Tíminn - 14.10.1979, Blaðsíða 28

Tíminn - 14.10.1979, Blaðsíða 28
Heyvinnuvélar í fjölbreyttu úrvali. Til afgreiðslu strax. X)/váJt£cUwélWv hf Kynnið ykkur verð- lækkunina á Massey- Ferguson hinsigBdadfáttafvéi ^O/iáttxx/méía/v hf MF Massey Ferguson í FIDELITY HLJÓMFLUTNINGSTÆKI Pantið myndalista. Sendum í póstkröfu. Q_lhMVAI Vesturgötull OvV/ll*ML simi 22 600 |Sunnudagur 14. október 1979 Þýskur kapp- akstursmaður aðstoðar Wart- burgeigendur AM — Um þessar mundir er staddur hérlendis á vegum Wartburg-Eisenach bifreiðaverksmiðjanna i Þýska alþýðulýðveldinu, hr. Otto Reichardt og hefur hann að undanförnu veitt Wartburg-eigendum ókeypis ráðleggingar og ábendingar varðandi rekstur og umhirðu bifreiða þeirra. Wartburg-Eisenach bifreibaverksmibjurnar voru þekktar fyrir kapp- akstursblla slna. A þessari gerb Wartburg setti Reichhardt hrabamet sitt 1956. Otto Reichard i mibju ásamt Alfred Muhlmann, verslunarfulltrúa og verkstjóra Wartburg verkstæbisins vib Raubagerbi. Við hittum hr. Reichardt og verslunarfulltrúa Þýska alþýðu- lýðveldisins hér, hr. Alfred Muhl- mann, og spurðum um bifreiöa- framleiðslu Wartburg-Eisenach. Reichardt sagði aö verksmiðj- urnar hefðu verið stofnsettar árið 1896 og þegar árið 1899 höfðu bifreiðar þeirra unnið til 22ja gullverölauna i kapp- aksturskeppnum þeirra tima. Wartburgverksmiðjurnar voru reyndar viðkunnar fyrir kapp- akstursbifreiöasmiöi sina um áratuga skeið og Reichard, sem stariað hefur hjá þeim i 40 ár, er kunnur kappasktursmaður, sem árið 1956 setti hraðamet á einum kappakstursblla Wartburg, náði 260 km hraða. Hann hefur unnið hjá þjónustudeild Wartburg- Eisenach, eftir aö hann hætti kapp- og rallýakstri og hefur verið fulltrúi þeirra i alls 33 lönd- um, en meðal annars dvaldi hann i Bretlandi i sex ár. A siöustu ára- tugum hafa Wartburg bifreiöar unnið til alls um 300 gullverð- launa I rallykeppnum. Verksmiðjurnar störfuöu óslitið fram til upphafs seinni heims- styrjaldar, en tóku til starfa að nýju 1948 og hefur framleiðsla þeirra farið sifellt vaxandi og batnandi upp frá þvi og eru Wart- burg bilar nú fluttir til fjölda landa og ekki siður vestur en austur. Margir voru að nota sér boð verksmiðjanna og leita ráða Otto Reichardts, þegar okkur bar að garði i gær og lét hann vel af dvöl- inni á Islandi, sem er 33ja landið sem hann heimsækir, eins og fyrr segir. Veltir h.f. sýnir ’80 ár- gerðina af Volvo FRI — I gær hóf Veltir hf. sýningu áUO árgerðunum af Volvo í húsnæöi sínu að Suðurlandsbraut 16. Nú í ár mun fyrirtækið bjóða uppá fleiri gerðir fólksbíla en nokkru sinni áður þar sem þrjár nýjar gerðir bætast nú í hópinn, en þær eru GLT, D5 og 345. Hin nýja stjarna Veltis hf. Volvo 345. Timamynd G.E. Stjarnan I þessum hópi að öörum ólöstuðum, er Volvo 345 fjögurra dyra bill sem eykur breidd 340 fjölskyldunnar veru- lega. Afturhurðir 345 opnast um 70 gráöur sem auðveldar mjög far- þegum aö setjast inn I bflinn. Auk þess er breidd þeirra mikil eða um 92 cm. Auk þess má geta að 80 árgerbirnar eru búnar vindskeibum (Spoiler) sem minnka orku- notkunina. billinn er útbúinn vindskeiöum (spoiler) sem minnka áhrif vinds á bilinn auk þess að vera orkusparandi. Volvo dísil Af öðrum nýjungum hjá fyrir- tækinu má nefna að nú fást Volvo- bilar með 5 strokka dísilvél en áöur var aðeins hægt að fá 6 strokka disilvélar. 5 strokka vélin er 2 litrar aö stærð —D20— og skilar hún 68 hestöflum DIN við 4800 snúninga á minútu. Verð nýju Volvobilanna er frá 6.135.000 kr. (343 DL) og allt upp i 12.020.000 kr. (264 GLE) 1 ár er fimmtugasta árið sem Volvo bilar eru fluttir hingað til landsins, og má segja að þeir hafi skapað sér nafn sem eitt traust- asta merkið á markaöinum. Tveir góbir — fulltrúar tveggja tfma f sögu Volvo Texti: AM og FRI Myndir: G. E.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.