Ísafold - 27.01.1875, Blaðsíða 4
8
7
liann 72 atkvæbi, en síra Jjorvaldur G. Stefánsson í Hvammi í Korðurár-
dal 8. Sömuleibis hefir frjettst, ab íStrandasýslu hafi í haust
vorib kosinn hinn fyrverandi þingmabur feirra Strandamanna
Torfi Einarsson á Kleifum.
Óbánar munu alþingiskosningar vera í þessum 5 kjördænium: ísa-
fjarðarsýslu (kýs 2 þingmenn), Barðastrandarsýslu (1), Snæfellsness. (1),
Húnavatnss. (2), og Norður-Múlas. (2).
Ei.dur uppi. — Síðan rjott eptir nýárið hafa ýmsir menn hjer í Reykja-
víkþóttst sjá merki þess, að eldur væri uppi einhversstaðar í Vatnajökli,
helzt nálægt sömu stöðvum og síðast í hitt eð fyrra. MeÖ mönnum,
semkomu norðan úr Eyjafirði fyrir fám dögum, frjettist, að possi sami(?)
eldur hefði átt að sjást þaðan skömmu eptir nýárið. Sömuleiðis á hann
að hafa sjest úr Hvítársíðu úr Borgarfirði, og eins úr Hreppunum í Arnes-
sýslu. Hvergi hefir þó orðið vart við öskufall, svo til hafi spurzt.
Jarbskjálfta kvað haía orðið vart víða um Eyjafjörð og Skagafjörð
um og eptir jólin. peir voru tíðir, en eigi miklir.
Mannalát. — Hjer íbænumandaðist 8. f>. m. Pj e t ur Júnaason,
landfógetaskrifari (ættaður úr Breiðafjarðardölum), eptir langvinnar ftján-
ingar af stórkostlegri meinsemd, nímlega prítugur. Hann var vel látinn
af öllum, sem hann þekktu, enda afburðamaður að atgervi og ínannkostum.
11. f. m. andaöist á Alcureyri Páll Magnússon (frá Kjarna), fyrr-
um hreppstjóri og varaþingmaður, fróðleiks- og greindarmaður, nafn-
kenndur einkum fyrir afskipti sín af Vesturheimsflutningum hin síðustu
árin, rúmlega fertugur að aldri. 15. s. m. andaðist að Steinnstöðum í Vxna-
dal húsfrú R a n n v e i g H a 11 g r í m s d ó 11 i r, á 73. ári, kona Stefáns
alþingismanns Jónssonar, nafnkennd merkiskona, alsystirhins ágæta þjóð-
skálds vors Jónasar Hallgrímssonar. 6. s. m. missti Guttormur prestur Vig-
fússon á Saurbæ í Eyafiröi konu sínu, Málmfríði Önnu Jóns-
d ó 11 u r Austmanns, af barnsförum, rúmlega tvítuga að aldri.
Braubavbitin&ak. — B o r g í Mýrasýslu veitt 12. f>. m sira G u ð-
mundi Bjarnasyni á Melum.
Um Staðastað sóttu, aulc sira þorkels. er veitinguna hlaut, þeir
sira Jens V. Hjaltalín, fyrrum prestur ab Skeggjastöðum, sira Páll Páls-
son á Prestsbakka, sira Arnljótur Ólafsson á Bægisá, sira Jakob Björns-
son á Staðarhrauni, síra Jón Björnsson á Hítarnesi, sira Andrjes Hjalta-
son í Flatey, sira Bjarni Sigvaldasor, á Lundi, sira Ivjartan Jónsson á
Skógum, og sira Helgi Sigurðsson á Setbergi.
ðvBHT liitAUí). — M e 1 a r í Borgarfirði (metið 776 krónur, 47 aurar),
auglýst 13. J>. m. S t o k k s e y r i í Árnessýslu (1626 kr. 58 a.), aug-
jýst 22. f>. m.
Fjar-klásinn er nú kominn upp í Borgarfjörð. Hefir hans orðið
vart á nokkrum bæjum í Flókadal og Lundarreykjadal. Borgfirðingar
kváðu vera farnir að skera sauði sína undan pessum skæða óvin.
Vetrarpar hið hezta um allt iand, eptir pví gem frjettst hefir með
ferðamönnum að norðan og vestan, og meö austanpóstinum, sem
kom kingað 18. f>. m. Hjer syðra hefir veriö stök blíða síðan á nýári.
Auglýsingar
kosta 10 aura sraáleturslÍDan eöa jafnmikið rúm.
— þar eð jeg hefi heyrt, að sætt sú, er fram fór 28. dag
nóveroberm. f. á., milli sira þórarins prófasts Böðvarssonar og
mín, sem jeg Ijet mjer lynda fyrir góðmannleg og viturleg um-
mæli hiskups míns, hafi verið rangfærð, vil jeg gjöra hana
hevrum kunna; en hún er þannig:
munninum, en gat ekki komið upp einu orði, og hálmstráið
datt. Hann gjörði þrjár eða fjórar atrennur til að finna það
og fara að tala, en það tókst ekki. Á endanum losaðist þó
um það, sem niðri fyrir var, enda munaði um rokuna, sem
úr honum kom. "Eru þetta þakkirnar fyrir allt stritið! Að þið
skuluð láta annan eins kerlingapostula og að tarna ráða. Jeg
hefi haldið um höfuðið á því, gálgatimbrinu ykkar, þangað til
í dag; þegar jeg fer, rvkur það í þúsund moia; það má þáfara!
— þarna er fundarbókin!« — Hann grýtti henni á borðiö. —
»Svei þessum kerlinga- og hvolpafans, sem hjer ersaman kom-
iu!« Hann barði f borðið. — »Sveitin má öll skammast sín,
að láta nokkurn mann fá slík laun, sem jeg fæ núna«. Hann
barði aptur í borðið; það var stórt þingborð; en svo mikið
munaði um höggið, að það fór á lopt, og blekbyttan ofan á
gólfið með öllu því, sem í henni var, svo að ókomnar kyn-
slóðir mættu líta blettinn eptir þar, sem þórður á Ilaugi rauk
á höfuðið með allt sitt vit, og riki hans og þolinmæði sömu
leiðina.
Hann rauk út, og eptir drykklanga stund var hann horf-
inn al' bænuro. Allur þingheimurinn sat hljóður eptir; það heíði
margur orðið smeikur af minna en að sjá þórð reiðan og
hevra þá heljarrödd i honum. Loks duttu Kuúti í hug orðin,
sem höfð hefðu verið við hann, þegar hann steyptist úr void-
um, og mæiti kýmileitur og hermdi eptir |>órði: «Á petta að
„Við undirskrifaðir, prófastur sira pórarinn Böðvarsson og prestur
sira porvaldur Bjarnarson, höfum gjört pá sætt með okkur í viður-
vist biskups, herra Pjeturs Pjeturssonar, að allt, sem okkur hefir orðið
að misklíðarefni, skuli niður falla, og við hjer eptir umgangast hvor
annan eins og góðum embættisbræðrum sæmir, og viljum vjer að þau
ummæli, sem við á fundi í Hafnarfirði þann 3. f>. m kunnum að hafa
haft hvor um annan, verði ekki hinum í nokkru tilliti til vansa.
Reykjavík, d. 28. nóvember 1874.
Pórarinn Buðvarsson. Porvatdr Bjarnarson‘l.
Staddur í Reykjavík, 21. d. janúarm. 1875.
Þorvaldr Bjarnarson.
— Fimmtudaginn 28. dag f>. m., 1 stundu eptir hádegi, verður fyrri árs-
fundur búnaðarfjelags suburamtsinshaldinn í prestaskólahúsinu hjer
í Reykjavík. Verður þar skýrt frá efnahag fjelagsins og aðgjörðum síðan
á síðasta fundi, og svo rætt um, hvað gjöra skuli þetta árið.
Reykjavík, 16. dag janúarm. 1875.
H. Kr. Priðriksson,
•— Gleraugu, í rauöleitu saffíans-hulstri, týndust fyrir nokkru á
kirkjublúnni hjer í Reykjavík. Sá, sem fundiö hefir, er beðinn að skila
þeim á skrifstofu þessa blaðs, móti sanngjömum fundarlaunum.
— Á næstl. lestum fann jeg undirskrifaður 2 ljái við ferjustaðinn á
Ölfusá í Oseyri, og getur rjottur eigandi vitjað þeirra til mín, ef hann
borgar þessa auglýsingú. Barkarstöðum í Fljótshlíð, 6. jan. 1875.
Scemundur Sigurðsson.
—• Hjá undirskrifuðum fæst keypt: Lestrarbók sira pórarins, fyrir 3
krónur óinnbundin, Káttúra lslands, eptir Bened. Gröndal, fyrir 66 arn'a.
Tafla til að breyta gamalli mynt í nyja, fyrir 10 aura, límd á pappír
20 aura. Sigfús Eymundarson.
Skotthúfa með sifurhólk vænum týndist 12. þ. m. nm kvöldið á
leibinni frá Skólavöröunni vestur að Hliðarhúsum, og er sá, sem fundið
kynni að hafa, beðinn að halda henni til skila á afgreiðslustofu ísafoldar,
gegn sanngjörnum fundarlaunum.
— Við prentsmiðjuna fást, auk liinna almennu
bóka, nýju sálmabækurnar í skinnbandi, gyltar ákjöl, og í meira
vönduðu bandi; einnig fæst þykkur og þunnur skrifpappir og
fieira til bókbands, og hinar áreiðanlegustú peningatöfiur yfir
hina nýju peningabreytingu. Reykjavík, 26. janúar 1875.
Einar Pórðarson.
— Blað petta keimir út 2—3 sinnum á mánuði, 32
númer um árið. Árgangurinn, frá nýári til nýárs, kost-
ar prjár krónur, erlendis 4 kr., stök númer 20 aura.
Borgun á árs-andvirði blaðsins óskar útgefandinn
liagað pannig, að annaðhvort sje pað greitt í kauptíð á
sumrin allt saman, eða pá í tvennu lagi: annar helm-
'ingurinn um sumarmál, hinn á haustlestum.
Útsölumenn hlaðsins fá 7. hvert expl. í sölulaun.
— Inn- og útborgun sparisjóðsins verður fyrst tun sinn á
skrifstofu landfógetans á hverjum laugardegi kl. 4—5 e. m.
Kaupendur Isafotdar úr ncersveitunum hjcr við'
Reykjavík geta vitjað hennar í apótekinu, hjá herra Bnjnj-
úlfi Jóhannssyni, aðstoðarmanni apótekara.
— Afgreiðsiustofa ísafoldar er í Tiíngötu Nr. 2, og er rit-
stjórannað hitta þar kl. .3—4 eptir hádegi hvern rúmhelgan dag.
Útgefandi og ábyrgðannaður: Bj'óru Jónxson., cand. phit.
Landsprentsmiðjau í Reykjavík. Einar þór&arson.
vera endahnútur á málinu» — og allur þingheimurinn rak upp
skellihlátur. Fundurinn hafði verið með miklum alvörublæ; nú
brá við og lenti allt í glanmi og háreisti; því fáir fóru af stað,
og hiuir, sem eptir urðu, fóru að fá sjer í staupinu og iiresstu
upp samvizkuna eptir þrautir dagsins. þeir undu sjer svo vel
og fannst þeir vera svo frjálsir eins og forðum, áður en
Pórður kom til sögunnnar; hann var svo ráðríkur, að enginn
þorði að mjæmta nje skræmta fyrir honum. peir drukku minni
frelsis síns, þeir sungu, og scinast fóru þeir að dansa, Akra-
Knútur fyrstur, við vara-formanninn, og síðan allur þingheimur
á eptir þeim, og strákar og steipur með — og krakkarnir
hrópuðu «hurra» fyrir utan; eins mikið garnan höfðu þau
aldrei sjeð.