Tíminn - 09.11.1979, Blaðsíða 9
Föstudagur 9. nóvember 1979
9
BOKAFREGNIR:
Hetjudáðir
Hörpuútgáfan á Akranesi
sendir nú frá sér tvær nýjar
bækur í flokknum Hetjudáðir.
Bækurnar eru báöar i 2. útgáfu
og heita: „Hákarlar og horn-
sili” eftir Wolfgang Ott og „Til
siðasta manns”. Á siðasta ári
komu út i þessum flokki bæk-
urnar „Eftirlýstur af Gestapo”
og „A meöan fæturnir bera
mig”.
Hákarlar og hornsíli
er hetjufrásögn úr kafbátastrið-
inu. Sagan segir frá mönnum i
kafbátahernaöi og greinir á
sannan hátt frá þeim ógnum og
þeirri spennu sem þeir upplifa á
meðan dauðinn bfður þeirra i
ærandi djúpsprengjum, sem
falla allt i kringum kafbátinn.
A kápusiðu segir m.a.: „Þeir
hlustuðu eftir tundurspillinum,
sem sigldi stööugt yfir kafbátn-
um. Skyndilega heyrðu þeir
hvininn i djúpsprengjunum,
sem skullu i sjóinn. Þeir voru
aflvana af ótta. Allt i einu
heyrðist brothljóö og neyðar-
ljósið kviknaði......Sjórinn
streymdi inn i kafbátinn....
Þarna lá vélstjórinn. Vinstri
hendi hans hafði klippst i sundur
og lá við hlið hans...” Hver ein-
asta blaðslða þessarar bókar er
þrungin spennandi frásögnum
af hetjudáöum, mannraunum
og karlmennsku, sem gerðu
hana að metsölubók.
Andrés Kristjánsson þýddi
bókina, sem er 256 bls.
Til síðasta manns
eru valdar sannar frásagnir
skráðar af mönnum sem upp-
lifðu grimmd og miskunnarleysi
striðsins og háöu hetjulega bar-
áttu fyrir lifinu. 1 bókinni segir
m.a. frá:
Bardögunum ógurlegu við
Anzio á ltaliu
Flugslysinu mikla viö Sand-
spit
Þegar beitiskipinu Indiana-
polis var sökkt
Tuttugu sekúndna martröð
flugmanns
Frækilegri björgun i Kóreu-
striðinu.
Skúli Jensson þýddi bókina,
sem er 168 bls.
Báðar bækurnar eru prentað-
ar I Prentverki Akraness hf. og
bundnar i Helluprenti. Hilmar
Þ. Helgason geröi káputeikn-
ingar.
Rómantík
//Eldur"/ ný saga eftir
Phyllis A. Whitney
IÐUNN hefur sent frá sér nýja
skáldsögu eftir Phyllis A.
Whitney sem i þýðingu hefur
veriö nefnd Eldur (á frummáli
The Glass Flame). Höfundur er
bandarisk kona, sem hefur á-
unniö sér vinsældir fyrir róman-
tiskar skemmtisögur. Aöur hafa
komiö út eftir hana I islenskum
þýðingum sex skáldsögur. Á
kápubaki er efni þessarar nýju
sögu kynnt á þessa leið:
,,..Ef eitthvað kemur fyrir
mig hérna niöur frá, þá littu
ekki á þaö sem slys”.Þannig
skrifaði Davið i siðasta bréfinu
til konu sinnar. Tiu dögum siðar
var hann látinn með sviplegum
Bækur frá
Almenna
Út er komin hjá Almenna
bókafélaginu siðara bindið af
SÖGU SVEITASTJÓRNAR eftir
Lýð Björnsson sagnfræðing.
Fyrra bindi verksins kom út
1972 og var þar fjallað um tima-
bilið fyrir 1872. t þessu nýja
bindier gerð grein fyrir sveitar-
félögum i landinu og starfi
þeirra siðustu hundrað árin.
Bókin er prýdd fjöida mynda.
Þá hefur AB sent frá sér
barnabókina Mads og Milalik
eftir danska teiknarann og
barnabókahöfundinn Sven Otto
S. Er hann viökunnur fyrir
barnabækur sinar og má geta
þess að hann hefur teiknað
kápumyndir á flestar bækur
Halldórs Laxness, sem út hafa
komið á dönsku.
Mards og Milalik er mynda-
bók, sem gerist á Grænlandi.
Hún segir frá grænlenskum
börnum og hundinum þeirra,
sem lenda i ævintýrum á snjó-
breiðum Grænlands.
Loks hefur bókaklúbbur AB
nýlega gefiö út bókina
M-samtöl III eftir Matthias
Johannessen. Er með þessari
bóklokið útgáfu AB á samtölum
Matthiasar. Fyrsta bindið kom
út 1977 með samtölum viö 17
menn — konur og karla og ann-
að bindið kom út á siðasta ári.
Hafði það að geyma samtöl við
19 manns. í þessu nýja bindi eru
samtöl við 26 manns og er þvi
samtals i þessum þrem bindum
rætt við 62 menn, — 56 íslend-
inga og 6 útlendinga. Viðtölin i
bókunum eru valin af Eiriki
Hreini Finr.bogasyni, en hann
hefur séð að öllu leyti um útgáf-
una.
hætti. Bréfið var ofsafengið,
eins konar framhald af siöasta
samtali þeirra hjónanna þegar
Karen hafði sagt Davið að hún
væri ákveöin i þvi að skilja við
hann. — Könnun Karenar á öll-
um atvikum i sambandi viö
dauða Daviös leiddi hana á nýj-
ar framandlegar slóðir. — Hún
stóð aftur augliti til auglitis viö
hálfbróður Daviðs — manninn
sem hún hafði raunverulega
alltaf elskað”.
Eldur er 259 bls. skiptist i
fimmtán kafla. Alfheiður Kjart-
ansdóttir þýddi. Prentrún sf.
prentaði.
„Ein af
þessum gömlu
og góðu”
Höfundur þessarar ástarsögu er
bekktur hér á landi fyrir bækur
eins oj „Stella”, „Tvifarinn”,
„Cymbiíina hin fagra” og
„Hann unni henni”.
„Úrskurður hjartans” er þvi
ein af gömlu, góöu skáldsögun-
um, sem enn eru ungar og
ferskar.
Tvær nýjar eftir
Alistair MacLean
Tvær nýjar bækur eftir
Alistair MacLean
Bókaútgáfan IÐUNN hefur sent
frá sér tvær nýjar bækur eftir
hinn kunna breska spennu-
sagnahöfund, Alistair Mac-
Lean.
Hin fyrri er skáldsaga sem á
islensku er kölluð Ég sprengi
klukkan lO.oger það tuttugasta
saga MacLeans sem út kemur
hérlendis. Anna Valdimarsdótt-
ir þýddi söguna. A kápubaki
segir svo um efni hennar:
„Hver var þessi dularfulli
Morro sem bersýnilega hafði
það i hendi sér að koma af stað
ógnvænlegum jaröskjálfta er
leggja mundi I rúst Los Angeles
og nálægar byggðir? Lif mill-
jóna manna var i veði auk eyði-
leggingar verðmæta sem áttu
sér enga hliðstæöu i veraldar-
sögunni... Hann réð yfir kjarn-
orkusprengjum sem gátu komið
þessum náttúruhamförum af
stað ef sprengdaryrðu á réttum
stöðum neðanjaröar. En
hvernig átti aö finna þennan
mann og era hann óskaölegan? ”
— Ég sprengi klukkan 10 er 275
bls. O'ldi prentaöi.
Seinni bókin eftir MacLean er
annars eðlis. Hún nefnist Kaf-
teinn Cook og er byggð á dag-
bókum þessa fræga landkönn-
uöar og leiðabókum hans um
feröir sinar. Cook sigldi þrisvar
sinnum umhverfis jörðina á ár-
unum 1768-1779. Hann kannaði
Kyrrahafiö, kortlagöi strönd
Nýja-Sjálands og sigldi nær
Suðurheimskautinu en nokkur
annar maöur fyrir hans daga.
Bók MacLeans skiptist i sex
kafla: Hásetinn, Hverfandi
meginland, Nýja-Sjáland kort-
lagt, Astralia og Stóru-Rifgirð-
ingar, Suöurskautslandiö og
Plólýnasia og Norðvesturleiöin.
Bókin er prýdd fjölda mynda
og eru allmargar I litum. Rögn-
valdur Finnbogason þýddi Kaf-
tein Cook, sem er 192 bls. auk
myndasiöna, prentuð i Bret-
landi.
Þýdd ljóð
Setberg hefur sent frá sér ljóöa-
bókina „Þakrennan syngur”
eftir Norðmanninn Jul Haga-
næs. Þýöinguna gerði Guð-
mundur Danielsson rithöfund-
ur.
Jul Haganæs er fæddur á On-
stadsmerken i Aurdal I Valdres-
héraði 22. ágúst 1932. Hann
geröist ungur að aldri blaöa-
maöur viö fylkisblaöið Valdres.
og þar hirtust fyrstu ljóö hans.
Núna er hann orðinn blaöamað-
ur við miklu stærra blaö: Sam-
hold-Velgeren, sem hefur aðal-
skrifstofur I borginni Gjövik i
Guöbrandsdal.
Fyrsta ljóöabók Haganæs
kom út hjá Norges Boklag i Osló
1965. Arið eftir fékk hann lista-
mannalaun, og notaöi þau til Is-
landsferðar. Nú eru æjóðabæk-
ur hans orönar 8, flestar gefnar
út hjá Norges Boklag. Tvær
þeirra hefur Fonnaforlag gefiö
út.
. . Jul Haganæs
Þakrennan
syngur
Guömundur Danielsson
þýddi Ijóöin
Nýjar bækur frá Fjölva
Meðal þeirra verka sem
bókaútgáfan Fjöivi gefur út á
þessu ári er NÚTIMA-LISTA-
SAGA. Bókin er rúmar 500 bls.
að stærð, skreytt um 400 lit-
myndum. Eru hér raktar allar
hinar einkennilegu hreyfingar I
listum á siðustu árum, svo sem i
poppi, skreytilist, gerningalist
o.m.fl. Kápumynd veröur hið
fræga Matlandslag eftir Erró.
Veraldarsaga 6. bindi segir
frá hruni rómverska lýðveldis-
ins. Þar er rakin hin félagslega
barátta Grakkusarbræðra, deil-
ur Mariusar og Súllu, átök
Pompeiusar ogSesars, morðið á
Sesari og deilur Antóniusar og
Oktavianusar. Er gert ráð fyrir
aö tvær ofangreindar bækur
komist á markaðinn fyrir jól.
Týndir snillingar nefnist siö-
asta bindi minninga Jóns Ósk-
ars. Verður þetta stærsta bindi
æviminninganna, um 300 bls. að
stærð. Þarna segir höfundur á
skemmtilegan og einlægan hátt
frá villuferö sinni um völundar-
hús stjórnmálanna
Bílabullur nefnist ný skáld-
saga sem kemur á markaðinn
innan skamms, eftir Þorstein
Antonsson. Sagan er byggð upp
af ólikum hlutum, en viss undir-
straumur er undir þeim öllum,
sem vitnar um ferö Islensku
þjóðarinnar frá fornum sveita-
lifsháttum til nútima-borgarlifs.
Þá hefur Aöalsteinn Asberg
Sigurðsson sent frá sér skáld-
sögu sem nefnist Ferð undir
fjögur augu. Aðalsteinn hefur
áður gefið út tvær ljóðabækur,
ennú birtist i þessari skáldsögu
hans nýr seiðmagnaður still.
Segir hún frá leit ungs manns aö
staöreyndum tilverunnar i
henni nýtima-Reykjavik.
Fjölvi gefur nú út nýja skáld-
sögu eftir Þórunni Elfu og nefn-
ist hún Voriö hlær-Dætur
Reykjavikur. Sagan segir frá
lifi og ástum ungs fólks á
Alþingishátiðinni 1930 og er hiln
gefin út vegna þess aö á
næsta ári verða liöin 50 ár frá
Alþingishátiðinni. Bókin veröur
gefin aftur út siöar i sérstakri
skrautútgáfu og verður hún
skreytt af Sigrúnu Eldjárn.
Tvær ljóðabækur koma út hjá
Fjölva iár. önnurþeirraer eftir
Gylfa Gröndal og nefnist Dögg-
slóð. Myndskreytingu hefur
Arni Elvar annast. Hin ljóöa-
bókin nefnist Vökunætur og er
hún eftir séra Jakob Jónsson,
myndskreytt af Andrinu Jóns-
dóttur. Mun þessi bók vafalaust
þykja nokkuð óvenjuleg, þvi þar
er um að ræða einskonar Bibliu-
ljóö, þar sem sameinast I ljóða-
forminu óbundinn nútima
skáldskapur og bragarháttur
hinna fornu Daviðssálma.
Þá er komin út Stóra heim-
styrjaldarsaga Fjölva, annað
bindið sem segir frá seinni
heimstyrjöldinni. önnur sam-
stæö bók um Fyrri heimstyrj-
öldina er á leiöinni, en óvist aö
hún nái timanlega á jólamark-
að.
1 ár má vænta á markaðinn
óvenju umf angsmikils og glæsi-
legs safns um komu mannsins.
Nú eru 3 bækur um það bil að
koma út: Frumlifssagan, tvær
bækur um Neanderdalsmann-
inn og Krómagnonmanninn og
einnig er væntanleg bók um
Týnda hlekkinn sem fjallar um
nýjustu rannsóknir á Sunnep-
ingum Afriku.