Tíminn - 14.10.1979, Side 7

Tíminn - 14.10.1979, Side 7
 Sunnudagur 14. október 1979 Wlliiliii Umsjón: Jón Þ. Þór Það hefur orðið að samkomulagi að undirritaður annist skákþátt í Tímanum í vetur og munu þættirnir birtast i blaðinu á sunnudögum. I þáttunum verður megináhersla lögð á flutning frétta úr skákheiminum og verður reynt að láta innlendar fréttir og fréttir af Islendingum á erlendum vettvangi sitja í fyrirrúmi. Inn á milli verður svo ef til vill leitað á vit skák- sögunnar og rifjaðar upp minningar um gengna gæðinga. Haustmót T.R. hófst hinn 23. september siöastliöinn og er þátt- taka góö. Þaö setur þó svip sinn á keppnina I efsta flokki hve marga af okkar öflugustu meisturum vantar og er t.d. enginn titilhaf- anna á meöal þátttakenda. Engu aö siöur er keppnin mjög spenn- andi og hart barist sem sjá má af þvi, aö eftir sjö umferöir hefur aöeins þrem skákum lokiö meö jafntefli. Vegna mikils fjölda biöskáka er staöan i mótinu mjög óljós, en eftir 7 umferöir hefur Asgeir Þ. Arnason forystu, hefur hlotiö 5.5 v. 1 ööru sæti er Sævar Bjarnason meö 5 v. og i 3. sæti Stefán Briem meö 4,5 v. + biösk. Július Friöjónsson hefur hlotiö 3,5 v. og á tvær biöskákir, Þorsteinn Þor- steinsson hefur 3,5 v. og siöan kemur Björn Þorsteinsson meö 3 v. og þrjár biösk. Auk þeirra sem þegar hafa veriö taldir eru ýmsir gamal- reyndir kappar á meöal þátttak- enda og má þar nefna Guömund Agústsson, Jóhann Þóri Jónsson, Þóri ólafsson og Braga Björns- son. Þaö setur óneitanlega mikinn svip á þetta mót, hve fáir úr hópi yngri mannanna eru á meöal þátttakenda. í B-flokki hefur Björn Arnason forystu eftir 7 umferöir, hefur unniö allar sinar skákir. Hér kemur svo ein hörö baráttuskák frá mótinu, hún var tefld I 4. umferö. Hvitt: Stefán Briem Svart: Þorsteinn Þorsteinsson Sikileyjarvörn 1. e4-c5, 2. (4 (Þessi leikur á sér alltaf nokkra áhangendur og hann er tilvalinn vilji menn foröast margþvæld teóriuafbrigöi). 2. — Rc6, 3. Rf3 — g6, (3. — e6 er ef til vill nákvæmari leikur). 4. d3 (Hér er einnig gott aö leika 4. Bb5) 4. ----Bg7, 5. g3-e6, 6. Bg2-Rge7, 7. 0-0-d6, 8. c3-0-0, 9. Be3-Hb8, 10. Rbd2-b5, 11. d4! 11. — b4!? (Nú veröa mikil uppskipti, sem tvimælalaust eru hvitum hag- stæö. Hér kom einnig til álita aö leika 11. — cxd4 ásamt d5, Ra5 og Bd7). 12. dxc5-bxc3, 13. bxc3-Bxc3 14. Hcl-Bb2 15. cxd6-Dxd6 16. Bc5!-Dd7 17. Hbl-Hd8 18. Rb3-Dxdl 19. Hfxdl-Hxdl+ 20. Hxdl-Hb7(?) (Endatafliö er heldur hagstætt hvitum, en eftir t.d. 20. — Ba6 hefur svartur átt aö halda sinu án erfiöismuna). 21. Bfl! (Nú veröa hvitu biskuparnir mjög öflugir). 21. ---Hd7 22. Hbl-Bg7 23. Bb5-a6 24. Ba4-Hd3 25. Kf2-Hc3 26. Hcl-Hxcl 27. Rxcl-Bc3 (Hugmyndin er 28. — Bb4, en af hverju ekki einfaldlega 27. — Bf8?) 28. a3-a5 29. Ke3-Ba6 30. Re2-Bb2 31. Red4-Bcl+ 32. Kf2-Bb7 33. Rb3-Bb2 34. Ke3-f5?? (Herfilegur afleikur. Nauösynlegt var 34. — Bg7 og slöan Bf8 og svartur þarf ekkert aö óttast). 35. e5-Ba6 36. Kd2! (Nú missir svartur peö). 36. ---Bc4 37. Kc2-Bxb3+ 38. Bxb3-Bal 39. Bxe6+-Kg7 40. Kb3-h6 41. Kc4-Bb2 42. Kb5-Rd8 43. Bxe7-Rxe6 44. Kxa5-g5 (Svarta staöan er vonlaus, en 44. — Kf7 heföi ef til vill veitt meiri mótspyrnu). 45. fxg5-hxg5 46. Rxg5-Rxg5 47. Bxg5-Bxa3 48. e6-Kg6 49. e7-Kf7 50. Kb5-Bxe7 51. Bxe7-Kxe7 52. Kc5-Ke6 53. Kd4-Kf6 54. Ke3-Kf7 55. Kf4 og svartur gafst upp. KRUNK — Hugleiðingar um kosningasjónvarp Það hefur vist ekki farið framhjá neinum að töluverðar blikur eru nú á lofti i íslenskum stjórn- málum og bendir flest til þess að nýjar alþingis- kosningar verði að fara fram innan skamms. Ráðherrar í næstu ríkisstjón? — Eða ósköp venjulegir jólasveinar? Sjálfstæöisflokkurinn og Al- þýöuflokkurinn hafa lýst þvi yf- ir aö þaö sé vilji þeirra aö þing veröi rofiö og allur almenningur veröi látinn vaöa snjó upp I klof I desember, en þá veröi kosning- ar aö fara fram. Hafa gárungarnir haft þaö aö oröi aö heppilegast væri aö láta kjósa annaö hvort á aöfangadag, eöa gamlársdag og ef málin eru skoöuö ofan i kjölinn er ekki hægt aö segja annaö en aö þetta væri mjög heppileg lausn. Viö gætum sett dæmiö upp sem svo, aö ef kosiö væri á aöf angadag og atkvæöi talin á jólanótt, þá gæti sjónvarpiö sparaö sér rándýra jóladagskrá meö þvi aö hafa einfaldlega kosningasjónvarp I staöinn. Þetta myndi hafa ótvi- ræöa kosti i för meö sér og ekki ætti aö vera hörgull á jólasvein- um ef viötöl væru tekin viö frambjóöendur. Þá er ótalinn sá kostur, aö liklega myndu sjón- varpsnotendur sleppa viö aö horfa á Amal og næturgestina i átjánda sinn og i staö hinnar ágætu myndar „Þegar Trölli stal jólunum” gæti komiö þátturinn „Þegar Alþýöuflokk- urinn stal glæpnum”. — Kosn- ingaböll gætu siöan fariö fram á annan dag jóla. Kostirnir viö aö kjósa á gamlársdag gætu hins vegar veriö mun fleiri, en ef kosiö væri á aöfangadag. Þaö þarf ekki Framsóknarmann til þess aö sjá þaö aö á milli liöa 1 kosn- ingasjónvarpi væri hægt aö skjóta þáttum eins og „Heim- sókn i sirkus Geira Smart”, og i staöinn fyrir áramótaávarp for- sætisráöherra væri hægt aö birta myndir af þingflokkum Sjálfstæöisflokksins og Alþýöu- flokksins þar sem þeir dönsuöu I kringum veröbólgubáliö. Þá væru kínverjar og púöur- kerlingar óþarfar, þvl aö i staö þeirra gæti komiö þátturinn „Þegar kratar sprengdu stjórn- ina” og aö sjálfsögöu þyrfti ekk- ert áramótaskaup annaö en kosningasjónvarpiö. Atkvæöi yröu svo talin á Nýársnótt og kosningaböll stæöu ekki skemur en fram á þrettándann þegar siöasti jólasveinninn yröi kvaddur á viöeigandi hátt. Eirlkur Stefán Eirlksson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.