Tíminn - 30.11.1979, Side 4
4
Föstudagur 30. nóvember 1979
Glenn Ford kyssti
, ,túristann’ ’
Cynthia, kona leikarans Glenn Ford, hafði oft horft á
þegar stórir langferðabílar fullir af túristum voru á
ferð með leiðsögumönnum frá ferðaskrifstofum að
skoða hverfið Beverly Hills, þar sem aðallega búa
frægir leikarar. Hún fór að gerast forvitin um hvað
leiðsögumennirnir segðu ferðafólkinu um íbúa hús-
anna, sem numið var staðar við og því afréð hún að
fara í eina slika ferð um hverf ið. Hún fór eins og hver
annar ferðamaður á ferðaskrifstof u,greiddi sitt far-
gjald og fór svo í næsta bíl af stað í leikarahverfið.
Ekki fara sögur af því hvernig Cynthiu líkaði leið-
sögnin, en þegar kom að heimili hennar sagði leið-
sögumaðurinn: —,,... og þarna býr Glenn Ford ásamt
konu sinni Cynthiu og er hjónaband þeirra talið all-
gott"... Þá gat hún ekki stillt sig um að hringja dyra-
bjöllunni. Leiðsögumaðurinn kom öskuvondur til
hennar og sagði að slíkt væri harðbannað. í þvi kom
Glenn sjálf ur til dyra og voru túristarnir ekki lengi að
taka upp myndavélar sínar og taka myndir af stjörn-
unni, en enn meiri æsingur varð þó og myndavélarnar
voru óspart látnar skjóta og klikka þegar Glenn gekk
til konunnar, sem hafði hringt dyrabjöllunni og kyssti
hana og tók ,,túristann" síðan inn með sér og lokaði
hurðinni.
Það hafa alltaf verið
áberandi fallegar stúlk-
ur, sem hafa leikið kven-
hlutverkin i James Bond-
myndunum, en þegar
farið er að hugsa til baka
hafa nöfn þeirra margra
hverra ekki orðið svo
fræg og við var búist í
fyrstu. Muna lesendur
eftir þessum Bond-stúlk-
um: Honeychile Rider,
Pussy Galore, Kissy
Suzuki o.s.frv.? Hér sjá-
um við mynd af nýjustu
Bond-skvísunni henni
Lois Chiles, en hún leikur
aðalkvenhlutverkið í
myndinni ,,Moonraker" á
móti Roger Moore sem
auðvitað er hinn eini
sanni 007-Bond. Lois seg-
ist vera ákveðin í því að
þessi frægð sem henni
hef ur hlotnast þarna sem
Bond-stúlku skuli endast
henni töluvert, og þar
sem hún þykir skemmti-
leg leikkona verður henni
kannski að þeirri ósk
sinni. I' myndinni ,,Moon-
raker" fáum við að sjá
marga gamla kunningja
úr fyrri Bond-myndum,
t.d. risann ógnvekjandi,
Richard Kiel, sem við síð-
ast sáum á sundi á hafi
úti í átt til sólarlagsins í
myndinni Njósnarinn
sem elskaði mig. Nú
kemur hann enn og er
James Bond hættulegur
með stáltennur sínar og
risakrafta.
Myndin „Moonraker"
gerist víða um heim og
utan hans. Við fáum m.a.
aðsjá Feneyjar, landslag
frá Mið-Ameríku og
Brasilíu og utan úr
geimnum, svo myndin
ætti að vera fræðandi
ekki síður en spennandi.
Lois Chiles Bond-skvísa
í spegli tímans
Nýjasta
Bond-
kvísan
bridge
í spili dagsins missti vestur af vörn,
sem viröist augljós þegar bent hefur veriö
á hana, en hún er að sama skapi erfið við
spilaborðiö.
Norður S G103 H 65 A/Allir.
Vestur S K97652 T 5432 L G983 Austur S D8
H 83 H 42
T - - Suður S A4 T ADG10976
L AD1062 L 74
H AKDG1097 T K8 L K5
Austur opnaði á 3 tiglum og suður sagði
4hjörtu, sem varð lokasögn. 3 grönd hefði
ef til vill verið betri melding en gegn 4
hjörtum spilaði vestur út hjartaþrist. Suð-
ur tók útspilið heima og tók annað hjarta.
Þar sem vestur spilaði ekki út tigli, var
hann merktur með eyðu og suður ákvaö
að reyna að ná endaspilingu i vestur.
Hann spilaði laufakóng og vestur drap á
ásinn og tók drottninguna. En nú var hann
kominn i vandræöi. Ef hann spilaði laufi,
þá ®tti suður þann slag á gosann i blind-
um og gæti siðan spilaö uppá tigulkóng-
mn. Svo vestur varð að spila spaða. Suður
stakk upp tiunni i blindum, austur lagði
drottninguna á og suður drap á ásinn. Og
nú spilaði suður seinni spaðanum og vest-
ur varð, eftir að hafa tekið á kónginn, aö
spila blindum inn.
Auðvitaö var suður heppinn meö leguna
en vestur gat hnekkt spilinu ef hann, eftir
að hafa tekiö á laufaás og drottningu,
spilar ekki litlum spaða, heldur spaða-
kóng. Ef suður tekur slaginn, þá fær aust-
ur næsta spaðaslag og getur tekið á tígul-
ásinn en ef suður gefur slaginn, þá spilar
vestur litlum spaða og suður verður að
gefa austri tvo slagi á tígul.
skák
Mistök eru mjög algeng I skák eins og
gefur að skilja og hér er eitt dæmi sem
sýnir ein slik sem áttusér stað í skák milli
tveggja áhugasérfræðinga.
Þaö er svartur sem á leik.
Kd5
Kxe5???
NN. ...Df2 skák
De3
Dc5 mát
krossgáta
3167.
Lárétt
1) tJtlit.- 6) Sjúkrahús.-10) Belju,-11) Ar-
mynni.- 12) llát,- 15) Likt.-
Lóðrétt
2) Leyfi.- 3) Rugga.- 4) Býsn.- 5)
Rogast,- 7) Strit.- 8) Efni,- 9) Vatn.- 13)
Auö.- 14) Egg.-
Ráöning á gátu No. 3166
Lárétt
1) Svara.-6) Vitamin.-10) Iö.-11) An,-12)
Tilberi,- 15) Stund,-
Lóðrétt
2) Vit,- 3) Róm,- 4) Sviti,- 5) Annir.- 7)
löi.- 8) AAB.-9) lar.-13) Lit.- 14)Ern.-
með morgunkaffinu
— Ég er viss um að ég fell á reikningsprófinu
eins viss og tvisvar tveir eru fimm...
— Þessi er
ekki alveg
eins nákvæmur og dýrari gerðirnar okkar.
En hann er ansi duglegur að giska