Ísafold - 19.09.1874, Page 4
4
Gefandinn var góðkunnugt gamalmenni hjer í bænum, J ó n
bæjarfulitrúi Árnason í Stöðlakoti. Hann andaðist 3. þ. m.,
og hafði arfleitt áðurnefndan sjóð að mestöllum eigum sínum,
að sögn liðugum 2000 dölum. Slíkir menn eru þess maklegir,
að minning þeirra sje á lopt haldið.
Akranesi 20. ágústl874. Tíðarfar hefur verið hjer
gott í sumar það sem af er, grasvöxtur í lakara meðallagi á
túnum, á úthaga í góðu meðallagi; nýting hin ágætasta til
þessa dags. Síðasla vetrarveirtíð var hjer einhver hin bezta,
er elztu menn muna, þótt vindasöm væri; þess vegna varð og
afli nokkuð misjafn, af því fiskur gekk eigi á grunn til neinna
muna; hlutir urðu frá 2—600 af vænum þorski á færi. Auk
þess voru þeir, er þorskanet áttu, búnir að fá frá 50—150 i
hlut af netflski, áður en færafiskur fór að fást, og höfðu þó
flestir þeirra helmingaskipti. Yorvertíðin var einnig góð, og
aflaðist á henni í þetta sinn mestmegnis þorskur og stútungur,
og mun óhætt að telja meðalhlut á henni um 250. Síðan um
Jónsmessu hafa og nokkrir menn aflað mæta-vel, og munu
sumir þeirra vera búnir að fá í hlut 4 skippund af söltuðum
þorski; en af því svo langt hefur þurft að sækja fisk þenna,
nálægt 6 vikur sjóar eða meir, þó hafa margir orðið útundan,
og eigi náð í hann; gjörir það og samtakaleysi og deyfð, að
fleiri hafa eigi sameinað sig, að róa þangað hinum stærri skip-
um, til að ná í þessa miklu björg. Hjer hefur því á þessu
ári borizt mikill auður á land upp, úr djúpi hafsins, fyrir þá,
sem kunna með að fara; liinum verður aldrei neitt úr neinu,
það hverfur eins fljótt og það kemur. Heilsufar hefur og á
þessu sumri verið hjer eitthvert hið bezta, þó hefur barnaveikin
stungið sjer niður.
|>jóðhátíðin var haldin hjer 2. dag ágústmánaðar, eins og
lög stóðu til; var byrjuð messugjörð á kirkjustaðnum laust
fyrir hádegi, og var fjöldi fólks við kirkju. Að aflokinni em-
bættisgjörð i kirkjunni fór allt það fólk, er við kirkju var, ofan
á Skipaskaga klukkan 3%, drógst þar og að enn fleira fólk.
Síðan var öllum þessum hóp raðað niður í fylkingu, og gekk
svo fylkingin vestur að tjaldbúð, er gjörð hafði verið til hátíða-
baidsins á sljettum grasvelli vzt á Skaganum, á svo kölluðum
Grenjum; á meðan fylkingin gekk þangað, var leikið á harmo-
niku (á öðrum hljóðfærum var ekki vöi), og borið flagg á stöng
í broddi fylkingar. Búðin var 20 áln. á lengd, en 13 á breidd;
veggir og gaflar úr borðvið og tjaldað yfir. ( miðri búðinni
stóð ræðuslóll, en bekkir í kring með öllum veggjunum; í öðr-
um enda hennar voru af þiljuð tvö lítil herbergi; þar þágu
þeir veitingar, er þær vildu kaupa. Undir eins og menn voru
komnir inn, varfarið að ræða ýms málefni, er lutu að almenn-
um framförum og framkvæmd; þar á meðal var rætt um, að
reyna að koma upp barnaskóla á Skipaskaga, og bjelt alþingis-
maður Hallgrímur Jónsson á Guðrúnarkoti lipra og snjalla ræðu
viðvíkjandi þv.í, hve brýn nauðsyn það væri, að hann kæmist
á stofn; enda gáfu margir því máli góðan róm, og það er
vonandi, að hreppsbúar láti ekki eins gott ár, og þetta hefur
verið þeim, svo hjá líða, að þeir eigi með ráði og dáð leggist
f>ú varst svo frjáls og fögur, kæra móðir!
þá feður vorir komu á þínar slóðir;
mjer finnst þú enn svo fögur
og frjálsleg ertu að sjá.
því flýr svo margur mögur
frá móður sinni þá?
ísaland! aldrei hjeðan fer jeg;
kæra land! keltubarn þitt er eg,
kæra land!
Sólin hnígur, senn mun döggin falia,
og söknuðurinn hrífa nú á alla.
það er þó yndi að skilja
þó allir keppi heím
og vinna af öllum vilja
í verkahringnum þeim:
Foldin mín, frelsið þitt að glæða;
móðir mín, meinin þín að græða,
móðir mín!.
P. Ó.
á eitt með að fylgja fram þessu sínu eigin velferðarmáli. Að
loknum umræðunum var bæði sungið, og lítið eitt dansað, og
fór skemmtun þessi fram með siðsemi til miðnættis; fór þá
hver heim til sín.
Dóinur í Glasg-ow-inálinu var uppkveðinn
17. þ. m., á þessa leið: »Aðalsækjandi Jón ritari Jónsson fyrir
hönd hinnar íslenzku samlagsverzlunar í Björgvin eða liquida-
tionscomité hennar og gagnsækjandi alþingism. E. Egilson
eiga í þessu máli að vera sýknir hvor af annars kærum og
kröfum. Gagnsækjanda Egilson ber fyrir ósæmilegan rithátt
að greiða í sekt 5 rd. til fátækrasjóðs Reykjavíkur kaupstaðar,
og aðra 5 rd. til hins islenzka dómsmálasjóðs. þau meið-
andi ummæli um umboðsmann samlagsins, sem gagnsækjandi
hefir viðhaft, og heimtuð eru dæmd ómerk, skulu dauð og
marklaus vera. Málskostnaður falii niður. Hið ídærada að
greiða innan 15 daga frá dóms þessa löglegri birtingu undir
aðför að lögum.« — Dóminum verður skotið til landsyfirrjettar.
iSnjór. Aðfaranótt þriðjudags 15. þ. m. snjóaði ofan
í byggð um allar nærsveitirnar hjer við Keykjavík, og gerði
kaf-fenni á fjöllum. Síðan hefur veður verið nokkuð kalt, tals-
vert frost á hverri nóltu.
Óveltt brauð. Staðastaður (922 rd., auglýst 13/s),
Dvergasteinn (510 rd., auglýst 13/s), Bjarnanes (353 rd., aug-
lýst %), Kálfafellsstaður (223 rd., augl. i2/s), auk fjölda fyrir-
heitisbrauða.
Læknir í jiingeyjarsýslu er seltur candidat
med. & chir. Júlíus llalldórsson. Hann fer af stað norður á
mánudaginn 21. þ. m.
Útlendar frjettir.
1. Ágrip, frá vordögum fram í miðjan ágústmánuð.
j>ótt engin stórtíðindi hafi orðið neinstaðar í sumar, það
er vjer höfum til spurt, virðist oss eigi óþarft að sýna lesendum
vorum örstutt ágrip af því, er frásagnarvert þykir.
bketar hafa setið á þingi I sumar, sem lög gjöra ráð
fyrir, en orðið lítið að verki. Er það eigi undarlegt, því að
við stýrið standa apturhaldsmenn, undir forustu Disraeli. Hann
tók við ráðaneytisforstöðu bjá drottningu í vetur, eptir Glad-
stone. þeir Disraeli og fjelagar hans hafa gjört nokkrar at-
rennur til að breyta sumum rjettarbótum Gladstones, er þeim
þykja of frjálslegar, svo sem t. a. m. skólalögum hans frá 1869;
en þá hefur heyrzt hljóð úr horni frá þjóðinni (( blöð-
unum), og við það hefur þeim þótt ráðlegra að snúa heim aptur.
Forvígismaður íra á þinginu í Lundúnum, er Butt heitir, skör-
ungur mikill, bar fram þá uppástungu, að þing íra, er af var
numið ár 1800, væri sett á stofn aptur, og írum fengið sjálfs-
forræði ( málum sjálfra þeirra; en með henni urðu ekki nema
fáein atkvæði auk íra sjálfra.— í Bengali á Indlandi austur, eign
Breta, hefir verið hallæri mikið síðan ( vetur, sökum uppskeru-
brests í haust er var. Hið bjargarlausa fólk skiptir miljón-
um, og deyr eflaust hrönnum saman, þótt stjórnin liðsinni
töluvert. (Framhald síðar).
Auglýsingar.
Blað þetta kemur út 2—3 á mánuði, 32 númer um árið.
Árgangurion kostar 9 mörk, en stök númer 8 skildinga. Á
nýári í vetur eiga að vera komin út 10 númer, og kosta þau,
að meðtöldu framhaldi af dómasafni því og sagnablöðum, er fylgdu
Víkverja, 48 skild., er borgast eiga innan loka nóvembermán-
aðar. — Næsta blað kemur um mánaðamótin.
Af'greiðslnstoí'a «ísafoldar» er fyrst um sinn í
húsum Ludvig Iinudsens verzlunarstjóra, og er ritstjórann að
hitta þar kl. 3—4 eptir hádegi hvern rúmhelgan dag.
— Inn- og útborgun sparisjóðsins verður í prestaskólahús-
inu á hverjum laugardegi kl. 4—5 e. m.
Útgefandi og ábyrgðarmaður: Björn Jónsson, cand. phil.
Landsprentsmiöjan í Reykjavík. Einar þóröarson.