Tíminn - 14.10.1979, Qupperneq 27

Tíminn - 14.10.1979, Qupperneq 27
Sunnudagur 14. október 1979 27 I I I I Sagt frá nýrri kvikmynd Terrence Malick I fyrra var gerð kvikmynd í Bandaríkjunum sem heitirá frummáli Daysof Heaven (Sæludagar). Þessi mynd hefur verið sýnd víða á meginlandi Evrópu í sumar og fengið mjög góða dóma. Undirritaður sá hana fyrir nokkru og skal fúslega játað að hér er á ferð ein af athyglisverðustu kvikmyndunum sem hann hefur séð þetta árið. Sæludagð í Texas Brooke Adams (Abby) og Richard Gere (Bill) Days of Heaveneöa Sæludag- ar eins og ef til vill mætti kalla hana á Islensku, er gerö af Bandarikjamanninum Terrence Sæludaga er einnig skrifaö af Terrence Malick. Kvikmyndin gerist 1916 og segir frá tvitugum strák, Bill, yngri systur hans, þá hugmynd, en samþykkir aö lokum. Þau eru gefin saman og Bill til mikils hugarangurs virö- ist bóndinn hressast meö hverj- Linda (Linda Manez) litla systirin er sögumaöurinn Imyndinni. Malick. Ekki er hægt aö segja, aö hann sé I röö afkastamikilla kvikmyndaleikstjóra vegna þess, aö hann hefur einungis sent frá sér eina aöra mynd. Þaö er kvikmyndin' Badlands frá árinu 1974 sem vakti griöar- lega mikla athygli. Hún gerist seint á 6. áratugnum og fjallar um gjörsamlega ástæöulaus manndráp táninga og flótta þeirra undan vöröum laga og réttár. Þaö sem myndin hefur einkum veriö lofuö fyrir er ó- venjulega góö lýsing á þjóöfé- lagsaöstæöum I Bandarlkjunum og einstök persónusköpun. Stjörnuleikur Sissy Spacek og Martin Sheen, sem viö fáum vonandi aö sjá bráölega I Apocalypse Now, dró ekki úr hólinu. Leikstjórinn Terrence Malick skrifaöi handritiö. Sæludagar Handrit nýju myndarinnar Lindu, og unnustu, Abby. Þau búa I Chicago og þrælar Bill nótt sem nýtan dag til aö afla fjár fyrir brýnustu nauöþurftum þeirra I verksmiöju þar sem vinnuaðstaöan er tæplega mönnum bjóöandi. Enda fer svo aö þau kveöja þaö vlti sem verksmiöjuvinna á þessum tlma reyndist verkamönnum stór- borganna og slást I hóp farand- verkamanna sem eru á leið til Texas í leit aö vinnu viö korn- uppskeruna. í þvl skyni aö forö- ast umtal segir Bill aö Abby sé systir hans. Þegar til Texas kemur fá þau vinnu á búgarði I eigu einhleyps bónda. Hann er haldinn ólækn- andi sjúkdómi sem sagt er aö dragi hann til dauöa innan árs. Bóndinn veröur ástfanginn af Abby, Bill, sem eygir möguleika á aö ná tangarhaldi á miklum eignum, hvetur hana til að gift- ast honum. Hún tekur dræmt I um degi sem líður. Spennan á búgarðinum eykst og leggur Bill drög að því aö myröa bónda, en fær sig ekki til þess þegar á herðir. Hann veröur þess brátt á- skynja aö Abby gerist honum afhuga og ákveöur aö fara burtu meö fjölleikahópi. Ari seinna snýr hann til baka. Grunsemdir taka aö grafa um sig hjá bónda um aö ekki sé allt meö felldu meö skyldleika Abbyar og Bill þegar hann sér þau I innilegum faömlögum. Eftir nokkra á- rekstra notar Bill fyrsta tæki- færiö sem gefstog banar bónd- anum. Hann, Abby og Linda flýja frá búgaröinum, en eru elt af lögreglunni. Bill er skotinn á flóttanum, en Abby sleppur og kemur Lindu fyrir á heimavist- arskóla, Myndinni lýkur á þvl, aö hún hoppar upp I járnbrauta- lest sem full er af hermönnum á leiö til vigvallanna I Evrópu. Það besta úramerískri og evrópskri kvikmynda- gerð Söguþráöurinn er I sjálfu sér einfaldur. Uppistaöan er þrl- hyrningurinn sigildi. Þaö sem hefur vakiö aðdáun bandariskra áhorfenda er framsetningar- mátinn. t rauninni fylgir hann mjög evrópskum heföum. Malick gefur áhorfendum tlma til aö kynnast persónum mynd- arinnar. Ekki meö samræöum fullum af merkingarlausu orö- skrúöi, heldur meö þvi aö sýna atferli, leggja áherslu á svip- brigöi og sérstaklega augnatil- lit. Systir Bills, Linda, er sögu- maður myndarinnar. Hún hefur greinilega ekki tekiö eftir þeirri spennu sem er á milli bróöur hennar, Abby og bóndans. At- hugasemdir hennar virðast ekki vera I neinum tengslum viö þaö sem er aö gerast á tjaldinu. Meöan Bill berst hetjulegri bar- áttu viö aö hemja afbrýöi- semina I garð' bóndans, talar Linda um veöriö, uppskeruna og hvaö þau hafi þaö gott. Þetta séu sæludagar fyrir þau. Evrópskur leikstjóri heföi sennilega sleppt athugasemd- um Lindu og látiö þagnirnar tala, en Malick hefur ekki viljaö leggja þaö á bandariska áhorf- endur sem eru óvanir löngum þögnum I kvikmyndum. Ameriska hliö myndarinnar er tæknivinnan, sérstaklega kvikmyndatakan, sem er hreint afbragð. Um hana segir kvik- myndatökumaðurinn Nestor Al- mendros I viötali: „Flest atriöin voru kvikmynduö á þeim tlma sem Bandaríkjamenn kalla „The Magic Hour”. Þaö er sá timi dagsins þegar sólin er gengin til viöar en þó enn bjart á himni. Á allra siöustu árum hafa komið á markaöinn nýjar ljósnæmari filmur sem hafa gertkleift aö kvikmynda á þess- um tima dags án ljósa. Kvik- myndataka viö þessar aöstæöur er mjög tímafrek, en ég er þeirrar skoöunar, aö fyrirhöfnin hafi borgað sig margfaldlega. Fyrir bragöiö hefur kvikmyndin einhvern töfrablæ sem skapar henni sérstööu”. Viö þetta má bæta, aö sum atriöi Sæludaga sem eru af verkamönnum viö störf sln á viöáttumiklum hveitiekrum llkjast einna helst ótrúlega fal- legum landslagsmálverkum. GK Brooke Adams I hlutverki Abby I kvikmyndinni Sæludagar (Days of Heaven). 1 bakgrunni sjást verka- menn aö störfum á vlöáttumiklum hveitiekrum Texas.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.