Tíminn - 18.08.1979, Síða 6

Tíminn - 18.08.1979, Síða 6
6 Laugardagur 18. ágúst 1979 r v_ Wíwárnm Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór- 'arinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs- ingastjóri: Steingrfmur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15 sími 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð I lausasölu kr. 180.00. Áskriftargjaid kr. 3.500 á mánuði. Blaöaprent. J Haraldur Ólafsson: Grlent yfirlit Vinstri menn snú- Að minnsta kosti sveitarfélögin Fyrir nokkru var þvi haldið fram i forystugrein i þessu blaði að nauðsynlegt væri að vinda að þvi bráðan bug að koma á staðgreiðslukerfi skatta hér- lendis. Á það var bent að búið er að vinna að þessu máli um langt árabil, en framkvæmd hefur tafist af ýmsum ástæðum. Þegar unnið er að þvi að koma styrkri hagstjórn á i svo sviptingasömu efnahagslifi sem hið islenska er verður það enn brýnna en ella að skattkerfið geti umsvifalitið lagað sig að þeim breytingum sem verða i efnahagsstarfsemi og tekjum almennings. Þetta er ekki aðeins hugsað með það i huga að rikið eigi þess betri kost að fara i vasa skattborgar- ans. Siður en svo. En staðgreiðslukerfi hefur þann mikla kost að það slær á þensluna þegar vel árar og hindrar þannig óðaverðbólgu, og á sama hátt hlifir það þeim sem hlifa skyldi þegar menn verða fyrir tekjumissi eða samdrætti. Og það er reyndar ekki siður þetta siðar talda sem máli skiptir, enda vita það allir að það eru launþegarnir, og þá ekki sist láglaunafólk, vertiðar- fólk og lausráðið auk byggingamanna, sem harðast verða úti þegar samdráttur verður. Og þegar skipt- ast á skin með ófatekjum samfara óheyrilegum vinnudegi annað árið og skúrir með atvinnubresti og lágmarkstekjum hitt árið sjá það allir menn að i framkvæmd staðgreiðslukerfisins fara saman hagsmunir einstaklingsins og rikisins, hins einstaka skattgreiðanda og fjölskyldu hans annars vegar og þjóðarheildarinnar hins vegar. Alexander Stefánsson alþingismaður vikur að þessum málum i grein i TÍMANUM fyrr i þessari viku. í grein sinni drepur Alexander annars vegar á þá erfiðleika sem orðið hafa i vegi þess að stað- greiðslukerfinu yrði komið á. Hins vegar minnir hann á þá brýnu nauðsyn sveitarfélaganna að skatt- kerfinu verði breytt, en sveitarfélögin hafa ekki óbeina skattheimtu sem geti þjónað þeim eins og söluskattur og tollar styrkja fjárhag rikisins þótt beinir skattar miðist við liðið ár. Alexander Stefánsson bendir á það i grein sinni að „Sveitarstjórnamenn hafa bent á þann möguleika að setja upp sérstaklega staðgreiðslukerfi útsvara sem áfanga i allsherjarstaðgreiðslukerfi.” Og hann bætir við: ,,Ég held að það sé öllum fyrir bestu að þetta mál fái afgreiðslu sem allra fyrst. Gera má ráð fyrir að taka þurfi slikar ákvarðanir til endurskoðunar miðað við reynslu t.d. tveggja ára. Ég treysti þvi að rikisstjórnin taki þetta mál nú þegar til meðferð- ar.” Á þvi getur ekki leikið vafi að það væri réttmætt að reyna þessa leið, ef mönnum vex það i augum af einhverjum ástæðum að koma á staðgreiðslukerfi allra opinberra skatta i einum og sama áfanga, eftir þvi sem slikt verður yfirleitt gert. Um leið er þörf* sveitarfélaganna orðin svo brýn að málið getur ekki beðið lengur að þvi er fjárhag þeirra varðar. Sú mótbára að staðgreiðslukerfi muni iþyngja fólkinu á vitaskuld engan rétt á sér. Skattbyrðin verður eftir sem áður háð ákvörðun sama aðila og nú, þ.e.a.s. Alþingis, og verður við slikt kerfi miðuð við liðandi ár hverju sinni en ekki liðið, með þeim breytingum sem hljóta að fylgja. ast gegn Kómení Sífellt berast fregnir af óeirðum og átökum i íran. A mánudag heyrðist skothrið viða I borginni. Stuöningsmenn Kómenis hafa fariö I fjölmennar hópgöngur til að lýsa stuðningi viðhinnýju lög um blaöaútgáfu i landinu, og vinstri sinnar virö- ast búa sig undir mikil átök við rétttrúaöa. 1 vikunni hafa vinstri sinnar mótmælt hinum nýju blaðalögum, sem ganga út á það, aö öll gagnrýni á stjórn- völd er ólögleg. Þúsundir vinstri sinna fóru um götur Teheran til aðmótmæla þessu, sumir áætla aö allt að hundrað þúsund manns hafi tekiö þátt i mótmæl- unum. Stuðningsmenn Kómenis gerðu nýlega árás á höfuðstöðv- ar vinstri hreyfingarinnar Fedayeen ogsærðu marga með- limi hennar. Hreyfing þessi er marxisk og studdi Kómeni við að koma keisaranum frá völdum. Sfðan hefur vináttan kólnað, enda hefur Kómení i allri lagasetn- ingu og tilskipunum horfið frá nútímaskipulagi til siða horf- innar tiðar. Samkvæmt hinum nýju lögum um starfsemi blaðamanna er erlendum fréttamönnum gert að endurnýja blaðamannaskirt- einisin á þriggja mánaða fresti, viðtöl við fulltrúa stjórnvalda má ekki birta nema þau hafi áður verið lesin yfir, og jafn- framt eru fréttamenn gerðir ábyrgir fyrir öllu, sem blöð þeirra birta og fjandsamlegt er islömsku byltingunni og stjórn irönsku þjóðarinnar. Frétta- menn mega einungis eiga viðtöl við fulltrúa stjórnvalda ef viö- staddur er fulltrúi frá ráöuneyti hinnar þjóðlegu handleiöslu, eins og það heitir svo fagurlega. Eitt fyrsta verk stjórnar Bazargans eftir aö lögin tóku gildi var að banna eitt af stærri blöðum landsins vegna „siendurtekinnar gagnrýni á stjórnvöld”. Baktiar, fyrrum forsætisráð- herra I Iran heldur áfram að gagnrýna stjórnina I Teheran. Hann dvelst nú i Frakkiandi. 1 viðtali við fréttamenn i fyrra- dag sagði Baktiar, aö Kómenl mundi ekki vera við völd nema til áramóta, „og ég mun velta honumúrsessi”. Hann sagði, að þar væri ekki fyrst og fremst hin vaxandi andstaða gegn Kómeni og Bazargan, sem ylli straum- hvörfum, heldur hitt hve illa væri stjórnað I Iran, og hve gripið hefði verið til ótrúlega heimskulegra aðferða við stjórn efnahagsmála. Þetta mundi leiða tíl sprengingar fyrr eða siðar. Baktiar kvaðst mundu hverfa heim til tran til þess að reyna að koma þar á lýðræöis- skipulagi, ef það á annaö borð væri mögulegt eftir það, sem á undan er gengið. Þess má geta, að Baktiar hefur verið dæmdur til dauöa af irönskum byltingar- dómstóli. Varla stafar Kómeni nokkur veruleghættaaf Baktiar. A hinn bóginn eru vinstri hreyfingarn- ar honum til mikils ama, og fregnir um aðgerðir öfgafullra rétttrúnaöarmanna grafa und- an álití manna á stjórninni og þvi, sem hún styðst við. Stöðugt berastfregnirum, að ráðizt hafi verið á konur og þær baröar „vegna þess, að þær voru ekki sómasamlega til fara”. A máli islam þýðir það, að þær hafa ekki verið I hinum hefðbundna Kador-búningi, eða a.m.k. ekki með klút um háriö. Þróun mála I Iran sl. ár hefur verið með fádæmum. A örfáum mánuöum hefur verið horfið frá nútlmalegum stjórnarháttum til skipanar, sem byggist á fornum trúarlegum grunni. Stjórnar- farið undir Pahlevi-ættinni var meingallað, og þeir vestrænu hættir, sem keisarinn stuölaöi að, voru aðeins á yfirborðinu. Undir niðri ólgaði andstaða og óánægja. Iönvæðing landsins flutti erlendum aðilum stórfé og verulegum hluta olfugróða landsmanna var varið til aö byggja öflugan her og fjárfest- ingar I eignum erlendis. Mark- mið keisarans var aö gera tran að öflugasta herveldi I Vestur-Asíu og áhrifamesta aðilann I oliusölumálum heims- ins. Lega landsins að Persaflóa og Kaspiahafi gerir landið að ákaflega mikilvægu svæði I Asiu, og áhrif þess á allt, sem gerist við Persaflóa eru gifur- leg. Eftir að trúarleiðtoginn Kómeni varð hæstráðandi f tran hefur i vetfangi verið snúið viö blaðinu. Allt erlent er bannfært, tækniþekking lítils metin, Kór- aninn, lögbók og trúarbók Islam, gerður æösti dómur I öll- um málum. Atburðirnir I tran virðast hafa haft talsverð áhrif I nágranna- löndunum. í Afghanistan hafa trúaöir eflzt verulega og þar er haldið uppi skæruhernaði gegn hinni vinstri sinnuðu stjórn landsins, og I Pakistan hafa Islömsk lög verið tekin upp að nýju á mörgum sviðum. A Arabluskaganum þykir margt benda til þess, að Islam hafi eflzt en hafa verður i huga, að t.d. I Saudi Arabiu er Kóraninn raunveruleg lögbók og hefur verið óldum saman. Engu verður um það spáð hvort núverandi valdhafar I Iran sitja lengur eða skemur, en öllum ætti að vera ljóst, að vinstri hreyfingar I landinu munu ekki lengi sætta sig við miðaldaskipan I öllum félags- málum, og marxisk samtök af ýmsu tæi eru fjölmenn I Iran. Þau munu láta til sín taka á næstunni. JS. Hingaö nær byltingin.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.