Tíminn - 30.04.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.04.1970, Blaðsíða 2
2 i—i TÍMINN FIMMTUDAGUR 30. apríl 1970. Frá úrdrætti vinninga: Sigtryggur Björnsson, Jón Þór Jóhannsson, Gunnar Gunnarsson, Gísli Kristjánsson, SlgurSur Helgason og ritari hans. BÆNDURNIR SVARA - VINNINGAR Svör bárust frá á sjötta hundrað bændum Miðviikudagin'ti 15. april voru dregnir út vinndngjar í „Bændurn- itr svara“ — á skrifstofu, Borgar- fógeta í Reykjavfk. Eins og flestir muna var þetta gert í samvinnu við búnaðarblaðið FREY. t Bændurnir svara .— var fyrir- spurnarform, til þess að kvetja bændur til þess að panta varahluti og búvélar tímanlega og eims að gefa hugmjjnd um áætlaða véla- þörf. Mikil þörf var á að bæta af- greiðslu varahluta og gat formið leyst stóran hluta af þessum vanda. Svör bárust frá á sjötta hundrað bændum og var þátttaka | því mj’tfg góð. Eitt stærsta bú á landinu gat nota® þetta Ktla form til þess að panta alla hluti, sem það vissi um að vatnaði fyrir sum arið. Miikill munur er að fá pönt un snemma vetrar í stað þess að fá hana í byrjun sumars. Eftirtaldir hlutu vinninga í BÆNDURNIR SVARA: 1. Ingólfur Bjarnason, Bollastöð- stöðum, Blöndudai, A-Hún. 2. Grímur Jónsson, Klifshaga pr. Kópasker. 3. Árni Þórðarson, FUesjustöðum, Koibeinsst.hr. 4. Þorsteinn Ásmundsson, Kvern- á, Grundarfirði. 5. Óskar Indriðason, Ásatúni, Hrunamannahr. Opinn fundur á Hótel Borg 1. maí A Heimsþingi kvenna, sem hald ið var í Helsinki á sl. ári, ákvað Alþjóðasamfoand lýðræðissinnaðra kvenna að hefija fjársöfnun um heim allan, til foess að byggja handa víetnömsku þjóðinni heilsu- verndarstöð með sjúkradeildum fyrir konur og börn. Þessi stöð á að vera fyrir sameinað Víet- nam, því að við hljótum að trua því, að fyrr en seinna iétti þeim hömiungum, sem nú hrjá víet- nömsku þjóðina, og að hún fái sjálf að ráða málum sínum. taka þátt í henni. Beningarnir, sem fyrir merkin fást verða send- ir á banka í París jafnóðum og þeir koma inn, en foar verður þeim ráðstafað til kaupa á foinum ýmsu hlutum sem til framkrvæimdanna þunfa. I tilefni þess að Menningar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna foafa hafizt handa um foetta mik- ilvæga verkefni, efna foau til opins fundar á Hótel Borg að loknum útifundi 1. maí. Dagskrá fundar- ins verður: 1. Formaður MFIK, María Þor- Menningar- og friðarsamtök ís-1 steinsdóttir flytur ávarp. lenzkra bvenna foafa fengið merki j 2. Prófessor Mangrét Guðnadótt til söttiU til stuðnings þessair söfn- í ir flytur ræðu. un og vonum við að íslendingar I 3. Ingimar Eriendur Sigurðsson láti ekki sitt eftir liggja með að l rithöfundur fttytur ræðu. 6. Sigurður Marinósson, Álfgeirs- stöðum, Skagafiröi. 7. Heiðar Jóhannesson, Valbjarn- arvölium II, Borgarhr. 8. Snorri Þorsteinsison, Hvassa- felli, Norðurárdal, Mýrasýslu. 9. Gunnar Kristjánsson, Dagverð- verðareyri, pr. Akureyri. 10. Guðmundur Eyjólfsson, Hóla- tóftum, Skeiðum, Árn. 11. Þorleifur Guðnason, Norður- eyri, Súgandafirði. 12.. Sigurjón Benediktsson, Bitru- gerði, Glæsibæjarhreppi pr. Akureyri. ............. 13. Kriistján Pétursson, Svansvík, Réykjanesi, N-ís. 14. Andrés Andrésson, Berjanesi, A-Eyjafjiallafor. 15. Öskar Sigtryg-gsson, Reykjar- hóli, Ölfusi- 16. Viggó Valdi-marsson, Bræðra- bóli, Ölfusi. 17. Jón Jónsson, Hvítárbafcka, Borgarfirði. 18. Sigurbjörn Þorleifsson, Lamg- húsuim, pr. Haganesv. 19. Eriendur Björgvinsson, Fells- áis-i, Breiðdalsviik. 20. Sigurður Þorleifsson, Karis- stöðum pr. DjúpavO'gi . Vinningar verða sendir út næstu ! daga. Vill búvélade-ild S.Í.S. óska vinn ingsfoöfum til hamingju me® vinn inginn og þakka bændum fyrir mjög góðar umdirtektir í „BÆND URNIR SVARA“ og óskar þess að áframhaldandi gott samstarf verði er varðar þessi viðskipti. Sumardvöl barna að Jaðri 'flílnn árlegí kynníngar- og fjár- öflunardagur Unglingareglunnar verður næstkomandi sunnudag, 3. maí. Þá verða eins og venjulega seld merki og bókin Vorblómið alls staðar, þar sem bamastúkur starfa. Merkin kosta kr. 25.00 og bókin aðeins kr. 50.00. Þessi barnabók Unglingareglunnar. Vor- blómið, sem nú kemur út í 7. sinn, hefur náð miklum vansældum og selst í stóru upplagi. Álltaf fögnum við íslendingar komu sumarsims eftir langan og strangan vetrjr. Ein þá vaxa líka áhyggjur margra foreldra hér í borginni, ve-gna óviissunnar um að koma börnum sínum í sveit, til þess að njóta þar sólar o-g s-um- ars. Allir vita, að hér eru þús- undir barna, sem þyrftu a® kom- ast í sveit á sumrin. En nú er löngu liðin sú tíð, að hsegt íé að koma þeiim öllum í vist á venju- leg sveitabýli. Ýmis félög reyna að bæta úr þegsari þörf með því að stofna sér sfök sumarheimili í sveit fyrir borgarbörnin og leysir það niokkurn vanda. Meðal annars höf- um við góðtemplarar haft sumar- dvalarheimili fyrir börn í húsa- kynnuim okkar að Jaðri mör-g und anfarin ár. Þessi starfsemi okkar hefur verið mjög vinsæl og eft- irsótt og má m. a. þakka það því,' hive við höfum verið heppin með starfsfólk. Því miður hefur orð- ið að vísa mörgum frá árlega vegna rúmleysis. Reynt er að 'hafa vistgjöld sem alira lægst og barn- miörgu fólki er oft gefinn afslátt- ur. -•En- það ■ ejr-'dýrt- fyrirtælki að reka slík sumardvalarfoeimili, Veizlukaffi og skyndihappdrætti Borgfirðingafélagsins Kvennadeild Borgfirðingafélags- ins hefur kaffisöílu og skyindihapp drætti eins og undanfarin ár sunnu daginn 3. maí í Tjamarfoúð kl. 2.30, til fjáröflunar starfsemi sinni, s-em aðailega er í því fóígin að senda jólagj'afir til aldraðra héraðsbúa, sem hér dvelja á eMi- og hjúkrun'ar enda þótt Reykjavíkurbær hafl veitt góðan styrk til starfsemin*- ar undanfarin ár. Það ríkir því 3»- lega nokkur óvissa um fjárhaginn. Tekna er aflað m. a. með merkja- sölu fyrsta sunnudag í mafmán- uði ár hvert. Næsti merkjasölu- dagur er því á sunnudaginn kem- ur, 3. maí. Merki verða afgréidd í barnaskólum bæjarins. Sölubörn fá góð sölulaun og bíómiða í verð laun, svo sem venja er til. Unglingareglan í Reykaví'k hef- ur veg oig vanda af þessari meríkja sölu, og hún treystir foreldrum til þess að leyfa börnum sínum að selja merki og almenningi til þess að kaupa merkin og styðja með því gott málefni. Fyrirspurnum um sumardvöl baraa að Jaðri verður fyrst um sinn svarað í síma 1 57 32 frá kl. 9—'11 dag hvern. Kaffisala í Hallveigarstöðum Fjáröflunarnefnd kvennaheimilis ins HalTveigarstaðjir, efnir tíl kaffdsölu og skyndihappdrættis í kjallaraisal hússius þ- 1. maí. „Hall veigarstaðakaffi“ var 'fyrir noikkr lnm árum fastur liður í borgarlíf- inu í Reykjavík. Þá voru konur að safna fé til byggingar Hallveig- arstaða. Nú er húsið fyrir nokkr- um árum fullbúið. Fnnþá er þó vi® talsverða fjárhagsörðugleika að etja í sambandi við rekstur hússins og vi‘11 fjáröflunarnefndin m*ð kaffisölunni afia auldn« fjár til rekstrarins. Hallveigarstaðir eru eign þriggja stærstu kvenniasamtaka landsins, Kvenfélagasambands ís- lands, Kvennréttindafélags Islands og Bandalags kvenna í Reykjavík. Enn er mestur hluti hússins leigð ur 'borigardómaraemibættinu í Rvík en fcvenfélögin hafa fundarsal í kjallara og þar er líka til húsa Kvenskátafélag Reykj'avíkur og Húsmæðrafélag Reykjavíkur. Kvenfélagasamibandið hefur slcrif stofu og leiðbeiningaristöð á efstiu hæð og þar hefur Kvenréttindafé- lagið líka skrifstofu. heimilum. Þess má geta að fyrir síðustu jól sendi deildin út 116 jólapakka. Kvanmadeildin hefur nú starfað í sex ár, og er aðaJmark mið hennar að safna sér í sjóð til líknarmiála, og þegar elliheimilið rís í Borgarfirði mun hún eftir því sem fjárhagur hennar leyfir leggja skerf til þeirra stofnunar. Leiðrétting í frétt af Matsveina- og veitinga þjónaskólanum misritaðist nafn matsveinsins, sem átti sveinsstykk ið Humar vitavarðarins. Hann heit ir Sigurgeir Óskarsson, Hótel Holti. Söngskemmtun í Neskirkju SJ-Reykj'avík, þriðjudag. • Á sunnudaginn (3. maí) kl. 5 sí'ðdegis flytja þrír kórar á- samt einsöingvurum tvo þætti óratóríu Björgvins Guðmunds- sonar, „Friður á jörðu“ í Nes kirkju. Söngstjórar verða Jón H. Jónsson, skólastjóri og Jón ísleifsson, organisti. Fluttir verða I. og IV. þátt- ur verksins, og eru söngvararn- ir sarnt. 115, Kirkjukór Hvera- gerðis og Kotstrandarsóknar, Kirkjukór Ytri-Njarðvíkur og Kirkjukór Neskirkju. Einsöngv arar v-erða Álfheiður Guðmunds dóttir, Guðrún Tómasdóttir, Guðmuindur Jónisson og Sigur- veig Hjaltes'ted. Auk þess syng ur Friðbjörn Jónsson tvísöng með Sigurveigu í fyrsta þætti óratO'ríunnar. Undirleikarar kóranna eru frú Sólveig Jónsdóttir, Gróa Hjartadóttir, Jón Dalfoú Hró- bjartsson, Cari BilJdch og Páli Halldórsson. Kirkjukór Hverageriðis flytur 3 fyrstu kórana úr I. þætti. Kirkjukór Ytri-Njarðvíkur flytur síðasta kórinn úr I. þætti Kirkjukór Nieskirkju flytur IV. þátt. Alix kórarnir symgja að lok- um samán eitt lag. Aðgangur að tónleikunuim er ókeypis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.