Ísafold - 01.10.1874, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.10.1874, Blaðsíða 1
I, 2. Fiinmturiag' I. október 1874. — Hið fjöruga, hátiðlega og fagnaðarrika þjóðhátiðarsumar er nú á enda liðið; glaumurinn er þagnaður, gestir vorir farnir fyrir nokkru síðun, mannfundum lokið, og nú er komið haust- ið, sem er undanfari hins kyrlátlega, kalda og alvarlega velrar- tíma. Vjer erum komnir í ró, og getum nú í næði safnað fyrir oss og tekið til íhugunar áhrif þau hin ýmislegu, er hugir vorir hafa orðið fyrir á umliðnu sumri, og aldrei hefði fremur átt að vera tilefni fyrir oss en einmitt nú, er vjer höfnm nýstigið von- arríkt stig yflr hin merkustu tímamót í sögu vorri, aldrei meiri hvöt en nú tii þess að hugleiða hvar vjer stöndum, hver um- hugsunarefni og verkefni liggja næst fyrir oss, og ( stuttu máli hvað til vors friðar heyrir. Vjer eigum að linna og skilja þá ábyrgð, sem hinar byrjuðu framfarir og sú framfaranauðsyn, sem iiggur í tímum þessum, ieggur oss á herðar, og þetta ætti nú sem glöggast að vaka fyrir oss eptir hina síðustu við- burði. f>að er og vonandi að svo sje, að vjer finnurn nú fullt eins vel og áður til sóma vors og leitumst við að gæta hans; eptir að vjer höfum fengið Ijósari hugmynd um þjóðerni vort og þjóðartilveru, bæði af vaknandi áhuga hjá sjálfum oss og fyrir viðnrkenningu annara þjóða, og það jafnvel konungs vors og samþegna, þar sem vjer og einnig höfum öðlast viðurkenn- ingu þeirra um það, að vjer höfum verið á framfaravegi nú síðari árin, og sje því engin ástæða til að örvænta um eptir- tið vora. Hinn mentaði heimur hefir eins og rjett oss hönd sína til að leiða oss inn í framfaralíf vorra tíma; því handsali eigum vjer sízt að hafna, heldur að taka því með alhug og neyta allra ráða tilaðgeta þrætt feril hinna menntuðu þjóða og orðið þeim samferða, og striða kappsamlega gegn hinum illa anda — hvort heldur að ofan kemur eða neðan — er bægja vill oss frá lífslopti og Ijósi aldarinnar, eða hepta krapta vora í stað þess að losa um þá. Vjer höfurn lengi, svo sem vera bar, haft huga vorn rótfestan í fornöldinni, og það hefir bæði haldið við þjóðerni voru og grundvallað orðstír vorn, þann er vjer nú megum fagna um allan hinn menntaða heim; sumir hafa þó borið oss á brýn, að vjer gjörðum það um of, en sje nokkuð hæft í því, hefir það komið af því, að svo hlaut að vera. En nú er öðru máli að gegna, og vjer værum ámælis- verðir, ef vjer lifðum nú þannig í endurminningu fornaldar- innar, að vjer legðum sjálfir árar í bát, og yrðum óverðugir niðjar forfeðra vorra. Fornöldin á nú að liafa þá þýðing fyrir oss, að vjer örvumst af henni til frjálslegra hugsana og mann- dómlegra framkvæmda, eins og bezt kom fram í lífi forfeðr- anna; en ekki öðruvísi en svo, að áhrif hennar samþýðist full- komlega við anda vorra tíma og það sem við hann á, því vjer eigum um fram allt að kosta kapps um að tengja vort tíman- lega og andlega líf við menningaröfl hinna nýrri tíma. Oss kemur manna sízt til hugar að neita því, að þjóðarverk- efnivortnú, á hinum ný-upprunna þúsundáradegi, efsvomætti að orði kveða, sje bæði þungt og ervitt. Langan tíma lifðum vjer sem í myrkvastofu, vjer vorum einangraðir út úi heims- lífinu, og erum það að nokkru leyti enn, að minnsta kosti í samanburðiviðaðrarþjóðir. Mikið af þeirri menntun, er hjá öðr- um þjóðum hefur náð þúsund ára aldri, er varla eða alls eigi byrjuð hjá oss. þær framfarir, sem vjer á seinni árum höf- um náð í sumum greinum, eru að vísu vonum framar, en standa þó eigi á fastara fæti en svo, að vjer verðum að leggja allt kapp á bæði að varðveita það sem fengið er, og afla meira. Fyrir þessu, eins og aliri velverð vorri yfir höfuð, er það að- alskilyrðið, að vjer vitum hvað vjer viljum, að vjer vinnum fyrir land vort með Ijósri hugmynd um vorn þjóðlega rjett og vora þjóðlegu köllun, að vjer vinnum ( krapti þjóðlegrar fje- lagsvitundar innan þeirra takmarka, sem sagan og náttúra lands vors hefir helgað. J>að er þessi hugsun, þessi tilflnning, sem á að efla vilja vorn í baráttu vorri við harða og óblíða nátt- úru og ótal tálmanir, eins og vjer líka megum vita, að sje vilji þjóðar af slíkum rótum sprottinn, þá mun hann stælast við tálmanir og torfærur, en ekki digna. Sagan kennir oss þann lærdóm, að það er einmitt hið andlega magn og vilji þjóð- anna, fullt eins mikið eða miklu framar en hið náttúrlega ásig- komuleg landanna, sem er undirstaða hinna þjóðlegu framfara og blómgunar. Vjer sjáum að þessi einbeitti og óbilandi vilji hefur hjá dugandi þjóðum eigi sjaldan gert eyðimerkur að blóm- legum byggðum, en viljaskortur og athafnaleysi dáðlausra eða hnignandi þjóða hefur einatt gert blómleg lönd að öræfum eða komið hinum fegurstu ræktunarverkum í auðn og örtröð. Vjer íslendingar, sem nú lifum, erum að vísu lítt megandi og fólks- fá þjóð, en ef vjer höfum hina rjettu rækt til lands vors, og þar af sprottinn fastan og hreinan vilja, þá getum vjer þó að minnsta kosti unnið það sem dugir fyrir næstu kynslóð. Land vort er að vísu hart og hrjóstrngt, en það hefur sínar auðs- uppsprettur, sem geta fram fært nægan fólksfjölda til að afia því engu minni þrifa og sæmdar en það fyrrum hafði. En framtíðin heyrir niðjum vorum til, og hún mun skapast eptir þeirra dugnaði; vjer lifum í nútíðinni og berum hennar skyld- Til IJpphiminsms. Eptir Hölderlin. Enginn svo ástríkt og trútt, — já, enginn af mönnum og guðum Upphiminn, ól mig sem þú, því áður en móðir mín tók mig Mild sjer í mjúklegan faðin og mylkti mig ástþýðum brjóstum, Að mjer þú alblíður sveifst og ódáins himinveig dreyptir Mjer í hið barnunga brjóst; hið byrjandi lífsfrjó þú signdir. Ei nægja verunum vistir, sem veitast til jarðneskrar fæðu, En þú elur þær, faðirl með ódáins guðveigum þínum, því þrengist og innstreymir ört af eilífri fyllingu þinni Ljett gegnum lífgöngin öll sá loptblær er sálina hrærir. Allar því elska þig verur og upp til þín seilast af jörðu, Allar án afláts til þín með unun sjer vaxandi lypta. þín leitar, Upphiminnt ávallt með augunum gróandi planta, ! Lyptir ei limum til þin hinn lágvaxni, titrandi runnur? • Sækir ei sáðkorn til þín, er svellandi sprengir það hýði? þinni svo laugist af lind, hinn lifnandi skógur á vori Fannhjúpnum fleygir af sjer og frostþungum vetrarins skrúða. : Ljett yfir ljósbláan stranm með leikandi sporðköstum hoppa I Fiskar, sem þeir einnig þr'eyi til þín að lyptast í hæðir Dynjandi.djúpinn frá, — eins dýriu hin göfgustu á jörðu Kásandi færast á flug, þá fjörgast af hulinni löngun .• Og óljósri elsku til þín, sem upp vildu nemast af foldu. Skeiðjórinn stuggar við storð, sjá, stæltan og hnarreistan makka Hann hringar til hálopts en vart með hófunum kemur við sandinn. Hornprúði hjörturinn frár á hálmgresis-toppunum stiklar, þeytist sem vænghraður Vestri1 yfir vatnsþrungna, fossandi læki, Skýzt svo auga vart eygir, sem örskot í laufþykkva runna. En Upphimins óskbörnin þá, hinir ástglöðu vængljettu fuglar, Sorglausir sveima með leik í sólgeim hins eilífa föður, þar öllum gefst yfrið nóg rúm og engum er markaður ferill; Og í þeim hásalnum heiða þeir hreifast smáir með stórum. Mjer yfir höfði þeir hlakka, mitt hjarta þá langa fer einnig í hæðir að hefjast með þeim; sem heimkynni fagurt mjerbendir Upphimins ómælis djúp, og á Alparina langhæstu jöklum Vildi jeg hlaupandi hrópa til himinfieygs arnar í lopti, Biðja hann að fiytja mig fljótt úr fangelsi í víðbláins sali, Eins og hinn sælasta svein2 hann sveif með í Dagföður arma. Aumlega eygrum við hjer sem ungsprottnir vínviðir skrlða Villir, ef vínsloðir brotna, sem vöxt þeirra styðja til himins, Allteinsvjer flækjumst og flytjumst um foldveg og leitandi ráfum Upphiminn! albjarti faðir! til einskis um jarðarheims belti, því allt af oss laðar sú lyst, í Ijósgarði þínum að búa. Af foldu vjer fleygjumstá haf, útá frjálsari og breiðari grundir 1) Vestanvindurinn (Zephyrus). 2) Ganymedes, sveinninn fagri, sem himnaguðinn Júpíter elskaði og Ijet örn sinn upp nema af jarðríki til Olymps. o

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.