Tíminn - 11.04.1979, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.04.1979, Blaðsíða 12
Miðvikudagur 11. apríl 1979 1 2 Nú er boðið upp á luxusinnréttingu á Trabant Allur gjörbreyttur að innan. Nýtt mælaborð, bakstilling á framsætum og hægt að leggja þau niður og allur frágangur mjög vandaður. Komið og kynnið ykkur ótrúlega vandaðan bíl á þvi sem næst leikfangaverði. TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ Vonarlandi viá Sogaveg S'imar 8-45-10 & 8-45-11 ) Bifreiðaeigendur Ath. að við höfum varahluti í hemla, i allar gerðir ameriskra bifreiöa á mjög hagstæðu verði, vegna sérsamninga viö ameriskar verksmiðjur, sem framleiða aðeins hemla- hluti. Vinsamlega gerið verðsamanburö. STILUNG HF. S"" Sendum gegn pistkröfu 31340-82740. Vegna jarðarfarar Árna Yngva Einarssonar f.v. framkvæmdastjóra á Reykjalundi verða skrifstofur, söludeildir og framleiðsludeildir Vinnuheimilisins að Reykjalundi lokaðar eftir hádegi i dag.miðvikudag. Vinnuheimilið að Reykjalundi Jörð til leigu Góð bújörð á vestanverðu Norðurlandi er til leigu i vor. Góð fjárjörð Bústofn og vélar að hluta geta fylgt. Tilboð sendist blaðinu merkt „Bújörð 1414” Verslunarstjóri Óskum að ráða verslunarstjóra frá og með 1. júni. Æskileg þekking kjötvinnslu. Húsnæði á staðnum. Umsóknir skilist fyrir 20. april. Upplýs- ingar i sima 94-7708. Kaupféiag önfirðinga Flateyri. BARNALEIKTÆKI ÍÞRÓTTATÆKI Vélaverkstæði BERNHARÐS HANNESSONAR Suöurlandsbraut 12. Sími 35810 Vasabók • Samkeppni um gullsmíði HEI — Félag fslenskra gull- smiöa er 55 ára á þessu ári. i til- efni þess var ákveöiö á aöal- fundi félagsins nýlega, aö gangast fyrir samkeppni milli félagsmanna um smiöi á hlut úr gulli eöa silfri. i haust er sföan fyrirhuguö sýning á þessum hlutum og öörum sem félags- menn hafa smiöaö. Með þessu vill félagið sýna fram á, að islensk gullsmiði stenst samanburð við erlenda, þvi hér á landi er enn stunduð handsmíði, sem viðast hvar annars staðar er að fjara út. Einnig að þarna er um að ræða listiðnað sem enn hefur ekki verið viðurkenndur sem slikur hér á landi. 1 stjórn félagsins eru: Óskar Kjartansson, Hjördis Gissurar- dóttir og Haukur Björnsson. • Hallgrímskirkja: Stórgjaílr 1 orgelsjóö HEI — Hallgrimskirkju I Reykjavik hafa borist aö gjöf i orgelsjóö kirkjunnar, verö- tryggö spariskirteini rikis- sjóös, aö upphæö 1.100.000 kr. frá konu sem ekki óskar aö láta nafns sins getiö. Sami gefandi hefur jafnframt opnað nýjan sparisjóðsreikning, nr. 29110, á nafni Hallgrims- kirkju, orgelsjóðs, hjá Spari- sjóði Reykjavikur og nágrennis, með 50 þús kr. innleggi. Inn á þann reikning má framvegis leggja allar gjafir í sjóð til kaupa á storu orgeli — er þar að kemur — i aðalkirkjusal Hall- grimskirkju. Þá hefur Hallgrimskirkju borist 500.000 kr. gjöf frá Helgu Sigurðardóttur, Kleppsvegi 10 i Reykjavik. Er göfin til minning- ar um eiginmann gefanda, Sig- urð Jónsson, múrarameistara, og foreldra hans, þau Jón Einarsson og Svanhildi Þórar- insdóttur, er bjuggu á Kotlaug- um i Hraunamannahreppi. • íslendingur ráðinn forstöðumaður deildar um lyfjamál á vegum FA0 Alþjóöa heiibrigöisstofnunin (WHO), sem er ein af sérhæfö- um undirstofnunum Sameinuöu þjóöanna, hóf starfsemi sina áriö 1948. Island varö aöili aö stofnuninni 17. júni sama ár. Nú eru aðildarþjóöir stofnunarinn- ar 152. Höfuöstöövar WHO eru i Genf i Sviss, en auk þess eru starfandi sex svæöisskrifstofur fyrir hina einsöku heimshluta. 1 svæðisskrifstofu WHO fyrir Evrópu, sem er i Kaupmanna- höfn, hefur nú verið stofnuð sér- stök starfsdeild fyrir lyfjamál og er það liður i auknum athöfn- um stofnunarinnar almennt á þessu sviði, i þvi skyni að efla hvers konar rannsóknir á lyfjum og auka þannig öryggi I dreifingu og meðferð þeirra. Jafnframt beinast aðgerðir stofnunarinnar markvisst að þvi að miðla þjóðum þriðja heimsins nauðsynlegum lyfjum á viðráðanlegum kjörum. Hin nýja lyfjadeild svæðis- skrifstofunnar i Kaupmanna- höfn tók til starfa 1. april og hef- ur Almar Grimsson, deildar- stjóri lyfjamáladeildar Heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins verið ráðinn til að veita henni forstöðu frá þeim tima til næstu tveggja ára. Hef- ur Almari verið veitt leyfi frá störfum i ráðuneytinu þann tima. Almar Grímsson er fæddur 16. april 1942 og lauk hann kandi- datsprófi frá lyfjafræðiháskól- anum i Kaupmannahöfn 1965. Almar hefur verið deildarstjóri lyfjamáladeildar Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins frá 1. des. 1971 • Nú má aftur selja ölkelduvatn Heilbrigöiseftirlit rikisins tii- kynnir aö framleiöslu- og sölu- banni á ölkelduvatni frá Lýsu- hóli I Staðasveit, sem auglýst var i október 1977, hefur veriö aflétt. Heilbrigöisnefndum er hér meö bent á ákvörðun þessa. Vasabók Segja fulltrúar i Veiði- og fiskræktarráði af sér? „Hrein bitlingaseta verði starfsmanninum sagt upp” — sagöi Davlð Oddsson, við umræður i borgarstjórn Kás — A fundi borgar- stjórnar sl. fimmtudag uröu nokkrar umræður um framtiö veiöi- og fiskræktarráös/ en eins og kunnugt er þá var ákveðið viö afgreiðslu f járhagsáætlunar borg- arinnar fyrir þetta ár, að segja upp fiskræktarfull- trúa. Spunnust umræð- urnar aðallega um það tilboð ráðsmanna að sinna störfum sínum í Veiði- og fiskræktarráði án þóknunar út árið/ verði fiskræktarfulltrúa ekki sagt upp störfum/ eins og þó er búið að ákveða. Daviö Oddson, hóf umræöuna um þetta mál, sem hann vildi kalla hægfara sjálfsmoröstil- raun ráösmanna, en hann er reyndar einn þeirra. Sagöi hann aö ef fiskræktarfulltrúa yröi sagt upp störfum,en hann er framkvæmdastjóri ráösins, þá gæti ráöiö eins lagt upp laup- ana. Stundum væri sagt aö seta 1 viölika ráöum og nefndum væru bitlingar. Yröi starfsmanninum sagt upp þá yröi um hreina bitl- ingasetu ráösmanna i veiöi- og fiskræktarráöi aö ræöa. Þaö gæti borgarstjórn ekki boöiö ráösmönnum upp á. Flutti Daviö þvi eftirfarandi tillögu, sem reyndar er sam- hljóöa tillögu sem flokksbræöur hans fluttu I borgarráöi þriöju- deginum áöur: „Borgarstjórn samþykkir aö taka boöi veiöi- og fiskræktarráös, sem fram kemur i bréfi ráösins til borgar- ráös, þar sem ráösmenn lýsa þvi yfir, aö þeir séu reiöubúnir til aö sinna störfum sinum i veiöi- og fiskræktarráöi fyrst um sinn út þetta ár án þóknun- ar, en meö eftirfarandi skilyrö- um: — aö starfsuppsögn fisk- ræktarfulltrúa veröi dregin tii baka —- aö meö einhverjum hætti veröi gert kleift aö sinna á árinu lágmarkseftirliti meö vatna- svæöum borgarinnar og þá sér- staklega Elliöaánna. — aö unnt veröi aö halda sómasamlega viö veiöiaöstöö- unni fyrir lamaöa og fatlaöa viö Elliöaár. Ariö veröi siöan notaö til aö fjalla nánar um framtiöarstööu veiöi- og fiskræktarráös. Vakin er athygli á þvi, aö fulltrúar I veiöi- og fiskræktarráöi hafa allir lýst þvi yfir, aö þeir muni aö öörum kosti segja af sér störfum I ráöinu frá 1. júni nk.” Björgvin Guömundsson, tók næstur til máls. Sagöi hann Eggert G. Þorsteinsson, for- mann veiöi- og fiskræktarráös, hafa tjáö sér fyrr I vetur, aö fiskræktarfulltrúi heföi litiö fyr- ir stafni og honum leiddist vegna ónógra verkefna. Þyi heföi þaö oröiö úr, aö ráöiö heföi samþykkt aö hefja tilraunir meö laxeldi I sjó. Sagöi Björgvin þaö viröingarvert hjá veiöi- og fiskræktarráöi, aö reyna aö sjá starfsmanni slnum fyrir nægum verkefnum. Hins vegar heföu ekki veriö tilfallandi fjármunir til þessara tilrauna viö gerö fjárhagsáætl- unar, og þvl væri I raun ekki þörf fyrir fiskræktarfulltrúa. Aö þvi búnu flutti Björgvin frávísunartillögu frá meirihlut- anum, sem reyndar er sam- hljóöa frávlsunartillögu meiri- hluta borgarráös frá 3. aprll, vegna tillögu Davlös Oddsonar. Hún er á þessa leiö: „Borgar- stjórn telur ekki unnt aö aftur- kalla uppsögn fiskiræktarfull- trúa. Hins vegar er borgar- stjórn ljóst, aö veiöi- og fisk- ræktarráö þarf aö eiga aögang aö starfskrafti. Borgarstjórn samþykkir þvl, aö skrifstofa borgarverkfræöings ásamt embætti garöyrkjustjóra vinni nauösynlegustu störf fyrir veiöi- og fiskræktarráö og vísar fram- kominni tillögu Davlös Odds- sonar frá”. Taldi Björgvin aö viö þessi málalok væri málinu bjargaö, og ráösmönnum væri vorkunn- arlaust aö halda áfram störfum I ljósi þeirra. Daviö Oddson, tók aftur til máls, og sagöi aö ef marka mætti ummæli Björgvins, þá heföi fiskræktarfulltrúar veriö sagt upp meö samþykki Egg- erts G. Þorsteinssonar, for- manns Veiöi- og fiskræktarráös. Furöaöi hann sig á tvöfeldni formannsins, sem hingaö til heföi staöiö aö öllum samþykkt- um ráösins, þar sem mótmælt væri uppsögn fiskræktarfull- trúa, og taldi þaö ekki beint fallega lýsingu sem Björgvin heföi þarna gefiö af flokksbróö- ur slnum. Einnig tóku til máls viö um- ræöuna Adda Bára Sigfúsdóttir, og Birgir Isleifur Gunnarsson. Aö endingu var frávisunartil- laga meirihlutans borin upp, og hún samþykkt meö 8:7.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.