margra áliti kom siðan út I fyrra, og meö „Wave” sem ný- komin er á markaðinn, hefur Patti Smith fest sig i sessi svo um munar. Að minu viti er „Wave” mun þyngri plata en t.a.m. „Easter” og hann þar að aö valda að hinar trúariegu vangaveltur hennar eru nú i hámarki. — Guöstrúin er kærkomið yrkisefni Patti Smith og þó hún sé efatrúarmanneskja sjálf, eða eins og hún segir: „Það má vera aö Jesús hafi dáiö fyrir syndir einhverra manna, en það voru vissulega ekki mínar syndir, sem hann dó fyrir.” Patti hefur lýst þvi yfir ★ ★ ★ ★ + að þaðsem henni finnist undursamlegast við kristn- ina sé ekki Kristur sjálfur, heldur fólkið sem á hann trúir og hefur haidiö honum lifandi nú i bráðum 2000 ár. Vangaveltur sem þessar endurspeglast i tónlist- inni á plötunni — tónlist sem ekki er gott að skil- greina með orðum. Þess má geta að upptökustjóri á „Wave” var enginn annar en Todd Rundgren og er útkoman eftir þvi. Hljómsveit Patti Smth er ein sú harösnúnasta sem um getur, enda gjörþekkja allir liðsmenn hennar hver annan og þvi er ekki annað hægt en að gefa hljóðfæraleiknum ágætiseinkunn. Eins og kemur fram hé að framan er ekki gott að skilgreina tónlistina á „Wave” meö oröum —Fólk verður að kynnast henni af eigin raun — láta sann- færast eða leiða hana einfaldlega hjá sér. — ESE ERLENDAR PLÖTUR: Frábær: ★ ★ ★ ★ ★ Ágæt: ★ ★ ★ ★ Viðunandi: ★ ★ ★ Slök: ★ ★ Léleg: ★ Gallerí, Suðurgata 7: Fjölbreytt starfsemi í sumar ESE — Starfsemi Galleris Suðurgata 7 veröur óvenju fjöl- breytt I sumar en frá miðjum mai fram til loka september verða haldnar 12 myndlistar- sýningar i galleriinu. Fjöldi erlendra listamanna mun sækja galleriið heim og sýna þar verksin auk þess sem i ráði er aö erlendir tónlistar- menn komi hingað i boði gallerisins. Þessa dagana stendur yfir af- mælissýning á vegum þeirra á Suðurgötunni, en 15. mal opnar Mary Beth Edelson frá Banda- rikjunum sýningu sina I galleri- inu og stendur sú sýning f 10 daga. Nýtt viðbit á markaðinn? Betra að smyrja brauðið HEI— I lögum frá árinu 1933 um tilbúning og verslun með smjör- liki á allt það feitmeti sem likist smjöri, að nefnast smjörliki, ef i þvi eru einhver fituefni, sem ekki eru unnin úr mjólk. Vegna áætl- ana um að hefja tilraunafram- leiðslu á viðbiti sem framleitt hefur veriö i Svlþjóð um 10 ár og þar er nefnt „Bregott”, lagði landbúnaðarráðherra eftir beiöni Osta- og smjörsölunnar, fram á Alþingi frumvarp um breytingar á áðurnefndum lögum, sem fól i sér að nota mætti allt að 25% af annarri feiti en mjólkurfitu án þess að kalla afurðina smjörliki. Frumvarp þetta fékkst ekki sam- þykkt á þessu þingi, svo enn er óvist um framgang málsins. „Bregott” er blanda af mjólkurfitu og soyaoliu og þykir sameina bestu eiginleika smjörs og borðsmjörlikis. Það er smyrjanlegt við kæliskápshita- stig en hefur bragðeiginleika smjörsins. Mjólkurbúin hafa öll tæki til framleiðslunnar, að undanteknum kælitönkum fyrir soyaoliuna. Meðalneysla á feitmeti i Svi- þjóð hefur á liðandi áratug verið nær óbreytt um 21 kg á hvern ibúa, og er það mjög svipað og hér á landi. Hlutföllin hafa hins vegar breytst. Frá árinu 1970 hefur hlutdeild mjólkuriðnaðarins I feitmeits- heildarsölunni aukist um 30%, meðan heildarsala á smjörliki hefur minnkaö um 6%. Blaðberar óskast í Keflavík vantar fólk til blaðburðar i eftirtalin hverfi í Keflavik: Faxabraut Baugholt Mávabraut Háholt Háaleiti Sunnubraut Þverholt Smáratún Miðtún TÍMINN Sími 2538 d§g Húsnæðismálastofnun ríkisins Laugavedi77 Útboó Tilboð óskast í byggingu 2ja íbúða parhúss, sem reist verður í Vík í Mýrdal. Verkið er boðið út sem ein heild. útboðsgögn verða til af hendingar á skrifstofu oddvita Hvammshreppsog hjá tæknideild Húsnæðismálastofnunar rikisins gegn kr. 30.000.00 skilatryggingu. Tilboðum skal skila til sömu aðila eigi síðar en föstudaginn 15. júní 1979 kl. 14:00 og verða þauopnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. Framkvæmdanef ndar um byggingu leigu- og söluíbúa Hvammshrepps, Sr. Ingimar Ingimarsson, oddviti Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.