Tíminn - 18.08.1979, Qupperneq 5

Tíminn - 18.08.1979, Qupperneq 5
!Hlll!l!l« !l'l Laugardagur 18. ágúst 1979 5 mikilli framsýni og dugnaöi látiö útbúa lóðirnar á fjölbreytilegan og þroskandi hátt fyrir börnin i hverfinu. Lóðin er ætluð til leikjar og útivistar allan ársins hring. Þess sjást og greinileg merki, að lóðin er mikið notuð. Efnisval er að mati nefndarinnar heppilegt, jarðvegur hefur verið mótaður og mishæðir nýttar til fjölbreyttra leikja jafnt á vetrum og sumrum. Gras er á allri lóðinni nema þar sem meira slit er svo sem á bolta- velli, sem er malbikaður, og á stigum. Trjágróður er einnig á lóðinni. Leiktækjum er i hóf stillt en form landsins þeim mun betur nýtt en þau búa yfir margvisleg- um leikkostum. Lóðin er snyrtileg og viðhald gott. Skipulag lóðar var unnið af Reyni Vilhjálmssyni iandslagsarkitekt 1970 en fram- kvæmdir annaðist Þór Snorrason skrúðgarðyrkjumeistari. tbúar annast viðhald lóðarinnar sjálfir. Hið nýja frystihús tsbjarnarins i Orfirisey varö fyrir valinu sem það fyrirtæki sem býður starfs- mönnum sinum bestan aðbúnað á vinnustað. Að tilnefningu unnu Guðjón Jónsson, formaður nefnd- ar um aðbúnað á vinnustöðum, Magnús L. Sveinsson, borgarfull- trúi, varaformaður VR og Gisli Kristjá nsson, starfsmaður borgarverkfræðings. ’ I greinar- gerösegir aö hjá fiskverkunar- og útgerðarfyrirtækinu tsbirninum sé allt til slikrar fyrirmyndar Framhald á bls. 15 Fegrunarnefnd og aðrir tilkvaddir töldu frystihús tsbjarnarins besta vinnustaöinn 1979. Börn að leik við Hraunbæ 62—100, þar sem talið er hvað heppilegast umhverfi fyrir ungu kynslóðina. Sæviðarsund er snyrtileg gata og var valin sú fegursta i borginni á þessu sumri. Viðurkenning fyrir fegursta umhverfi í borginni SJ — Gmhverfismálaráð ákvaö á fundi á miðvikudag að útnefna Sæviðarsund fegurstu götu Reykjavikur 1979. Hið nýja frysti- hús ísbjarnarins var valið besti vinnustaðurinn og hepilegasta umhverfið fyrir börn taldist vera við f jölbýlishúsin Hraunbæ 62—100. t umhverfismálaráöi eru Álfheiður Ingadóttir, Sigurður Tómasson, Haukur Morthens, örnólfur Tómasson, Elln Pálma- dóttir, Sverrir Scheving Thor- steinsson og Magnús L. Sveins- son. Viðurkenningar verða afhentar á afmæli Reykjavfkur á laugardag 18. ágúst að Kjarvals- stöðum kl. 15. Að þessu sinni var ákveðið að breyta nokkuö út af vananum varðandi þessar viðurkenningar og I stað þess að veita viðurkenn- ingu fyrir snyrtilegt umhverfi stofnunar og fagurt hús, var nú leitað að ibúðarhúsalóð i borginni þar sem segja mætti með réttu að væri bestur aðbúnaður barna og ennfremur að fyrirtæki sem býður starfsmönnum sinum hvað bestan aðbúnað á vinnustað. Einnig var valin fegursta gata Reykjavikur, svo sem verið hef- ur. Að tilnefningum þessum unnu sérstakar þriggja manna nefndir á vegum ráðsins og kembdu þær borgina. Féllst umhverfismála- ráð á tillögur þeirra s.l. miðviku- dag. Bestan aöbúnað barna á ibúðarhúsalóð tilnefndu Einar E. Sæmundsen (frá barnaársnefnd Arkitektafélags tslands), Kristin G. Jónsdóttir (frá Fóstrufélag- inu) og Anna Kristbjörnsdóttir (frá leikvallanefnd Reykjavikur- borgar). t greinargerð segir aö lóðin sé dregin fram sem fulltrúi flestra lóöanna við Hraunbæ og Rofabæ, en þar hafa ibúarnir af Kbúnaðarb&nki ÍSLANDS ÚTIBÚIÐ í HVERAGERÐI hefurflutt í nýtt húsnæöi aö BREIÐUMÖRK 20 SÍMAR: 4215-4245-4285 Jafnframt býöur útibúiðföstum viðskiptavinum sínum til afnota ný GEYMSLUHÓLF ÉI|búnaðarbankinn HVERAGERÐI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.