Ísafold - 28.11.1874, Síða 4
24
skipi rak á Hrísa- og Svelgsárfjðrum. Á Gunnarsstöðum og
Dunkurbakka í Hörðadal fennti 30 fjár, sem mun hafa fund-
izt dautt, að eins ein kind iifandi. Heilsufar fólks er almennt
hið bezta. Fjenaðarhöld góð, og ber, mjer vitanlega, lítið á
bráðapest enn þá.
Haustskurður varð með lakasta móti á mör, en við með-
allag á hold. Nautpeningi hefir verið fargað með langmesta
móti, og lambaásetning ætti að verða mjög lítil. Ef þessari
veðráttu fer fram, vita menn seint nær nóg er skorið til þess
að fella ekki fjenað sinn úr fóðurleysi. Að fella fje sökum
hungurs og hors er synd, «lands og lýða ljón».
Verzlun í Stykkishólmi varð í haust talsverð. Útlenda
varan mun hafa verið með þessuverði: rúgtunnan llrd., banka-
byggstunnan, eður 200 pund hálfgrjóna 16—18 rd., kaffi pund.
f>6 sk.; sykur pundið 28 sk.; hið svo nefnda brennivín 32—36
sk., um fleira veit eg ekki með vissu. Matvöruskortur orðinn
mikill og rúg að kalla ófáanlegt. Hvað innlendu vörunni við-
víkur, þá mun haustuilin hafa verið tekin eptir gæðum á 28—
32. sk., og einn kaupmanna gefið 2 mörk stöðugt fyrir pundið,
tólgarpundið 18— 20 sk., kjöt lýsip. 8 — 9 mörk, gærur 8—'ð
mörk. Sumir verzlararnir tóku það á fæti, og munu hafa gefið
5—6 rd. fyrir veturgamalt fje og vænar ær nrylkar; fyrir tvæ-
vetra sauði oggeldarær 7—8 rd., og fyrir gamla sauði 9—lOrd.
— Sfcípstrand Aðfaranótt þriðjudags 29. sept. brotn-
aði við Melrakkasljettu skip húnverska verzlunarfjelagsins, Elf-
rida, á leið hingað frá Björgvin. Mönnum varð ölium bjargað,
en litlu af vörum.
— MLannslát. 21. okt. andaðist að Saurbæ á Kjalar-
rresi merkiskonan Halldóra Ólafsdóttir, ekkja eptir Runólf
heitinn þórðarson, óðalsbónda í Saurbæ. Hún var fædd 1806,
giptist árið 1832, tók um sama leyti við ljósmóðurstörfum, og
hafði þau á hendi til dauðadags, og reyndist í því sem öðru
frábær þrek- og dugnaðarkona, svo að eptir hana má heita að
sje sannur hjeraðssöknuður. P. B.
— Erabættaveitlng'Ar. Barðastrandarsýsla
veitt 16. okt. Gunnlögi Blöndal, er settur hefir verið sýslu-
maður þar nokkur ár.
Staðastaður veittur 6. þ. m. sira Porkeli Eyjólfs-
syni á Borg.
— Prestaskólakandidat Brynjúlfur Jónsson (Pjeturssonar yfir-
dómara) hefir fengið aldursleyfi til að taka prestsvígslu.
— Teðrátta hefir verið mjög stirð, það sem af er vetr-
inum, þangað til núna síðustu dagana, að verið hafá þíður og
hægviðri. — F i s k i a f I i lítill hjer um Nesin.
— „P i 11 u r o g s t ú 1 k a“ Jóns heitins Thoroddsens er komin út á
dönsku, í Kaupmannahöfn, með titlinum „Indrid og Sigrid“. pýðandinn
er cand. mag. Kaalund, sá er hjeðan fór með síðustu póstskipsferð, eptir
tveggja ára dvöl hjer á landi.
— Jón Finsen læknir, sem áður var á Akureyri, er nýorðinn
doctor í læknisfræði, fyrir bók, orhann hefir ritað um veikindi áíslandi.
— Jón Ólafsson, landi vor, fyrrum ritstjóri Göngu-Hrólfs, hefir
fengið stjórn Bandamanna í Vesturheimi til að senda sig ásamt tveimur
löndum öðrum, Ólafi frá Espihóli og Páli Bjarnasyni, með skipi til
Alaska, er Bandamenn keyptu af Rússum fyrir nokkrum árum fyrir 7
miljónir dollara. Ætla þeir fjelagar að vita, hvernig þeim lízt á landið
til byggingar íslendingum, og lítist þeim vel á það, eiga allir íslending-
ar að taka sig upp hjeðan til að nema þar iand, og skilja ísland eptir
LBIBKJEXTINO.
í síðasta blaði Ísaíoldar, 18. bls., fyrra dálki, 11. iínu að neðan
stendur: „og er það ekki mjög skiljanlegt“, en átti að vera: „þar
stendur á 166. bls. 11.—20.1. grein, sem ekki er mjög skiljanleg“. Síðar í
sömu ritgjörð, 19. bls., síðara dálki 8&. linu vantar í á eptir „80 millíónir
manna“ setninguna: „af þeim búa í Evrópu 67 milljónir“. Á 20. bls.,
fyrra dálki, 50. 1. stendur „það“ fyrir „hún“.
Augiýsingar
kosla b skildioga srnáleturáliauu eða jafuœikið rúrn.
— íbúdarhús (úr timbri) hjer í bænum, ekki gamait og all-
rúmgott, fæst til kaups með góðum kostum. Nánari upplys-
ingar um söluskilmála fást hjá ritstjóra þessa blaðs.
— Prjedikun, er sira Jón Bjarnason flutti á þúsundára þjóð-
hátið íslendinga 2. ágúst (9. sd. e. trin.) 1874 í Milwaukee,
Wisconsin, innan Bandaríkja Vesturheims.
þessi prjedikun er til sölu hjá Agli bókbindara Jóns-
syni og Sigfúsi ljósmyndara Eymundarsyni, og kostar 8 sk., en
andvirðið hefir höfundurinn gefið gufuskipssjóðnum.
Lárus Halldórsson.
— Porskanetagarn, enskt, fjórþætt, úr bezta hampi, fæst hjá
undirskrifuðum, á 52 sk. hcspan. Áreiðanlegum kaupendum
gefst borgunarfrestur til I. marz 1875, enn þá gegn borgun í
peningum. Glasgow í Reykjavík, 20. nóv. 74.
Egilsson.
— Eins og mörgum er kunnugt orðið, fór jeg til Engiands
á næstliðnu vori til þess að kaupa einkaleyfi fyrir smíði og sölu
á nýjum Ijáum, er jeg hefi fundið upp, og álít langtum hent-
ugri fyrir oss, en hina ensku ljái, sem jeg fyrir 7 árum síðan
ljet smíða og innleiddi hjer, og sem nú hafa í allmörgum hjer-
uðum landsins alveg útrýmt hinum gömlu Ijáum vorum. —
Jeg hef nú sent þessa nýju Ijái víðs vegar um land til s'ýnis,
en fjekk þá ofseint til þess þeir yrðu reyndir í sumar, nema
1, sem jeg kom með í vor, og brúkaður hefir verði á mínu
heimili.
þessir nýju ljáir eru frábrugðnir hinum eidri í því, að
bakkinn er sjálfgjörður, eða blað og bakki er einjárnungur úr
stáli, eru þeir því miklu þýðari og talsvert Ijettari, en hinir
eru venjuiega með bakkanum, en eru þó nógu slerkir. Til
þess að leggja Ijáinn nær og fjær, án þess að vinda hann sjálf-
an, er þjóið sjerskilið, og smeygt upp á neðan á þjóbugnum,
og fest með skrúf-ró, þarf þá ekki annað en losa um þessa
skrúfró, og snúa Ijánum í þjóinu eptir þörfum, herða svo á
henni aptur, og stendur þá allt fast se m einjárnungur væri.
Jeg gjöri ráðstöfun tii þess, að þessir nýju ljáir verði fá-
anlegir að vori, efþeir eru pantaðir fyrirfram, hjá: herra Magn-
úsi Jónssyni í Bráðræði, herra P. Fr. Eggerz á Borðeyri, og
herra Tryggva Gunnarssyni, hjá mjer undirskrifuðum, og einnig
hjá nokkrum öðrum mönntim, sem taka á móti pöntunum í
vetur. Ljáirnir kosta 9 mörk hver, án brýnis. þá sem vifja
panta ljáina hjá mjer beinlínis, vildi jeg biðja að skrifa mjer
um það fyrir fyrstu póstferð í vor, og senda brjefin heim til
mín að Ólafsdal, eða til Magnúsar í Bráðræði, er þá sendir
mjer þau til Englands með fyrstu póstferð í vor.
Staddur í Reykjavik, 20. október 1874.
T. Bjarnason.
9
Isafold
kemur út 2—3 sinnum í mánuði, 32 númer um árið. Árgangurinn
kostar prjár krónur, (erlendis 4 kr.), stök númer 20 aura. þau
10 númer, sem út eiga að vera komin á uýári í vetur, kosta
48 sk. eða 1 krónu, er borgist innan loka þ. mán. — Til þess
að ár blaðsins falli saman við almanaksárið, verður látinn byrja
nýr árgangur með nýárinu i vetur.
Borgun á árs-andvirði blaðsins óskar útgefandinn hagað
þannig, að annaðhvort sje það greitt i kauptíð á sumrin allt
saman, eða þá í tvennu lagi: annar helmingurinn um sumar-
mál, hinn á hansllestum.
— Dómasafn það, sem fylgt hefir Víkverja og ísafold, mun,
ef fært þykir, frá byrjun næsta árs verða gefið út sem sjer-
stakt rit, 1 örk annanhvern mánuð eða optar, eptir því sem
dómar falla.
það mun verða sent öllum þeim kaupendum, er hingað-
til hafa fengið það, og eigi segja sig úr því með fyrstu póstferð
að ári. Nýir áskrifendur geta pantað það hjá Jóni landsskrif-
ara Jónssyni í Reykjavík, er mun kosta ritið. Andvirðið mun
verða 50 aurar um árið, en síðan mun verðið á hverjum árg.
verða sett upp í 75 aura.
ggjjsr’ Kaupendur ísafoldar úr ngersveitunurn hjcr o»'ð
Reykjavík geta vitjað hennar í apótekinu, hjá herra Brynj-
úlfi Jóhannssyni, aðstoðarrnanni apótekarans.
— Afgreiðsiustofa ísafoldar er í Túngötu X 2, og er rit-
sijórann að hitta þar ki. 3—4 eptir hádegi hvern rúmhelgun dag.
— Inn- og útborgun sparisjóðsins verður fyrst um sinn á
skrifstofu landfógetans á hverjum laugardegi kl. 4—5 e. m.
Útgelumii og ábyrgðarmaður: Björn Jónsson, cand. phil.
LaadsprentsmiÖjaii í Raykjavík. Einar þórðarson.