Tíminn - 21.07.1979, Page 1

Tíminn - 21.07.1979, Page 1
íslendingaþættir fylgja blaðinu i dag Sfðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Ný byggingarreglugerð sem gildir fyilr allt landið Dýrara að byggja að búa í húsunum Kás— Félagsmálaráðuneytið hefur nýlega staðfest byggingarreglugerð, sem gild- ir fyrir allt landið. Eru þar með fallnar út gildi allar byggingarsamþykktir hinna einstöku sveitarfélaga. Hin nýja reglugerð er að mörgu leyti mjög frábrugðin öðrum byggingarsamþykktum sem í gildi hafa verið. Eru teknir upp í henni ís- lenskir og norrænir staðlar, sem með því fá jafngildi laga. - en ódýrara Er stiklaö er á helstu nýmæl- um i hinni nýju byggingar- reglugerö, þá er fyrst aö nefna einangrun húsa. Vegna hins háa oliuverös voru lágmarks- ákvæöin um einangrun húsa hert mjög frá þvi sem bygg- ingarsamþykktir geröu ráö fyrir. Hins vegar eru kröfur um einangrun ekki eins strangar fyrir hús sem eru á hitaveitu- svæöum. Vegna hinna alvarlegu skemmda (alkaliskemmda) sem mikiö hefur boriö á i seinni tiö, og sem taldar eru stafa af samverkandi áhrifum sements og steypuefna, fengnum úr sjó, er i reglugeröinni kveöiö svo á, aö slik efni skuli aö jafnaöi þvo. Er steypuefnissala , gert skylt aö láta fara fram athugun á þvi hvort efni þaö, er hann selur, fullnægir þeim kröfum, sem byggingarreglugeröin setur, og skal hann láta byggingarfull- trúa I té skriflegt vottorö um þaö frá Rannsóknarstofnun byggingariönaöarins, sé þess krafist. 1 reglugeröinni er skýrt kveö- iö á um þaö, aö 14® þakhalli veröi aö vera á þökum sem klædd eru bárujárni. Er þaö ákvæöi i samræmi viö niöur- stööur tilrauna starfsmanna Rannsóknarstofnunar bygg- ingariönaöarins, sem telja 14c þakhalla i þessi tilfelli lágmark. Þá er lagt blátt bann viö steyptum þakrennum. Er þaö gert vegna sérlega slæmrar reynslu undanfarin ár, enda hefur ófárri krónunni veriö kastaö til lagfæringa á steypt- um þakrennum. A fundi meö blaöamönnum i gær, þar sem Magnús H. Magnússon, félagsmálaráö- herra, kynnti hina nýju reglu- gerö, ásamt Hallgrimi Dalberg ráöuneytisstjóra og Zophoníasi Pálssyni, sldpulagsstjóra kom fram, aö likast til muni byggingarkostnaöur eitthvaö hækka vegna strangari ákvæöa i reglugeröinni. Hins vegar væri hér um breytingar til batnaöar aö ræöa, þannig aö eftir allt ætti aö vera ódyrara aö búa I húsinu þeg- ar þaö er fullbyggt. Vöruskiptajöfnuðurinn fyrstu sex mánuði ársins: Mun hagstæð- ari en á sama tíma í fyrra Kás — Vöruskiptajöfnuðurinn i júnimánuði sl. var óhagstæður um rúma tvo milljarða króna. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs er þvi vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stæður um tæpa fhnm milljarða króna. Er þetta mun betri útkoma en á vöruskiptajöfnuðinum á sama tima á siðasta ári. Þá var jöfnuðurinn óhagstæður um 14,5 milljarða, en hafa verður i huga, I að meðalgengi giaid íeðalgengi gjaldeyris hefur hækkað um 37,6% á þeim tima sem iiðinn er siðan. Einnig er rétt að hafa I huga, aö I júnimánuöi i ár voru flutt inn sjö skip aö verðmæti tæpir 5,5 mill- jaröar króna. Ef ekki heföi komið til þess útflutnings heföi vöru- skiptajöfnuðurinn getaö oröiö hagstæöur um nokkra milljaröa. Bensíniö hækkar vísitöluna um 1%: Verkamaður 2000 flugmaður 15.000 HEI — Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar, mun siðasta hækk- un á bensini — úr 256 i 312 krónur Bflum fjölgaði um 4. þús. á sex mánuðum — hækka visitöluna um tæplega 1%, en bensinið er þö aðeins um einn sjötti af oliuinnfiutningi til iandsins. Réttlæti prósentuvisitölunnar skenkir þvi verkamanninum um 2000 krónur á mánuöi upp I bensinhækkunina, sem liklega hrekkur skammt nema ef til vill Framhald á bls. 15 Jí Jpli /j ' *%. g ' •{- ■ 'V Kás — Bilafloti landsmanna held- ur sifelit áfram að stækka þrátt fyrir orkusparnaðartillögur ! rikisstjórninni. A fyrstu sex mán- uðum þessa árs stækkaði bilaflot- inn um fjögur þúsund stykki. Eins og fyrri daginn eru þaö fólksbilar sem eru meginpartur þessarar fjölgunar. Lada virðist enn vera mest innflutti billinn en á hæla hans kemur Volvo, Subaru, Masda og Daihatsu. Sem betur fer nærri allt sparneytnir bilar. Enn eru þó töluverður inn- flutningur á stórum drekum, hvort sem það kemur til meö að heyra sögunni um næstu áramót, þegar rikisstjórnin hyggst skatt- leggja bensingleypina. Rétt skal þó vera rétt. Og til aö vera að býsnast ekki um of yfir miklum inriflutningi, þá skal það látið fylgja meö, aö miðað við fyrstu sex mánuöi ársins I fyrra, þá hefúr bilainnflutningur dregist saman um 25%. „Sjómenn og útgerðarmenn látnir leysa mál sin með því: Að bfta í skottið á sjáffum sér” • segir Oskar Vigfússon HEI — „Við erum að sjálfsögðu óhressir yfir þessum lögum. Rökin fyrir þvi eru þau, að rikisstjórnin hefur gripið til þess ráðs — sem hefur svo oft- lega skeð— að leysa vandamál sjávarútvegsins með þvi að láta þá sem að þessum atvinnuvegi standa —sjómenn, útvegsmenn ogaðra — leysa mál sin meðþvi að bita i skottið á sjálfum sér”. Þetta var m .a. svar óskars Vig- fússonar við spurningu Timans um afstöðu sjómanna við hinum nýju bráðabirgðalögum um hækkun oliugjaids til fiskiskipa. Óskar sagöi ihlutun stjórn- valda i kjarasamninga sjó- manna aldrei vel séöa af þeirra hálfu. NU væri svo komiö, aö sjómenn meö hlutaskiptakjör þurfi aö greiöa allt að 25% af hráefnisveröi vegna vanda út- gerðarinnar. Að sjálfsögöu heföu sjómenn ætlaö, aö það væri þjóðarinnari heild, að taka þátt I gleði og sorg sjávarút- vegsins, sem væri nú einu sinni nægtabrunnur okkar lifsaf- komu. Enginn með heilbrigða skyn- semi þyrftí að ætla annað en að vandamál væru fyrir hendi I sjávarútveginum, sérstaklega vegna þessa gifurlega oliu- verðs. Þar væru okkar sam- keppnisþjóöirum markaömiklu betur á vegi staddar, sagöi Ósk- ar. En hjá mörgum þeirra greiddi rikiö niöur oliuna, til sjávarútvegsins, i staö þess aö hérværiútvegurinnlátinn leysa sin mál sjálfur auk þess að hafa á bakinu 40-50% verðbólgu. Þaö væri honum þvl enginn auöveld- ur leikur, aö fara fram á miklu hærra verð til að standa undir rekstrarkostnaðinum og gæti ekki leitt til annars en aö á end- anum veröum við bókstaflega kaffærð. Óskar sagöist þvi álita, aö kominn væri timi til fyrir Is- lendinga —- hvar i flokki sem þeir stæöu og hvaöa atvinnuveg sem þeir stunduöu — aö setjast nú niður og huga að þessum málum. Ekki væri hægt aö byggja á gengisfellingum, þvi hlyti þetta aö taka enda. Hann vildi þó taka fram, aö umrædd- ur vandi væri ekki sök laun- þega, að lausn hans yröi aö leita á öðrum stöðum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.