Ísafold - 21.12.1874, Qupperneq 2
26
1. bekkur.
1. Pálmi Pálmason, bónda Steinssonará Tjörnum í Eyjafjarð-
arsýslu, umsjónarmaður ( bekkntim (nýsveinn).
2. Lárus Óiafur þorláksson, sál. prests Stefánssonar á IJndir-
felli (nýsveinn).
3. ‘Jón Thorstensen, beitins sýslumanns í Suður-Múla-
sýslu C/a).
4. Hannes |>órður Havstein, amtmanns, í Skjaldarvík (nýsveinn).
5. Jón Jakobsson, Benediktssonar, presls á Hjaltastað í Norð-
ur-Múlasýslu (nýsveinn).
fi. Bjarni þórarinsson, heitins jarðyrkjumanns Árnasonar á
Syðra-Langholti í Árnessýslu ('/2).
7. Jónas Jónsson, bónda Jónssonar í Hörgsholti í Árnes-
sýslu C/a).
8. *Hálfdán Helgason, prestaskólakennara Hálfdánarsonar (ný-
sveinn).
9. Jón Jónsson, sál. Sigfússonar í Reykjavík (V2).
10. i>orgrtmur þórðarsson, Torfasonar, ( Reykjavík (nýsveinn).
11. Finnbogi Rútur Magnússon, sál. Jónssonar á Brekku í ísa-
fjarðarsýslu (nýsveinn).
12. Jón Gíslason, bónda Ólafssonar á Eyvindarstöðum í Blöndu-
dal í Húnavatnssýslu (nýsveinn).
13. Emil Schou, verzlunarfulilrúa í Kaupmannahöfn (nýsveinn).
Alls eru skólapiltar í vetur 65. Talan aptan við nöfnin
(1 eða ’/2| táknar, að sá hefir heila (100 rd.) eða hálfa (50 rd.)
ölmusu, en stjarnan (*), að liann er bæjarsveinn.
Stúdeníar á prestaskólanuin vetnrinn 1874- 75.
A. Eldri deild.
1. Brynjúlfur Gunnarsson frá Iíirkjuvogi.
2. Halldór Briem, sýslumanns á Reynistað.
3. Jóhann porkelsson frá Víðirkeri í Jdngeyjarsýslu.
4. Stefán Jónsson úr Reykjavík.
5. Sveinn Eiríksson, frá Ási í Skaptártungum.
6. Tómás Hallgrímsson frá Grund í Eyjafirði.
B. Yngri deild.
7. Guðmttndur Helgason frá Birtingaholti.
8. Janus Jónsson frá Melgraseyri.
9. Jónas Bjarnarson frá Hóli í Lundar-Reykjadal.
10. Sigurður Jensson, rektors Sigurðssonar.
11. Sofónías Halldórsson frá Brekku í Svarfaðardal.
Stúdentar á læknaskólaniiin vetnrinn 1874—75
1. Guðmundur Guðmundsson, prests á Stóruvöllum.
2. Jón Sigurður Ólafsson, prests i Viðvík.
3. Pjetnr Jónsson, yfirdómara í Reykjavík.
-- Á afmælisdag Fjeturs Guðjónssonar organsmeistara
(29. nóv.) íluttu lærisveinar hans í latínuskólanum honum kvæði
með blysför, í virðingar- og þakklætisskvni fyrir framkvæmdir
hans til lagfæringar á söng og efiingar söngknnnáttu lijer á
landi. Höfðu lærisveinar allir fylkt sjer suður við kirkjngarð
um kvöldið kl. 8, og gengu þaðan i fylkingu með blys ( hönd-
um eptir bænum að hýbýlum herra Pjeturs, staðnæmdust þar
og sungu kvæðið. Síðan mælti Gestur Pálsson úr flokki skóla-
pilta nokkrum orðum til herra Pjeturs, tjáði, í hvaða skyni efnt
hefði verið til bíysfarar þessarar, og bar fram hamingjnóskir f
nafni lærisveina. Tóku þeir allir undir það með níföldu «hnrra».
Herra Pjetur þakkaði sæmd þessa með viðkvæmum orðnm.
Síðan slökktu piltar á blysunum og gengn burt. — Kvæðið
hafði Gestur Pálsson ort, og setjum vjer það hjer:
Aldna, hrausta hetja, þjor
hcilla-ósk nú færum vér;
hlýð }ni raddir ungar á,
einlæg vinmál hjarta frá;
ástarvakin æskuhljóð
elii þinni færa ljóð,
þökk fyrir starf á fósturfold,
fað ir söngs á ísamold.
þeim, sem helga verkið vann,
vittu, sonur ísiands ann;
fótt pín æfi-bára blá
brotni dauðaströndum á,
nafn þitt heitt í hjarta rist
hefur hver, sem elskar list;
þennan bjarta bautastein
burtu hrífur tíð ei nein.
Lítum þína liðnu tíð,
list og ættjörð helgað stríð;
einsog hetja stóðstu styrk
straumhörð gegnum árin myrk,
sýndir hug og sýndir dug,
sýndir menntun, andans flug.
Lítum yflr liðna þraut,
list vann sigur, rudd er braut.
Lengi hjá oss lifðu, vin,
lífs þíns heiðríkt aptanskin
sönglist íslands birtu ber,
bjart sem dagskin fyr, það er;
aldur sigra’ ei andann má,
ellimörk þín tignarhá
eru að eins örin merk
eptir lífsins fagra verk.
— Iiáö VÍð bráðapest. Um þessa banvænu fjárpest, sem
talsvert hefurgjört vart við sig i vetur víða, einkum austan fjalls,
hefir reyndur fjárbóndi ritað oss á þessa leið : «Jeg vildi óska, að
menn færu að tíðka sem mest að að brúka hið einfalda ráð:
að gefa fje inn matarsalt, einn matspón handa hverri kind á
hverjum hálfsmánaðar til 3 vikna fresti, frá byrjun októberm.
til marzmánaðarloka, sem varnartilraun gegn peslinni. Jeg hef
þegar þótzt sjá bezta árangur af þessari tilraun, að minnsta
kosti tit að varna stórmissi. þessa varnartilraun verður að
byrja strax sem grös fara að missa frjó-safa sinn að miklnm
mun. f>að er varla efunarmál, að bráðapestin er eins konar
lakasótt, sem kemur af því, að fóðrið, líklega sökum of mikils
þyrkings i því, verður í laknnum of hart, og getur þv( ekki
lraft eðlilega rás til vinstrarinnar. pessi óregla fer vaxandi
lengri eða skemmri tíma. Vinstrin og þarmarnir tæmast og
fyllast með vind. Af óreglunni leiðir sóttveiki (Feber), sem,
eins og eðlilegt er, verður tíðari í veðrabreytingum eða í lungna-
veiku fje. Af sóttveikinni kemur drepið í vinstrina; en vegna
hvers það kemur fremur ( vinstrina en ( önnnr innvfli, sem
nefndin sal á fundi, og skyldi meðal annars íhnga uppástungu
frá hreppstjóranum, um að selja kornskemmu, er sveitin átti, og
koma upp dálitlum sparisjóð úr því, sem fyrir það fengist.
Akra-Knútur, oddviti nefndarinnar, hefði sjálfsagt verið á því,
hefði honum eigi verið skyltmálið. En nú stóð svo á, að það
var afi Knúts, sem hafði búið til kornbúrið og gefið það sveit-
inni, og í annan stað kom uppástungan frá hreppstjóranum,
sem AVergeland var ekki um og þá Iínúti ekki heldur. Var
því eigi laust við, að Knúti þætti sjer sjálfurn misboðið með
uppástungunni, hafði hann því ekki minnzt á hana við nokkurn
mann, jafnvel eigi við Þórð; en þórður vakti aldrei máls á
neinu að fyrra bragði.
Akra-Knútur las sem oddviti uppástunguna fyrir nefndar-
mönnum, en Ijet ekki í Ijósi álit sitt um hana. En hann leit
sem vandi hans var, framan í þórð, sem optast sat eða stóð
einhversstaðar úli í horni með hálmstrá milli tannanna; var
hann jafnan vanur að fá sjer það, ef einhver fór að tala við
hann. flann hafði það annaðhvort fyrir tannstöngul, eða liann
Ijet það hanga út úr öðru munnvikinu, og sneri því, og mátti
marka hvernig á honum lá, á því, hvort hálmstráið snerist
hart eða hægt. Knútur sá, að hálmstráið snerist hart, og brá
honum illa við. Hann mælti noklatð hvatlega: »Heldurðu að
við eigum að fallast á þetta?« þórður svaraði þurrlega: »Jú,
það held jeg«. pað datt ofan yfir alla, því auðfundið var, að
Iínútur var á öðru máli; en pórður sagði ekki meira, enda
spurði enginn hann framar. Knútur snerist að öðru máli, eins
og ekkert hefði í skorist, og minntist ekki á uppástungu lirepp-
stjórans aptur fyr en í lok fundurins. J>á kastaði hann því
lauslega fram, hvorl ekki væri rjett að senda hreppstjóranum
hana aptur til nákvæmari íhugunar, þar eð sveitarmönnum
geðjaðist ekki að henni; þeim þætti vænt um kornbúrið. Eng-
inn svaraði. Knútur spurði, hvort ekki væri óhætt að bóka:
Uppástungan þykir ekki góð. »Gegn einu atkvæði«, bætti þórð-
ur við. »Gegn tveimur«, sagði annar undir eins, »gegn þrem-
ur», sagði sá þriðji, og vissi oddviti eigi fyrri til en uppástung-
an var samþykkt með atkvæðafjölda. Honum varð svo mikið
um, að hann gleymdi að mæla í móli, liann bókaði og las
upp með lágri röddu: »Uppástungan er samþykkt. Fundi slitið».
Hann var blóðrauður í framan, er hann stóð upp og lagði
fundarbókina aptur, en hugsaði með sjálfum sjer, að hann
skyldi vinna það upp á hreppsþinginu. Hnnn bjóst til ferða,
og settist bórður f vagninn hjá honum. þeir töluðu um hitt
og þetta á leiðinni heim, en ekki um uppástungu hreppstjórans.
Dagii.n eptir fór kona Knúts yfirað Haugi að finna grann-
konu sína, til þess að vita, hvort þeim bændum þeirra hefði
borið nokkuð á milli, þvi að Knútur hafði ekki verið eins og
hann átti að sjer, þegar hann kom heim kvöldið áður. j>egar
bún var kornin spölkorn frá bænum, mætti hún konu þórðar,