Tíminn - 27.05.1979, Page 25
Sunnudagur 27. mal 1979
25
„Vorboöinn ljúfi, fuglinn trúr
semfer
meöf jaörabliki háa vegaleysu”
Svona var þaö þegar Jónas
Hallgrimsson kvaö og svona er
þaö enn og vonandi framvegis.
Farfuglarnir eru þeir öruggustu
vorboöar, sem viö þekkjum.
Þeir koma um svipaö leyti vors,
hver tegund hefur sinn komu-
tima — sumir segja komudag —
og skeikar þar ekki miklu, en
ekki er aökoman hér alltaf söm
viö sig, þegar þeir heilsa hingaö
komnir yfir breitt haf og vitt. A
þessu vori hefur heimkoman
veriö bæöi önug og andstæö i
þeim mæli, aö óvist er meö öllu
um velferö vorboöanna, sem i
fyrra sumar og sumrin þar á
undan sáu heiminn i fyrsta sinn
um Island noröanvert. Þar
mættu nú viö heimkomu frost og
fannir, hregg og hriöar og engir
þeir útvegir sem bráö nauösyn
kraföi.tilfæöuöflunar þreyttum
loftfaranda.
Svalt hefur veriö um sunnan-
vert landiö þaö sem af er mai,
en þó svo mikiö betra en i öörum
landshlutum, aö ýmsir vorboöar
hafa veriö ötulir aö dorga úr
sandi og sveröi nokkuö sér til
viöurværis.
— 0 —
A hverjum degi siöan um
sumarmál hefur gefist tækifæri
til aö lita atferli vorboöanna rétt
utan viö gluggann minn. Þar er
góö grasflöt og f jær henni mat-
jurtagarðurinn umkringdur
skjólgiröingum runna og trjáa.
Þar lá snjór I vetur meö löngum
köflum svo aö klaki þiönaði þar
um sumarmál, enda var hann
þar litill og undanfarna daga
hefur klaki veriö að þiöna i
grasflötinni, þaö sé ég svo
glöggt á þvi aö nef vorboöanna
komast dýpra og dýpra meö
hverjum degi sem liöur, þegar
þeir eru aö dorga ánamaökinn
og annan maök sér til viður-
væris.
Þrestirnirokkar hér eru ekki
farfuglar, þeir eru fóðraöir rétt
utan viö bakdyrpar allan vetur-
inn og þegar þeir vilja annars
þiggja mola úr eldhúsinu. Þeir
eiga hér heima, halda sig I ill-
viðrum undir neöstu greinum
grenitrésins, sem þar stendur,
en þegar vel viörar hreykja þeir
sér á efstu greinar eöa alveg
á topp þess eöa annarra trjáa og
syngja þar hver meö sinu nefi.
Um þessar mundir eru þeir
hljóöir ikuldanum.enþeir voru
byrjaöir á ástartrillum sinum I
aprillok, þegar þá var góðviöri,
og vonandi viörar svo vel á ný,
aö gleðikliöur hljómi senn frá
trjátoppi eöa virum raflagn-
anna eða þá frá húsmæni.
Starrinn er viö og viö gestur
hér og er ekki létt aö sjá hvort
þaö eru þeir fúglar, sem hér
hafa haft vetursetu eöa eru ný-
komnir yfir hafiö. Þröstunum er
ekki vel viö komu þeirra.
Þrestir geta vel veriö heima-
rikir, þeir þekkja heimamenn
og foröast þá litt eöa ekki, en
eru varkárir er gestir sýna sig,
og þeir amast viö starra.
Lóan kom I heimsókn á gras-
flötina i fyrsta sinn 2. mai og
hún hefur veriö daglegur gestur
siöan, ekki ein, heldur margar,
en komi fleiri en tvær i einu til
ánamaðkaveiöa i senn þá er
uppi fótur og fit. Ráöriki þeirra,
sem fyrst slógu eign sinni á
veiöisvæðiö, viröist i fyrirrúmi,
rétt eins og viö landhelgi þjóö-
anna i lögvernduöum land-
helgismálum. Komi fleiri lóur
þá eru árásir visar og brott-
rekstrar öruggir.
Hrossagaukurinn kom um
sömu mundir og lóan, en hann
færekki góöanfriö til veiöanna,
þess vegna heldur hann sig
betur og öruggar á moldarbeö-
um matjurtagarösins og finnur
þar vafalaust góöa fæöu.
Fjögur pör komu samtimis I
heimsókn á grasflötina einn
daginn, en einni lóu tókst að
hrekja þau öll af veiöisvæöinu,
þó ekki um langvegu, en all-
marga ánamaöka tókst aö
dorga áöur en truflun varö og
ófriður i landhelgismálinu.
Þrösturinn skeytir litt árásum
varðgestanna enda þekkir hann
alla króka og kima umhverfis-
ins og hefst þar við milli mat-
fangatlma.
Spóinn kom svo i fyrsta sinn
11. mai til ætisleitar. Eins og
herforingi I eftirlitsgöngu spig-
sporaði hann um flötina, en
erindiö var sýnilega ekki annaö
en ætisleit og ekkert eftirlit um
ferðir annarra fugla, enda bar
lóan ekki viö aö ónáöa þennan
stolta gest, sem stilfullur og
hnarreistur, og eiginlega rogg-
inn, fetaði um grundina, i
hverju spori horfandi til hægri
og vinstri og borandi langa nefiö
svo djúpt sem það komst, stund-
um alveg upp til augna, i gras-
svöröinn, dragandi upp þaöan
dólpunga mikla og feita, sem
samanlagt hljóta aö hafa gert
góöa máltið, góöa næringu
vegmóöum gesti, komnum
sunnan frá Miðjarðarhafi.
Stelkurinn er lika kominn, en
hann hlýtur aö hafast viö nær
ströndinni, hann hefur aöeins
veriö á flugi en ekki komiö til
fæöuöflunar i garöinum eins og
hinir, og eins og gerst hefur
undanfarin vor. Máske hefur
hann séö aö öllu er áskipaö á
litlum gresjum hér.
Tjaldurinn hefur naumast
látið sjá sig, en undanfarin vor
hefúr hann stundum veriö dag-
legur gestur á þessum tima árs.
t lofti svifur krummi, hann á
hreiöur I klettum nærlendis og
svo eru allar mávategundir á
sveimi, bæöi hérlendar og
hingaðkomnar, þvl aö þaö er
lika vor og vorannir hjá þeim.
Allar þessar heimsóknir eru
boöendur vors og sumars. I
matjurtagarðinn þýöir ekki aö
sá meðan svo mikiö fjölfygli
leitar þar fanga, þar er rótaö i
moldinni og öllu umhverft i
fæöuleit.
GÍSLI KRISTJÁNSSON:
j
Vift •mm á þvl.
»ynslw okkar að dcnma or Datswn Cherry oinmitt
bfllinn sem flestir hafa verift aft lelta aft.
— Bíllinn er fallegur, hannaður með
notagildi að leiðarljósi og innréttingin
er frábær.
— Vegna þess hve DATSUN Cherry er
breiður er leit að öðrum eins þægind-
um í minni gerðum bíla.
— DATSUN Cherry er tæknilega full-
kominn og búinn öllum þeim kostum
sem hagsýnt fólk kann að meta.
FRAMHJÓLADRIF
STÓR SKUTHURÐ
2JA EÐA 4 DYRA
52 HESTAFLA VÉL (DIN)
SJALFSTÆO FJÖÐRUN A
ÖLLUM HJÓLUM
LITAÐAR RÚÐUR
INCVAR HELGASON
Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 84510 og 8451 1