Tíminn - 19.10.1979, Page 9

Tíminn - 19.10.1979, Page 9
Föstudagur 19. október 1979 9 Rít um Snorra og Jón forseta á dagskrá hjá Sögufélagínu Rætt við Einar Laxness, forseta Sögufélagsins, um félagsstarfið að fornu og nýju AM — 1 kjallara hússins aö Garöastræti 13 b er Sögufélag til húsa. Inngangurinn er þö frá Fischersundi og þegar inn kem- ur er komiö f verslun féiagsins, en inn af henni er svo fundarsal- ur stjórnar og velunnara, sem þarna eru tföir gestir. Þeir eru auk nafntogaöra sagnfræöinga þjóöarinnar stúdentar i sögu viö Háskólann og svo fólk, sem býr yfir veikleika gagnvart sögu- legu efni, án fyrirætlana um diplóm i greininni. Þaö félag sem starfar f þess- um lágreistu húsakynum státar af viröulegri aldri en flest önnur Islensk félög, þvl þaö er stofnaö áriö 1902 og þaö hefur forseta, eins og Alþingiö. Forseti Sögu- félags nú er Einar Laxness og i fyrradag mæltum viö okkur mót viö hann I Fischersundinu, til þess aö ræöa um starf þess og útgáfu. Starfsmaöur Sögu- félagsins, Ragnheiöur Þorláks- dóttir, átti sinn hlut i þessu viö- tali, þótt viö látum Einar tala fyrir bæöi, I trausti þess aö þau fyrirgefi okkur þaö, enda von- andi engin hætta á aö þau séu ekki á einu máli um þaö, sem i þessu rabbi kom fram Hvert var tilefni aö stofnun sögufélagsins? ,,Nú, félagiö er stofnaö 1902, I mars þaö ár, og ætlunin var aö þaö gæfi út bækur og heimilda- rit um sögu Islands, einkum eftir siöaskipti. Þetta timabil má segja aö hafi veriö vanrækt til þess tíma, en Bókmennta- félagiö helgaöi sig einkum forn- öldinni og miööldunum. Félagiö hefur svo gefiö út fjölda heim- ildarita frá þessum tima og stærsta verkiö er Alþingisbækur Islands, sem hafa aö geyma skýrslu um þaö sem á Alþingi geröist eftir siöaskipti, þegar fariö var aö rita þaö niöur, en þaö var á 17. öld. Þessi útgáfa hófst skömmu eftir aö félagiö var stofnaö og er henni ekki lok- iö enn. Nú eru komin 14 bindi og llklega eru tvö eftir. Þessi tvö eiga aö brúa biliö frá 1765 til 1800, þegar Alþingi er lagt niöur. Þessi útgáfa er kostuö af Alþingi nú hin siöari ár. Hvernig seljast sllkar bækur? „Akveöinn hópur manna kaupir þetta, en þetta eru frum- heimildir og þeir sem alvöru fræöimennsku stunda, leggja sig eftir aö eignast sllkar bækur. Salan gerist þó ekki nema á löngum tima og óneitanlega mætti salan ganga betur I hvert sinn sem nýtt bindi kem ur út. Veröiö veröur ekki sagt aö sé hátt, þvi þær niu bækur sem fáanlegar eru og viö höfum nú látiö binda i smekklegt band, kosta ekki nema f jörutíu þúsund krónur. Svipuöu máli gegnir um Landsyfirréttar- og Hæsta- réttardóma frá 1802 til 1873, aö þaö eru ekki dýrar bækur. Af þeim eru komin út niu bindi, en tvö eftir, eins og af Alþingisbók- unum. Fjögur hin fyrstu eru uppseld. Auk þessara tveggja stóru verka höfum viö gefiö út fjölda annarra rita bæöi stór og smá. Þar á meöal má telja Biskupa sögur og Skólameistarasögur, Ævisögu séra Jóns Steingrims- sonar, sem hér var gefin út upphaflega, moröbréfabækl- inga Guöbrands biskups Þor- lákssonar, bók um galdur og galdramál á tslandi, bók um Tyrkjarániö og Þjóösögur Jóns Arnasonar, sem á sínum tlma voru gefnar út I tveimur bind- um. Félagsmönnum I Sögu- félaginu fjölgaöi mikiö, þegar þjóösögurnar komu út, en frum- útgáfan var þá uppseld fyrir löngu. Þiö hafiö haldiö úti timariti lengst af? Okkar fyrsta timarit kom út á árunum frá 1918 og til 1950, en þaö var Blanda. Þetta var rit sem geymdi ýmsar stuttar greinar og ritgeröir um marg- vísleg efni og þegar útgáfu þess var hætt, var byrjaö aö gefa út timaritiö Sögu. Saga hefur veriö ársrit og hefur komiö út nær samfellt frá 1950. Hún má segja aö hafi veriö kjarni okkar út- gáfustarfs og þeir sem kaupa ritiö hafa veriö taldir félagar Sögufélagsins og geta valiö aörar bækur eftir þvl sem þeim sýnist. Hve margir eru félagsmenn i Sögufélaginu? „Þeir munu vera um 1200 nú. Þetta er nokkru meiri fjöldi en þegar félagatala komst áöur hæst, þegar þjóösögurnar komu út, en þær komu út I heftum á árunum 1925 til 1939. Auövitaö þyrftu félagar aö vera fleiri, þvl þetta er harla veikur grundvöll- ur, aö hafa ekki aö minnsta kosti 1500 til 2000 manns i félag- inu. Viö höfum veitt þvl athygli aö þegar litiö er yfir félaga- skrána, viröist vanta menn úr heilum sýslum. Okkur vantar augljóslega góöa umboösmenn úti I strjálbýlinu, sem vilja kynna félagiö þar og taka aö sér útbreiöslu og viö viljum nota tækifæriö til þess aö auglýsa þessu viötali eftir slikum mönnum. Nú er langt frá þvi aö upp séu taldar þær bækur, sem félagiö hefur gefiö út? „Já, þaö er langt frá þvi. A siöustu árum hafa komiö út rit sem vert er aö vekja athygli á og þar á meöal er saga Ragnheiöur Þorláksdóttir og Einar Laxness f verslun Sögufélags. Vtgáía þess á vönduöum og mikilsháttar bókum um sagnfræöi heföi veriö óframkvæmanleg, án áhuga og eiju hinna mörgu vina þess. Stjórnarráösins, I tveim bind- um, sem kom út fyrir tlu árum og má teljast undirstööurit I sögu 20. aldar. Þetta er jafn- framt mjög vandaö og fallegt rit, sem viö höfum hér á boöstól- um. 1975 gáfum viö út mjög merkt verk eftir Jón Steffensen sem heitir Menning og mein- semdir og fjallar um sjúkdóma og plágur hér á landi. Enn má nefna Safn til sögu Reykjavikur, en þaö rit er gefiö út i samvinnu viö Reykjavlkur- borg og eru komin út fjögur bindi þegar, þaö slöasta, Reykjavlk miöstöö þjóölifs, kom út I fyrra. Þá er aö nefna Islenska miöaldasögu eftir Björn Þorsteinsson, sem m.a. er notuö i skólum, þótt hér sé fyrst og fremst um aö ræöa almennt fræöirit um Islandssöguna fram til siöaskipta. Þá má ekki láta hjá liða aö nefna Grænland I miöaldaritum eftir ólaf Hall- dórsson, en þessar bækur komu út á sl. vetri. Auk miöaldasög- unnar höfum viö gefiö út tvö önnur rit eftir Björn Þorsteins- son, Tiu þorskastrlö og rit- geröasafn I tilefni af sextugsaf- mæli hans á s.l. ári. Hafa aöferöir og markmiö Sögufélagsins tekiö breytingum meö tfmanum? „A aöalfundi okkar I vor voru samþykkt ný lög fyrir félagiö, þar sem þau eldri frá 1919 voru oröin úrelt. Þá má segja aö nokkur breyting hafi veriö gerö I samræmi viö útgáfustarfsemi undanfarinna ára, þannig, aö útgáfan er nú ekki eingöngu bundin viö timabiliö eftir siöa- skiptin. I fyrstu grein segir til dæmis á þessa leiö: Stjórnarmenn úr Sögufélagi og Fræöafélagi f Kaupmannahöfn. Forseti Fræöaféiagsins, Jón Helgason, prófessor, situr hér hjá Einari Laxness. Standandi frá vinstri: Heimir Þorleifsson, (Sögu- félagi), Svavar Sigmundsson (Fræöafélagi), og Helgi Þorláksson, (Sögufélagi). Sögufélagiö hefur nú tekiö viö umboöi fyrir rit Fræöa- félags. Bækistöövarnar aö Garöastræti 13 b. „Nafn félagsins er Sögufélag. Hlutverk þess er aö gefa út hvers konar rit um sagnfræöi, einkum sögu íslands: Heimilda- rit, fræöirit, yfirlits- og kennslu- bækur og tímaritiö Sögu.” Þetta er semsé markmiöiö. A siöustu árum hefur lika oröiö örlagarik breyting á högumokk- ar viö þaö aö félagiö eignaöist sinn fasta samastaö hér. Ahugi á sagnfræöi, er lika oröinn veru- lega meiri en var, og sýnist okk- ur Sögufélag njóti þar góös af. Hafa aöferöir sagnfræöinga breyst? „Jú, ætli það megi ekki segja þaö. Menn eru orönir miklu gagnrýnni á fornar heimildir en áöur var. Þaö tel ég ótvlrætt og ég held aö sögukennsla hafi lika breyst aö ýmsu leyti til batnaö- ar. Viö eigum nú marga ágæta unga sagnfræöinga, sem á- reiöanlega lofa góöu. Sagn- fræðistúdentar hafa og sýnt starfi okkar I Sögufélagi mikinn áhuga. Ahugi á nútlma sögu er lika mikill og þaö kom best I Sögu 1976 birtum ritgerö um nasistaflokkinn Islenska, en sú ritgerö vakti feikna áhuga. Hvaö er á döfinni I útgáfumál- um á næstunni? „Nú I september gáfum viö út Söguslóöir, sem helgaö er ólafi Hanssyni, prófessor, sjötugum. Þetta er stór og mikil bók og i hana rita 25 höfundar um ýmis áhugasviö Ólafs bæöi I Islands- og mannkynssögu og fleira. 1 bókinni er langur heillaóskalisti meö um þaö bil 1000 nöfnum og ennfremur er ritaskrá um rit ólafs Hanssonar. Brátt er væntanleg, jafnvel I þessum mánuöi, ritiö Sýslu- og sóknarlýsingar Arnessýslu I út- gáfu Svavars Sigmundsonar, lektors I Kaupmannahöfn. Þaö fjallar um Arnesþing á 19. öld og er samiö aö tilhlutan Bók- menntafélagsins. Jónas Hall- grlmsson, skáld, gekkst fyrir þvi ab samin yröi Islandsslýsing og menn fengnir til þess aö rita um einstakar sýslur. Prestar og sýslumenn unnu þetta verk viöa um land og sumt af þessu hafa ýmis áttahgafélög gefiö út. Verði þessu vel tekiö af Arnes- ingum, sem viö höfum raunar frétt aö muni veröa, gæti svo fariö aö viö réöumst I aö gefa út eitthvað fleira af þessum lýs- ingum, sem enn liggja i hand- riti.” Nýtur félagið ekki opinbers stuönings við útgáfustarfiö? „Sögufélagiö hefur fengiö 500 þúsund krónur á ári á f járlögum og þaö getur varla kallast mik- iö, þegar þess er gætt, aö út- gáfufyrirtækjum, sem opinbers stuönings njóta er skylt aö af- henda fjölda eintaka til opin- berra safna'. Þá borgum viö aö sjálfsögðu milljónir I söluskatt til rikisins. En viö minnum á, allrar sanngirni vegna, aö Alþingisbækurnar hefur Alþingi staöiö straum af útgáfukostnaði á. Rekstur félagsins er byggöur á sjálfboöaliösstarfi enn sem fyrr, en auövitað þyrfti forlag, sem gefur út margar og stórar bækur á ári hverju aö geta haft launaöa starfsmenn. Þaö hefur gert okkur mögulegt aö ráöast i verkefni, sem ella heföu aldrei veriö framkvæmanleg, aö ýms- ir höfundar hafa látib okkur handrit sln i té, af einskærum á- huga á aö koma þeim út. Hefur komið til álita að gefa út sagnfræðirit i aiþýðlegri stfl? „Já, þaö hefur komiö til álita og reyndar er þaö á döfinni. Viö höfum I undirbúningi ab gefa út bækur, sem liklegt væri ab al- menningur vildi kaupa, vegna framsetningar og búnings. Þar er annars vegar um aö ræöa rit um Snorra Sturluson, sem gefib veröur út i tilefni af 800 ára af- mæli hans. Þaö veröa sex rit- gerðir ásamt myndum, bæöi myndir af handritum og teikn- ingar. Þetta rit er samiö af fimm starfsmönnum HI, þeim Bjarna Guðnasyni, Gunnari Karlssyni, Ólafi Halldórssyni, Helga Þorlákssyni og loks er birt ræöa Halldórs Laxness, sem hann flutti á Snorrahátiö i sumar. Enn er i undirbúningi útgáfa ritsins Jón Sigurösson, forseti og kemur út I tilefni þess, aö aldarártiö hans er hinn 7. des- ember n.k. Þetta veröur yfirlit um ævi hans og störf bæöi i máli og myndum og er ég aö vinna aö þessari bók nú, en vonast til aö hún komist út fyrir jólin. Segja má aö I báöum þessum bókum veröi meira lagt upp úr mynd- efni, en nokkru sinni hefur verið gert hjá Sögufélagi áöur. Til gamans má nefna aö viö höfum vibab aö okkur heimildum um þaö hvernig Snorri Sturluson mun hafa litið út, en sumt af þvi erleyndarmál, sem geymist um sinn, eöa þar til bókin kemur. Þið eruð að taka við umboði fyrir Fræðafélagið I Kaup- mannahöfn um þessar mundir? „Já, /iö erum aö taka viö um- boöi fyrir þetta félag, en þaö var stofnaö áriö 1912 og er heimilis- fast I Kaupmannahöfn. Þaö kom á sinn hátt i staö Hafnardeildar Bókmenntafélagsins, þegar félagiö var aö fullu og öllu flutt til tslands. Þetta félag hefur gefiö út fjölmörg rit og nýlega var hér kynning á bókum þess i Norræna húsinu. Hvaö kostar að vera félagi i Sögufélaginu? „Eins og ég sagöi áður þá telj- ast þeir félagar, sem leysa út Sögu, og siöast kostaöi þaö 3500 krónur. Eins og af framan sögöu veröur séö eru nýir félagar mjög velkomnir, þvl á traustum félagsmannahóp byggist þetta allt fyrst og fremst. En áhuginn er llka aö aukast á félaginu ár frá ári og viö bindum auövitað miklar vonir viö það.”_ Hverjir eru I stjórn Sögu- félagsins? „Auk min eru þaö Helgi Þor- láksson, sem er ritari, Petur Sæmundssen, gjaldkeri, og meðstjórnendur þeir dr. Gunnar Karlsson og Sigrlöur Erlends- dóttir. Varamenn eru Heimir Þorleifsson og Sigurður Ragnarsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.