Ísafold - 28.11.1874, Síða 3

Ísafold - 28.11.1874, Síða 3
23 ekki á borði; því að það er sjaldnast, að ábyrgð verður komið fram á hendur ráðgjafa fyrir það, sem hann hefir ráðið til, hvað óheppilegt sem það hefir verið, og nú má jafnan gjöra ráð fyrir því, einmitt vegna umræðanna í hinu danska ríkisráði og niðurstöðu þeirra. Aðalatriðið er þó, að þar sem hinir dönsku ráðgjafar tala um það, sem snertir ísland eingöngu, þá hafa Danir þar með afskipti af íslenzkum málum, en það átti stjórnarskráin einmitt að girða fyrir um aldur og æfi, því að með henni var til ætlast, að íslendingar sjálfir stjórnuðu sjer eiuir ásamt kontingi sínum. þetta axarskapt, að láta íslenzka ráðgjafann eiga sæti í rikisráðinu danska, kemur þó berast fram, er að því kemur, að sltipla þarf um ráðyjafa. Gjörum t. d. ráð fyrir, að ís- lendingar sjeu ánægðir með ráðgjafa sinn, og að honum farist forstaða íslenzkra mála vel úr hendi. En nú er hann einn í ríkisráðinu danska, og á sinn þátt í stjórnarstefnunni í Dan- mörku, ber ábyrgð á því að sínu leyti, er stjórnin öll ræður af og framkvæmir. Nú snýst konungi hugur og hann vill haga stjórninni öðru vísi, kýs sjer því nýtt ráðaneyti til þess. þessu nýja ráðaneyti er íslandsráðgjafinn alveg ósamdóma, og getur ekki átt neitt við það, getur ekki fallizt á það, sem það ráð- leggur konungi. Hann getur með öðrum orðum ekki verið í ríkisráðinu. En nú má hann ekki vera Islandsráðgjafi með öðru móti en að hann sje einn í ríkisráðinu. Honum er því uauðugur einn kostur að leggja niður völdin. jþað er með öðrum orðum: af því að konungur skiptir um hina dönsku ráðgjafa sína, af ástœðum, sem snerta Danmörlcu eingöngu, eiga Islendingar að missa ráðgjafa, semþeir eru ánœgðir með, og fá ef til vill í stað hans annan, sem þeim lílcar illa við. Verður þá æðsta stjórn íslands komin undir því, hvernig á stendur í Danmörku, og það mjög mikið; en einmitt það var áformað að skjóta loku fyrir með hinni sjerstöku stjórnarskrá Islands», oSjálfsforræði íslendinga verður ekki annaðjen tómur hje- gómi', ef ráðgjafi þeirra er látinn eiga setu í ríkisráðinu, eða meðan það stendur, hvernig sem á rnálið er litið •>. Loks sýnir dr. Rosenberg löndum sínnm frarn á, að þeim sje enginn hagur að því, að halla á oss í þessari grein, og ríði þeim á, að haga sambandinu við oss svo, að vjer megum vel við una; annars geti svo farið, að Islendingar fari sínaleið; en þeir hafi svo margt til síns ágætis, að Dönum væri hin mesta eptirsjón að þeim. «En hvaða fyrirkomulag á stjórnar- sambandinu milli íslands og Danmerkur er þá hentugast til að halda löndunum saman og koma á bróðurlegri sambúð milli Dana og íslendinga? Vafalaust það, sem bezt er lagað til að gjöra íslendinga ánægða með sambandið við Danmörku, svo framarlega sem það skerðir að engu sannan hag Dagmerkur. Nú hafa Danir engan sannan hag af því að hafa nein afskipti af hvernig íslenzkum málum er forstaða veitt. »Vjer Danir höfum ekkert vit á þessum málum, nema vjer höfum stundað þau sjerstaklega og auk þess kynnt oss nákvæmlega landið og þjóð- iaa, en við því er ekki að búast um ráðgjafa í Danmörku. Sjerstök mál íslands snerta ekki hót hagi Danmerkur. J>að er tómur hugarburður, að sambandið milli landanna verði nánara og traustara, ef æðsta stjórn þeirra sje í einu lagi. Að ísland er óaðskiljanlegur liluti Danaveldis er mestmegnis fólgið í því, að lönd þessi eiga einn konung og eina konungsætt, auk þess að það kemur fram'í viðskiptum við önnur ríki; og þetta hagg- ast ekki hót, þótt íslenzki ráðgjafmn gangi úr ríkisráðinu. Vjer megum aldrei gleyma, að íslendingar eru þjóð út af fyrir sig, og ekki partur af hinni dönsku þjóð. Þar af leiðir, að hvorki á nje má haga stjórn þeirra eins og þeir væri partur af hinni dönsku þjóð. þeir eigaþví að vera með öllu og í öllum grein- um óháðir henni, beinlínis sem óbeinlínis», — IPÓstskiplð kom 23. þ. m., eptir 15 daga ferð frá Khöfn. Með því kom frá Ilöfn fröken Ragnlieiður Sivertsen frá Ltskálum og Pjetur stúdent Guðjohnsen, og frá Skotlandi kand. Oddur V. Gíslason. Enn fremur Sigfús Magnússon frá Grenj- aðarstuð; hann hefir verið í Ameriku nokkur ár. — Póstas* komu allir seinna en til stóð eptir ferðaáætl- uninni, vegna óveðra og illrar færðar. Austanpósturinn 20. þ. m., norðanpósturinn 24 , og vestanp. 25. — Aljslnífisliosninfifrtr. í Borgarfjarðarsýslu : Guðmundur Ölafsson, jarðyrkjumaður á Fitjum. í Yestmannaeyjum: Jón Guðmundsson, málaflutningsmaður. í Suðurmúlasýslu : Tryggvi Gunnarsson, kaupstjóri, og Einar Gíslason, bóndi á Höskuldsstöðum. í Skagafjarðarsýslu: Jón Blöndal, verzlunarstjóri, og Einar Guðmundsson, hreppst. á Hraunum. — ÚR SUÐURMÚLASÝSLU. Heyslcapur hefur verið mjög slæmur að megni, en góður hvað gæðin áhrærir, tún brugðust fjarskalega; það fjekkst víða meir en helmiugi minna af túnum en í fyrra; engjar voru líka víðast verri en vant er, þó var ekki eins mikill munur á þeim yfir höfuð og á túnum. Fislciafli er heldur lítill; gæftaleysi hefur opt verið, og þó gæfi, hefir ekki verið mikið um fisk, nema á svokölluðum djúp- miðum, yzt í Reyðarfirði. Ilákarlaskip Tuliniusar er nú sett úpp, á það aflaðist í sumar um 200 tunnur lifrar; skip Wey- vadts var þegar síðast frjettist búið að fá nokkrum tunnum meir. Kaupskipin eru komin 2 á Eskifjörð og 1 á Djúpavog. Daniel Johnsen kom sjálfur á sínu skipi með talsvert af vörum, og er það von manna, að úr rætist fyrir honum. Kjötverðið er frá 1 rd. til 9 mrk. lýsipundið á Eskifirði, 16 sk. pundið af mör, gærur frá 5 mrk eða 1 rd. til 9 mrk; minna verð er sagt á Seyðisfirði, nokkuð líkt á Djúpavog, en þar kvað kornvaran vera sett miklu ódýrari en hjer eystra. Sagt er að verzlun Johnsens á Seyðisfirði eigi að hætla í vor; eins er talið víst að Norðmenn muni hætta við fiskiút- gjörð þá (og verzlun) sem þeir hafa haft á Seyðisfirði og að selja eigi húsin þar í haust eða vor, þeir hafa víst líka ekkert afl- að af síld í sumar. Fjögur fskislíip frá Fœreyjum hafa nú í 1 ’/2 mánuð legið inn í Norðurfirði, bundin við land, og liafa aílað þær ágætlega sumpart á bátum frá skipunum. f>eir hafa aflað síldar í lagnet, en landsmönnum er illa við þá, því bæði draga þeir aflann frá og svo vilja þeir ekki láta neitt af hendi rakna fyrir borgun, hvorki síld nje heilagfiski, eða svo er mjersagt; það mun mega gjöra að hvort skip upp og ofan hafi aflað um 10,000; en við þykjumst ekki geta amast við þeim. — iSJíóg'arströini 1. nóv. 1874. Tíðarfarið á hinuns næstliðna okt.mán. hefir verið fjarska-umhleypingasamt, ýmist með austnorðan frostgörðum (þann 1.— 6.) eða með suð- lægum bleytuköföldum og fannfergju, og loks með ofviðris- bleytukafaldsbyl af landsuðri, þann 7.—10.; úr því varð lopt- straumurinn hæglátari, en sama óstilling á honum allan mán- uðinn út, og vindar af öllum áttum, með litlu frosti en fönn- um og biotum á milli. þegar frysti ofan á snjóinn og illviðrið, sem kom þann 7. —10., gjörði víða haglaust til Dala, svo fjen- aður af fjallbæjum var bæði rekinn eða rásandi niður í lág- sveitir. Af hinum tíðu blotum síðari hluta mánaðarins hefir leitt, að nægileg jörð er víðast hvar niður til sveita, en hag- skarpt eða haglaust til allra fjallbyggða. Loptið er jafnast með ábúð. Uppgöngur eru úr útsuðri, sem austnorðanvindur blæs á móti, meðan þykknið er að jafna sig um loptið, þá kemurkaf- aldsbylur nokkrar stundir, síðan gengur veðrið til suðurs Iand- suðurs, kafaldið verður að krapa eða regni, svo birtir upp með útsunnanvindi, sem helzt, uns ný uppganga kemur. J>að er einleikið mál um það, að engir menn hjer um sveitir muna um þetta leyti eins langa nje stranga illviðratíð, og jeg, sem á veðráttufarsbækur yfir 50 ár, finn slíkrar veðráltu hvergi getið um þennan tíma árs. Meðaltal hita og kulda í okt.mán. varð ■f 1 R. og loptþýngdarmeðaltal 27" + 6- Afleiðingarnar af norðanhretinu mikla síðast í sept. og fyrst í okt. urðu mjög slæmar. Hretið skall á einmitt eptir leitardagana í surnum sveitum, urðu svo þær fjalileitir að litlu liði, og óheimt fje lík- ast til víða orðið undir fönn. Smáskaðar á fjenaði og heyjum urðu víða, en stórskaðar þessir: Á Hvoli í Saurbæ fennti að sögn 130 fjár, og náðust af þvi fje að eins 10 kindur lifandi, flest hið dauða mun hafa fundizt. Á Hóli í Hvammssveit varð mikill heyskaði. Á Harastöðum á Fellsströnd sleit áttróið skip úr höndum bóndans, sem var að búa um það. Brot af því

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.