Tíminn - 16.11.1979, Qupperneq 11

Tíminn - 16.11.1979, Qupperneq 11
Föstudagur 16. nóvember 1979 11 rauninni lita á sem undirstööu hinnar sænsku útgáfu á blönduöu hagkerfi. Þaö, hvaöa leiö Sviþjóö velur i dag, skiptir máli langt út fyrir landamæri þessa litla lands langt noröur I Evrópu. Þaö leiöir til spurningar, sem hefur mikla þýöingu fyrir heim, sem finnur til öryggisleysis vegna misskilnings og hagsmunatogstreitu: þarna er ekki siöur um hugsjónir en efna- hagsmál aö ræöa. Þaö má oröa þaö þannig, aö spyrja megi, hvort velferöarkerfiö — öryggi frá vöggu til grafar — eins viötækt og þaö er I Sviþjóö, geti haldist i þjóöfélagi, þar sem svo mikiö aö- hald er meö framleiöslunni. Eöa leiöir tilvera séreignastétta meö forréttindi óhjákvæmilega til þess aö fullum endanlegum sósialisma veröi komiö á i lýö- ræöisþjóöfélagi? Svörin eru mörg og margvlsleg. Þar sem skattaálögur eru svo þungar, aö nánast má likja viö eignaupptöku, finnst sérréttinda- stéttunum hlunnindin af þvi aö eiga eigur nánast horfin. Sænskir iönjöfrar hafa löngum veriö skap- andi og haft frumkvæöi, og er þaö ein ástæöan fyrir þvi, aö á út- flutningsmörkuöum hafa Sviar haldiö sinum hlut gagnvart stór- fyrirtækjum 1 V-Þýskalandi og Bretlandi. En þeir eru farnir aö finna til þess, aö lagasetningar, sem snerta stjórnunarákvaröanir á vinnustööum, eru svo þröngsýn- ar og timafrekar, aö þær eru hemill á allt frumkvæöi I fram- leiöslu. Spurningin um jafnrétti fléttast þarna inn I. Er þaö jafnréttisþjóö- félag, þar sem hvorki eru til góöar né lélegar vörur og þjón- usta, snuröulaust og vel skipulagt meöaltal á öllum hlutum, allir búa i eins húsum, eru eins klæddir og hafa sömu lifnaöarhætti? Þaö hefur ekki staöist i fortlöinni og hin dapurlega mynd af jafnréttis- þjóöfélögum Austur-Evrópu er nærtæk viövörun. Sem dæmi getum viö tekiö vel- launaöan verkamann I Volvo- verksmiöju, sem á bil og litinn bát. Siöan er mjög athafansamur iönjöfur, t.d. Curt Nicolin hjá ASEA, sem á seglskútu þrisvar til fjórum sinnum stærri og hraö- skreiöari en bátur verkamanns- ins og meö hjálparmótorum. A aö jafna þessu út á komandi árum meö sifellt hærri skattaálögum á eigur? Veröur þaö stefna sósial- demókrata vegna þrýstings frá vinstri sinnum? Ég álit, aö svariö sé neikvætt. Þaö veröur ekki fram hjá þvi litiö, aö hversu mik- iö sem sænska þjóöin metur jafn- rétti, jöfn tækifæri og elliár án fátæktar, þá hafa þeir löngum kunnaö aö meta glæsibrag, skrautmunina, sem gera lifiö girnilegra en bara kjöt og kartöfl- ur. En hluti af vandamálinu er þaö, sem mætti kalla tilneyddan sósialisma. Þann skamma tima,sem borgaraflokkarnir þrir mynduöu samsteypustjórn, þjóö- nýttu þeir meira af efnahagskerf- inu en sósialdemókratarnir nokk- urn tlma. Þeir geröu þetta meö afskiptum, sem gáfu rikisvaldinu valdamikla eignaaöstööu i stór- iönaöi, svo sem stál-, náma- og skipasmiöaiönaöi — fyrst og fremst til aö bjarga þessum iön- greinum frá gjaldþroti, sem sam- drátturinn og hnignun útflutn- ingsmarkaöarins heföi haft I för meö sér. Þaö var lika gert til aö verkamennirnir héldu vinnu sinni, I staö þess aö lenda 1 hinu opinbera tryggingakerfi. Þetta er varla samkvæmt kenningum Marx og Engels. Þetta voru rikis- afskipti vegna brýnnar þarfar. Hvort hægt er aö koma þessum fyrirtækjum á réttan kjöl á ný, fer eins mikiö eftir heimsmarkaön- um og efnahag Sviþjóöar. Loka- svariö I jafnréttisvandamálinu kemur ekki frá Sviþjóö. En þær ákvaröanir, sem mjög samvisku- samir kjósendur taka, munu veröa iönvæddum og verkalýös- félagavæddum þjóöum leiöarljós. Eitt er öruggt. Breytingarnar i Sviþjóö gerast hægt og aö vel at- huguöu máli. Þaö, sem gert hefur veriö á nærri fimm áratugum veröur ekki rifiö skyndilega niö- ur. Samt sem áöur veröur sú stefna, sem tekin veröur I náinni framtiö, visbending, um á hvaöa leiö þjóöfélagskerfi er, sem þegar hefur stigiö svo stór skref i þá átt aö koma á velferöarriki. L Byggt og búíð 284 Ingólfur Davíðsson: Byggtogbúið í gamla daga — Flugumýri I Skagafiröi 1930 „Heill þér, gamli Glóöafeyk- ir”, kvaö Matthias Jochumsson. Undir norövesturhliöum þess fjalls, sem er 910 m á hæö, stendur bærinn Flugumýri. Glóöafeykir þykir eitt hiö feg- urstafjallaustan Vatna, ris hátt og burstamyndaö er þaö voldugt baksviö bæjarins. „Þaö er staöarlegt aö lita heim aö Flugumýri. Bærinn er aö visu gamall torfbær meö burstalagi, sem fer alveg sér- staklega vel viö landslagiö, slétt tún og grundir, en yfirgnæfandi fjalliö,” ritar Hallgrimur Jónasson I Arbók Feröafélags- ins — Skagafjöröur — 1946. Litum á mynd Þóru M. Stefánsdótturaf Flugumýri áriö 1930. Viö sjáum tvibursta torfbæ meö snjóhvit framþil og skemmu hjá. Konurnar viö bæjarþiliö eru: Sigurlaug Sig- uröardóttir, Brimnesi og Mar- grét Benediktsson frá Kanada. Flugumýri er sögufrægt höfö- ingjasetur. Rifjúm upp nokkur nöfn tengd staönum: Þórir dúfu- nef landnámsmaöur og hesta- maöur, Kolbeinn ungi, sem þar bjóum skeiö, enáttilika I mestu sjóorustu á Islandi — Flóabar- daga— sbr. „En allir vissu aö Kolbeinn var hinn röskasti maö- ur og höfuökempa til vápna sinna.” Þórir áttí hryssu þá er Fluga hét og var allra hrossa skjótust. Hafa Skagfiröingar snemma gerst miklir hestamenn. Voriö 1252 flutti Gissur Þor- valdsson, þá oröin jarl yfir is- landi, noröur og reisti bú i Flugumýri. „Atti dýrast ættar- val áa sinna i Haukadal”, kvaö Matthias. Haustiö eftir var efnt til mikillar veislu á Flugumýri, er Hallur Gissurarson gekk aö eiga Ingibjörgu Sturludóttur, kornunga konu og væna. Gissur vildi meö þessu sætta hinar voldugu ættir, er lengi höföu átt i erjum og ófriöi. Húsakynni voru þá mikil og góö á Flugu- mýri. Sátu veislugestir sexfalt i stofu, sem var 26 álna löng, en 12 álna breiö. Veislan fór hiö besta fram.en um nóttina geröu fjandmenn Gissurar, er áttu mikils I aö hefna, aöfór aö bæn- um. Varö þar hörö orusta og vöröust menn Gissurar vel. Aö lokum lögöu óvinirnir eld i bæ- inn og brann hann til ösku og margir menn inni (Flugu- mýrarbrenna), þar á meðal kona og synir Gissuar. Brúöinni ungu bjargaöi einn, af fyrirliö- um fjandmannanna. En Gissuri var lengra lif ætlaö. Hann bjargaði lifi sinu i miklu sýru- keri, er skyrker skyggöi á aö nokkru. Um bæinn á Flugu- mýri segiri Sturlungu: „aö engi var þá jafnviröulegur i Skaga- firöi, fyrir utan staöinn á Hól- um. Voru öll hús mjög vönduö aðsmið, forskálar allir alþiljaö- ir til stofu aö ganga, skáli al- tjaldaöur og stofa. Gissur átti þarna mikla fémuni og Ingi- björg Sturludóttir gripi góöa. Margir mennhöföulika lánaö til veislunar klæöi og aöra gripi. Brann betta allt. Gissur haföi keypt Flugumýri af Heinreki biskupi, er haföi umboö á jöröinni. Gissur hefndi grimmilega brennunnar. Siöar tiökaöist lengi aö halda kennimannafundi á Flugumýri, þá er vöröuöu Hólabiskups- dæmi. Stórbú hefur þar jafnan veriö. önnur mynd Þóru M. Stefáns- dóttur sýnjr Arbæ i Mosfells- sveit um 1930, reisulegan burstabæ. Úti fyrir er húsmóö- irin Margrét aö tala viö gest. Hún var siöasti ábúandi á Arbæ. Lengi var þarna gisti- og án- ingarstaöur. Var oft mjög gest- kvæmt. Austanmenn gistu þar iöulega á leiö til Reykjavikur, og feröalestir lögöu upp þaöan. Nú erþarna Arbæjarhverfi, spöl innan viö Elliöaárnar. A þriöju myndinni, korti Helga Árnasonar, sést gamli Þingvallabærinn og kirkjan. Þekkir nokkur bátverjann og fólkiö á vatnsbakkanum? Myndin „Tyllt undir hest”, sem birtvari siöasta þætti, mun vera úr Reykjavlk. Þar sér i gaslukt og vegg hlaöinn úr grá- steini. Myndina af Theódóru Thoroddsen og syni mun Olafur Oddsson ljósmyndari hafa tek- iö. Nr.gv^’Ur. Gamli Þingvallabærinn. Arbær f Mosfellssveit um 1930. Hiismóöirin, Margrét, aö tala viö gest. Hún var siöasti ábúandi á Arbæ SAMTÖL M. Af bókum Matthias Johannessen: M sam- töl III. Aimenna Bókafélagið 1979. 271 bls. Almenna Bókafélagið sendir nú frá sér þriöja og siöasta bindiö i ritröðinni, sem hefur aö geyma samtöl Matthiasar Johannessen. Samtölin hafa öll birtst i Morgunblaðinu og eru þar merkt höfundarstafnum M. Þaðan er heiti ritraöarinnar. Æðsta stig blaðamennsku. Þekktur kanadiskur ritstjóri ku hafa látið svo um mælt aö þaö væri æðsta stig blaða- mennskunnar að geta átt gott samtal viö menn, sem maður hitti á förnum vegi, undir- búningslaust að sjálfsögðu. Ekki skal dómur lagður á þessi ummæli hér, en hitt er vist, aö Matthias hefur oft tekiö góö við- töl við menn og var tvimæla- laust full ástæöa til aö gefa út úrval þeirra samtala. Engum mun dyljast, að hversu hátt stig blaðamennsk- unnar viðtöl eru, þá eru það vafalitið ein erfiðasta grein blaðamennskunnar. Það er mikil list að fá aðra, oftast ókunnuga til þess að tjá sig i blaðaviðtali og ekki siður að hafa hemil á frásögn þeirra. Margir hlaupa innundir sig þegar þeir eru beðnir um blaða- viðtal, vilja helst ekkert segja, sem haft verði eftir þeim, aðrir ryöja úr sér spekinni og flýtur þar margt með, sem lítið erindi á fyrir almennings sjónir. Matt- hiasi Johannessen er einkar lagið að fá viðmælendur sina til þess að tjá sig um viðkvæm efni, og hann hefur gott lag á þvi að láta þá aldrei sleppa fram af sér beislinu, heldur þeim við efnið. Ólikir viðmælendur. Viðmælendur Matthiasar i bók þeirri.semhér er tilumræöu eru margir og ólikir. Flest eru viðtölin fróðleg, veita okkur upplýsingar um ævi viðmæl- enda, einstök æviatriði þeirra, eða viðhorf þeirra til einstakra málefna. Gott viðtal er gjarnan sem örstutt ævisaga, þar sem viðkomandi segir frá ævi sinni og störfum og margir eru nefndir til sögu. Kann þetta að vera meginástæða þess hve vin- sæl þessi grein blaðamennsku hefur verið á tslandi. Mörg viðtalanna i þessari bók eru mjög fróðleg. Þar vil ég fyrst nefna fyrsta viötal bókar- innar, sem höfundur átti við Aka Jakobsson fyrrverandi ráð herra. Aki segir þar mjög hrein- skilnislega frá viöskilnaði sinum við Sósialistaflokkinn og munu játningar hans trúlega koma mörgum I opna skjöldu. Sá sem þessar linur ritar vill þó benda lesendum á, aö svona horfðu málin við frá sjónarhóli Aka, og harla óliklegt að flokks- bræður hans fyrrverandi hafi verið á sama máli. Þá skal bent á samtal við annan. fyrrverandi ráðherra, dr. Björn Þórðarson, forsætis- ráðherra einu utanþings- stjórnar, sem setið hefur á Islandi. Það samtal segir okkur harla litið um pólitik, en lýsir dr. Birni mjög vel. t næstum hverri setningu blasa við viö- horf embættismanns af gamla skólanum, manns sem alinn var upp i anda 19. aldar. Enn má nefna viðtölin við sjó- mennina þrjá: Eyjólf Jónsson, Guðmund E. Guðmundsson og Guðmund Jóhannsson. Þau fjalla öll um siglingar i striðinu, harmleiki á hafinu þegar ráðist var á Fróða og Reykjaborgina. Og athyglisvert er það sem þar kemur fram, að ef til vill hafi Bretar veriö að verki en ekki Þjóðverjar. Samtal Matthiasar við Hlin Johnson er i senn sérstætt og skemmtilegt og loks skal bent að samtölin við tónsnillingana dr. Pál tsólfsson og Yehudi Menuhin. Þessi samtöl þóttu mér athyglisverðust þeirra, sem hér eru birt. En það verður að segja hverja sögu eins og hún er og ég get ekki látið hjá liða, að benda á tvö samtöl sem ýmislegt má að finna, við Gisla J. Johnsen og Kristmann Guðmundsson. Sam- talið við Gisla er mjög fróðlegt og skemmtilegt, en þar eru mis- sagnir, sem höfundur eða út- gefendur hefðu þurft að leiö- rétta. I fyrsta lagi segir (bls. 72- 73), að GIsli hafi átt frumkvæði að þvi að fyrsti mótorbáturinn var tekinn i notkun hér við land áriö 1904. Þetta er ekki rétt. Fyrsti mótorbáturinn var gerður út frá tsafirði áriö 1902. 1 öðru lagi kemur fram (bls. 73), að Gisli telur sig hafa orðið fyrstan íslendinga til þess að senda fisk beint til Spánar. Þetta er einnig rangt, Vestlend- ingar stunduðu fisksölu til Spánar mestalla 19. öld. Um samtalið við Kristmann gildir öðru máli. Það er einfald- lega of efnisrýrt. Kristmann hefur ekkert að segja og þess vegna verður samtalið likast skvaldri, semálltiö erindi i bók sem þessa. Þaö er leiöinlegt aö segja það, en þetta viötal heföi betur verið látið liggja. Allur frágangur bókarinnar er með miklum ágætum og út- gáfa flestra þessara samtala var mjög þörf. Jón Þ. Þór

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.