Tíminn - 14.10.1979, Side 3

Tíminn - 14.10.1979, Side 3
Sunnudagur 14. október 1979 3 fórst að safna póstkortum? ,,Þaó vildi nú þannig til, aö ég hlustaði á erindi, sem Jón Helgason biskup hélt i Varöar- húsinu viö Kalkofnsveg, mig minnir aö þaö hafi veriö 1936, en viö þaö tækifæri skoraöi hann á fólk aö varöveita gömul kort og gamlar myndir úr Reykjavik. Ég man þaö aö máli sinu til stuönings sýndi biskupinn skuggamyndir, sem þóttí ekki amalegt í þá daga, og má segja aö þetta erindi biskupsins hafi kveikt áhugann hjá mér á söfnun póstkorta. — Voru margir I Reykjavlk á þeim tima sem söfnuöu póst- kortum? Maöur vissi þaö aldrei, en seinna frétti maður af hinum og þessum körlum, sem höfðu átt kort, en þá voru þeir flestir búnir aö farga þeim, annaö hvort til einhverra safnara eöa beint á haugana. Það fer nefni- legasvomargtá haugana sem á ekki að fara þangaö, þó aö ég hafi nú aldrei nennt aö eltast viö svoleiöist. — Legguröu mikiö á þig til þess aö ná i kort? — Nei ekki get ég sagt þaö, en einu sinni tókst mér aö ná 10 prýöis kortum af báli fyrir hreina tilviljun. Þaö er oröið nokkuð langt siöan þetta geröist og ef mig minnir rétt, þá var ég aö selja blöö niöri viö gömlu steinbryggjuna sem svo var kölluð. Þarna var veriö aö brenna einhverju gömlu drasli, en ég veitti þvi strax athygli aö viö báliö lágu þessi fínu kort. Ég hirti þau aö sjálfsögöu, en oft varö mér hugsaö til þess aö þarna heföu e.t.v. brunniö hundruö góöra korta”. //Hann heföi getað sprautað mig meö ein- hverri ólyfjan" — En hefur þaö aldrei komiö fyrir aö þú hafi keppt viö annan safnara um póstkort? „Nei, ekki man ég til þess, en þaö kom hins vegar einu sinni fyrir varöandi bækur. Éghef nú dundað mér viö aö safna bókum svona meðfram póstkortunum og eitt sinn sem oftar var ég staddur hjá Braga vini minum Brynjólfssyni, sem þá haföi ný- lega fengiö sendingu af kana- diskum bókum. Ég haföi náö i þrjár bækur úr staflanum og lagt þær á boröshorniö viö hliöina á mér á meöan ég leitaöi aö fleiri. Þá geröist þaö aö þar kom aö þjóökunnur maöur og læknir i þokkabót og stakk bók- unum undir hendina. Ég sá þetta og baö hann i öllum bæn- um aö fara varlega, þvi aö ég ætti þessar bækur. — Jæja — segir hann. — Viltu sýna mér hvaö þær eru merktar þér — og auövitaö tapaöi ég bókunum. Hann heföi sem hægast getað sprautaö einhverri ólyfjan I mig svo aö ég þoröi ekki annað en aö fara varlega”. „Jón bólstrari á vafa- laust mest" — Hvaö áttu oröiö mörg póst- kort? „Hvaö á ég nú aö segja til þess aö vera nógu stóryrtur og til þess aö láta öfunda mig? Ætli ég giski ekki á aö ég eigi á milli fjögur og fimm þúsund stykki, bæöi gömul og ný”. — Eru þetta bara islensk kort sem þú safnar? „Já, en þaö kann þó aö vera að sum þeirra hafi veriö gefin út erlendis, en samkvæmt islensk- um fyrirmyndum. Ég hef alltaf haldiö mig viö þaö aö safna aö- eins kortum af þeim stööum sem ég hef átt möguleika á aö koma á, og þó ég hafi fariö nokkrum sinnum utan, þá hef ég haldiö mig viö Islensku kortin fram aö þessu og væntanlega veröur þar engin breyting á I framtiðinni.” — Hefur þú einhverja hug- mynd um það hvaö hefur veriö gefiö út mikiö af póstkortum á Islandi? „Nei sem betur fer, segi ég sem safnari, þvi aö þá væri ekk- ert gaman aö þessu”. — Vitiö þiö hvaöa kortakarl á stærsta safniö? „Já ég held að þaö hljóti að vera Jón Halldórsson bólstrari, en hversu mikiö hann á veit ég ekki. Ég fyrir mitt leyti er nú ekkert aö spyrja aö þessu, þvi aö þá veröur maöur bara forvit- inn og vill fá að sjá þetta.” . Ánægður með 100 kort á ári — Hvaö næröu i mörg kort á ári? „Þaö er ósköp misjafnt, en ég held ég megi segja aö ég geröi mig ánægöan meö aö fá 100 ný kort á ári”. — Er ekki töluvert mál aö fylgjast meö öllum þeim kortum sem gefin eru út? „Nei þvi miöur er þaö ekki svo gott. Þaö eru bara Litbrá og Sólarfilma sem hafa gefiö út kort I ár, fyrir utan nokkur félagasamtök eins og Lions og Rotary og þetta viröist alltaf fara minnkandi meö hverju ár- inu sem liöur og fjölbreytnin fer einnig stööugt minnkandi”. — Hvert er gangveröiö á dýr- ustu kortunum i dag? „Þaö er ekki hátt, ef þú ert aö fiska eftir þvi. Ég gæti trúaö þvi aö þau kort sem viö korta- karlarnir skiptumst á fari á svona 100-200 krónur. Þaö hefur svo sitt aö segja ef kortin eru frimerkt, en þannig kort lit ég ekki á og kemur þaö til af þvi aö ég veit ekkert hvaö frimerki kosta. Ef ég tæki viö frimerkt- um kortum, þá gæti þaö oröiö til þess aö ég hlunnfæri einhvern og ég kæri mig ekkert um þaö, enda aldrei frimerkilegur ver- iö”. Atburðakort síðari ára vantar — Þú minntist á að f jölbrey tn- in færi minnkandi? „Já þvl miöur er þaö svo. Þaö vantar t.a.m. alveg kort, sem tengd eru einhverjum atburöum seinni tlma og svo viröist sem aðeins landslagskort séu gefin út I dag. Þau eru aö vlsu allra góöra gjalda verö, en þau koma ekki I staö atburöakorta. Ég get nefnt þaö sem dæmi aö vio eig- um fjöldann allan af kortum sem tengd eru frostavetrinum mikla 1918, en þaö eru engin kort til sem minna t.d. á slaginn mikla fyrir utan Alþingishúsiö 1949”. — Hefur þaö aldrei hvarflaö aö ykkur aö halda sýningu? „Jú, jú og þaö hafa nokkrar smásýningar veriö haldnar I gegn um árin. Ég geng annars meö þá hugmynd I maganum þessa dagana aö reyna aö efna til sýningar á næsta ári I tilefni af 40 ára afmæli Reykvlkinga- félagsins, en þaö var stofnaö hernámsáriö, 1940 I sjálfum hernámsmánuöinum. Þessi sýning gæti veriö þannig, aö viö sýndum gömul kort sem tengj- ast sögu Reykjavíkur og þvi er bara aö sjá hvort grundvöllur- inn er fyrir hendi.” //Þar komstu við mig ber- an" — En hvernig er þaö. Er ekk- ert um þaö aö erlendir safnarar setji sig I samband viö ykkur kortakarlana og vilji fá kort? „Þar komstu nú viö mig ber- an eins og maöurinn sagöi, þvi að ég er nýbúinn aö fá eitt slikt”, segir Bjarni og dregur fram bréf úr pússi sinu. „Þetta er frá einhverri stúlku I Banda- rlkjunum sem er aö sækjast eft- ir póstkortum meö myndum af forsetanum og þ.u.l. Ég er nú ekki búinn aö svara þessu ennþá og ætli ég reyni bara ekki aö koma þessu yfir á einhvern ann- an karl I klúbbnum”. — Hvaö segiröu? Ætlaröu ekki aö svara stúlkunni? „Ég veit þaö varla, þvl hún er aöallega I snobbi eins og ég kalla þaö og svo kann maöur varla Islensku, hvaö þá erlent sprok. Þaö hlýtur einhver karl- inn aö taka viö þessu”, segir Bjarni hugsi og réttir mér bréf- iö, sem er frá einhverri Annie Roberts i þeirri baneitruöu borg Winston-Salem I Bandarikjun- um. „Þetta er annars failegasta nafn” segir Bjarni og fullvissar undirritaöan um aö hinir kortakarlarnir vilji alveg óöir og uppvægir komast I samband viö þennan bandariska kven- mann. Póstmaður í 34 ár — Svona aö lokum Bjarni. Hvernig samræmist póst- mannsstarfiö póstkortasöfnun- inni? „Þetta gengur bara ágæt- lega” — Þú hefur e.t.v. byrjað á póstinum til þess aö eiga hæg- ara um vik meö aö ná i kort? „Nei,ekki er þaö svo slæmt og svo eru þau kort, sem um póst- húsiö fara I eigu fólks úti I bæ og þá get ég ómögulega farið aö stinga þeim undir stól”. — Þú gætir e.t.v. punktaö niö- ur hjá þér hvar fólkiö á heima og gert því svo heimsókn og boðist til aö kaupa kortin? „Já ég þakka þér góöa ábend- ingu” segir Bjarni og skellihlær. „Ég ætti kannski aö taka þetta til athugunar”. — ESE ‘ Myndir: G. E. Byggingavörudeild Sambandsins auglýsir byggingaref ni SMÍÐAVIÐUR 75x225 Kr. 3.884,- pr. m. 50x200 Kr. 2.126,- pr. m. 50x150 Kr. 1.441,- pr. m 50x125 Kr. 1.200,- pr. m 50x100 Kr. 932,- pr. m 25x175 Kr. 1.066,- pr. m 25x150 Kr. 915,- pr. m 25x125 Kr. 763,- pr. m 25x100 Kr. 610,- pr. m DOUGLAS FURA (OREGON PINE) 3x8 Kr. 5.893,- pr. m 3x10 Kr. 7.371,- pr. m 3x12 Kr. 8.844,- pr. m 4x6 Kr. 5.897,- pr. m 4x8 Kr. 7.861,- pr. m 4x10 Kr. 9.820,- pr. m 4x12 Kr. 11.787,- pr. m UNNIÐ TIMBUR Vatnsklæöning 22x110 Kr. 5.590,- pr. ferm. Gólfborð 22x113 Kr. 9.458,- pr. ferm. Gluggaefni Kr. 1.781,- pr. m Gierlistar 22m/m Kr. 123,- pr. m Grindarefni og listar 35x70 Kr. 660,- pr. m. Grindarefni og listar 27x57 Kr. 329,- pr. m. Grindarefni og listar 21x80 Kr. 400,- pr. m Grindarefni og listar 20x45 Kr. 342,- pr. m. Grindarefni og listar 15x57 Kr. 268,- pr. m Grindarefni og listar 15x22 Kr. 123,- pr. m Múrréttskeiöar 10x86 Kr. 228,- pr. m SPÓNAPLÖTUR 9 m/m 120x260 Kr. 3.987,- 12 m/m 120x260 Kr. 4.302,- 15 m/m 120x260 Kr. 4.880,- 18 m/m 120x260 Kr. 5.476,- 22 m/m 120x260 Kr. 7.264,- 25 m/m 120x260 Kr. 8.102,- LIONSPAN, SPÓNAPLÖTUR 3,2 m/m 120x255 Kr. 1.196,- LIONSPAN, VATNSLÍMDAR SPÓNAPLÖTUR HVÍTAR 3,2 m/m 120x255 Kr. 2.421,- 6 m/m 120x255 Kr. 3.745,- 9 m/m 120x255 Kr. 5.119,- SPÓNLAGÐAR VIÐARÞILJUR Coto 10 m/m Kr. 4.839,- pr. ferm. Antik eik finiine 12 m/m Kr. 5.547,- pr. ferm. Rósaviður 12 m/m Kr. 5..547,- pr. ferm Fura 12 m/m Kr. 6.878,- pr. ferm. Fjaörir Kr. 141,- pr. stk. HLJÓÐEINANGRUN 15 m/m Steinuil 30 x30 Kr. 6.642,-pr. ferm. 12 m/m Tex 30,5x30,5 Kr. 1.753,- pr. ferm. MÓTAKROSSVIÐUR 6,5 m/m 122x274 Kr. 12.640,- 9 m/m 122x274 Kr. 15.596,- 12 m/m 122x274 Kr. 18.882,- 15 m/m 122x274 Kr. 22.425,- 18 m/m 122x274 Kr. 25.966,- 12 m/m 152x305 Kr. 26.137,- 15 m/m 152x305 Kr. 31.042,- 12 m/m 120x240 Kr. 17.069,- 18 m/m 125x265 Kr. 26.997,- 15,9 m/m 122x244 Kr. 21.779,- 16 m/m 120x240 Kr. 21.095,- 27 m/m 100x250 Kr. 29.922,- 27 m/m 150x275 Kr. 49.430,- AMERÍSKUR KROSSVIÐUR DOUGLAS FURA STRIKAÐUR 12 m/m 122x244 Kr. 10.021,- 12 m/m 122x269 Kr. 12.109,- 12 m/m 122x300 Kr. 14.021,- BÁRUPLAST VERÐ pr. m. Kr. 6.051,- BÁRUPLAST, LITAÐ 1,80 m VERÐ Kr. 9.311,- BÁRUPLAST Trapez glært 103x310 Kr. 8.189,- Trapez gult 102x300 Kr. 20.403,- SÖLUSKATTUR ER INNIFALINN í VERÐINU Byggingavörur Sambandsins Ármúla 29, sími 82242.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.